Alþýðublaðið - 10.11.1939, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 10.11.1939, Blaðsíða 3
FOSTUDAGUR 10. NÓV. 1939. ALÞÝÐUBLAÐIÐ ALÞÝÐUBLAÐIÐ RITSTJÓRI: F. R. VALDEMARSSON. í íjarveru hans: STEFÁN PÉTURSSON. AFGREIÐSLA: ALÞÝÐUHÚSINU (Inngangur frá Hverfisgötu). SÍMAR: 4800: Afgreiðsla, auglýsingar. 001: Ritstjórn (innl. fréttir). 4902: Ritstjóri. |f08: V. S. Vilhjálms (heima). 4p05: Alþýðuprentsmiðjan. 008: Afgreiðsla. í®21 Stefán Pétursson (heima). ALÞÝBUPRENTSMI© J AN e-----'r----------------—* f fiiwfp Biar ii SoaBblðnssoear. EINN af þingmönnum Sjálf- stæðisflokksins, Bjarni Snæbjörnsson, flytur frumvarp á alþingi um breytingar á lög- unum um stéttarfélög og vinnu- deilur. Skulu samkvæmt því tekin upp 1 lögin ákvæði um, að aðeins eitt verkalýðsfélag megi vera í hverri starfsgrein á hverju félagssvæði, að engir aðrir en verkamenn 1 viðkom- andi starfsgrein megi vera með- limir í verkalýðsfélagi, og að hlutfallskosningar skuli við- hafðar til allra trúnaðarstarfa í hvaða verkalýðsfélagi, sem er, éf einn fimmti hluti félags- manna óskar þess. í greinargerð flutnings- mannsins fyrir þessu frumvarpi er farið mörgum fögrum orðum um umhyggju hans fyrir verka- lýðsfélagsskapnum, talað um megna sundrung, sem þar hafi ríkt síðustu árin vegna þess, að Alþýðuflokkurinn og Kommúnistaflokkurinn „berjist þar um yfirráðin án þess að skeyta um, hvaða afleiðingu sú barátta hefir fyrir verkalýðs- samtökin í landinu“, eins og lcomizt er að orði í greinargerð- inni, og að endingu lýst yfir, að frumvarpið sé lagt fram til þess „að sporna móti því, að einstakir stjórnmálaflokkar geti misnotað stéttarfélagssamtök- in", en ,,eins og nú er ástatt“, segir flutningsmaðurinn, „eru verkalýðsfélögin algerlega póli- tísk“. f>að vantaf sem sagt ekki um- hyggjuna fyrir verkalýðsfélags- skapnum hjá þessum þing- manni Sjálfstæðisflokksins — á alþingi. En það hefði bara verið æskilegra, að hann hefði sýnt hana heima í héraði, í Hafnarfirði, á undanförnum mánuðum, þar sem hann gat vissulega átt virkan og veru- legan þátt í því að afstýra þeirri sundrung í verkalýðsfé- lagsskapnum, sem hann talar um. En þar hefir enginn orðið var við slíka umhyggju af hans hálfu. Þvert á móti. Þar hefir flokkur hans, Sjálfstæðisflokk- urinn, unnið bæði leynt og ljóst að því með kommúnistum, að gera þá sundrung sem mesta, „án þess að skeyta um hvaða afleiðingu sú barátta hefir fyrir verkalýðssamtÖkin í landinu“, svo að orð Bjarna Snæbjörns- sonar séu viðhöfð á réttum stiað. Og yfirleitt er það vitað, að án stuðnings Sjálfstæðis- flokksins við kommúnista í verkalýðsfélögunum bæði í Hafnarfirði og annars staðar, væru þeir í dag áhrifalaus klíka eins og áður, og verka- lýðssamtökin laus við flest þau vandræði, sem þau eiga nú við Frh. á 4- fíðu EG EFAST UM, að það séu mörg félög, stem með jafnmikilli réttmætri ánægju geta litið yfir farinn veg eftir aldarfjórðung, eins og Verkakvennafélagið Framsókn. Það er máske ekki