Alþýðublaðið - 16.12.1939, Síða 2

Alþýðublaðið - 16.12.1939, Síða 2
LAUGARDAGUR 16. DEZ. 1939. ALÞYÐUBLAÐID ITWHMIffiTttr Næturgalinn 46) Og næturgalinn söng svo yndislega, að tár komu fram í aug- un á keisaranum. 47) Og keisarinn var svo glaður, að hann vildi gefa næturgalanum gullskó. En næturgalinn afþakkaði og sagði: — Ég hefi séð tár í augunum á keisaranum og það eru mér nægileg laun. Og svo söng hann ennþá fegur en áður. 48) — Þetta er yndislegasti söngur, sem ég hefi heyrt, sögðu hirðdöm- urnar. 49) Og hirðmennirnir og herbergisþernurnar létu til- kynna, að söngur næturgalans væri óaðfinnanlegur. Jólagjafasýning frá Öllum deildum félagsins í Bankastræti 2 á morgun. 5*». t pxínlim ejjfai a)ii6 (0kaupíélaqió Peningiag'jafir til Vetrarhjálpar- ínnar: N. N. 200 kr., Bína og Nonni 20 kr., N. N. 500 kr., h/f. Max Pemberton 500 kr., N. N. 21 kr., Starfsmenn hjá Helga Magnús- syni & Co. 70 -kr., N. N. 2 kr. A. ó. 2 kr., S. O. 1 kr„ E .S. 25 kr., Kona úr Austurbænum 5 kr. K. M. 10 kr„ Jakob Kristinssion og frú 25 kr„ Starfsmienn hjá Jóni Símonarsyni 45 kr„ Innkom- i'ö við skátasöfnun í Austurbæn- |um kr. 3895,88. Kærar þakkir. F. h. Vetrarhjálparinnar. Stefán A. Pálsson. Hlini köngsson, hið vinsæla barnaleikrit Óskars Kjartamssonar, verður leikið af skátum n. k. sunnudag. Aðsókn hefir verið mjög mikil og seld- ust allir miðar á skömmum tíma síðast, og er því betra fyrir þá, sem nú ætla að korna, að hafa fyrra fallið á. Þetta verður síð- asta sýning skátanna fyrir jól. Er útvarpsstjöri verk færi kommúnista? Eftir Jónas St. Lúðvíksson. UNDANFARIÐ hefir mokkuð verið deilt á útvarpsstjóra, Jónas Þorbergsson, fyrir að hann væri hlutdrægur i fréttaflutningi ríkisútvarpsins, sem á áð vera al- rnennnigseign og fyrir almenning, og dragi þá fyrst og fremst taum sérstaks stjómmiálaflokks, sem sé „vina sinna“, kommúnista. Hvað satt kann að vera í .þess- Um éburði á útvarpsstjórann, skal ég ekki dæma um og al- gerlega ósagt látið hér, en ýmsir eru þeir, sem í þessum ádeilum finnst ekki of djúpt tekið í árfnni, eftir því sem. ég hefi fregnað. Annars er það ekki þetta atriði, sem mig langaði að drepa á, heldur annað, sem ýmsum mun finnast að staðfesti þessar sögu- sagnir nm hlutdrægni útvarps- stjórans. Og ckki get ég farið svo að tala að mig renni e'kki grun í, að með þessiu atriði, sem ég mun hér skýra frá, hafi út- varpsstjóri dœgið taum kommún- ista. Eins og þegar er öllum al- menningi kunnugt af blaðafregn- um, var haldinn í Vestmianna- eyjum 4. dez. s. 1. umræðufund- ur um verkalýðsmálin, Finn- landsmálin og kommúnista. Var fundur þessi einhver sá fjölmennasti, sem haldinn hefir verið nokkru sinni í Eyjum. Fundarhúsið, Nýja Bíó, var troðfullt, öll sæti setin, og allir gangar troðfullir af áhieyrendum; stóð fóikið þar að auki í and- dyri hússins og á tröppum þess. og meira að segja vildu margir vdnna til að standa úti fyrir hús- fcnu í rigningu, en dyr þesis höfðu vierið opnaðar, svo að fölkið, sem úti fyrir var, gæti fylgst með um- ræðunum. Þrátt fyrir þetta varð mikill fjöldi fólks frá að hverfa. Það er ekki ofmælt, að fundinn hafi setið a. m. k. 500 manns. Á fundi þessum voru