Alþýðublaðið - 30.11.1939, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 30.11.1939, Blaðsíða 2
FIMMTUDAGINN 30. NÓV. 1939. ALÞÝÐUBLAÐIÐ I </' y '' / •s/l <s>. e/ •{.pae'w en. S cx t 5..-N. f . / -rr. * f' *íi 7 ^- ELDFÆRIN ■ : r 7’": • . „Jf I IpySlp^ fölfíÉÉÉí 134) Svo þutu hundarnir á dómarana og ráðið og hentu þeim upp í loftið. 135) — Ég vil ekki láta fleygja mér, sagði konung- urinn, 136) en stærsti hundurinn tók bæði konunginn 137) og drottninguna og flygði þeim upp í loftið. 138) Og þá urðu her- mennirnir hræddir. Húsnæður! Mjólkin hefir ekki hækkað í verið. Skyrverðið er einnig óbreytt, og eftirlitsmaðurinn með vörum vorum segir það nú vera með allra bezta móti. NjðlkarsamsalaD. Lífið, UMRÆÐUEFNI ársrit, gefið út af Jóhannesi Birkiiand, IV. árgangur, er ný- k'OiniÖ út. M. a. rita í það Sig- urður Einarsson, Friðrik Á. Brekkan, Arnór Sigurjónsson, Jóhann Kristjánsson bygginga- meistari, Hallgritniur Jónassion kennari, Þorbergur Þórðarson, Haraidur Bjömsson iei'kari, Sig- ur'öur Heiðdal rithöfundur og maiigir fleiri. öllum bókaverzlunium bæjarins liggja frammi þessa dagana áskriftarlistar að hinni væntanlegu ljóðabók Sig. heitins SigurÖssonar frá Arnarholti. — Menn ættu að tryggja sér bókina í tíma, því upplagið er rajög takmarkað. Það er ekkja skálds- ins, frú Anna Pálsdóttir, sem gefur bókina út. Útbreiðið Alþýðublaðið. Silungur í krananum. Sleða- ferðir barna og bílstjórarnir. Barnatímarnir og barnaguðs þjónusturnar. Aðbúnaður manna í styrkþegavinnunni. Litli skítugi skúrinn. Báta- gæzla, vitaflutningar og fiski rannsóknir. Óþarfa kaffi- skammtur. Fáum við ekki auka sykurskammt? Lokun- artími sölubúða. Óhentugt fyrirkomulag. —0— ATHHUGANIR HANNESAR Á HORNINU ■—o— FYRIR NOKKRU kom 7 cm langur silungur úr vatnskrana í húsi á Baldursgötu. Þetta gefur fólki tilefni til að spyrja hvaðan vatnið komi, sem rennur úr krön- unum. Varla getur verið, að silung- urinn hafi komið annarsstaðar frá en úr Elliðaánum. BIFREIÐ AST JÓRAR kvarta mjög udan því, að lögreglan hafi of lítið eftirlit með sleðaferðum barna á götum bæjarins. Segja bifreiðastjórar, að þeir séu í hin- um mestu vanclræðum með að af- stýra slysum af sleðaferðum barn- anna. SVEITAKONA kvartar undan því, að aldrei skuli vera útvarpað barnaguðsþjónustum. „Barnatím- arnir eru oft góðir,“ segir sveita- konan, „en ég tel, að barnatími — þegar útvarpað væri barnaguðs- þjónustum myndi verða betri en nokkur annar.“ VERKAMAÐUR skrifar á þessa leið: „Fyrir innan Ás er unnnið að því að rífa upp grjót og er sú vinna nefnd styrkþegavinna, en aðbúnað ur okkar, sem vinnum þar, er slæm ur, Þarna vinna vanalega á milli 20 og 30 menn á dag, en skúrinn sem við drekkum í, er svo lítill, að aðeins 14 menn geta fengið sæti, hinir verða annað hvort að standa úti eða setjast á gólfið, sem er atað mold og auri, því skúrinn er jafnframt verkfærageymsla. Við treystum þér til að birta þetta, því Dagsbrún gerir ekki neitt fyrir okkur. [Vilja ekki þeir menn, sem sjá um þetta, athuga það?] „SPURULL“ skrifar: „Mig lang- ar til að biðja þig fyrir eftirfar- andi spurningu til réttra hlutað- eigenda: Hvers vegna eru notuð tvö skip til að gera það, sem eitt getur gert? Því er ekki bátagæzla við Vestmannaeyjar, vitaflutning- ar, fiskirannsókn og fleira því um líkt framkvæmt á einu og sama skipi? V/s. „Þór“ hættir venjulega við Eyjar um mánaðamót apríl— maí, en þá byrjar e.s. „Hermóð- ur“ á vitaflutningi og er við þá til í sept., október og liggur svo uppi til apríl—maí. En v/s. Þór hefir síðari árin að meira eða minna leyti legið uppi frá maí til janúar. V/s. Þór er það stærri en e/s. Her- DAGSINS. móður, að hann getur annast vita- flutninga og jafnframt verið 2—3 mánuði á fiskirannskón ef iil kæmi.