næsta oft, sem staðið kefir mikill styr um þettá fófag, þó ekki verði sagt um það, að það hafi látið sinn hlut, né undir höfuð lagt að berjast fyrir áhuga- og hagsmunamálum sínum. En félagið hefir frá því fyrsta ekki haft þann sið að slá um sig með stórum orðum og löngum og skrækjandi ályktunum. í stað þ'ess hefir verið keppt að því markvisst, ákveðið og rólega, að koma í framkvæmd um- bótum og margháttuðum kjarabótum. Og ekki verður annað sagt en árangurinn af þessu starfi hafi verið góður og fært verkakonunum margs konar fríðindi í hendur. Eins og oft vill verða, veltur starf verkaiýðsfélaganna mikið á því, hvernig hátt- að er forystu þeirra og stjórnarframkvæmdum. Framsókn hefir verið svo heppin, að hafa frá upphafi átt á að skipa sérstaklega góðum og happasælum formönnum. Eru það frúrnar JÓNÍNA JÓNATANSDÓTTIR og JÓHANNA EGILSDÓTTIR, sem gegnt hafa þessum vandasömu störfum með sérstakri árvekni og dugnaði. Félagskonurnar sjálfar munu bezt þekkja umhyggju og hjálpsemi þessara formanna sinna, bæði út af allsherjar áhugamálum verkakvennanna, og vanda- og áhyggjumálum einstakra félags- kvenna. Með þessum störfum sínum hafa þessir ágætu formenn unnið sér traust og virð- ingu og verið félaginu að ómetanlegu liði. Verkakvennafélagið Framsókn var eitt þeirra fáu félaga, er síóðu að stofnun Al- þýðusambands íslands, og hefir alltaf síðan verið eitt af öruggustu og beztu sambands- félögunum og aldrei látið glamur og róg klofningsmanna villa sér sýn. Hefir það þann- ig frá upphafi vterið ómetanlegur þáttur í allsherjarsamtökum íslenzkrar alþýðu. Á aldarfjórðungsafmæli Framsóknar ber félaginu þökk og heiður allra þeirra, er unna heilbrigðum og þróttmiklum alþýðusamtökum, Stefán Jóh. Stefánsson. Formenn Verkakvennafélagsins Framsókn frá því að það var stofnað og fram á þennan dag: Jónína Jónatansdóttir, fyrsti for- maður félagsins, og Jóhanna Egilsdóttir, núverandi formaður. W erkakvennaélagið FRAMSÓKN á aldarfjórð- ungsafmæli um þessar mund- ir. — Það var afsprengi kvenréttindahreyfingarinnar og raunverulega hin eina barátta íslenzkra kvenna fyrir jafnrétti og frelsi var og hefir alltaf verið háð af því. Er með þessum orðum þó alls ekki dregið úr þýðingu þeirra annarra kvennasamtaka, sem látið hafa á sér bera. En ekkert félag hefir eins skapað sér hlutverk, sem snerti hina beinu hagsmuni kvenna og þetta fé- lag, þó að það hafi aldrei haft hátt eða látið mikinn. Þetta skilja menn vel, þegar þeir fá að vita, að árið, sem verkakvennafélagið var stofn- að, var kaup verkakvenna 17 til 18 aurar um tímann eða 11 krónur um vikuna. Það var Jónína Jónatansdótt- ir, sem var einn af brautryðj- endum kvenréttindanna, sem vakti máls á því á fundi í Kven- réttindafélagi íslands 21. apríl 1913, að félagið þyrfti að gera eitthvað til að bæta kjör verka- kvenna, sem hún taldi vera mjög bágborin. Á þessum fundi var nefnd kosin í málið, en ekkert eða lítið var gert í mál- inu það ár, og Kvenréttinda- félagið