Alþýðublaðið - 20.11.1939, Qupperneq 1
RITSTJÓRI: F. R. VALDEMARSSON
ÚTGEFANDI: ALÞÝÐUFLOKKURINN
XX. ÁRGANGUR
MÁNUDAGUR 20. NÓV. 1939.
271. TÖLUBLAÐ
Djúpsprengjurnar eru hættulegasta vopnið, sem Bretar hafa
í baráttunni við þýzku kafbátana. Myndin er tekin á brezkum
tundurspilli, um leið og einni þeirra er skotið af.
Er rikisútvarpið í þjón-
usto kommnnistaflokksius?
Hneykslanlegur fréttaburður þess unt
rússnesku skeytasendingarnar hingað.
AÐ vakti mikla furðu
livernig Ríkisútvarpið
skýrði frá skeytasendingun-
um frá Rússlandi í fréttatím-
anum í gærkveldi.
í marga daga hefir útvarp-
ið þrjózkast við að skýra frá
þessu merkilega máli, enda
þótt þetta mál hafi verið að-
alumræðueíni bæjarins síð-
an um miðja síðustu viku, og
nú þegar það loksins tekur
sig til og skýrir frá málinu,
þá gerir það það á þann hátt,
að engu líkara er en að þar
hafi kommúnistar verið að
verki til þess að velja úr þau
atriði, sem fram hafa kómið
við umræður um málið, sem
bezt falla í þeirra kram.
í útvarpsfréttinni var ber-
sýnilega höfuðáherzla lögð á
það. að reyna að láta líta svo
út, sem Alþýðulbaðið hefði gert
eitthvað óheiðarlegt með því að
birta þá vitneskju, sem því
hafði borizt um skeytasending-
arnar hingað frá Rússlandi, og
draga fjöður yfir hitt, sem er
aðalatriði málsins, að Rússar
skuli hafa varið 160 þúsundum
króna í skeytasendingar til
kommúnista hér á landi í und-
irróðursskyni síðan 1 ársbyrj-
un 1938. Fjasið um það hvernig
Alþýðublaðið myndi hafa kom
izt yfir þessa frétt tók um einn
þriðja hluta tímans, sem fór í
alla fréttina, og kvað svo ramt
að hlutdrægninni, að þegar les-
in var upp greinargerð Jónasar
Jónssonar um þetta 1 Tíman-
um s-1. laugardag, þá var þess
vandlega gætt að hætta lestr-
inum þar, sem J. J. lýsti því
yfir, að hann yrði að viður-
kenna það, að þegar hann las
fréttina í Alþýðublaðinu, þá
hefði honum fundist, að þjóðin
ætti einmitt sérstakan rétt á
því að fá að heyra þetta. í út-
varpinu er þessari viðurkenn-
ingu J. J. stungið undir stól,
en í þess stað voru teknar upp
svívirðingar úr Þjóðviljanum
um Alþýðublaðið, sem ekkert
koma þessu máli við, og enginn
gat haft neina hvöt til þess að
koma á fr" .*'æri í útvarpinu
nema kommúnistar sjálfir, eða
einhver verkfæri þeirra.
Það er ekki í fyrsta skipti sem
þessi aðalfréttastofnun þjóðar-
innar er notuð til að koma áróðri
kommúnista á framfæri, breiða
yfir ávirðingar þeirra og bá-
súna út það, sem þeim gæti að
gagni orðið.
Það virðist vera orðin full-
komin ástæða til þess að athuga
ástandið við útvarpið — og
gera a. m- k. ráðstafanir til þess,
að þar vaði ekki uppi menn,
sem standa í þjónustu kommún-
istaflokksins og þar með er-
lends stórveldis, sem nú er
orðið uppvíst að því að verja
stórfé til áróðurs hér á landi.
Fjðgnr kaupfðr, þar af prjú Mutlaus
taafa rekizt á tundurdufl og farizt vlð
Englaudsstrendur siðan á laugard.
----«---
Bretar saka Þjóðverja um að hafa iagt tundur-
duflum á siglingaleiðum við Englandsstrendur
Frá fréttaritara Alþýðublaðsins.
KHÖFN í morgun.