“ VITAMÁL ASTJ ÓRI sagði við mig um þetta mál: „Þór“ hefir auk vetrargæzlunnar við Vestmanna- eyjar verið ætlaðar fiskirannsókn- ir og landhelgisgæzla á sumrum. Hitt er svo annað mál, að vegna sparnaðar hefir hann verið látinn liggja jafnvel öllu lengur en æskilegt hefði verið vegna þess- ara starfa, Þetta á að vera starf skipsins, og ef það er rækt, er nóg við þetta verkefni að gera.“ „SEM VITAFLUTNINGASKIP er Þór óþarflega stór og að ýmsu leyti óheppilegur. Líka talsvert miklu dýrari í rekstri en Hermóð- ur. Hermóður aftur á móti er of lítill til vetrargæzlu við Vest- mannaeyjar, og telja Vestmanna- eyingar hann allsendis ófullnægj- andi til þess. Nú hefir komið til mála að láta Hermóð taka upp flutninga -til Skaftafellssýslna í stað m/b. Skaftfelligs, og er ekki ólíklegt að sameina megi starf þessara tveggja skipa.“ (Það er verið að athuga þetta nú í sam- göngumáulanefnd og fjárveitinga- nefnd alþingis.) HEIMILISFAÐIR skrifar: „Oft hefi ég ætlað mér að taka skrif- færi og skrifa þér um ýmislegt, sem mér hefir fundizt aflaga fara, þó að ekki hafi fyrr orðið úr fram- kvæmdum. Þær hafa drukknað í daglegu striti eða þá leitinni að því. En það. sem olli því að ég gat ekki lengur orða bundizt, er hin ein kennilega ráðstöfun skömmtunar- skrifstofunnar, þar sem hún út- hlutar aukaskammti af kaffi yfir desembermánuð vegna jólanna. En hvers vegna ekki sykri? Að vísu hefir kaffiskammturinn ekki ver- ið um of, þ. e, a. s. fyrir þá, sem eitthvað hafa til að kaupa fyrir, en fólk er þó miklu ver sett með sykurskammtinn. A. m, k. barn- margar fjölskyldur. Nú fara jólin í hönd og helzta tilbreyting hjá fá- tækum barnafjölskyldum er ef eitthvað er hægt að baka til jól anna. En með þessum sykur- skammti er útilokað að það sé hægt.“ I ’ ' f'"". T „EN FYRST ÉG settist við að skrifa, þá get ég ekki látið hjá líða að minnast á annað efni. En það er virðingarleysi bæjarstjórn- armeirihlutans hérna fyrir hinum starfandi manni. Á ég þar við hina illræmdu breytingu á lokunartíma sölubúða, sem samþykkt var í haust. Það var mjög sangjarnt og átti almennum vinsældum að fagna, að hafa búðir opnar til kl. 8 síðd. á föstudagskvöldum eftir að sá háttur var upp tekinn að loka þeim kl. 6 aðra daga. Nú má segja að þeir menn, sem hafa ein- hverjum störfum að gegna, hvort sem um er að ræða verkamenn eða aðra, að þeir séu útilokaðir frá því að komast í búð hvað sem við liggur, nema með því að stel- ast til þess frá vinnu sinni eða að neita sér um að borða miðdag þann daginn. Enda er þessi ráð- stöfun mjög illa þokkuð meðal al-: mennings, og væri vel ef meirihluti bæjarstjórnar vildi endurskoða af- stöðu sína til þessa máls.“ „NÚ VIL ÉG gera það að tillögu minni, að enn sé breytt til um þetta og á þann hátt að sölubúðir séu aftur hafðar opnar, til kl. 8 á föstudagskvöldum. En til þess að íþyngja ekki verzlunarmönnum með of löngum vinnutíma, þá mætti í staðinn hafa búðirnar lok- aðar einn virkan dag í viku hverri, t. d. miðvikudag. Ég er þess alveg fullviss, að þetta fyrir- komulag gæfizt betur en það, sem nú er, og kaupmenn myndu áreið- anlega ekki verzla minna en áður. Því að margir vilja heldur kaupa sínar nauðsynjar sjálfir en láta aðra gera það fyrir sig, eða að stelast frá skyldustörfum sínum til þess. Þetta fyrirkomulag, sem nú cr, cr óþolandi og veldur gremju, sern bitnar á verzlunarstéttinni, en á að bitna á meirihluta bæjar- sljórnar þangað til hún sér sóma sinn í að breyta því.