sam- þykktar tillögur þess efnis, að lýsa samúð með finnsku þjóð- inni og víta framkiomiu kommún- ista gagnvart innrás Rússa í Finn land, og skora á þingmenn kom- múoista að segja af sér, þar eð se!a þeirra áfram á aiþingi er i algerðu ósamræmi við þjóðarvilja og réttlætiskennd allra sannra ís- Iendinga“. Enn fremur tillaga þess efnis, „að nu þegar verði að vera lokið áhrifum kommún- ista á verkalýðsmál Eyjanna", þar sem verkalýðsfélagið sé „á- róðurstæki“ þeirra o. fl. Allar þessar tillögur voru sam- þykktar með um 500 atkv. gegn 14 og 18 mest. Atkvæði voru talin af mönnum með ýmsar stjórnmálaskoðanir, og bar þeim öllum saman méð töluna, svo að ég hygg að um það verði ekki deilt að talningin hafi verið rétt. Og til þiess að votta fininsku þjóðinni enn meiri samúð ' í þrengingum hennar og baráttu, risú allir fundarmenn úr sætum sínum', að undanteknum nálægt tíu kommúnistum, sem þama voiu. Meðan á fundinum stóð komu fréttaritarar flestra blaðanna og óskuðu eftir að fá afrit af sam- þykktum fundarins, til að senda blöðurn sínium til birtingar. Auk þess óskaði fréttaritari útvarps- ins hins sama. Var hoinum strax daginn eftir fundinn afhent afrit af fundargerðinni, sem innihélt m. a. samþykktirnar allar, ásamt atkvæðafjöida, og símaði hann samistundis útvarpinu þennan út- drátt. Nú bjuggust mienn við, að I hinu hlutlausa ríkisútvarpi birtist þáð sama kvölid hlutlaus frá- sögn um fundinn eins og hann var. En kommúnistar iðuðu í bjiómum yfir því, að nú fengi alþjóð að vita, hve herfilega smánarlega útrieið þeir hefðu fengið í þessu þriðja mesta höfuðvigi sínu, Vestmannaeyjum. En neyndin varð önnur. Ot- varpið byrjaði sínar bragðlausu fréttir um afmælisdaga, og því uim !lí'kt, en útvarpsstjóri stakk þessari frétt undir stól, (þáðsegja annars sumir að búnkinn þar sé farinn að hækka ískyggilega). Og þegar þessar línur em ritaðar, er fréttin enn á þeim stað, sem út- varpsstjóri ákvað, og litla von tel ég um að hún verði færð úr stað í bráðina. Og hvað veldur? Hefði útvarp- ið birt fréttina, hefði hún eðlilega komið all illa við kaunin ákornm- únistum, og því hefir ýmsum flog fð í hug að það hafi verið komm- únistar, sem komu í vég fýrir birtingu hennar. Á slíkum sögum sem þessum tek ég sjálfur enga ábyrgð, en hvað serp því líður, virðist full ástæða til, að tekið sé til at- hugúnar, hver ástæðan er fyrir því, að útvarpið birti ekki úm- rædda frétt. Ef svo kann að virðast raunin á, sem mér virðist hafa flogið fyrir að flokkur vissra manna, með ákveðnar stjórnmálaskoðanir ráði gjörðum útvarpsstjóra og því hvað útvarpið birtir, eftir því hvort það er þeim sjálfum í hag eða ekki, þá er ástæða til að: stemma stigu við slíku með á- kveðnum. ráðstöfnmun, og leiðir það þá af sjálfú sér að útvarps- stjóri sé ekki starfi sínu vaxinn, éf áhrifa utan að komandi manna gætir í störfum hans. Jónas St. Lúðvíksson. L L. Zameefaof. Ludwig lazar zamen- HOF fæddist í borginni Pjetostok í Póllandi 15. dez. 1859 og hefði því verið áttræður í gær. Faðir hans var tungumálakennari af Gyðingaættum. Sjálfur stuhd- aði Zamenhof augnlækningar í Yarsjá til dauöadags, 14 apríl 1917. Kuinnastur er Zamenhiof