Alþýðublaðið - 19.12.1939, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 19.12.1939, Blaðsíða 2
ÞRIÐJUDAGUR 19. DES. 1939 ALÞYÐUBLAÐIÐ 50) Hann átti nú að fá fast embætti, ásamt búri, og svo átti hann að fá að ganga um tvisvar á dag og einu sinni yfir nóttina. 51) Hann f.ékk tólf þjóna og þeir héldu allir í silkiband, sem var um fótinn á fuglinum. 52) Og allir töluðu um þennan einkenni- lega fugl. 53) Og ellefu börn voru látin heita í höfuðið á honum, en ekkert þeirra gat þó sungið. Bðkunarvðrnr Flestar á gamla lága verðinu. Hveiti ennþá 45 aura kgr. Ókeypis málshættir í smákök- urnar. 51. í pxirthiti lekpiofjqcwqvn cútib Skinfaxi. Nióvemberhefti yfirstandanidi árgangs er n'ýtoomi'ð út. Efni: Halldór Kristjánsson: Samvizku- fneisi, Jón Konráðsson: Lýðræðd félagsskapur, A. S.: Sigurjón Ól- afsson, A. S.: 40 ára fórnarstarf, Richard Beok: Svipmikil hetjú- saga, Jóhannes úr KötlUm: Ég sendi kveðju, Jón Jónsson frá Ljárskógum: Afmælissöngur „ói- afs pá“, Jóhann Bjarnason: Dag- ur, Unnarsteinn: íslenzk æska, A. S.: Fallnir stofnar, Ingimundur Ólafsson: Skipulagning á störfum Umf., Halldór Kristjánsson: Að norðan, Daníel Ágústínusson: Frá fólagsstarfinu, Siigurður Ólafssion: Ungmennasamband Skagafjarðar. Útbreiðið Alþýðublaðið. UMRÆÐUEFNI Vetrarhjálpin. — Mæðra- styrksnefndin. Sala á hús- eignum og svik við ríkissjóð. Velsæmisbrot af lögreglunni. Börnin og jólasýningarnar — og börnin á rakarastofun- um. Bækur handa ungling- unum. ATHUGANIR HANNESAR Á HORNINU. AÐ ER ÁREIÐANLEGT, að sjaldan hefir verið meiri þörf fyrir starfsemi Vetrarhjálparinm ar en einmitt nú — og svo virðist sem bæjarbúar skilji þetta full- komlega, því að söfnunin hefir gengið að verulegu leyti betur en nokkru sinni áður. ÉG SEGI, að helzt ætti ástand- ið að vera þannig í þjóðfélaginu, að enginn þyrfti á slíkri hjálp að halda, sem Vetrarhjálpin veitir. Atvinnumöguleikar ættu að vera nógir fyrir alla og tryggingar ættu að vernda fólk fyrir fátækt og skorti, en svona er það ekki, og þá er ekki nema sjálfsagt að hver hjálpi öðrum eftir sinni getu. MÆÐRASTYRKSNENDIN hei'ir og á undanförnum árum unnið að hjálparstarfsemi. Hún hefir fyrst og fremst hagað starfi sínu til hjálpar einstæðmu mæðrum og það er öllum kunnugt, sem þekkja dálítið meira til lífsins í Reykja- vík en þess, sem lifað er í Austur- stræti og Bankastræti, að þar er mikil þörf hjálpar, því að óvíða mun skorturinn vera jafn tilfinn- anlegur og þar, sem einstæðar mæður eru að berjast áfram með börnin sín. FORVITINN skrifar: „Nú eru, eins og þú veizt, erfiðir tímar hjá okkur verkamönnum. Ég hefi enga atvinnu haft í margar vikur, og þrátt fyrir margítrekaðar til- raunir ekki getað fengið neitt að gera hjá hitaveitunni, þar er þó helzta atvinnuvonin. Dagarnir verða langir ef ekkert er starfað, svo ég hefi reynt að stytta stund- irnar með því að lesa ýmslgt til skemmtunar og fróðleiks. Einn kunningi minn hefir lánað mér „Kaupsýslutíðindin“ öll þetta ár. Þar er margt til fróðleiks og skemmtunar, en í dálkinum um þinglesin afsöl fyrir seldum eign- um hér í bænum er nokkuð, sem ég alls ekki get skilið.