“ „ENN VIL ÉG minnast á eina ráðstöfun forráðamanna bæjarins, sem er af svipuðum toga spunnin. Bærinn leigir kálgarða, svo sem kunnugt er, og hefir mann til þess að taka á móti leigunni á vissum tíma árs. En þess er mjög vand- lega gætt að hafa viðtalstíma hans á þeim tíma dagsins, sem ENGUM starfandi manni, hvað svo sem hann starfar að, er mögulegt að ná til hans, nema eins og áður er sagt að stelast frá vinnu sinni til þess.“ „SAMA MÁLI gegnir um garð- yrkjuráðunautinn, og er það því gremjulegra að ná ekki til hans, þar sem það er kunnugt, að sá maður, sem gegndi þeim störfum síðastliðið sumar, gaf þeim, sem til hans náðu, margar góðar og hag- nýtar leiðbeiningar. Það væri á- reiðanlega mjög vel þegin ráðstöf- un ef þessir menn, garðyrkjuráðu- nautur og sá, sem tekur við leig- unni fyrir garðana, værú til við- tals frá kl, 6 til 8 síðdegis einn dag í viku, t. d. miðvikudaga, á þeim árstímum, sem menn þurfa á því að halda.“ ENGINN aukaskammtur af sykri fæst fyrir jólin. Hannes á horninu. Sölumaðoirinn slkáti heitir amerísk skemmtimynd, sem Nýja Bíó sýnir núna. Aðal- hlutverkið leikur skopleikarinn Joe E- Bnown ásamt June Trovis, Guy Kippee o. fl. Útbreiðið Alþýðublaðið. ' Auglýsing um styrk úr Sængurkonu- sjóði Þórunnar Á. Björns- dóttur, ljósmóður. í lok desembermánaðar næstkomandi verður í fyrsta sinn úthlutað styrk úr Sængurkonusjóði Þórunnar Á. Björnsdóttur, ljósmóður. Tilgangur sjóðsins er að létta fátækum konum í Reykjavík sængurleguna á fæðinga- deild Landsspítalans. Giftar konur og, ógiftar geta fengið styrkinn, en þó því aðeins, að þær standi ekki í skuld fyrir þeginn sveitarstyrk, er veittur hefir verið á síðustu þremur árum, áður en leitað er styrks úr sjóðnum, og fylgi vottorð borgarstjórans í Reykjavík um það. Þær Sængurkonur, er legið hafa á fæðingadeild Lands- spítalans á árinu 1939 og uppfylla framangreind skilyrði, sendi umsóknir sínar til skrifstofustjórans í dómsmálaráðu- neytinu fyrir 20. desember næstkomandi. SJÓÐSTJÓRNIN. GHARLES NORDHOFF og JAMES NORMAN HALL, Upprelsnin á Bounty. 130 Karl ísfeld íslenzkaði. mála sigldum við beint inn í víkina í blásandi byr. Þegar gamla skútan tók niðri, var eins og ég fengi högg á brjóstið. Ég vissi, að ég myndi aldrei fá að sjá England framar. En jafnframt Vissum við, að við myndum aldrei finna betri dvalarstað en þennan. Við náðum öllu úr skipinu, sem við þurftum að nota. Að því loknu kveiktum við í því og Bounty brann ofan að vatns- borði. Seinna rann flakið ofan af skerinu og liggur nú á hafs- botni á 25 faðma dýpi. Það er nú orðið langt síðan þetta var, en ég man ennþá eftir deginum. Það var 23. febrúar árið 1790. Frá þeim degi og þangað til 1 septembermánuði árið 1808, þegar Folger skipstjóri kom hingað á Topaz, sáum við enga aðkomumenn. Þann 27. september 1795 kom skip upp að eyj- unni. Við slökktum alla elda, og skipverjarnir gátu ekki séð neitt merki þess, að eyjan væri byggð. En það get ég sagt yður, að meðan skipið var í námunda við eyjuna, var okkur ekki rótt. En svo lagði skipið af stað aftur í suðurátt, án þess að senda bát í land. Skipið yðar er þriðja skipið, sem hefir komið hingað. — Hvað voruð þið margir, þegar þið komuð hingað? spurði ég- — Það er engin furða þótt þér hafið gleymt því. Það