Tíminn - 17.11.1917, Blaðsíða 1
TÍMINN
kemur út einu sinni i
viku og kostar 4 kr. frá
upphafi til áramóta.
TÍMINN
AFGREIÐSIA
Bókbandið á Laugav. 18
(Björn Björnsson). Par
tekið móti áskrifendum.
I. ár.
ReykjaYÍk, 17. nóvember 1917.
36. blað.
Ritstjóraskijti.
Með þessu blaði lætur Guðbrand-
ur Magnússon af ritstjórn þessa
blaðs, en við tekur Tryggvi Þór-
hallsson. Með ritstjóraskiftunum
verður engin breyting á stefnu
blaðsins.
Landsverzlunin.
Syknrstríðið.
Sykurstriðinu er lokið. Pað verð-
ur a. m. k. ekki háð lengur i
binni sömu mynd og áður. Því
lauk í gær þegar stjórnin lækkaði
sykurverðið niður í sama verð og
áður var. Nú má dæma um syk-
urstríðið eins og hverja aðra sögu-
lega staðreynd.
Mál sem kemur að verðhækkun
á nauðsynjavöru hlýtur ávalt að
verða tilfinningamál og getur hæg-
lega orðið beint æsingamál. Syk-
urmálið varð eitthvert mesta æs-
ingamál sem verið hefir á dagskrá
þjóðarinnar í seinni tíð. Tveir að-
iljar hafa gert málið að æsinga-
máli. Pað eru kaupmenn og blöð
»Iangsum«manna, o: ísafold og
dagblöðin í Reykjavík, einkum
Vísir.
í»ess var getið í síðasta blaði
hvaða hvatir byggju undir
hjá kaupmönnum, er þeir nú gerð-
ust forystumenn um verðlækkun
og lýstu sinni »megnu óánægju«
yfir aðferðinni að hækka sykurinn.
Þeir viidu drepa landsverslunina
og sitja einir að versluninni. Þeg-
ar búið var að benda á þennan
tilgang þeirra og þeir sáu að sókn-
in snerist á hendur þeim og al-
menningur vildi ekki hlíta forystu
þeirra, létu þeir staðar numið,
þögnuðu, opinberlega a. m. k. —
og eru úr sögunni.
En »langsum«blöðin tóku þá við
og hafa haldið stríðinu áfram. Þau
hafa notað stór orð og feitar yfir-
skriftir og sist sparað að hella oliu
í eldinn. En tilgangur þeirra er
annar en kaupmanna. Þau vilja
nota sykurhækkunina sem vopn á
stjórnina. Þau vilja fella stjórnina
á sykurhækkuninni.
Þannig var stríðið háð af þess-
«m tveim sækjendum. Annar vildi
drepa landsversluna með málinu.
Hinn vildi fella stjórnina. Eitt
dæmi af átján, um að Heródes og
Pílatus verða vinir.
Það var á orði haft, meðal hinna
gætnari manna, að í engu landi
Norðurálfunnar hefði svo ófyrir-
leitin blaðamenska getað átt sér
stað, á þessum alvörutímum, nema
á íslandi. Bardagaaðferðin var slík,
að þessi ummæli eru fullkomlega
réttmæt.
Pað sem er allra vítaverðast í
framkomu blaðanna er það, að
ekkert er gert annað en að rífa
niður. Það er reynt til að æsa
fólkið, með hinum mestu gífur-
yrðum. Stjórn landsins er gerð sem
allra tortryggilegust. Satt og ósatt
flýtur hvað innan um annað — og
ekkert kemur fram, sem eigi að
koma í staðinn. Bara þetta: niður
með stjórnina.
Slík aðferð er ávalt ill. En á
þeim alvörutimum sem nú eru,
er slík aðferð með öllu óþolandi
og beinlínis hættuleg.
í nágrannalöndum okkar er al-
menningsálitið svo þroskuð nú að
það líður alls ekki slíka aðferð.