“ „SUMAR EIGNIR eru þar seld- ar svo lágu verði, að slíkt er alls ekki sambærilegt við það verð, sem ég veit um að álíka eignir hafa verið seldar fyrir á sama tíma,og set ég hér nokkur dæmi til að skýra þetta fyrir þér: Nr. 56 við Reynimel seld 21. janúar 1939. Verð kr. 18 000. Nr. 37 við Reyni- mel seld 18. febrúar 1939. Verð kr. 17 500. Nr. 39 við Reynimel seld 18. febrúar 1939. Verð kr. 17 000. DAGSINS. Nr. 7 við Hrefnugötu seld 25. marz 1939. Verð kr. 18 000. Nr. 43 við Reynimel seld 3. apríl 1939. Verð kr. 20 000. Nr. 41 við Reynimel seld 5. apríl 1939. Verð kr. 20 100. Nr. 181 við Hringbraut seld 6. júní 1939. Verð kr. 16 500. Nr. 50T við Reynimel seld 15. sept. 1939 kr. 31 000. Nr. 52 við Víðimel seld 26. sept. 1939. Verð kr. 10 000(!). Nr. 48 við Reynimel seld 26. okt. 1939. Verð kr. 20 000. Nr. 16 við Loka- stíg seld 6. nóv. 1939. Verð kr. 10 000 (!!). Nr. 11 við Reynimel seld 28. nóv. 1939. Verð kr. 20 000.“ „ÉG FINN ekki ástæðu til að til- greina hér fleiri afsöl með óeðli- legu verði í þetta sinn, en vonast til að þú reynir til að upplýsa hvers vegna þessum húsum er af- salað fyrir svona lágt verð, af því að mér er vel kunnugt um að á- líka hús og sum þessara hafa verið seld fyrir um og yfir 30 þúsund krónur. — Er hér verið að kom- ast hjá að greiða lögboðið stimpil- gjald og fela stórar peninga- greiðslur, eða hvað á þetta annars að þýða?“ JÁ, ÞETTA mun vera gert til að svíkjast um að greiða stimpilgjöld, svo fallegt, sem það er. VÍÐFÖRULL skrifar: „Er lög- regluþjóni leyfilegt að opinbera það, sem gerst hefir á hans vakt, manna á milli. Tökum t. d. að hann hafi verið viðstaddur töku á manni, er honum þá leyfilegt að tala um það manna á milli og op- inbera það, án leyfis yfirvalda, og ef það er brot á lögum, hver er þá hegningin?“ ÞETTA MUN EKKI hafa verið bannað með lögum, en slík fram- koma er talin velsæmisbrot af lög- regluþjóni. GÓS skrifar mér: „Mig langar til að hripa þér nokkrar linur nú eins og einu sinni áður, sem þá bar tilætlaðan árangur, og sem ég þakka þér kærlega fyrir. Það er aðallega vegna barnanna. sem ég finn mig knúðann til að minnast á dálítið atriði. Ég var á gangi niður í bæ í dag um það leyti og jólasýning var niður hjá Liver- pool og varð ég leiður af að sjá það, sem ég hefði ekki trúað, hefði mér verið sagt það. Þegar ég kom þarna niður éftir, var eins ©g við mátti búast fjöldinn allur af fólki, þó aðallega börnum, sem voru að teygja sig og teygja til að geta eitthvað séð, sem vonlegt er, því að þetta er fyrir þau gert.“ „EN SVO ÉG snúi mér nú að því, sem ég ætla að biðja þig að minnast á í greinum þínum er það, að reyna að koma í veg fyrir, að fullorðna fólkið þjappi sér svo fast að gluggunum að minnstu börnin sjái ekki neitt og fara mörg þeirra skælandi heim og fá ekki að sjá þessa dýrmætu sýningu, sem þeim finnst. Ég tel þetta vera af hugsunarleysi, því ég veit, að það er óviljaverk, sem fólk í augna- blikinu hugsar ekki um, vegna þess að sumt af því er þá með ungbörn á handleggnum. Ég vil nú mælast til þess, að hver og einn fullorðinn, sem þarna er viðstadd- ur, þegar svona sýningar fara um hönd, geri sitt allra bezta og hjálpi börnunum til þess að fá að sjá og að fólk, sem er með börn á hand- legg, standi með þau fyrir aftan hin börnin.