Alþýðublaðið - 19.12.1939, Page 1

Alþýðublaðið - 19.12.1939, Page 1
ALÞÝÐUBLAÐ RITSTJÓRI: F. R. VALDEMARSSON ÚTGEFANDI: ALÞÝÐUFLOKKURINN XX. ÁRGANGUR ÞRIÐJUDAGUR 19. DES. 1939 296. TÖLUBLAÐ Hausinn var tekinn af höggorminum í gær! Og byggðabannstillaga Jónasar Jóns- sonar og Magnúsar Jónssonar var felld AUSINN var tekinn af höggorminum á alþingi í gær. Var það, eins og menn muna, tillaga um nefndar- skipun, sem átti að fá mjög víðtækt vald á sviði fram- færslumálanna og meðal annars heimild til að flytja styrkþega hvert á land sem henni sýndist. í staðinn fyrir þessa tillögu höggormsins var af allsherjar- nefnd efri deildar borin fram svohljóðandi breytingartillaga um bráðabirgðaákvæði við framfærslulögin, en í allsherj- arnefnd eiga sæti Sigurjón A. Ólafsson formaður, Ingvar Pálmason og Magnús Gíslason. „Ríkisstjórnin skal, eftir til- nefningu þriggja stærstu þing- flokkanna, skipa þriggja manna nefnd, er hafi með hönduJn framkvæmdir og ráðstafanir til framleiðslubóta og atvinnu- aukningar, undir yfirstjórn ráð- herra. Nefndin skal gera tillögur um og hafa með höndum, eftir nán- ari fyrirmælum ráðherra: 1. Ráðstöfun á fé því, sem veitt er í fjárlögum til fram- leiðslubóta og atvinnuaukning- ar í erfiðu árferði. Nefndin skal gera tillögur til ráðherra um, hversu miklu fé bæjar- og sveitarfélög skuli verja af sinni hálfu á móti ríkissjóðsframlagi til framleiðslubóta og atvinnu- aukningar í bæjar- eða sveitar- félaginu. Fé þessu skal einkum varið til garðræktar, hagnýt- ingar fiskúrgangs til áburðar, þaratekju, framræslu lands, fyrirhleðslu, lendingarbóta, eldi viðarvinnslu, smíði smábáta. byggingu húsa úr innlendu efni, svo sem vikri og torfi, vega- gerða og annarra hagnýtra framkvæmda og til þess að stuðla að því, að atvinnulausu fólki sé komið til starfa við framleiðsluvinnu. 2. Framkvæmdir og ráðstaf- anir í framfærslumálum í sam- ráði við eftirlitsmann sveitar- stjórnarmálefna. Skal nefndin einkum hafa eftirlit með framkvæmdum bæjar- og sveitarfélaga í fram- færslu- og fátækramálum, og þá alveg sérstaklega vaka yfir því, að sveitar- og bæjarstjórn- ir notfæri sér alla möguleika til þess að koma mönnum til starfs 1 stað þess að veita þeim framfæri án vinnu, allt í sam- ræmi við nánari fyrirmæli laga þessara. Ráðherra er heimilt að fela nefnd þessari að gera þær ráð- stafanir í þessu skyni, sem sveitar- og bæjarfélögum er heimilað að gera samkvæmt lögum þessum. Rétt er ráðherra að fela nefnd þessari vald til fullnaðarúr- skurða um ágreiningsmál, er ræðir um í 21. gr. laga þessara.“ Eins og menn sjá er lítið orð- ið eftir af 1. grein höggorms- ins. Þessi breyting var sam- þykkt. Þá var felld tillaga um byggðabann „til bráðabirgða“ frá Jónasi Jónssyni og Magn- úsi Jónssyni. Loks var samþykkt viðbótar- ákvæði við framfærslulögin frá Ingvari Pálmasyni svohljóð- andi: „Heimilt er ráðherra að á- kveða að árið 1940 megi Verja allt að 100 þúsund krónum af tekjum jöfnunarsjóðs bæjar- og sveitarfélags til þess að greiða fram úr fjárhagsvandræðum illa stæðra bæjarfélaga, sýslu- félaga, hreppsfélaga og læknis- héraða, og ákveður ráðherra hverju sinni, hvernig hjálp þeirri skuli hagað og .hversu mikil hún skuli vera til bæjar- félags, hreppsfélags eða lækn- ishéraðs, sem slíkrar hjálpar er þörf.