Pað hvílir mikil áhyrgð á þeim
mönnum sem heimta stjórnarskifti
á þessum tímum. Peir menn verða
að gera annað og meira en að
rífa niður.
Eitt einstakl atriði má benda á,
sem sýnir ljóstega hvað bardaga-
aðferðin var bíræfin og gat orðið
hættuleg. ísafold nefnir hvað hækk-
unin hefði numið miklu á birgð-
um þeim sem landssjóður ætti af
sykri. Blaðið nefnir upphæðina.
Par sem það er á allra vitorði að
nálega allur sykurinn er högginn
sykur, og verðhækkunin á honum
er kunn, má hæglega út frá þessu
reikna hve birgðir landssjóðs séu
miklar. En þessi upphæð er a. m.
k. helmingi of há, og gerir því
ráð fyrir helmingi meiri sykur-
birgðum í landinu en til eru.
Auk þess sem hér er farið með
bein ósannindi, getur það valdið
stórtjóni, um að útvega þessa vöru-
tegund til landsins, reki t. d. að
því að Bandaríkin fari að skamta
landinu nauðsynjavöru, að segja
birgðarnar helmingi meiri en þær
eru.
Pað er sorglegt tákn um alvöru-
og ábyrgðarleysi blaðanna á þessum
tímum, að nota slíka bardagaað-
ferð. Og er þess að vænta að al-
menningur meti að verðleikum
slíka framkomu.
Það er sitthvað að heimta að
sykurverðið verði lækkað aftur og
færa skynsamleg rök fyrir því að
verðhækkunin hafi ekki verið heppi-
leg, síst undir þessum kringum-
stæðum og að gera svo átakanlega
úlfalda úr mýflugu og nota slíka
bardaga-aðferð. Pað er fróðlegur
samanburður að bera saman »langs-
um«blöðin og Lögrjettu, sem út
kom núna í vikunni. Andstæður
sjást varla greinilegri.
Sykurstríðið verður í endur-
minningunni sagan um ábyrgðar-
leysi sumra blaða, sagan um það
að þau reyndu á mjög sorglegan
hátt að misbeita valdi sínu og
stofna til innanlandsófriðar út af
tiltölulega litlu tilefni, á hinum
mestu hættutímum,
En, ef alt fer að vonum, fær
sagan annað og betra til frásagn-
ar, um góða óbeina afleiðing syk-
urstríðsins.
Bót í máli.
Fátt er svo ilt að einugi dugi.
Pað á heima um sykurmálið. Pví
að þótt flest verði ilt um það sagt,
þá hefir það þó leitt eitt gott af
sér. Pað hefir vakið menn alment
til alvarlegrar umhugsunar um
landsverslunina.
Öll ný fyrirtæki sem til er stofn-
að,' eiga það sammerkt, að þau
eiga eftir að læra af reynslunni.
Fyrsti smíðisgripurirm sem smíð-
aður er í hverri grein á það fyrir
höndum, að hinn næsti sem smíð-
aður er af sama tagi verði betri
og fullkomnari af því að notkunin
hefir gert breyting æskilega.
Landsverslun, undir slíkum
kringumstæðum, er ný stofnun. i
íslensku þjóðlífi. Pað er ofureðli-
legt að hún sé ófullkomin í fyrstu
og að ýmsir gallar séu á henni.
En þótt gallar séu á skipulaginu
leiðir ekki af því, að hana eigi að
leggja niður, heldur á fyrst að at-
huga hvort ekki megi læra af
reynslunni og bæta gallana.
Margir hafa orðið til þess að
benda á gallana á landsversluninni
og það skal fyllilega viðurkent að
þeir eru margir. Færri hafa orðið
til hins að koma fram með ráð
til umbóta. Og þótt þau hafi kom-
ið fram hefir þeim lítill gaumur
verið gefinn.
Sykurmáfið hefir mjög skýrt
fyrir mönnum gallana. Sykurmál-
ið er bein afleiðing gallanna á
skipulagi landsverslunarinnar. Pað
hefir fært mönnum heim sanninn
um að ekki er nema tvent fyrir
hendi. Annaðhvort að leggja alveg
niður landsverslunina, því að fyr
irkomulagið er orðið óhæft. Eða
að breyta til í verulegum atriðum.
