Alþýðublaðið - 07.12.1939, Blaðsíða 1
ÆlDýðuflokksfélagið
fræðslu og skemmti
kvöld á laugardags
kvöld.
RITSTJÓRI: F. R. VALDEMARSSON
ÚTGEFANDI: ALÞÝÐUFLOKKURXNN
XX. ÁRGANGUR
FIMMTUDAGUR 7. DES. 1939
286. TÖLUBLAÐ
* _5H2I
Rússar reyna að brjótast pvert yfir
Finnland par sem það er mjóst.
-----------. ?
Þeir hafa hafið nýja sókn með stelnu á landamœrl
Svíþjóðar og Finnlands fyrir botnl Botneska flóans.
Frá fréttaritara Alþýðublaðsins.
KHÖFN í morgun.
í í *«gfeíj*<> s
TyyTEIRA en hálf milljón rússneskra hermanna, sumir
*¦ - * segja 700 þúsundir, sækja nú fram á fjórum stöðúm
innan við landamæri Finnlands gegn þeim 300 þúsundum,
sem Finnar hafa á að skipa.
Hafa Rússar hafið nýja sókn norðarlega við austur-
landamærin, með því markmiði að því er virðist, að hrjót-
ast vestur að landamærum Svíþjóðar og Finnlands fyrir
bptni Botneska flóans, þar sem landið er mjóst og minnst
af vötnum til tafar, kljúfa landið þannig í tvennt og gera
Norður-Finnland viðskila við Suður-Finnland. Hafa Rússar
tekið bæinn Kuolajarvi, sem liggur um 45 km. fyrir. innan
landamæri Finnlands á þessari leið.
Talið er, að hinir skyndilegu herflutningar Svía norð-
ur til finnsku landamæranna standi í sambandi víð þessa
nýju sókn Rússa og vilji Svíar vera við því búnir, ef rúss-
neskur her skyldi komast vestur að landamærum Svíþjóð-
ar þar.
Arás á Mannerheim-
línnna á Kyrjálanesi
nú einnig hafin?
r ? * ."
Eússar tilkynna í morgun, að
þeir hafi nú einnig hafið árás-
ina á Mannerheimlínuna, víg-
girðingar Finna, á Kyrjálanesi,
og brotizt í gegnum hana, En
sú frétt hefir enga staðfestingu
fengið úr öðrum áttum. Þvert á
móti er því haldið fram af
fréttariturum erlendra þjóða í
Finnlandi, að Finnar verjist
írækilega á öllum vígstöðvum
og valdi Rússum miklu tjóni
bæði á mönnum og hergögnum.
Talið er, að um 20 þúsundir
Rússa hafi þegar fallið eða
særst síðan stríðið byrjaði, og
Finnar segjast hafa hertekið
eða eyðilagt um 80 rússneska
skriðdreka. Gengur Rússum
illa að koma skriðdrekunum við
sökum fannfergi, og sitja þeir
fastir í snjónum.
Um loftárásir er ekki mikið
af ,hálfu Rússa og eru veður-
skilyrði talin vera þeim til fyr-
irstöðu.
Finnar fá flngvélar frá
italin og Engianði.
Samúðin með Finnum fer
stöðugt vaxandi úti um allan
heim, og eru margar þjóðir þeg-
ar farnar að sýna hana í verki
með hergagnasendingurn til
Finnlands. Eru það fyrst og
fremst Bretar, ítalir og Banda-
ríkjámenn, sem forgöngu hafa
um slíkan stuðning, en sjálf-
boðaliðar í finnska herinn láta
nú óðum skrá sig í Svíþjóð,
Noregi og víðar og er talið, að
um 3000 sænskir sjálfboðalið-
ar séu þegar komnir til Finn-
lands.
Vissa er fengin fyrir því, að
ítalir hafa þegar sent 50—60
flugvélar til Finnlands, en
brezkar flugvélar eru einnig
komnar þangað. Kunnugt er
enn fremur að brezk fyrirtæki
eru að undirbúa töluverðar
vopnasendingar þangað og er
það talið Finnum mjög mikils
virði, þar sem vafasamt þykir, t
hve lengi þýzka stjórnin leyfir,
að ítölsk hergögn séu flutt
þangað yfir Þýzkaland.
Bandaríkjastjórnin er sögð
beita sér fyrir því, að Finnum
verði veitt fjárhagsleg aðstoð
frá Ameríku og send matvæli í
stórum stíl.
