Tíminn - 27.10.1917, Qupperneq 7
T I MI N N
135
Sambanðið viB jffmeríku.
Á það var minst í grein í síð-
asta blaði, hversu gæla þyrfti allr-
ar varúðar um sambandið við
Ameríku, hversu varlega þyrfti að
fara til þess að þessari einu bjargar-
leið yrði ekki lokað, og hversu
forðast yrði alt það er orsakað gæti
tafir skipanna sem þangað sækja
héðan að heiman. Tilefnið til grein-
ar þessarar var fregn um það að
tekið hefði verið talsvert af áfengi
úr Lagarfossi í Halifax, en í seinni
tíð hefir einna mest borið á smygl-
unarfreislingunum þar sem sú vöru-
tegundin var annarsvegar.
Tíminn vill enn víkja að þessu
alvörumáli, ekki fyrir það, að blað
eitt hér í bænum, Morgunblaðið,
hefir gert umrædda grein að um-
talsefni og gjört lítið úr þörf slíkra
ritsmíða. Slík skrif hefir Tíminn,
að engu. Og sá skilningur þessa
blaðs að Timinn brigslaði skipstjór-
um Gullfoss og Lagarfoss um smygl-
un er svo gjörsamlega ástæðulaus
og ógáfulegur að engum manni með
heilbrigðri skynsemi kemur til hug-
ar að fallast á hann.
Ritsljóri þessa blaðs hefir ált við-
ræður við skipstjórana á Gullfossi
og Lagarfossi um þetta mál, og við
það komist að þeirri niðurstöðu
hversu afar gætilega verður að fara
til þess að Ameríkusiglingunum
hljólist eigi hnekkir af.
Allar regiur sem lúta að útflutn-
ingi eru afarstrangar, og hegningin
hörð ef út af er brngðið, hvers
smámunar sem á skip flyzt verð-
ur að geta á farmskjölum, hver
máiningarkrús sem keypt er handa
skipinu sjálfu, og hvern málning-
arkúst verður að telja fram, hvað
þá annað.
Skipstjórarnir létu þess getið að
jþeir gengju svo hart að skipshöfn-
unum um að gera sig ekki seka
um undanbrögð frá þessum ströngu
reglum í einu eða neinu, að frekar
yrði það ekki gjört, þeir gætu ekki
bannað þeim að kaupa sér föt, en
þar mætti ekki ganga lengra en
svo, að hver maður um sig gæti
forsvarað það hvenær sem væri,
að hann þyrfti fatanna með sjálf-
ur. Og til þess að varpa enn skýr-
ara Ijósi yfir þá nákvæmni sem
þarna er þörf sagði annar skip-
stjórinn frá því, að hann hefði
keypt tvenna barnaskó til þess að
gefa börnunum sínum þegar heim
kæmi, og um þessa skó hefði hann
gjört sérstaka athugasemd á farm-
skírteinin.
Skipstjórinn á Lagarfossi gaf þá
skýrslu um áfengið sem tekið var
úr skipinu í Halifax, að um það
leyti sem brytinn keypti það var
að ganga í gildi algjört sölu- og
útflutningsbann á áfengi frá Banda-
ríkjunum, brytinn hefði náð þessu
á síðustu stundu og viljað birgja
sig sem bezt af þessum föngum,
þar eð vonlaust var um að áfengi
fengist fyrst um sinn. Alls þessa
áfengis hefði verið getið á matvæla-
skrá skipsins og hún fest við farm-
skjölin þegar yfirvöldin í New York
samþyktu útflutning þess er komið
var á skipsfjöl á Lagarfossi. En þeg-
ar til Halifax kom, var áfengið tek-
ið samkvæmt fyrirmælum frá hærri
stöðurn að sagt var. Fyrirspurn
skipstjóra um það, hvort brytinn
fengi áfengið ekki endurgoldið var
svarað játandi, og kvað liann það
hafa bjargast á þvi, að þess hefði
verið getið á matvælaskránni og
hún látin fylgja öðrum farmskír-
teinum.
Um áfengistöku þessa úr Lagar-
fossi hefir stjórUarráðinu borist eft-
irfarandi skýrsla frá Árna Eggerts-
syni:
y>Eg fékk i morgun bréf frá um-
boðsmönnum gðar I. H. Mathers &
Sön, sem hljóðar þannig:
S.s. »Lagarfoss«.
