Alþýðublaðið - 28.11.1939, Qupperneq 1

Alþýðublaðið - 28.11.1939, Qupperneq 1
SÖNGFÉLAGIÐ HARPA. Öll á æfingu annað kvöld í Þjóðleikhúsinu kl. 8% RITSTJÓRI: F. R. VALDEMARSSON ÚTGEFANDI: ALÞÝÐUFLOKKURINN XX. ÁRGANGUR ÞRÍÐJUDAGUR 28. NÖV. 1939. 278. TÖLUBLAÐ \-L!JLEA_ ULEABORG WASA TAMMERFORS, <!!!! 11 VÍBORG !! 1 i i I i í! i !*i! Ji HELStNGFORJ* \LAOOG/ HOGL'AN, Kalla ekkl lið sitt frá laaidamærumum ueieia Kússar geii pað sama. Finnar neita að verða vi Frá fréttaritara Alþýðublaðsins. Kaupmannahöfn í morgun. "O INNSKA STJÓRNIN svaraði seint í gærkveldi orð- sendingu sovétstjórnarinnar út af árekstri þeim, sem Rússar halda fram, að orðið hafi við landamæri Finnlands cg Rússlands á Kyrjálanesinu á sunnudaginn. Finnska stjórnin vísar algerlega á hug þeirri ásökun sovétstjórnarinnar, að finnskir hermenn hafi skotið á rúss- neska hermenn og neitar að fallast á þá kröfu hennar, að fl'ytja hið finnska landvarnarlið á Kyrjálanesinu 20—25 kílómetra frá landamærunum, nema því aðeins að sovét- stjórnin skuldbindi sig til þess að flytja rússneska herinn jafnlangt burt frá landámærunum sín megin. Lýsir finnska stjórnin sig reiðubúna til þess að taka upp samningaumleitanir við sovétstjórnina um slíka ráð- stöfun af beggja hálfu. Úrslitakosíír ? Það var með öllu ókunnugt í morgun, hvernig sovétstjórn- in myndi taka þessu svari finnsku stjórnarinnar og enginn veit heldur, hvort skoða beri kröfur sovétstjórnarinnar sem úrslitakosti. í orðsendingu Molotovs var að minnsta kosti ekki settur neinn ákveðinn frestur til and- svars eins og venja er, þegar um úrslitakosti 'er að ræða, en það þykir ills viti, að jafnhliða örð- sendingunni hafa verið hafnar taumlausar æsingar gegn Finn- um bæði í útvarpinu í Moskva og blöðunum á Rússlandi, Finn- landi bornar árásarfyrirætlanir gegn Rússlandi á brýn, talað um að veita Finnum eftirminni- lega ráðningu, forsætisráðherra þeirra, Cajander, kallaður lodd- ari, og þykir allt þetta minna óhuggulega á æsingar þýzka útvarpsins og þýzku blaðanna gegn Póllandi, áður en þýzki herinn réðst inn yfir landa- mæri þess um mánaðamótin ágúst — september. Það þykir augljóst, að Finnar h'efðu ekki getað orðið við kröf- um Rússa nema með því að gera landið raunverulega varn- arlaust fyrir rússneskri árás, því að landamæravíggirðingar Finna á Kyrjálanesinu eru allar á því 20—25 kílómetra breiða svæði, sem Rússar heimtuðu að Finnar hyrfu burt af með her sinn. Það hefði einnig gert Finnum ómögulegt að veita frekari kröfum Rússa nokkra mót- spyrnu, ef samningaumleit- anir hefðu að því búnu verið reyndar á ný. Enginn veit, hvaða viðburðir kunna. að gerast næstu daga. Ástandinu þykir réttast lýst þannig á þessari stundu: Það er ekki við því að búazt, að kröfur Rússlands verði teknar aftur. En þær verða heldur ekki uppfylltar af Finnum. V opnaða brezka kaupfarinu ,Rawalpindi‘ sökt við ísland Þýzka orustaskipið „Deatseklaad“ og annað pýzkt herskip sðkktu pvf eftir harða orustu Kaupfarið var 5 klukkustnndir að brenna og aðeins litlum hluta af skipshöfninni var bjargað LONDON í morgun. FÚ. |D REZKA FLOTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ tilkynnti í gær- kveldi, að hinu vopnaða kaupfari „Rawalpindi“ (sem sagt var frá í FÚ-skeyti í gær), hefði verið sökkt við strend- ur íslands. Var það vasa-orustuskipið „Deutschland“ og annað þýzkt herskip, sem sökktu „Rawalpindi“, og gerðist þetta s.l. fimmtudag. Á skipinu voru 300 menn, og er kunnugt um, að 11 hafi verið bjargað. Ástæða ér þó til að ætla, að annað þýzka herskipið hafi auk þess bjargað 30 mönnum. Þeir 11, sem að framan var vikið að, komust í bát, og bjargaði brezkt beitiskip þeim. „Sawalpindi“, sem var 16800 smálestir að stærð, var í sigl- inga'eftirlitsferð, þegar herskip- in réðust á það, og þrátt fyrir það, að við ofurefli væri að etja — vopnað kaupfar öðrum megin, en tvö herskip hinum megin og annað þeirra full- komnasta herskip Þjóðverja — börðust skipsmenn á „Rawal- pindi“, þar til „Deutschland“ hafði þaggað niður í fallbyssum þeirra. Þá stóð herskipið í ljósum loga og var að brenna í fimm klukkustundir þar til það sökk. 1 gær rakst stórt hollenzkt skip á þýzkt tundurdufl