“ „13. JÚNÍ“ skrifar mér á þessa leið: „Ég var staddur inni á rak- arastofu eftir hádegi á aðfangadag jóla í fyrra, til þess að láta klippa mig. Þar beið fjöldi fólks eftir af- greiðslu eins og venja er, marga daga fyrir jólin. A meðal gestanna sem biðu, var kona með lítið barn,. tæplega eins árs, og var barnið alltaf grenjandi, og konan alltaf að fárast yfir hinni löngu bið, þar sem hún ætti svo margt ógert. Mér og ef til vill fleirum datt í hug, að .vel hefði mátt klippa þetta litla barn, áður en að- sóknin varð svona mikil, eða þó það hefði verið gert hálfum mán- uði til þrem vikum fyrir jól, því hár á svona litlum börnum vex ekki svo fljótt. Annars vildi ég með línum þessum benda á, hve slæmt það er fyrir okkur hina full- orðnu, sem ef til vill þurfum að taka okkur frí frá vinnu, til þess að láta klippa okkur, að rakara- stofurnar skuli vera fullar af börn um svona fram til síðustu daga fyrir jól. Og ég vil að endingu hvetja foreldrana til meiri fyrir- hyggju í þessum efnum, en verið heíir.“ EINS OG VENJA ER fyrir jól- in, kemur mikið flóð út af barna- og unglingabókum. Ég hefi ekki haft tækifæri til að sjá nema fáar þessara bóka, en þó að merkilegt megi teljast um svo fullorðinn mann eins og ég er, þá hefi ég mjög gaman af barnabókum og les þær allar með áfergju. Það er lík- ast til vegna þess, að ég var svo mikill strákur, þegar ég var strák- ur, og að með því að lesa þessar unglingabækur, þá lifi ég upp gamlar minningar frá litla, fátæka fiskiþorpinu mínu. Ég hefi því les- ið margar unglingabækur á und- anförnum árum og engin þeirra hefir fallið mér svo vel í geð og Davíð Copperfield eftir Charles Dickens, sem taókaforlag Æsk- unnar hefir gefið út. Þessi bók hefir allt það bezta til brunns að bera, sem prýða má unglingabók. Dickens er líka frægur höfundur, Hann skrifaði Oliver Twist, sem allir kannast við. Fiársöfminin I Noregi ,h:anda Finnum nemur 2 millj- önuim ikróna. Eigendur 3000 happ- drættísmiða. hétu að gefa féð, ef þeir ynni á miða sína til Finn- lands, en þannig komu inn 6000 kr. í seinasta drætti. F.Ú. Útbreiðið Alþýðublaðið. Kauplð jðlagjaflr til að skreyta heluiIliuS Teiknaðir og saumaðir: Dúkar, Púðar, Teppi. — Listaverk eftir ísl. listamenn. Silfurmunir o. fl. Verzl. Angusti Svendsee Af nýútkomnum ljóðabókum eru Baugabrot INDRIÐA Á FJALLI sú bókin, sem flesta ljóðavini langar til að eignast. TILVALIN JÓLAGJÖF fyrir unga og gamla. JOHN DICKSON CARR: Norðin í vðxmyndasafninn. 12. — Jæja, herrar mínir? — Þér ætlið enn að halda því fram, að sagan um konuna með brúna hattinn sé skröksaga? — Auðvitað! Það er heilaspuni föður míns. — Svo að þér haldið það. Faðir yðar er stoltur maður, Gefur þetta safn mikinn arð? — Ég skil ekki, hvað það kemur málinu við. , — Jú, það kemur málinu við. Faðir yðar minntist á fátækt sína. Ég þori að ábyrgjast, að þér eruð fjárhaldsmaðurinn. — Já. Bencolin tók vindlinginn út úr sér. — Veit hann þá, að þér hafið lagt inn í ýmsa banka í París allmiklar upphæðir, eða samtals nærri því eina milljón franka? Hún svaraði ekki, en fölnaði og sjáöldrin þöndust út. — Jæja þá, sagði Bencolin, — hafið þér engu við þetta að bæta? — Nei, engu. svaraði hún rámri röddu, — nema að þér eruð gáfaður maður! Hamingjan góða! En hvað þér eruð gáf- aður! Og nú ætlið þér að ségja honum frá þessu. Bencolin yppti öxlum: — Það er víst