Oss þgkir leitt að þurfa að skýra
gður frá þvi að ftotamálastjórnar-
völdin hafa lagt hald á 66 kassa
af áfengi úr gufuskipi þessu og lagt
það fgrir skipatökudóminn hér. Með
því að farmur þessi stendur ekki á
farmskránni, þá gjörum vér ráð
fgrir að þetta hafi verið skipsforði
og vér óskum að þér vinsamlegast
vilduð láta oss vita hvernig þér
óskið að vér liögum oss i þessu
máli, og hvort vér eigum að leita
til lögfræðings með mál þeita.
Yðar
(andirritað I. H. Mathers & SönJ.
P. S. Síðan við rituðum það sem
á undan fer, höfam vér hegrt að
kassarnir hafi að eins verið 60, og
segir skipstjórinn að þeir tilhegri
brglanum, sem sjálfur birgir skipið
að vistum, og að hann hefði áfengi
þetta til að selja farþegum.
Eg œtla að taka mál þetta upp
seinna í dag og ákveða hvaða leið
sé bezt að fara í sambandi við lög-
hald þetta. Eg œtla að sima til
Ottawa til þess að fá upplgsingar i
þessu efnie.
Samkvæmt þessari skýrslu virð-
ist mál þelta eigi hafa verið út-
kljáð, þegar Lagarfoss fór frá Hali-
fax. Samkvæmt skýrslu skipstjóra
virðist hinsvegar hafa verið var-
lega farið, en alt um það hrekkur
varfærnin eltki til. Vonandi er að
þetta atvik verði á engan hátt til
að hnekkja sambandinu við Ame-
ríku, en óneitanlega bendir það til
þess að gætilega þurfi að fara.
Skipstjórarnir töldu báðir freist-
ingarnar til áfengissmyglunar ekki
einu hættuna, þeir ættu við ffeira
að stríða en hana. Fyrst og fremst
væri reynt að rjúfa bréfabannið.
Síðan væri teflt á það í bréfunum
að biðja rnenn að kaupa hitt og
þetta og koma á einhvern af skips-
höfninni. Kváðust skipstjórarnir
ganga fast að skipverjum um að
neita um slíkan bréfaflutning, og
komið hefði það fyrir við rann-
sókn er þeir hefðu gjört, að slík
bréf hafi fundist og hafi þau þá
verið rifin og þeim fleygt fyrir
borð.
Af þessu sem nú hefir verið sagt
geta menn ráðið það, að skipstjór-
ar Eiinskipafélagsskipanna eru sér
þeirrar ábyrgðar meðvitandi sem
á þeim hvílir, og er þeim ljós voð-
inn sem sambandinu við Ameríku
er húinn, ef brotið er í nokkru við
settar reglur um flutningana. Og
vonandi er því á sama veg farið
um skipstjórana á hinum íslenzku
millilandaskipunum.
En hinsvegar varpar þetta ekki
síður Ijósi yfir það hver þörf var
slíkrar ádeilu og þeirrar sem birt
var í síðasta blaði Timans. Menn-
irnir eru til, sem tilhneigingar hafa
til undanbragðanna, og þá eink-
um um áfengið. Þessum mönnum
þarf að verða það ljóst hver voði
gæti af þeim stafað ef þeir hefðu
sig í frammi, og ættu fleiri blöð
að sjá sóma sinn í því að hlaupa
undir baggann með skipstjórunum
um að alt fari vel en varast hins-
vegar alt það er miðar í gagnstæða
átt.
Hinsvegar má láta þess getið að
ef tilefnið til yfirlýsingar skipstjór-
anna sem auglýst er á öðrum stað
hér í blaðinu er umgetin grein í
síðasta blaðí Tímans, þá skýtur
hún talsvert yfir markið þar sem
talað er um vínsmyglun á land úr
skipunum í Ameríku. í greininni
var ekki á þá hluti minst einu
orði.
Kjötsalan.
Blaðið íslendingur á Akur-
eyri minnist á ráðstafanir lands-
sljórnarinnar um kjötsölumálið, og
gerir blaðið það með furðulegum
hætti. í stuttu rnáfi virðist blaðinu
miður gefið að skilja en misskilja
þelta mál.