sem höfundur alþjóðamálsinís esper- anto. Fyrstia kennslubókin í mál- inu kom út 1887. Þá hafði Za- menhóf unnið í möig ár að því að endurbæta málið, fága það og fegra, en hugmyndina að búa til alþjóöamál, auðvelt og not- hœft í milliþjóðaviðskiptum, hafði hann fengið í bernsku. Zamenhiof hefir ritað margt á esperanto, bæði þýtt -og frum- samið. Stíll hans þykir bera af sitíl flestra annara manna. Hann er alls staðar lipur og ljós, eiúla lagði Zamenhof í öllu starfi sínu kapp á að uppræta hvers konar íiiisskilning. Af frumsömdum ritum má nefna kvæði hans, þar á rneðal „þjóðsöng“ esperantista, La es- pero (Vonin), fjölda bláðagreina, flestar um esperanto eða alþjóða- tungumái, og ræður fluttar á es- P'eran'tioþingum. Hefir þetta allt verið gefið út í stórri bók, Ori- ginala verkaro (Leipzig 1929). Þýðingar Zamenhofs eru hinar merkustu. Hann þýddi allt Gamla testamentið, afburða vel. Hann þýddi einnig sikáldrit eftir marga frægustu höfunda Norður- álfu, svo sem H. C. Andersen (æfintýri), Moliére (Georg Dan- din), N. V. Gogol (Endurskaö- andinn), Goethe (Ifigenia í Tau- ris), Schiller (Ræningjarnir), Shakespeare (Hamiet). Zamenhof var hugsjónamaður lalla æfi. 1 !ræðu, fluttri í Londorii 1907, kemst hann svo að orði: „Lengi ennþá mun dimm nótt haldast yfir jiörðinni, en eilíflega helzt hún ekki. Einhvem tíma kemur sú stund, að mennirnir hætta að vera hver öðrum úlfar, í stað þess að berjast látlaust sín á milli, rífa föðurland hver frá öðrum, neyða tungumáli síúu og siðum upp á aðra með ofbeldi; þá munu þeir lifa innbyrðis í friði og bróðemi, starfa í fullu samkomulag'i á jörðinm, sem þeir lifa á, og beita sér gegn þeim villtu náttúruöflum, sem ekki gera sér mannamun. Og sameiginlega og samihuga stefna þeir . allir að einum sannleika, einni hamingju." Allri æfi sinni varði Zamenhof til að vinna að þessmii hugsjón- úm sínum. Og þött ekki kunni að sýnast blása byrlega fyrir slíku um þessar miundir, þá er það þö margra manna trú, að tífsstarf hans eigi eftir að bera glæsileg- an árangur. Útbreiðið Alþýðublaðið. „fslenzk ull“ Verðlaunasamkeppnin um beztu íslenzku kvensokkana og fallegustu skíðapeysuna fer fram máriud. og þriðjud. kl. 1—7 e. h„ 18. og 19. desember. Komið og skoðið. Dæmið sjálf með atkvæði ykkar. Á sama tíma verða seldir nokkrir einstakir munir. Góðar jólagjafir. Ath.: Engin vinnuúthlutun fyrrgreinda daga, bíður mið- vikudags kl. 2—5 e. h. Skrifstofan „íslenzk ull“, Suðurgötu 22. Útsðlumenn | AlÞýðublaðslus 11 Munið að ársskýrslu um útsölu blaðsins árið 1939 ber | að senda afgreiðslunni í Reykjavík í síðasta lagi með | fyrstu póstferð eftir áramótin. JOHN DICKSON CARR: Morðin í mmyndasafninn. n. — Ungfrú, sagði leynilögreglumaðurinn hugsandi. — Mig langar til þess að biðja yður að koma með mér ofan og líta á líkið. En mér var að detta í hug samtal okkar frá í kvöld. — Nú? — Við ræddum þá um ungfrú Odette Duchéne, ungu stúlk- una, sem við fundum myrta í Signu. Aftur lagði hún saumadótið í kjöltu sér. — Ó, hættið nú, hrópaði hún og barði hnefanum í borðið. — Fæ ég nú aldrei frið? Ég hefi þegar sagt yður allt, sem ég veit um þetta mál. — Ef ég man rétt þá bað Chaumont