TC* 1 JÖGUR kaupför hafa rekizt á tundurdufl á siglinga-
leiðum við Englandsstrendur og farizt síðan á laugar-
daginn. Eru það hollenzka skipið „Simon Bolivar“, 8000
smálestir að stærð, ítalska skipið „Grazzia,“ 5800 smálestir,
sænska skipið „Börjeson,“ 1600 smálestir, og enska skipið
„Blackhill,“ 2500 smálestir.
Samkvæmt tilkynningum brezka flotamálaráðuneytis-
ins fórst hollenzka skipið í Ermarsundi, en hin öll við aust-
urströnd Englands. Sakar flotamálaráðuneytið Þjóðverja
um að hafa lagt tundurduflum á siglingaleiðum við Eng-
land til þess að hindra siglingar þangað.
Um mannskaða af þessum
slysum er það nú orðið kunn-
ugt, að 100 manns hafa farizt af
„Simon Bolivar,“ sem hafði 400
manns innanborðs, aðallega
hollenzka og enska farþega, 1
maður af „Grazzia,“ 16 manns
af skipshöfn þess vantar enn, 6
vantar af „Börjeson,“ en af
„Blackhill“ hafa allir þegar
hjargast. Af þeim 100 sem fór-
ust með „Simon Bolivar“, fer
talið, að 44 hafi verið hrezkir-
Frásöya farpega á „Slm-
on Bolivar".
LONDON í gærkveldí. FÚ.
Samkvæmt frásögn farþeg-
anna á „Simon Bolivar”, sem
fórst 1 Ermarsundi á laugardag-
inn, urðu tvær sprengingar með
stundajrf j órðungs millibili.
Margt manna fórst, er fyrri
sprengingin varð- Björgunar-
bátarnir á stjórnborða voru
settir út án þess nokkurt slys
yrði, en þegar farið var að setja
út björgunarbáta hinum r.aegin
á skipinu, er var þá farið að
hallast mjög mikið, varð síðari
sprengingin, og tvístraði hún
einum björgunarbátnum, og
fórust flestir, sem í honum
voru..
Brezka flotamálaráiðuneytið
hefir gefið út tilkynningu, þar
sem Þjóðverjar eru taldir á-
byrgir fyrir því, að skipið fórst,
þar sem skipið rakst á 2 þýzk
tundurdufl, sem lögð voru í
siglingaleið, án þess kunngert
væri neitt um það, og er hér
ný sönnun, segir í tilkynning-
unni, fyrir virðingarleysi Þjóð-
verja fyrir alþjóðalögum.
Tundurduflin voru lögð á
siglingaleið, sem skip hlut-
lausra þjóða nota mikið, og þau
voru lögð á þessar slóðir að yf-
irlögðu ráði, segir enn fremur í
tilkynningunni. Tundurduflin
hafa verið lögð á siglingaleið-
um milli strandar Bretlands og
Belgíu, vafalaust í þeim til-
gangi að valda siglingastöðvun,
og er leidd athygli að því í
brezku tilkynningunni, að lett-
neskt flutningaskip hafi einnig
farizt í gær nálægt Zeebrugge
í Belgíu, og tvö skip hafi
skemmzt af völdum tundur-
dufla í þann mund, sem „Simon
Bolivar“ fórst og þar skammt
frá, en þessi skip komust til
hafnar.
Skipið „Simon Bolivar“ var
byggt árið 1927. Fregnin um
hann vakti sorg og gremju í
Hollandi, en blööin birta aðeins
frásagnir af atburðinum enn
sem komið er, og að'* sjálfsögðu
geta þau hinnar lorezku til-
kynningar.
Fregnin hefir ein;uig vakið
gremju í Danxnörku, en Danir
misstu stærsta mótorskip sitt,
„Canada“, fyrir nokkru, er það
rakst á tundurdufl á siglinga-
leið við England skammit und-
an landi.
Er þetta íslenzk gentlemennska?
Fræoasta MSfnðból laids-
ins fyrir enska flngnanninn
-----♦----
En fangelsi og ófrelsi fyrir óbreytta
þýzka sjómenn, sem fiýðu á i&áðir okkar
K AÐ þóttu tíðindi, þegar
brezka hernaðarflug-
vélin strauk frá Raufarhöfn.