ekki nauðsynlegt. Ó! Þarna koma menn mínir. Ú,ti á götunni heyrðist í lögreglubílnum. Vagninn nam stað- ar úti fyrir og mannamál heyrðist. Bencolin flýtti sér fram að dyrunum. Svo heyrðist í öðrum bíl. Ég leit framan í Chau- mont. Hann var truflaður á svipinn. — Hvern fjandann á þetta að þýða? stundi Chaumont. — Ég skil ekkert í því. Ég sneri mér að ungfrú Augustin: — Ungfrú, sagði ég, — lögreglan er komin hingað, og það er ekki ósennilegt, að lög- reglumennirnir snúi öllu við. Ef yður langar til að draga yð- ur í hlé, þá er ég viss um, að Bencolin er það ekkert á móti skapi. Hún horfði alvarleg á mig. Þegar ég gaf henni nánari gæt- ur, þóttist ég þess fullviss, að í öðru umhverfi hlyti hún að vera nærri því falleg. — Þér eruð mjög kurteis maður. Dauft bros lék um varir hennar. — En ég ætla ekki að fara. Mér þykir gaman að sjá, hvað lögreglan ætlar að gera. Gegnum dyrnar sáum við löögregluþjónana ganga inn í for- stofana. Ég heyrði Bencolin vísa þeim veginn. Hann kom því næst aftur inn í herbergið og einn lögregluþjónanna með hon- um. — Durrand umsjónarmaður, sagði hann, — tekur að sér að framkvæma rannsókn hér. Ég fel honum allt á hendur. — Við munum fara mjög varlega, sagði hann, — og ekki brjóta neitt. — Má engar myndir taka? — Engar myndir í ganginum, þér skiljið. — Já, ég skil. — Þá skulum við athuga þessa hluti. Bencolin nálgaðist borðið. Þar lá handtaskan og innihald hennar, ásamt svörtu grímunni, sem við höfðum funiclið á gólfinu. — Þessir munir lágu í ganginum, eins og ég hefi sagt yður. Lögregluumsjónarmaðurinn laut yfir borðið. Hann greip hlutina einn af öðrum; — Þessa tösku hefir hin myrta kona átt, er ekki svo? — Jú, fangamark hennar er á töskunni. Ég finn hér ekkert merkilegt, nema þetta. Bencolin hélt á ofurlitlum miða. Á miðann hafði verið skrifað nafn og heimilisfang. Lögregluumsjónarmaðprjpn blístraði. — Hamingjan góða! tautaði hann. — Er hann nú við þetta mál riðinn? O, það er svona, hann býr 1 næsta húsi. Á ég að hringja til haris? — Nei, alls ekki. Ég ætla að fara og tala við hann sjálfur. Ég heyrði fótatak að baki mér. Marie Augustin greip báð- um höndum um stólbakið: — Viljið þið gera svo vel og segja mér, hvers nafn það er? spurði hún skýrri rödd. — Já, sagði lögregluumsjónarmaðurinn og horfði hvasst á hana. — Nafnið er: Etienne Galant, 645 Avenue Montaigne, sími: 11—73. Þekkið þér þennan mann? — Nei. Durrand virtist ætla að leggja fyrir hana fleiri spurning- ar, en Bencolin lagði hönd sína á handlegg hans. Það eru engar upplýsingar í heimilisfangabókinni. Hér er bíllykill og hér er ökuskírteini Þar er bílnúmerið. Þér ættuð að láta at- huga, hvort þessi bíll hefir sézt hér í nágrenninu. Nú kom lögregluþjónn inn og er hann hafði tekið móti skipunum, hinkraði hann við. — Ég þarf að skýra frá dálitlu, sagði hann, ~— sem getur verið í sambandi við þetta mál. Lögregluumsjónarmaðurinn og Bencolin sneru sér að honum. — í kvöld tók ég eftir stúlku, sem var úti fyrir safninu. Ég tók sérstaklega eftir henni af því að ég gekk fram hjá henni tvisvar sinnum á stundarfjórð- ungi, og í bæði skiptin stóð hún fyrir framan dyrnar, eins og hún væri að hugsa um, hvort hún ætti að hringja eða ekki.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.