úti fyrir Thamesárásum og sökk- Þetta var hafskipið „Spaandam“, 9000 smól. að stærð, eign Hollenzku- Amieríkulínunnar, og var það á Ieið frá Ameríku til Rotterdam. Skipshöfninni allri og eina far- þeganum, gamalli koniu, sem á eftiriitsskip, sem kom á vettvang, skipinu var, var bjargað. Það var er bjargaði þeim. 200 brezkir topr- ar bjóftast til afti slæfta tDDderdaflli LONDON í gærkv. FÚ. ipi REZKA stjórnin hef- •*“'^ ir skorað á togara- eigendur að Iána flota- málaráðuneytinu íogara sína, til þess að slæða tundurdufl, og hafa undir- tektir verið ágætar. Var b'eðið um 200 togara og buðust flotamálaráðu- neytinu fleiri, með öllum útbúnaði og áhöfnum, — samtals 2000 sjálfboðalið- um. Þýzkur kafbátur hefir sökt brezka skipinu „Roystan Grange" á Atlantshafi. Skip þetta var 5000 smálestir að stærð. Áhiöfninni var bjargað, og var hún sett á land í dag í hafnarborg á Vestur- strönd Bretlands. Vikuna 19.—25. nióviember hafa Bretar misst 11 skip, samtals 25 767 smálestir, en einmig var sökkt 4 skipum hlutlausra þjóða, samtals 23 949 smól. og 2 frönsk- Um flutningaskipumi, samtals dá- Iítfð yílr 3000 smálestir. Þjóðverjar hafa misst þrjú skip og vioru tvö af þeim flutnimga- skip, sem tekin voru af brezkum herskipum, en liið þriðja var eft- irlitsskip, sem fórst á tundur- dufli við Langeland í Dan- mörku. Frh. á 4. síðu. Friðravinafélagið helidur fund í kvöld kl. 8V2 í Oddfellowhúisinu uppi. Sigurður Einarsson dósent flytur þar er- indi um deilumál Finna og Rússa. Ýms önnur félagsmál verða rædd. Verkakvennafélagið Framsókn heldur funíd í kvöld í Alþýðu- húsinu við Hverfisgötu kl. 8V2. Lúðvig Guðmundss'on skólastjóri flytur erindi á undan félagsmál- um. Myndir frá 25 ára afmælinu verða til sýnis á fundinum. —• Mætið allar stundvíslega. Félag starfsstúlkna á veitingahúsum var samþykkt í Alþýðusambandið í gærkveldi. Félagar í þvi eru nú orðnir 60 að tölu. Knattspyrniufélagið Fram. Leikfimi miðvikudaginn 29. þ. m. kl. 8 e. h. í íþróttaskóla Garðars, Laugavegi 1C. Ungbarnavernd Lfknar opin hvern þriðjudag og fötstiu- | dag kl. 3—4. Ráðleggingarstöð s fyrir barnshafandi konur er opin fyrsta miðvikudag í hverjum mánuðii frá kl. 3—4. Templara- sundi 3. Þýzka orustuskipið „Deutschland.“ Finnskar konur vinna nú nótt og dag að því að húa til gasgrímur fyrir fólkið, það sé viðbúið hinni yfirvofandi rússnesku árás. w qá'R tf, rvik' HIRUNA 1 ^ 1 MURMA ■ ■■■■ -‘W xrx .. $' LENLN&R ___ ^WaLUNN : I' C5 KORT AF FINNLANDI. Neðarlega á myndinni, til hægri, Kyrjálanesið, þ. e. eiðið milli Ladogavatns og Finnska flóans. Svarta feita línan, þvert yfir nesið, sýnir landamærin. Rússar bfða pess að finBsku vðtnin leegi. OSLO í gærkveldi FÚ. Fréttaritari frönsku Havas- fréttastofunnar 1 Moskva skýr- ir svo frá, að í rússnesku út- varpi klukkan 14—15 eftir Mið- Evrópu tíma hafi verið til- kynnt að finnska stjórnin yrði strax að taka til greina boðskap rússnesku stjórnarinnar. Sama fréttastofa álítur að rússneski herinn muni þegar í stað gera innrás í Finnland, þegar vötnin í Finnlandi eru orðin nægilega lögð, til þess að hægt sé að fara um ísana með brynvörðum flutningavögnum, skriðdrekum og öðrum vélbún- um tækjum. Reynt að æsa rússneska v erkamenn geen Finnnm. LONDON í gærkveldi. FÚ.- Atburðurinn, sem Rússar segja Frh. á 4- síðu. til þess að |! Stjórimálaféiagið!! pfja stofnað með lörgDm féiðgom. |Það heitir „Vikingur“ i GÍSLI JÓNSSON vél- stjóri stofnaði hið t nýja stjórnmálafélag sitt !| í gærkveldi í Varðarhús- : inu, og fengu ekki aðrir að I; koma þar inn en þeir, s'em !; fyrirfram lofuðu að ganga J; í félagið. í stjórn voru J; kosnir: Formaður Gísli ;> Jónsson, enn fremur j! Bjarni Jónsson verkstjóri í $ Hamri og Gunnar A. Páls- ;! son lögfræðingur, er vinn- !| ur á skrifstofu lögmanns. Þá eiga enn fremur að !; vera í stjórninni „fulltrú- !; ar frá verkamönnum“ og !; er búizt við að annar ;' þeirra verði Sigurður Hall- j; dórsson. j; Ákveðið var að félagið ;« skyldi heiía „Víkingar“ og j! var húsfyllir á stofnfund- ;l inum. ![ Gert er ráð fyrir að Ja- !| kob A. Sigurðsson verði 1; framkyæmdastjóri félags- !; ins. 1;

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.