Tíminn - 09.06.1917, Síða 3
TÍMINN
51
og þykist vita, að landsstjórnin
muni fúslega kannast við, að hér
sé skýrt rétt frá, hvað viðskiftin
við hana snertir.
Reykjavík 7. júní 1917.
Sveinn Björnsson.
A t h s.
Tímanum er mikil ánægja að
ílytja ofanritaða skýringu frá for-
manni Eimskipafélagsins. Hún
sannar nefnilega til fulls þá sögu,
sem minst var á í síðasta blaði,
að Eimskipafélagsstjórnin hefir
stutt að því eftir megni, að O. J.
yrði sendur sem erindreki stjórnar-
innar til Ameríku. Ennfremur að
félagsstjórnin hafi líka álitið hann
sérstaklega vel hæfan, líka til þessa
trúnaðar starfs. En það sem
erfitt var að trúa, áður en full
umsögn félagsstjórnarinnar lá fyrir,
var það, að hún hefði haft hr. O.
J. sjálfan svo lítið með í þessum
ráðagerðum. Hann er í stjórn fé-
lagsins, og hún er alráðin í að
senda mann vestur. Formaðurinn
er búinn að taia um þetta fulltrúa-
mál við yfirráðherrann. Síðan er
vesturförin tekin fyrir á stjórnar-
fundi í félaginu, en þá er O. J.
ekki við, en þó vafalaust staddur
i bænum. Þar er samþykt að
fara fram á það við landsstjórnina,
að sameina fulltrúasendingu fyrir
landsstjórnina og Eimskipafélagið
og stungið upp á O. J. »sem bæf-
um manni«. Ef að líkum ræður,
hefir félagsstjórnin svo ritað lands-
stjórninni um málið, og þetta alt,
eftir þvi sem ráðið verður af orð-
um Sv. B. dn þess að láta O. J.
vita hvað var á seiði. Þessi aðferð
er mjög einkennileg, ef sjálft full-
trúaefnið hefir gengið þess dulið,
bæði á fundum og annarsstaðar,
að verið var að undirbúa þetta
tvöfalda ferðalag. Öll aðferðin lík-
ust því, eins og »hærri forsjón«
hefði ráðið, og beint ætlað O. J.
vestur með þessum hætti og siðan
látið erindrekaefnið — af tilviljun
— vera fjarstaddan og óafvitandi
um alt þetta ráðabrugg.
Fessi einkennilega dirfska stall-
bræðra O. J. í Eimskipafélags-
stjórninni, að fara svona á bak
við þann, sem málið kom mest
við, væri mjög torskilin, ef ekki
mætti gera ráð fyrir, að hann œtti
þriðja erindið vestur, fyrir sitt eigið
verzlunarhús, vegna skips, sem
firmað mun þá hafa átt i Ameriku,
og hafa því eigi gert ráð fyrir að
hann yrði svo ófús til fararinnar,
eins og nú er látið heita.
»Lystarleysi« O. J. reyndist þá
ekki meira en það, samkvæmt um-
mælum Sv. B., að hann rœðir um
málið við stjórnina, (þegar hann
loksins fékk pata af því, hvað var
að gerast), og á fundi í Eimskipa-
félagsstjórninni, þar sem hann er
»viðstaddur« 26. april, skýrir hapn
frá »að mjög óvíst væri, að saman
gengi með honum og landsstjórn-
inni um að hann færi vestur. sem
fulltrúi landsstjórnarinnar«.
Af þessu er hægt að sjá, að O.
J. hefir viljað fara með einhverj-
um vissum skilyrðum (sbr. orðin
»ganga saman með«). Hvað á
milli hefir borið, er ómögulegt að
segja. Ósennilegt er að landsstjórnin
hafi ekki viljað borga sómasam-
lega. Hilt gæti hafa komið til mála,
að stjórnin hefði viljað, að erind-
rekinn væri þá eingöngu í opin-
berri þjónustu, og að O. J. liafi
verið »ófús« til þess. Það væri og
frá sjónarmiði duglegs kaupmanns
betri »aðstaða« að geta gætt sinna
hagsmuna jafnframt. En ekkert
skal um þetta fullyrt. Að eins bent
á, að eitthvað sérstakt virðist hafa
borið á milli. Ef til vill upplýsist
það síðar.
Ef til vill mætti benda hr. Sv.