“ Frumvarpið fer nú til neðri deildar. Heon óánægja í rnssneska innrásarhernnm á Fhmlandi ■»-. Óstaðfestar fréttir um uppreisnir her- mannanna gegn herforingjum sínum. -----—*----- LONDON í morgun. FÚ. STALIN átti langar viðræður við Molotov í gær og alla helztu hemaðarleiðtoga Sovétríkjanna. Hátt settir embættismenn eru sagðir hafa lagt af stað frá Moskva til þess að rannsaka fregnir, sem borizt hafa um megna óá- nægju meðal rússnesku hersveitanna í Finnlandi. Óstaðfestar fregnir um þetta hafa borizt frá Svíþjóð um Eistland, og eiga samkvæmt þéim rússneskir hermenn í Finnlandi að liafa gert upp- iléisn gegn foringjum sínum. Segir í fregnum þessum, að menn úr rússneskri herdeild, er var fyrir norðan Ladogavatn, hafi neitað að hlýðnast fyrir- skipunum yfirmanna sinna, skotið þá og gengið í lið með Finnum. Fregnir hafa einnig borizt um ókyrð og æsingar meðal al- mennings í Moskva og Lenin- grad, og í Leningrad er sagt, að gripið hafi verið til víðtækra varúðarráðstafana. Herm’enn eru á verði við allar helztu byggingar og lögreglan hefir gert húsrannsókn víða í einka- híbýlum manna, útvarpsvið- tæki verið gerð upptæk o. s. frv. Finnar á hæon ondan- haldl I Mor-Finnlandi. Finnar hafa enn hrundið öllum Frh. i á- slðu. Ý - Þýzka beitiskipið „Leipzig“, s'em hæft var og stórskemmt af brezkum kafbát. Það er 6000 smálestir og því jafnstórt og þýzka beitiskipið, sem skotið var í kaf af öðrum brezkum kaf- bát í Elbemynni. Pýzkt beitiskip skotið f kaf af brezk- nm kafbát inni i mynni Elbefljðtsins! --------4------- Kafbáturinn fór í gegnum tundurgirðingar Þjóðverja Tvo þyzk beitiskip hæfð i aí ððrum brezknm kafbát. I ‘ras,a ^Ýlgo- land í gœr. Frá fróttaritara Alþýðubl. KHÖFN í morgun. MESTA loftorustan, sem háð hefir verið í stríðinu hingað til, var háð milli Breta og Þjóð- verja hjá Helgoland, skammt frá þýzku Norð- ursjávarströndinni í gær. Áttust þar við að sögn Breta 24 brezkar flugvélar og fjöldamargar þýzkar Messerschmidtflugvélar. Bretar stegja, að 12 þýzkar flugvélar, hafi verið skotnar niður, en 7 brezkar hafi vantað í gær- kveldi. En Þjóðverjar segja að 24 brezkar flug- vélar hafi eyðilagzt, en að- eins 2 þýzkar. Frá fréttaritara Alþýðublaðsins. Kaupmannahöfn í morgun. Fj ÝZKI FLOTINN hefir orðið fyrir ógurlegum áföllum ■*■ síðustu dagana. í gær, daginn eftir að „Admiral Graf von Spee“ var sökkt í mynni La Platafljóts í Suður-Ame- ríku, var tilkynnt í London, að brezki kafbáturinn „Ursula“ hefði komizt í gegn um tundurduflagirðingar Þjóðverja úti fyrir Norðursjávarströndinni og alla leið inn í mynni Elbe- fljóts og skotið þar í kaf þýzkt beitiskip af sömu tegund og beitiskipið „Königsberg,“ sem er 6000 smálestir að stærð. Þessi atburður gerðist á fimmtudaginn í vikunni, sem leið. Var beitiskipið í fylgd með sex þýzkum tundurspill- um milli Cuxhafen og flotastöðvarinnar Brunnsbiittel, þeg- ar árásin var gerð á það. Slapp kafbáturinn að árásinni lok- inni aftur út í gegnum tundurduflagirðingu Þjóðverja, og er för hans talin álíka afrek og för þýzka kafbátsins, sem fór inn Scapa Flow við Orkneyjar og sökkti brezka orustu- skipinu „Royal Oak“. Þá var einnig tilkynnt í London í gær, að brezki kaf- báturinn „Salmon“, sem á dög- unum komst í færi við „Bre- men“, hefði nýlega gert mik- inn usla í þýzkri