Fjársöfnun til rauða krossins
í Finnlandi fer nú fram í Sví-
þjóð, Noregi og Danmörku og
hefir þegar verið safnað um Wz
milljón króna.
Finnska stjérnin fæöir'
yfir helming íjóðarinnar
Tuttugu og tveggja ára afmæli
sjálfstæðisins var haldið hátíðlegt
í Finnlanidi í gær þrátt fyrir stríð
ið og hörmungarnar. Finnski fán-
inn var allsstaðar við hún íhorg-
uwu'm, par sem fólk er ekki flúið
burt úr pjeim. Finnska stjórnin
og Kallio forseti, tóku á nióti
sendiherrum og ræðismönnum er-
lendra ríkja í Helsingfors á ein-
hverjum stað i boaiginni, sem
haldið var leyndum af ótta, við
loftárás.
Öll umboðsstjém hefir nú ver-
ið flutt burt út höfuðbonginni,
en sjálf stjórnin ætlar að vera
par um kyrrt, svo lengi, sem
iimnt er. Hún heldur fund á
hverju kvöldi í sprengjuheltíum
kjalllara og allir ráðherrarniK
borða á einum og sama stað.
Yfir' í milljön manna hefir ver-
ið flutt burt úr borgunum vegna
hættunnar á loftárásum og verð-
ur nú daglega að sjá um 2 millj-
jónum af peim 3^2 milljón, sem
í landinu búa, fyrir mat.
Stjóimin telur engar líkur til
pess lengur, að h'Okkru samkomu-
lagi verði náð við Rússa. Hún
ætlar pvi áð birta síðustu sam-
komulagstillögur sínaa' um leið
og kæra hennar verður lögð fyr-
ir ráðsfund Þjóðabandalagsins í
Ggnf á laugardagiran. .
Tveir hermenn úr rauða hernum á stríðsæsingafundi gegn Finnum í Leningrad.
FJársiffmin er hafin
til hjálpar Finniandi
:— »..........
Norræna félagið og Rauðl kross"
inn gangasf flýrir Qársðfnuniniii.
A LLAR Norðurlandaþjóð-
"**¦ irnar hafa hafizt handa
um fjársöfnun handa Finn-
um vegna þeirra hörmunga,
sem þeir -eiga við að stríða
um þessar mundir, og verður
hafin fjársöfnun hér á landi
næstkomandi sunnudag.
Er það Norræna félagið og
Rauði kross íslands, sem gang-
ast fyrir fjáxsöfnuninni á Finn-
landsdaginn, og hefir verið sam-
in eftirfarandi dagskrá:
Klukkan 1,45 flytur biskup-
inn, Sigurgeir Sigurðsson, á-
varp af svölum alþingis, en
lúðrasveit leikur þjóðsöngva
Finnlands og íslands á Austur-
velli. En á meðan selja Mennta-
skólanemendur merki dagsins.
Klukkan 3 flytur form. Nor-
ræna f élagsins, Stef án Jóh.
Stefánsson, ávarp í Gamla Bíó,
Karlakór Reykjavíkur syngur
og Björn Ólafsson leikur á
fiðlu, en Árni Kristjánsson leik-
ur undir.
Klukkan 4 syngja Pétur
Jónsson og Árni Jónsson frá
Múla tvísöng á Hótel Borg, en
Jakob Hafstein og Ágúst
Bjarnason syngja Gluntarne á
Hótel ísland. Á báðum stöðun-
um verða seld merki.
Þá verður skemmtun í Nýja
Bíó. Formaður Rauða kross ís-
lands, Gunnlaugur Einarsson,
flytur ávarp, Guðmundur G.
Hagalín rithöfundur les upp af-
burðasnjallt kvæði, sem hann
hefir ort í tilefni af atburðun-
um í Finnlandi, Karlakórinn
Fóstbræður syngur og Björn
Olafsson leikur á fiðlu.
Allir Reykvíkingar, sem
auraráð hafa, ættu að bregðast
vel við og styðja þessa starf-
semi.
erflmæti
Hafnbann ireta að kyrkja
ntanrikisverzlnn ÞjAðverja.
----------------? —
Grein i blaoi Görings, sem vekur
mikla athygii um aiian heinu
LONDON í morgun. FÚ.
fjREIN, sm birzt hefir í
^* blaði Görings undir
fyrirsögninni „Fjögurra ára
áætlunin" hefir vakið hina
mestu furðu í Þýzkalandi. í
grein þessari er játað að sigl-
ingaeftirlit Breta sé að
„kyrkja verzlun Þýzka-
lands", eins og blaðið orðar
það.