hafði ekki meiri afskipti af málinu. En Jónína Jónatans- dóttir hélt hugmyndinni vak- andi. Fyrir henni var kvenrétt- indabaráttan mikið alvörumál. Hún hafði þjóðfélagslega til- finningu. Henni fannst, að kosningaréttur og lagalegt jafnrétti fyrir konuna væri að vísu nokkurs virði, en það, sem riði á, væri að skapa konunni betri kjör, því að betri kjör höfðu ekki aðeins þýðignu fyrir líðandi stund, heldur voru þau undirstaðan og fyrsta skilyrðið fyrir andlegu frelsi, þau sköp- uðu konunni skilyrði fyrir því, að geta lifað mennignarlífi. — Seint á árinu 1913 fór Jónína ásamt nokkrum konum á fund atvinnurekenda, sjálfkjörnar og hófu máls á því við þá, að kjör verkakvenna væru bætt. En þetta bar ekki mikinn ár- angur, enda atvinnurekendur óvanir slíkum heimsóknum í þá daga — Sjómannafélagið Var til dæmis ekki stofnað — og auk þess voru engin sam- tök bak við þessar kröfur hinna sjálfvöldu kvenna. Veturinn eft- ir hækkaði þó kaupið upp í 20 aura um tímann. Vorið 1914 höfðu þessar kon- ur undir forystu frú Jónínu nokkra fundi með starfandi verlcakonum og aftir miklar Saga V erkak vennaf élagslns bollaleggingar var það ráðið á einum fundinum, að gera til- raun til að stofna verkakvenna- félag. Það var knýjandi nauð- syn. Konurnar fundu það, að allt starf varð að engu gagni, ef fjöldi verkakvennanna var ekki að baki þeirrar starfsemi í félagsskap. Þetta er sama reynslan, sem allir verkamenn, allir launþegar hafa fengið. 25. október 1914 var svo fundur haldinn í Góðtemplara- húsinu og sátu þann fund 68 konur. Þar var ákveðið, að stofna verkakvennafélag, hið fyrsta, sem stofnað var á ís- landi, jafnframt eitt fyrsta verkalýðsf élagið. Á þessum fundi var kosin bráðabirgðastjórn, en 28. nóv- ember var annar fundur hald- inn. Lagði bráðabirgðastjórnin þar fram uppkast að lögum fyrir félagið og var það sam- þykkt í einu hljóði. 13. desem- ber var svo næsti fundur hald- inn og voru lögin þar endan- lega samþykkt og einnig kaup- taxti. sem nefndur var aukalög. Þá skipti og bráðabrigðastj órn- in með sér verkum þannig: Jónína Jónatansdóttir for- maður. Bríet Bjarnhéðinsdóttir ritari. Karolína Ziemsen varaform. Jónína Jósepsdóttir fjármála- ritari. María Pétursdóttir gjaldkeri. Með fyrstu lögum félagsins er því gefið nafnið: Verka- kvennafélagið Framsókn, og þar er starfsemi þess ákveðin og stefna mörkuð þannig: Tilgangur félagsins er: 1. Að styðja og efla hagsmuni og atvinnu félagskvenna. 2. Að koma betra skipulagi á alla dagla'unavinnu þeirra. 3. Að takmarka vinnu á öllum helgidögum. 4. Að efla menningu og sam- hug innan félagsins. Þá er ákveðið, að félagið skuli stofna styrktarsjóð strax og það sér sér fært. Þessum fyrstu lögum var fylgt nálega óbreyttum til 1920. Þá voru þau endurskoðuð og breytt lítilsháttar. Greinin um tilgang félagsins var orðuð þannig: „Tilgangur félagsins (er sá, að styðja og efla hag félagskvenna og menningu, á þann hátt, sem kostur er á, meðal annars með því, að ákveða vinnutíma og kaupgjald og stuðla að því, að verkalýðurinn taki •jálfstæðan þátt í stjórnmálmn lands og bæjarfélags.