liðsforingi yður að lýsa útliti ungfrú Duchéne. Hvort sem minni yðar er bilað eða á- stæðan einhver önnur, þá var lýsingin röng. — Ég hefi sagt yður, að það hlýtur að hafa verið einhver önnur. Bencolin kveiltti í vihdlinum og slökkti á eldspýtunni. — Einmitt það, það er laukrétt, ungfrú! Þér hafið haft aðra í huga. Ég hygg, að þér hafið aldrei séð ungfrú Duchéne. Þér fenguð engan tíma til umhugsunar, svo að þér hættuð á það. Þér töluðuð hratt og lýstuð einhverri, sem þér höfðuð í huga. Og það veldur mér mikillar undrunar. — Það er það, sem veldur mér undrunar, hélt hann áfram hugsandi, að svo einkennilega vildi til, að þér gáfuð nákvæma lýsingu á ungfrú Claudine Martel. í IV. KAFLI \ GÖMUL ÞJÓÐSAGA KEMST Á KREIK. Bencolin hafði reitt til höggsins. Hún greip andann á lofti og varir hennar hvítnuðu. Svo hló hún. — Hvað eigið þér við? Ég fylgdist ekki með yður. Lýsingin, sem ég gaf, gat átt við hverja sem var. — Ó! Þér játíð þá, að þér hafið aldrei séð ungfrú Duchéne? — Ég játa fekkert! — Eins og ég sagði, þá gat lýsingin átt við hvaða stúlku sem var. — En aðeins ein af þeim liggur myrt hér niðri. — Og það er ekkí nema tilviljun, að stúlkan þarna niðri líkist konunni, sem ég lýsti. — Hægan, sagði Bencolin. — Hvernig vitið þér, hvernig ung- frú Martel lítur út? Þér hafið ekki séð hana. Hún roðnaði af reiði. Ekki vegna ákærunnar, sem fólst í orðum Bencolins, heldur af öðru. Hún reiddist, ef einhver þorði að bjóða henni byrginn. — Haldið þér ekki, hreytti hún út úr sér, að þér hafið þegar lagt nógu margar spUmingar fyrir mig? Ég hefi fengið nóg af yður. Bencolin hrissti höfuðið. Hann var mjög umburðarlyndur við hana og æsti það hana ennþá meira. — Nei, sagði hann. Þér sleppið ekki svona auðveldlega. Það eru fleiri spurningar, sem ég þarf að leggja fyrir yður. — Sem lögreglumaður hafið þér leyfi til þess. — Rétt er það. Jæja, við verðum víst að gera ráð fyrir því, að eitthvert samband — eitthvert mjög náið samband sé milli dauða Odette Duchéne og Claudine Martel. En nú komum við að þriðju stúlkunni. Hún virðist ganga hér urn ljósum logum, en þó hefir enginn séð andlit hennar. Hún virðist bera brúnan hatt og loðkraga um hálsinn, Faðir yðar hefir komið auga á hana. \ Hamingjan góða, hreytti hún út úr sér. Hafið þér verið að hlusta á þvættinginn í honum? Talaðu, pabbi, hefirðu verið að segja þeim frá huagrórum þínum. Gamli maðurinn rétti úr sér og sagði: — Ég hefi sagt þeim það, sem ég áleit vera sannleikanum samkvæmt. — í fyrsta skipti þetta kvöld virtist ísbrynjan bráðna af henni stundarkorn. Hún snéri sér að föður sínum, tók mjúkt um axlir hans og sagði blíðlega: — Farðu nú að hátta, faðir minn. Farðu og hvíldu þig. Þessir herramenn þurfa ekki að tala m^ira við þig. Ég get svarað spumingum þeirra. Hún leit til okkar snöggvast, og Bencolin kinkaði kolli. — Jæja, sagði gamli maðurinn hikandi, — jæja, ef yður er sama. Þetta hefir komið mjög við mig. Ég hefi aldrei lent í öðru eins. Hann brosti eins og utan við sig. Svo snéri hann sér við og' hvarf út úr herberginu. Hann virtist hafa elzt um mörg ár. Marie Augustin stundi.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.