Sykurmálið neyðir menn til að
gera annaðhvort. Héðan af er ó-
mögulegt að standa í stað. Annað
hvort verður að ganga aftur á bak,
eða áfram. Pað er enginn vafi á
því, að margfaldur meiri hluti
þjóðarinnar vill heldur ganga á-
fram en aftur á bak. Þjóðin vill ekki
að landsverslunin sé lögð niður.
Hún vill að landsverslunin sé bætt.
Pví að þjóðin skilur það, að á
þessum tímum er landsverslunin
þjóðarnauðsyn.
Höfaðagnúarnir.
Pað eru mörg einstök atriðijsem
telja má upp, sem galla á lands-
verzluninni, en öll koma þau sam-
an í fáum höfuðatriðum, sem ná-
lega óhjákvæmilega leiða af sér
alla gallana.
Hið fyrsta og helsta sem þar
ber að geta, er hin óeðlilega og
óskinsamlega tvískifting á störf-
unum í landsverzluninni. Stjórn-
arráðið annast um öll innkaup á
vörum til landsverzlunarinnar. Pað
á að skera-úr hvaða tilboðum um
vörukaup eigi að taka, hversu
mikið eigi að kaupa af hverri vöru
o. s. frv.
Öll stjórn verzlunarinnar inn á
við liggur aftur á móti undir skrif-
stofu landsverzlunarinnar. Þaðan
er vörunum úthlutað. Paðan koma
tillögur um vöruverðið innanlands
o. s. frv.
Pað liggur í augum uppi, að
þótt gert sé ráð fyrir góðri sam-
vinnu milli skrifstofunnar og stjórn-
arráðsins, þá er þetta fyrirkomu-
lag sérlega óheppilegt. Það kemur
í veg fyrir að fullkomin festa og
samræmi geti verið í stjórn verzl-
unarinnar.
Ofan á bætist það, að stjórnar-
ráðið er ofhlaðið störfum sem eru
gjörólík þessum innkaupum og
verður afleiðingin óhjákvæmilega
sú, að hvorug störfin eiga hugann
óskiftan og vandamálin verða því
ekki krufin svo ítarlega til mergjar
sem vera þyrfti.
Petta leiðir og annað af sér. Þar
sem störfunum að landsverzluninni
er þannig tvískift, kemur ábyrgðin
á fleiri herðar og ábyrgðartilfinn-
ingin verður ekki eins rík í hvor-
um málsaðila fyrir sig. Og er þetta
ekki sagt í þeim tilgangi að lasta
neinn, heldur til þess að benda á
að svona hlýtur það að vera.
Loks er það knýjandi þörf að
um þessi mál fjalli þeir menn sem
reynslu og sérstaka þekkingu hafa
til brunns að bera og verður þessi
þörf því augljósari sem meir af
verzlunarumsetningunni færist i
hendur landsverzlunarinnar og þar
af leiðandi umsvifin vaxa, bæði
innávið og útávið, um alla fram-
kvæmd.
Þá er þess að geta að skipakaup
og allur rekstur landssjóðsskipanna
er rekinn samhliða verzluninni og
útveginum nálega öllum stjórnað
af stjórnarráðinu.
Þetta gat gengiðíí fyrstu, meðan
um lítið var að ræða. En nú eru
þessi mál vaxin stjórnarráðinu yfir
höfuð. Má um þau segja mjög hið
sama og sagt var um innkaupin,
að stjórnarráðið er of störfum hlaðið
til þess að geta rekið þau svo vel sé.
Enda er ómögulegt til þess að ætl-
ast að skipaútgerð, í svo stórum
stíl sem nújjer orðin, sé rekin i
hjáverkum af þeim mönnum sem
enga sérþekkingu og reynslu hafa
í þessum efnum.
Pað er rás viðburðanna sem því