“ Við endurskoðun laganna 1934 var bætt við greinina þessum orðum: „í samræmi við önnur verkalýðsfélög og Al- þýðusamband fslands." Annars eru lög félagsins enn í dag í langflestum atriðum ó- breytt frá 1914. Allt frá stofnun félagsins hef- ir lítið verið að því gert, að skipta um stjórn. Á 25 fyrstu árunum hafa aðeins 24 konur tekið þátt í st j órnarstörf um: Jónína Jónatansdóttir 20 ár Jóhanna Egilsdóttir 17 — Karólína Ziemsen 12 — Sigíður Ólafsdóttir 8 — Jóna Guðjónsdóttir 5 — Elínborg Bjarnadóttir 5 — Elka Björnsdóttir 5 — Gíslína Magnúsdóttir 5 — María Pétursdóttir 5 — Svava Jónsdóttir 4 — Áslaug Jónsdóttir 4 — Guðrún Sigurðardóttir 4 — Sigríður Hannesdóttir 3 — Herdís Símonardóttir 3 — Jóhanna Þórðardóttir 3 — Jónína Jósepsdóttir 3 — Sigrún Tómasdóttir 3 — Steinunn Þórarinsdóttir 3 — Hólmfríður Ingjaldsd. 2 — Guðbjörg Brynjólfsd. 2 — Jóhanna Jónsdóttir 2 — Bríet Bjarnhéðinsdóttir 1 — Margrét Jónsdóttir 1 — Þjóðbjörg Jónsdóttir 1 — Þessar konur skipa stjórnina nú: Jóhanna Egilsdóttir, formað- ur. Jóna Guðjónsdóttir, vara- formaður. Hólmfríður Ingjaldsdóttir ritari. Sigríður Hannesdóttir fjár- málaritari. Guðrún Sigurðardóttir gjald- keri. Allar þessar konur hafa unnið sitt þýðingarmikla starf fyrir verkakonurnar í þessum bæ, og þó að kjör þeirra séu að vísu að ýmsu leyti slæm, þá er það staðreynd, að þessar konur hafa með aðstoð Alþýðu- sambands íslands og Alþýðu- flokksins unnið ómetanlegt starf fyrir verkakonurnar og alla verkalýðsstéttina í heild, því að það hefir ekki ósjaldan komið fyrir, að Verkakvenna- félagið Framsókn, hefir í verka- lýðsbaráttunni haft forystu fyrir verkalýðssamtökunum og vísað þeim leiðina. Þetta er ekki undarlegt, þeg- ar það er athugað, að þetta fé- lag hefir um 20 ára skeið notið forystu einnar merkustu konu íslands það sem af er 20. öld- inni, frú Jónínu Jónatansdótt- ur, og að núverandi formaður félagsins, frú Jóhanna Egils- dóttir, er fullkominn arftaki hennar. Félagið hefir alla tíð gætt hins mesta hófst í baráttu sinni, en’sótt fram markvist og án þess að missa sjónar af tak- markinu. Verkakvennafélagið hefir aldrei lagt út í tilgangs- lausa launadelu við atvinnu- rekendur og aldrei hafið verk- fall nema í brýnustu nauðsyn og vegna þess, að það hefir verið óhjákvæmilegt fyrir fé- lagið. — Verkakvennafélagið Framsókn felur í sér allt það bezta, sem verkalýðsfélagsskap má prýða, enda hefir því orðið mikið ágengt og stenst fyllilega samanburð við önnur verkalýðs félög. Nú, á afmæli félagsins telur það um 900 félagskonur og full- komin eining ríkir innan þess, og er það meira en hægt er að segja um mörg önnur félög. Alþýðublaðið óskar Verka- kvennafélaginu Framsókn til hamingju með 25 ára af- mæli sitt og það er þess full- v'isst, að framvegis eins og hing- að til, verður félagið trútt sinni köllun, baráttunni fyrir bætt- um