Tíminn - 14.09.1917, Qupperneq 2

Tíminn - 14.09.1917, Qupperneq 2
TIMINN 'iuu Um byggingarefni eftir Jóhann Fr. Krlstjánsson. Byggingarefni er komið í það geypiverð að óráð virðist að leggja út i tilkostnað við byggingar fyrir þá, sem geta hadið húsum yfir höfði sér, en þetta háa verð gefur tilefni til þess, að vér hugsum meira um það að spara útlent bygginar- efni og gæta þess að því fé, sem fyrir það er látið, verði ekki á glæ kastað eins og of tilfinnanlega hefir átt sér stað og enn mun eiga sér stað víðasthvar. Menn hafa lagt út í kostnaðarsamar byggingar án þess að leita tilstyrks sérfróðra manna, eða láta sér ant um að verkið yrði vel af hendi leyst, og þess vegna hefir venjulega lent í handaskolum með íyrirkomulag og smiði alla. Dæmin eru deginum ljósari. Fyrir 21 ári var fyrsta stein- steypuhúsið reist í sveit hér á landi, í Sveinatungu i Mýraslu. Þekking gat þá ekki heitið nein á stein- steypugerð og menn því mjög var- kárir í blöndunarhlutföllum. T. d. var blöndunin í Sveinatunguhúsið höfð 1 hluti steinlíms móti 3 hlut- um af sandi og smámöl (1:3 alls). Grjót eða meiri möl þorði múr- arinn ekki að nota. Varkárnin er virðingarverð og Jóhann Eyólfs- son á heiður skilinn fyrir að hafa fyrstur manna reist steinsteypuhús í sveit, því mörg hús finnast lak- ari, sem síðan eru gerð, þótt ýmsa galla megi finnna á Sveinatungu- húsinu, sem eðlilegt er á nokkurs- konar tilraunasmíði. Það má óhætt segja að eins og öfgarnar hafa genið langt í sterkri blöndun á Sveinatunguhús- inu, eins langt hafa þær gengið í veikri blöndun í seinni tíð. Al- gengasta blöndunin á steinsteypu hefir verið Vis—lju hluti steinlíms móti sandi og möl og svo þar yfir alt að V18. T. d. á Siglufirði er steypuefnið tómur ægisandur, möl er þar ekki að fá, nema með mik- illi fyrirhöfn eða þá með því að mylja grjót. Eg veit til, að hús hafa verið reist þar úr blöndun 1:7 af sandi og hnullungsgrjót lagt í steypuna. Væri nú hæfilega mikil möl notuð svarar blöndunin til 1 steinlím 7 sandur og 11—12 at möl og væri steypan þó í engu ósterkari, en grjót mætti nota þar að auki, ef svo sýndist að minsta- kosti í kjallaraveggi. Vitanlega er steypa úr þessari blöndun 1 : 7 af sandi, óhæíilega lin, enda hefi eg óvíða séð jafn lina steypu og þar. Siglfirðingar ættu að fá sér grjótmylnu er gengi fyrir rafur- magnskrafti. Ætti það ekki að kosta þá mikið að reka hana að vorinu, en hún gæti sparað þeim steinlím til helminga að minsta kosti. Veggþyktin. Hún keyrir fram úr öllu hófi ef um góða steypu væri að ræða. Það er sjaldnast gerður nokkur greinarmunur á því, hvort veggir eru háir eða lágir, langir eða stuttir, eða hvort þeir eiga að bera lítinn eða mikinn þunga, munu vera 9—12 þuml. undantekn- ingar litið. Liklega er þó þyktin oft gerð til skjóls, en það er mis- skilningur og alt of kostnaðarsamt, að ætla sér að auka hlýindin í steinvegg með þyktinni. Eins og kunnugt er, er steinninn góður hita og kuldaleiðari, þess vegna er fásinna að gera steinhúsin hlý á annan hátt en þann, að fóðra inn- an útveggina með ein- eða fleirföldu fóðri, eða hafa steinveggina tvö- falda og fylla rúmið milli þeirra með góðu og þykku tróði, t. d. muldum mó vel þurrum. Þetta síðar nefnda verður okkur ódýrast sem stendur, og reynsla er fengin fyrir því, að þannig gerð hús eru mjög hlý. Einfalt tómt loftrúm, milli steinveggja eða milli þils og steins reynist ekki nægilega hlýtt, minsta kosti ekki i sveitum. Það er stór skaði að því í bráð og lengd að hafa þykka veggi en veika blöndun. Sama