Greinin er skrifuð af Emil
Helfferich, einhverjum kunn
asta viðskiptasérfræðingi
Þýzkalands.
í grein sinni segir hann:
„Vér verðum að horfast í
augu við staðreyndirnar. Eins
og 1914—1918 hefir veldi Eng-
lands á sjónum stöðvað utanrík-
isverzlun Þýzkalands. Skip
Þýzkalands eru í hundruðum
hafna úti um allán heim og sum
hafa verið gerð upptæk. Vörur
liggja í stórum stöflum í vöru-
skemmum. Enda þótt allir þeir,
sem að utanríkisverzluninni
standa, hafi gert allt, sem í
þeirra valdi stendur, til þess að
f ramf ylgja því, sem Hitler
sagði: „Vér verðum að flytja út
vörur eða líða undir lok", horf-
um vér nú upp á það, að algext
hrun vofir y£ir hafnarborgum
eins og Bremen, Hamborg og
Lttbeck."
Helfferich segir einnig, að
fjárhagsleg aðstaða kaupsýslu-
manna sé mjög alvarleg, og
leggur til:
1. Að ríkisstjórnin leggi fram
nauðsynlegt fé til stuðnings
þýzkri útflutningsverzlun og
leyfi, að mönnum sé sagt upp
vinnu.
2. Að greitt verði fyrir því,
að kaupsýslumenn fái fjárhags-
lega aðstoð vegna leigu á hús-
næði undir vörur, sem ekki er
hægt að flytja út.
Grein þessi virðist staðfesta
það, sem sagt hefir verið, að
ágreiningur sé milli Görings og
leiðtoga þýzka ríkisbankans,
sem ekki vill styðja utanríkis-
verzlunina eins og sakir standa.
Vaxandi fyrirlitnlng
ð koBHDAnistnm ui
ðll NorðnrlDnd.
Ðanskir oo sænskir pins-
menn hlnsta ekki á pÉ.
Frá fréttaritara Alþýðublaðsins
KHÖFN í morgun.
GÍFURLEG og vaxandi and-
úð er á kommúnistum um
öíl Norðurlönd. Fregnin um yf-
Frh. á 4. síðu.
Verzlunarjðfnuðurinn liagstæll*
ur mm 792 mlll|énir króna.
O AMKVÆMT bráðabirgða
^ yfirliti Hagstoíunnar
hefir verzlunarjöfnuðurinn
orðið hagstæður um 4,8
milljónir í nóvembermánuði.
Útflutningurinn nam 10,5
milljónum króna, en inn-
flutningurinn 5,7 milljónum.
Þessa 11 mánuði ársins, sem
liðnir eru, hefir útflutningur-
inn numið 63,1 milljón króna,
en innflutningurinn 55,9 millj-
ónum.
Var verzlunarjöfnuðurinn
því orðinn hagstæður um 7,2
milljónir króna 1. desember.
Til samanburðar má geta
þess, að 1. des. í fyrra var verzl-
unarjöfnuðurinn hagstæður um
6,1 milljón. Þá hafði útflutning-
urinn numið 51,9,millj., en inn-
flutningurinn 45,8 millj. Enn
eru ýmsar útflutningsafurðir
til í landinu, en allt er í óvissu
um það hvað fæst fyrir þær.
iiu vex.
Dýrtíðin jókst mjög í október
mánuði.
Sykur hefir hækkað ' um 74°/o
og brauð um 33«/o. Aðalvisitela
matvaianna hækkáði í október
um 12»/o. Var hún 1,96 1. okt.
em 2,19 1. nov.
Visitalan fyrir eldsneyti hækk-
aði í október um 13«/o.
Þá hefir kolaverÖ nú hækkað
úr kr. 77,00 smáles|in upp í kr.
92,00 smáliöst.
Lelkfélagið
sýnir Sherlook Holmes í kvöld
kl. 8.
eglr Héðinn si
1 ím ír kömm-
Anistafiokknnm?
1H EGAR Alþýðublaðið var
*^ að fara í pressuna barst
því sú frétt, að Héðinn Valdi-
marsson og nokkrir helztu
fylgifiskar hans myndu í dag
segja sig úr kommúnista-
flokknum.
Þar með er sameiningin á
enda. Olían var í hættu
vegna afstððunnar með Stal-
in og Hitler. Svo fór um sjó-
ferð þá.