B. á, að þessi uppástunga hans,
ef hún hefði verið framkvæmd
með þeim hætti, sem upprunalega
virðist hafa verið til ætlast, nl. að
O. J. væri til frambúðar í Ameriku
fulltrúi Eimskipafélagsins og lands-
stjórnarinnar, var að vissu leyti
óheppileg. Mjög margir kaupsýslu-
menn og félög hér á landi hafa nú
orðið hagsmuna að gæta í Ame-
ríku, þurfa að fá flýtt fyrir af-
greiðslu skipa, fá undanþágur o.
s. frv. Ef einn helsti keppinautur-
inn er þar vestra fyrir sig sjálfan,
Eimskipafélagið og landsstjórnina,
gæti svo farið, að hver sem skip
ætti í förum vildi heldur hafa
sjálfur fulltrúa vestra, heldur en
notfæra sér hjálp þvílíks erindreka.
Hér í blaðinu hefir því jafnan
verið haldið fram, að hvenær sem
fulltrúamálinu vestra yrði komið
í varanlegt horf, og það ætti að
vera sem fyrst, þá yrði sá maður
að vera algerlega í þjónustu lands-
ins, og hafa engra sérhagsmuna að
gæta. Og þar sem grein hr. Sv. B.
bendif á, að sumir ráðherrarnir
hafi verið i vandræðum með að
finna mann til vesturfarar, þá mun
það ekki eiga við alla. Og í þessu
máli skiftir það nokkru að foringi
Framsóknarflokksins, hr. Sigurður
Jónsson, hefir mjög eindregið hall-
ast að þvi, að senda lögfræðing
vestur, og mun hafa haft þar á-
kveðinn mann fyrir augum. Af
leiðréltingu Sv. B. mætti þá gizka
á, að hann hafi verið í minnihluta
í stjórninni um þetta atriði. Með
hráðabirgðarráðstöfunum þeim, sem
stjórnin hefir gert i þessu máli,
mætti álykta að stjórnin ætlaðist
að þingið í sumar bindi enda á
málið. Má ganga að því vísu, að
Framsóknarflokkurinn, það sem
til hans nær, haldi fast við þá
kröfu, að fulltrúi landsins vestra
sé algerlega óháður, og hafi eng-
um störfum að gegna nema fyrir
landið. Hvað aðrir flokkar vilja
um þetta efni, lætur Tíminn ósagt.
En trúlegt er það, að þessi
aðstaða hr. S. J., sein ef til vill
hefir komið í bága við »hærri
forsjón« einhverra »hringa« i Rvik,
sé að einhverju leyti ástæða til
þeirrar takmarkalausu rógmælgi
og ósannindauppspuna, sem beitt
hefir verið gagnvart honum siðustu
mánuðina, og sem á að undir-
byggja kröfuna um, að hann fari
frá i sumar, svo að sæti hans
megi skipa einhverjum, sem sam
ábyrgðin hefir meiri velþóknun á.
Járnbraut—cinkaleyf i.
í vetur hefir komið upp sá orð-
rómur, að fossafélag eitt, útlent
að vísu, en með nokkra íslend-
inga i sinni þjónustu, hefði í huga
að sækja um einkaleyli til Alþingis
um að mega, undir eins að stríð-
inu loknu, leggja járnbraut frá
Rvík yfir Suðurláglendið, að afl-
stöðvum við Þjórsá, og fá einka-
leyfi til járnbrautarlagninga á þessu
svæði. Að vísu skal ekkert um
það fullyrt, á hve miklum rökum
þessi orðrómur er bygður. Heldur
ekki hve mikil alvara leyfisbeið-
endum kynni að vera. Hefir áður
veiið drepið á það hér í blaðinu,
að fjárbrallsmönnum þætli fengur
í þvílíkum meðmælabréfum frá
þinginu, til að geta því betur fram-
selt íslensku fossaréttindin erlendis,
til einstakra manna eða félaga,
sem vildu hindra samkepni héðan
með því, að láta fossana liggja
ónotaða. Enginn vafi er á því, að
einstaka menn, einkum i Reykja-
vík, hafa svo mikla tröllatrú á
töframætti járnbrautanna, að þeir
vilja fá Austurbrautina með hvaða
kjörum, sem vera skal. f’arf ekki
lengra að leita en til þingsins 1913,
þar sem var harðsnúinn járnbraut-
arflokkur, sem virtist vera fús á
að ganga að hinum mestu ókjör-
um, til að fá þessu áhugamáli í
verk komið. Hefir svo þótt síðan,
sem enn myndi lif í þeim glæðum,
þótt lítið bæri á, rneðan ekki blés
byrlega.
En til að vera við öllu búinn,
er varlegast að gera ráð fyrir þvi,
að útlent fossafélag biðji Alþingi í
sumar um einkaleyfi til að leggja
Austurbrautina. Hvaða svar er þá
viðeigandi?