steinlíms- magn gefur jafnmikinn styrkleika í þunnum vegg með sterkri blönd- un og það gefur í þykkari vegg með veikari blöndun, miðað við hæfileg blöndunarhlutföll. Með sterkari blöndun og þynnri vegg fæst steypan harðari og vatnsheld- ari og sterkari fyrir áhrifum vætu og veðurs. Séu steypumótin vönd- uð og vandvirkni gætt við steyp- una, tekst að fá veggina svo slétta og áferðargóða að sléttlag (púss) gerist þá óþarft. í flestum tilfellum nægir að kústa veggina úr sierku steinlímsvatni eða húða þá með sterkri sandhræru, ekki þykkar borið á, en svari til sandkorna- þyktarinnar. Þessari aðferð hef eg fylgt við veggjagerð og geöst vel. Sparast með henni rúm króna á fermetir í vegg, miðað við verð fyrir ófriðinn, en meira sparast þeg- ar kaupa þarf steypuefnið dýru verði. — Nánar vil eg skýra þelta síðar. Hve óþarflega miklu fé hefir verið eitt í þykka en ótrausta stein- steypuveggi er ekki gott að gizka á. Höfuðstaður landsins hefir í því efni gengið á undan — eftir bygg- ingarsamþykt Reykjavíkur að dæma —, en honum fórst það sist, sem á ekki völ á nema litlu og fremur lélegu steypuefni, steypuefni sem menn hafa orðið að kaupa dýru verði. Það er bágt um okkur íslend- inga, hvað við rennum blint í sjó- inn og óransakað um marga hluti. Við tökum að notfæra okkur nýlt og lítið þekt byggingarefni, stein- steypuna, alóþekt hér á landi og vandmeðfarið. Þrátt fyrir öll mis- stigin og óteljandi galla á því sem gert er úr efninu, ryður það sér til rúms á fáum árum. Þetta sann- ar það bezt, hvað efnið á vel við hér á landi, en það sannar líka hitt, hvað vér erum hirðulausir og óhagsýnir og látum margt »reka á reiðanum«. Vér reisúm híbýli vor, peningshús, brýr og bryggjur úr þessu efni, án þess að afla oss nægilegrar þekkingar á meðferð þess með því, að fá æfða útlenda múrara til þess að kenna okkur, eða þá að senda efnilega menn ut- an til þess að læra steypugerð hjá þjóðum, sem lengra eru á veg komnir en við í þessu efni. — Hér hafa menn orðið að þreifa sig á- fram og læra hver af öðrum, og verður þá stundum seinni villan verri hinni fyrri. Á þetta sér þó einkum stað í sveitum og kaup- túnum. Það er eftirtektarvert að Reykjavík, höfuðstaður landsins, lögleiðir byggingarsamþykt með sérstökum reglum um steinsteypu, sem hvorki hafa við að styðjast nægilega þekkingu á steinsteypu né rannsókn á steypuefninu sem nota á. Nú fyrst, eftir að reglum um blöndunarhlutföll og þykt á veggj- um hefir verið fylgt í mörg ár, hefir steypefnið að nokkru leyti ver- ið rannsakað og þá reynst miður vel; sennilega lítið betur en ægis- sandurinn frá Bolungarvík, sem reynst hefir fullkomlega hálfu lakari en venjulegt danskt steypu- efni (sjá Tímarit verkfræðingafé- lags íslands þ. á. 2., hefti). En á hverju eru svo útreikning- ar á steyptum gólfum, brúm og bryggjum bygðir? Landssjóður ver árlega fé í tugum þúsunda króna til mannvirkja úr steinsteypu. Væri þá ekki ástæða til þess að hann léti ransaka steypuefnið á helztu stöðum í landinu, þar sem stærstu mannvirkin eru gerð, eða veitti fé til þess að koma liér á fót rann- sóknarstofnun byggingarefna? Það er rétt, sem Th. Iírabbe segir í ritgerð um steypuefni í áðurnefndu riti Verkfræðingafélagsins, að »í raun og veru er unnið nokkurn- veginn í hlindni með steypu hér á landi meðan slík rannsókn (á steypuefnum) hefur ekki enn farið fram«. Ekki er von að vel hafi farið með bryggjur og brimbrjóta, þegar alt getur farið saman, lélegt steypuefni, veik blöndun og verk- leg vankunnátta. Það er þó kunn- ugt