Pað er nú ekki að sjá, að það
sé fyrir áhuga á því hvernig salan
hepnast á þessari annari aðal fram-
leiðslu landsmanna, kjötinu, að
blaðið tekur að ræða þetta mál,
líklega er það heldur ekki gert til
þess að slá um sig með dönskum
málsháttum, og ekki mun það
heldur vilja kannast við að það
fari svona að sakir persónulegrar
óvildar til tillögumanna né hlutað-
eigandi stjórnarvalda. Og kemst
maður þá helzt að þeirri niður-
stöðu, að blaðið verði vart sömu
kendarinnar og þingmaðurinn sem
lagðist á móti kjölþurkuninni á
þinginu í sumar fyrir þá sök, að
hann óttaðist að af því kynni að
hljótast hærra kjötverð í framtíð-
inni.
Blaðinu skilst að reglugerð stjórn-
arinnar beri það með sér, að
stjórnin hugsi um alla meir en
íslenzka kjötkaupendur, þeir eigi
að sitja á hakanum fyrir erlendum
þjóðum. Fetta sé hrein og bein
alvara sljórnarinnar.
ResS má láta getið í þessu sam-
bandi að íslendingi hefir hlotnast
sá vafasami heiður, að eitt höfuð-
staðarblaðið, Vísir, hefir prentað
umrædda grein otðrétla og athuga-
semdalaust i dálkum sínum, blað
sem hefir haft það til að draga
dár að ritsmiðum með þessum
hætti.
Annars eru kjötsöluráðstafanir
stjórnarinnar langt yfir það hafnar,
eins og sakir standa að eiga það
skilið að vera hafðar í flimtingi,
og ætti engin grunnfærni í lands-
málum að getað afsakað slíkt.
Dýrtíðin hefir komið við kaunin,
hún kreppir að sveitafólkinu eigi
síðum en öðrum. En sá er mun-
urinn að eigi er annað fyrirsjáan-
legt en að ofan á verðhækkunina
sem orðið hefir síðastliðið ár á
öllum aðfluttum vörum, bætist verð-
fall á kjöti svo verulegu nemi.
Undanþága um kjötsölu til Norð-
urlanda í fyrra hækkaði kjötverðið
þá að miklum mun, brezka verðið
var 100 kr. tunnan en á Norður-
löndum fengust 135—150 kr. fyrir
tunnuna. En sá ljóður var á þess-
ari verzlun, að verðið sem lands-
menn fengu fyrir kjötið var mjög
misjafnt.
Nú vita allir það, að brezku
samningarnir í vetur hækkuðu
kjötverðið miklu minna en verð-
hækkun nemur á því, sem til kjöt-
framleiðslu þarf. Við endurnýjaða
málaleitun fekst svo útflutningsleyfi
til Noregs á 15 þúsund tunnum.
Til þess nú að verðhækkun sú
á kjöti sem við þetta ynnist kæmi
réttlátlega niður, valdi stjórnin þá
leið að fallast í öllum aðalatriðum
á tillögur þeirra Hallgríms Kristins-
sonar og Péturs Jónssonar um
kjötsöluna eftir þó að hafa borið
þær undir verzlunarráð íslands,
tillögur sem einar gátu tryggt
það, að enginu yrði misrétti
beittur.
Andvirði íslenzkrar kjötfram-
Ieiðslu hefði komið mjög misjafnt
niður ef stjórnin hefði eigi valið
þessa leið, og það sem átakanleg-
ast hefði verið, að drjúgur skild-
ingur af væntanlegum verðmismun
í Bretlandi og Noregi liefði óhjá-
kvæmilega hlotið að lenda þar sem
hann allra síst mátti lenda í slíkri
óáran sem nú er, hjá milliliðunum.
Hvernig sem fer um kjötsöluna
að þessu sinni, þá hefir hvert
stjórnmálablað sem er, óvirðing af
því að amast við því, hvernig
henni er nú komið fyrir, og það
mun íslendingur sanna.
Slíkt er nú engin nýlunda á ís-
landi, og er bágt til að vita, að
stjórnmálamenn og stjórnmálablöð
freistist til þess að hugsa um of um
stundarhagnaðinn. Stefnuleysið er
þar oft svo mikið að gott þykir
að grípa tækifærið til þess að slá
»sér upp« lijá einhverjum flokki
manna, þótt ekki geti verið nema
um stundar sakir, og er þá jafnvel
ekki horft í það að beita góðan
málstað útúrsnúningi.
íslendingur mun komast að raun
um það áður en lýkur, að eitthvað
þessu líkt hefir hent hann um
þetta mál.