Enginn vafi er á því, að slík
járnbraut myndi verða bæði höf-
uðstaðnum og héraðinu austan-
fjalls til mjög mikils gagns. En
þegar talað er um gagn fyrir ís-
lendinga af slíkri braut, þá er
eingöngu átt við fólks- og vöru-
flutning, en ekki við neinn iðn-
rekstur i stærri stíl. En eí fossa-
félag byggir brautina, leggur
það eingöngu út í fyrirtækið vegna
þess, að það ætlar að nota fossa-
aflið til stóriðnaðar. Hitt kemur
engum til hugar, að nokkurt fossa-
félag fari að leggja hér járnbrautir
til að flýta fyrir ræktun landsins,
eða til að létta undir vöruaðdrætti
höfuðstaðarbúa. Hins vegar myndi
slíku félagi þykja það nokkru
skifta, að hafa einkarétt á öllum
járnbrautarflutningi um frjósamasta
hérað landsins, og sækjast eftir
því, til að vega upp á móti »óviss-
um« útgjöldum. Og það eru líkur
til, að slíkt félag þyrfti ekki að
brýna lengi fylgismenn sina í þing-
inu, til þess að þeir væru einka-
leyfinu fylgjandi.
En samt mælir margt á móti
slíkri ráðstöfun. Samgöngutæki í
höndum auðfélaga hafa jafnan
reynst viðsjálsgripir, og almenningi
dýr til afnota. Enda má segja, að
í öllum löndum snúi menn meir
og meir að því ráði, að þjóðfé-
lagið eigi llutningatækin, einkum
járnbrautir, til að fyrirbyggja kiig-
un og okur frá hálfu félaganna.
Engir samningar koma þar að
haldi. Mega menn minnast þess,
hversu Sameinaða félagið hefir
reynst íslendingum í þessu efni.
Hafa samningarnir ekki reynst
haldgóðir, á neyðar-stundunum,
og nógir íslendingar, til að sfyðja
útlenda valdið. Og þó var þar ekki
lögbundnu einkaleyfi til að dieita.
Saga íslandsbanka getur og verið
til leiðbeiningar. Fyrir þau augna-
bliks hlunnindi, að fá 3 miljónir
króna inn í landið,- afhenti þingið
seðlaútgáfurettinn í þriðjung aldar,
og stjórnin síðan sparisjóðsréttindi,
sem ekki var ætlast til upphaflega.
Fyrir þessa vanhyggju renna nú
árlega mörg hundruð þúsund krón-
ur af arði bankans (fyrir utan
venjulega vexti af hlutafénu) út
úr Iandinu. Það er skuldin, sem
þjóðin verður að gjalda um margt
ár enn, fyrir glappaskot þeirra for-
ráðamanna, sem gína yfir skjót-
fengnu fé með ókjörum og rétt
armissi, í stað þess, að sæta lagi,
og fá féð að láni, án niðurlægandi
skilyrða.
Sama mundi raunin verða með
járnbrautar-einkaleyfi. Fyrir félag-
ið væri það leikur. Brautin bygð
vegna iðnaðarins. Samt áhætta, að
það mundi síðar færa sig upp á
skaftið, þegar það sæi sér fært,
og gera landsmönnum þungar bú-
siQar. Og ef ekkert einkaleyfi væri
veitt, mundi réttur almennings í
þessum héruðum að öllu leyti
betur trygður. Ef fossafélagið beitti
ójöfnuði með flutningsgjöld eða
annað, yrði opin leið fyrir íslend-
inga, að leggja braut sjálfir, þegar
þeim hefði vaxið fiskur um hrygg.
Hendur komandi kynslóða væru
þá ekki bundnar.
Hins vegar væri óviturlegt, að
hindra sómasamlegt félag frá, að
heQa stóriðnað við einhvern foss-
inn, ef þar íylgdu engin mann-
spillandi skilyrði. En ekkert einka-
leyfi ætti slíkt félag að fá. Því
væri nóg, að fá að reka iðnað
sinn undir verndarvæng þjóðfé-
lagsins, og óáreitt af því. Járn-
braut þyrfti það, en ekki meira
land en undir brautina sjálfa og
nauðsynlegar stöðvar.
Verðhækkun landsins með fram
brautinni ætti ekki að verða fé-
laginu tekjulind. Og til að hindra
það, að óhlutvandir menn væru
að leika sér að því, að semja við
þing og stjórn, og bollaleggja fram-
kvæmdir, sem í raun réttri væru
að eins á pappírnum, og ættu
aldrei annað að vera, yrði að
krefjast af slíku félagi, að það
setti háa tryggingu fyrir því, að
eitthvað yrði því að verki. Annars
væri þvílík málaleitun ekki virð-