að steypuefni er mismunandi gott hér á landi, og má bæta það mikið þar sem svo hagar til, að hægt er að blanda saman grófum og smágerðum tegundum af hvoru um sig, sandi og möl. Gleðiefni er það og þarílegt mjög að semenlsnefnd Verkfræðingafé- lags íslands hvað nú liafa í undir- búningi reglur er steypa má eftir »prófbjálka«. Þær verða vafalaust þannig úr garði gerðar, að hver steypuvanur maður geti gert slíka prófbjálka og komist að raun um að minsta kosti, hvort steypuefnið sem rannsakað er, sé nothæft eða eigi. Æfðir og athugulir steinsteypu- smiðir geta farið mjög nærri um það, live treysta má steypuefni, en vitanlega er það ekki nema ágizk- un meðan rannsókn hefir ekki farið fram. Hafi eg verið í vafa um gæði steypuefnisins, hef eg steypt prófbjálka eða teningslöguð stykki — eftir ástæðum. Beztan árangur af því efni sem eg hef gert tilraun með, hef eg fengið úr sandi við ána Blöndu í Langadal. Blöndunarhlutföllin voru þessi: 1 hluti Álaborgarsteinlím 3 hlutar sandur, bjálkarnir voru þrír 1 þuml. á hvérn kant en 10 þuml. á lengd milli hvílupúnkta. Bjálkarnir reyndust bera við brotþunga á miðju 21—23 pd. 28 daga gamlir. Steypan var viðlíka blaut og venju- leg veggjasteypa, þannig að lítið þurfti að þjappa hana til þess að ná vatninu ofaná. í sandinum var dálitil móða af jökulleir og gerði eg því einnig tilraun með sandinn þveginn, en gat ekki fundið mis- mun á. Ef slíkir prófbjálkar, sem eg hér gat um bera ekki 18 pd» álít eg steypuefnið varhugaverL Hvað sem mismuninum á þessu steypuefni og venjulegu dönsku steypuefni líður, þá álít eg steypu- efnið við Blöndu framantil í Langa- dal svo gott, að hægt sé að gera úr því hvaða mannvikri sem vera skal. Æskilegt væri að sem allra fyrst yrði fenginn ábyggilegur grundvöllur fyrir notagildi á ís- lenzku steypuefni. (Frh.) Ingleiðinpr om Snæfellsnes. v. Annað stórt framfaramál hlýtur að komast á dagskrá hjá Snæfell- ingum innan skamms. Það er stofn- un kaupfélags fyrir innri hluta ness- ins og annað það svæði, er verzl- un sækir til Stykkishóhns. í sam- bandi við það mundi svo koma sameignarsláturhús. Bændur fara að vakna til meiri íhugunar um verzlunarmálin, og þá efa eg ekki að þeir finni sama umbótaráðið og aðrir, sem sé kaufélagsstofnun.. Eg þarf ekki hér að ræða um kosti kaupfélagsverzlunar fram yfir kaup- inannaverzlun, það hefir svo oft verið gert, og í fyrri hluta þessar greinar hefi eg að nokkru sýnt fram á að Borgarnesverzlunin er miklu betri en verzlun í Stykkis- hólmi, vegna aðgerða kaupfélags Borgfirðinga. Varla þarf að efa, að bændur á þessu svæði myndi bráð- lega samtök til verzlunarumbóta. Þegar verzlunarmálum Sænfell- inga er svo komið, sem hér hefir verið bent á, má heita, að þau séu í góðu horfi, og munu brátt koma í ljós ávextir þeirra umbóta, þar sern annarstaðar, á menningu héraðsins. GrundvöIIur hagstæðrar verzlun- ar, er greiður aðgangur að pen- ingastofnunum með hagkvæmu fyrirkoinulagi, en því er miður að svo er ekki á Snæfellsnesi. Á því verður að ráða bót. Til þess þarf að stofna bankaútibú í Stykkis- hólmi. Heíir áður komið lil orða að það yrði gert, en ekkert orðið úr framkvæmdum. Meðal margra er vaknaður áhugi fyrir að fá það, og fer varla hjá því að það verði stofnað innan skainms. Björn Jóns- son hafði í ráðherratíð sinni haft mikinn áhuga á þessu máli, en honum entist ekki valdatimi né líf til að styðja frekar að framkvæmd- um þess. Bankarnir hafa sett úti- bú í aðalkaupstöðum landsins, en.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.