flotadeild. Mætti kafbáturinn þýzku beiti- skipunum „Leipzig“, „Scharn- horst“, „Gneisenau“ og „Blii- cher“ á leið á haf út og skaut sex tundurskeytum á þau. Hæfði eitt tundurskeytið „Leip- zig“ og önnur tvö eitt hinna beitiskipanna, en ókunnugt er, hvert þeirra það var, og ter full- yrt, að bæði beitiskipin, sem hæfð voru, hafi skemmzt svo, að þau muni verða ósjófær um lengri tíma. Þýzkir tundurspillar, sem voru í fylgd með beitiskipunum, réðust á kafbátinn, en honum tókst að kafa og komast undan eftir ýmsum krókaleiðum, þótt djúpsprengjunum rigndi allt í kring um hann. Það er nú einnig upplýst, að þessum sama brezka kafbát, „Salmon“, hafði tekizt að sökkva þýzkum kafbát. Varð sá atburður rétt áður en bann Frh. á 4. siðu. firaf m Spee var bðinn að sðkkva 9 brezknm skipum Hann hafði verið á sveimi á Suður- Atlantshafi í hálfan þriðja mánuð. LONDON í morgun. FÚ. ÚSUND yfir- og undir- menn af þýzka vasaorustu- skipinu „Graf von Spe“ verða kyrsettir í Argentínu. Sérstök nefnd hefir verið skipuð í Mon- tevideo til þess að athuga hvort hætta stafar af flaki „Graf von Spee“, en það er mjög nálægt siglingaleið. Skipstjórinn á „Tacoma“, þýzka flutningaskipinu, sem lagði af stað með hluta af áhöfn „Graf von Spee,“ m’eðan eyði- legging skipsins fór fram, verð- FA. i á. Bretar máttn ekki fá að sjð bygfingn orastoskipsios 1 KHÖFN í gærkveldi. FÚ. V ÞÝZKUM fréttum seg- ir frá því, að skipherr- ann á „Graf von Spee“ hafi haft strangar fyrír- skipanir um það, að skip- ið mætti ekki undi; nein- um kringumstæðum kom- ast í hendur Bretum. Á- stæðan hafi verið sú, að á skipinu hefði verið fjöldi ; dýrmætra hernaðarleynd- ; armála, sem þýzka her- ; stjórnin teldi sér meira ; virði en skipið sjálft. finnlandssHannlB: Á Aknreyri bafa safa azt yfir 5_ þis. kr. Frá fréttaritara Alþýðublaðsins. AKUREYRI í gærkveldi. P INNLANDSSÖFNUN- ■*■ IN hér á Akureyri er nú komin yfir 5 þúsund krónur, þar af söfnuðust 2300 kr. á sunnudaginn með merkjasölu og á samkomum. Samkomur voru haldnar í Nýja Bíó og samkomuhúsínu. Á béðum stöðum flutti Davið skáld Stefánsson afburða snjallt erindi um baráttu Finna og yf- irgang kommúnista. Kom hann og inn á afstöðu hinna íslenzku kommúnista. Jón NorðfjöiHS leikari las upp. Yfirleitt allir bæjarbúar hafa tekið virkan þátt í þessari starfsemi nema kommúnistar, þéir báru ekki merki dagsins og sóttu hvor- uga samkomuna. Sem dæmi um fjársöfnunina má geta þess, að ein alþýðu- kona borgaði merki sitt með 50 krónum. Verkalýðsfélag Akur- eyrar gaf.til söfnunarinnar 200 krónur og Vélstjórafélag Akur- éyrar 100 kr. virði 1 fatnaði. — Söfnunin heldur áfram. Hljómleikar Ténlist- arfélagslns í gær- kvðldi. EINHVER merkasti við- burðurinn í tónlistarlífi þessa bæjar hingað til var flutn- ingur Tónlistarfélagsins á „Sköpuninni“ eftir Haydn í gærkveldi. Var bifreiðaskáli Steiúdórs við Sellandsstíg þéttskipaður á- heyrendum, komust þar fyrir um 2000 manns. Fóru hljómleikarnir hið bezta fram. Stjórnandi var Páll ís- ólfsson, en einsöngvarar voru Elísabet Einarsdóttir, Guðrún Ágústsdóttir, Gunnar Pálsson, Arnór Halldórsson og Sigurður Markan. Á eftir hljómleikunum var samsæti að Hótel Borg fyrir hljómlistarfólkið og aðra, er unnu að undirbúningi hljóm- leikanna.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.