kjörum alþýðunnar á ís- landi. VSV. Formaður Sjómannafélags- ins um Verkakvennafélagið. »y«UTTUGU OG FIMM ÁR er •®- ekki langur tími í lífi þjóðanna, En það er ávallt talið merkilegt tímamark á aldursskeiði félaga eða stofn- ana, því mörg fæðast og deyja á skemmri tíma. Verkakvennafélagið Fram- sókn hefir nú lifað í full 25 ár. Stofnað 25. okt. 1914. Fyrir 25 árum átti sér stað veruleg bylt- ing í atúinnulífi þjóðarinnar. Fiskveiðar á þilskipum fóru hraðminnkandi og í stað þeirra voru togararnir komnir til sög- unnar með hinum mikla upp- gripaafla, er þeir fluttu að landi. Saltfiskverkunin óx að sama skapi, sem krafðist mikils fjölda fólks. Til sjávarpláss- anna streymdi fólk að fiskfram- leiðslunni. Reykjavík fór ekki varhlut* af því aöstreymi. enda hófst togaraútgerðin þar og átti um langt skeið sitt höf- uðsetur í höfuðstaðnum. Kaup kvenfólksins og aðbúð öll, er vann að fiskverkuninni, var hið bágbornasta. Samtök meðal þeirra voru engin til. Atvinnu- rekendur voru einráðir um allt, er að þessu laut. Svo kom stríð- ið. Dýrtíðin skall yfir samtími* að segja mátti, þótt hún næði ekki hámarki sínu fyrr en eftir stríðslok. Það var á þessum ár- um, sem fæðingarhríðir ís- lenzku verkalýðshreyfingarinn- ar hófust. Framsókn gekk rösklega að sínu starfi. Meðlimunum fjölg- aði með hverju árinu. Samning- ar náðust við atvinnurekendur. Kaup hækkaði, aðbúnaður við starfið batnaði, vinnutími á- kveðinn. Allt þetta vannst með eðlilegri þróun fyrir þrotlausa baráttu með hverju árinu, sem leið. í heildarsamtökum verka- lýðsins átti Framsókn sinn mikla þátt. Með stofnun Al- þýðusambands íslands 1916. í þeirri keðju hefir hún reynst traustur hlekkur fram á þennan dag. Um starf félagsins í þágu verkakvennanna öll þessi ár yrði oflangt mál að skrifa í stuttri blaðagrein. En þess gengur enginn dulinn, sem til þekkir, að mjög væri á annan veg umhorfs í lífskjörum verkakvenna nú, bæði hér í bee og úti um land, ef Framsókn hefði ekki verið til. í þjóðmála- baráttunni hafa konurnar í Framsókn tekið mjög virkan og giftudrjúgan þátt. Áður fyrr létu konur sig ekki mjög stjórn- mál skipta. Á þessu varð mikil breyting með starfi og félags- samtökunum í Framsókn. Þær eiga ekki hvað minnstan þátt í því, sem áunnizt hefir í um- bóta og mannréttindalöggjöf síðari ára og ávallt hallast þar á sveifina, þar sem liðsmanna var þörf. Þegar saga þessa tíma- bils verður skráð, mun kvenn- anna að verðugu getið. Framsókn hefir ávallt borið giftu til að velja til forystunn- ar mikilhæfar og ósérplægnar konur. Hefi ég undirritaður átt þess kost mestan hluta þessa tímabils að vera í nánu sam- starfi við þær í félags-, bæjar- og landsmálum. Vil ég þar fyrsíar nefna þær frú Jónínu Jónatansdóttur og frú Jó- hönnu Egilsdóttur, sem báðar mest allra kvenna hafa komið við sögu félagsins. Önnur for- maður í 20 ár, en hin nú í full 5 ár. Auk fjölda annarra áhuga- > Frk. á 4- silu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.