er orðið svo langt síðan þetta skeði. Við vorum 9 af Bounty og 6 innfæddir. Þér munið vafalaust eftir Toaroa, unga höfðingj- anum, sem kom með okkur frá Tupuai. — Já, sagði ég. — Hann hafði tvo vini sína með sér. — Stendur heima. Þeir voru allir með okkur 12 konur, svo að við vorum 27 í allt. Christian byrjaði á því að skipta eyj- unni í 9 hluta, einn hluta handa hverjum af Bounty. Hinir innfæddu voru dálítið óánægðir með þetta. Þeir blésu Taoroa öfund í brjóst út af því að hann fengi ekkert, og það var engin furða. Hann hafði verið höfðingi á sinni eigin eyju, og það var hinn mesti misskilningur hjá okkur að ætla honum ekki land. Það var ekki misgáningur herra Christians. Hann vildi láta alla njóta réttlætis. Hann bar þetta undir atkvæði og það var fellt að láta hina innfæddu má land. Við tókum ekki tillit til þeirra á neinn hátt, það var misskilningurinn. Við gerðum þá að þjónum okkar og þernum. Þeim geðjaðist ekki að því, en við því var ekkert hægt að gera. Eftir nokkrar vikur álitum við, að þeir hefðu sætt sig við þetta. Seinna komumst við að raun um, að þeir biðu bara eftir tækifæri. í þrjá ársfjórðunga gekk allt vel. Við mældum út þetta litla sveitaþorp, byggðum húsin, ruddum skóginn og ræktuðum landið. Við gróðursettum yamsræturnar og sáðum kartöflum, byggðum girðingar fyrir grísina og fuglana. Við höfðum nóg af öllu. Reyndar höíðu menn búið á eyjunni á undan okkur, því að við íundum leyfar af verkfærum úr steini, en þeir, sem höfðu notað þssi verkfæri, voru annað hvort liðnir undir lok þeir höfðu flúið eyjuna fyrir mörgum öldum. Af og til lentum við í skærum við hina innfæddu. En eitt er víst: Herra Christian, herra Young og ég vorum góðir við hina innfæddu. Ég er óbrotinn maður, en ég þekki mun- inn á vondu og góðu. Og í öllum samþykktum fylgdi ég Christ- ian og Young að málum. Hefðu hinir hlýtt, þá hefðu aldrei orðið neinar skærur hér. En hinir gerðu samsæri gegn okkur, hvernig ætti að fara með hina innfæddu. Það leið ekki á löngu áður en búið var að gera þá að þrælum. Það hlaut að enda með skelfingu. Skærurnar hófust, þegar kona Williams féll fram af björg- unum og beið bana. Það voru ekki nógu margar konur handa öllum og William ákvað að taka konuna frá einum hinna inn- fæddu. Hinir fylgdu honum að málum. Við Christian og Young mótmæltum þessu. En við vorum þrír gegn sex, svo að við fengum engu ráðið. Þetta var upphafið. í næstu sex árin voru stöðugar erjur. Það var ekki einasta, að við deildum innbyrðis, heldur allir hinir innfæddu okkur mótsnúnir. Ég ætla ekki að segja yður frá aukaatriðunum. Hinir innfæddu lögðust í launsátur. Við vörðumst fyrstu árásunum. Konur okkar aðvöruðu okkur. En blóðið var farið að sjóða í æðum hinna innfæddu, og þeir biðu aðeins eftir tækifærinu. í Dag nokkurn árið 1793 náðu þeir í sumar byssurnar okkar. Þeir höfðu náð sér í axir. Þeir komu okkur algjörlega að óvör- um og sigruðu okkur. Á einum degi myrtu þeir Christian, Williams, Brown, Martin og Mills. Þeir höfðu ætlað sér að drepa okkur alla. En McCoy og Quintal flýðu inn í skóginn. Ein konan gat falið herra Young. Ég fékk skot í öxlina, en ég komst undan, svo að þeir fundu mig ekki. Herra Christian var að vinna í garðinum sínum. Hann var bezti vinur þeirra, og það vissu þeir, en þeir vissu jafnframt, að hann myndi hefna hinna grimmilega, svo að þeir skutu.hann, þar sem hann var við vinnu sína. Þér getið hugsað yður, hvílíkt tjin okkur

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.