Menn höfðu að óreyndu ekki
búizt við því, að brezkum
flugforingja lægi í svo léttu
rúmi, hvort hann stæði við
drengskaparorð sitt eða
ekki. En ýmsir voru á þeirri
sltoðun, að það bætti nokkuð
þá skerðingu hlutleysis
lands vors, sem framin var
með lendingu f 1t ngvélarinnar
_ FcMi á 4- siðal ^
IsMiáianeíBá!
kaspir sMp.
Til flatninga á Mraðfrystaffii
fiski.
Fiskimálanefnd
hefir að því er Al-
þýðublaðið hefir frétt,
fest kaup á skipi til flutn-
inga á hraðfrystum fiski
á erlenda markaði.
Er það þrímöstruð skon-
norta með hjálparvél. Það
er 6—700 smálestir að
stærð. Kælivélar eru í því-
Skipið er keypt frá Dan-
mörku og má búast við að
það hefji fiskflutninga
upp úr áramótunum.
Munu þessi skipakaup
standa í sambandi við
stórkostlega aukningu á
sölu á hraðfrystum fiski,
sem Fiskimálanefnd er
að koma í framkvæmd og
mun verða til mikillar at-
vinnuaukningar í landinu.
Wlnston Churchill
flotamálaráðherra Breta síöan
stríðið hðfst.
Raieder aðmíráll,
sem stjórnar þýzka flotanum og
öllum sjóhemaði Þýzkalands.
býzkir stomsveitarmenn
meðvélbyssniáverðiiPrag
-----$---
12 aftökur á tveimur sólarhringum og
fjöldi tékkneskra stúdenta fluttir i
illræmdustu fangabúðir Þýzkalands.
LONDON í morgun. FÚ.
SAMKVÆMT frcgnum frá
hlutlausum fréttariturum
í Tékkóslóvakíu eru þýzkir
stormsveitarmenn mteð vélbyss-
ur á verði á hverju götuhorni í
Prag, en fréttaritararnir segja,
að íbúar Prag forðist að grípa
til nokkurra gagnráðstafana
gegn nazistum-
Fjölda margir stúdentar, sem
handteknir hafa verið, hafa
verið, sendir í Buchenwald-
fangabúðirnar, sem einna verst
orð fer af af öllum fangabúð-
um Þýzkalands.
Hefndarráðstafanir eru enn
gei-ðar* vegna sprengingarinnar
i Múnchen, og að því er frétta-
ritarar hlutlausra þjóða segja,
hafa um 5000 menn verið hand-
teknir, en margir teknir af lífi-
Fer því fram hreinsun svipuð
þeirri, sem gerð var 30. júní
1934, en hrottaskapurinn og
harkan enn meiri en þá, segir
brezka útvarpið.
Mikill fjöldi stormsveitarmanna
, er kominn til Tékkóslóvakíu til
viðbótar hinu mikla 1-ögregluliði
og stormsveitunum, sem fyrir
vom. Herlög em gengin í gildi
í Prag og þremur öðmm borg-
um. Kaffi- og matsölustöðum og
öllum skemmtistöðum er lokað
kl. 10 og gistihúsum á miðnætti.
Hvarvetna er aukinn lögreglu-
vörður. Talsímasamband er ekk-
ert milli Prag og borga í öðrum
Löndum, sem stendur.
Alls hafa 12 Tékkar verið tektl-
ír af lífi undangengna tvo sólar-
hringa. Stormsveitarmienn hafa
enn aðsetnr í háskólabyggingUn-
um. Meðal hinna mörgu, sem
handteknir hafa verið, eru margir
tékkneskir háskólakennarar.
Hacha fangi bjéðverja.
Hacha ríkisforseti hefir hald-
ið útvarpsræðu og hvatt Tékka
til þess að sætta sig við stjórn
Þjóðverja og hætta mótspyrn-
unni gegn þeim. Þeir eiga, sagði
hann, rétt til alls, sem þeir fara
fram á- Hacha talaði af mikilli
(Frh. á 4. »íðu.)