Tíminn - 17.11.1917, Qupperneq 2

Tíminn - 17.11.1917, Qupperneq 2
146 TlMINN hefir valdið að svo er enn. Það sem var framkvæmanlegt í fyrstu, meðan minna var um að vera, verður óframkvæmanlegt þegar altaf bætist við. Og nú er sú reynsla á komin, sem sýnir að fullkominnar breytingar er þörf. Smærri atriða verður hér ekki getið, enda eru þau svo vaxin, að flest má færa þau til hægri vegar, verði ráð fundin til þess að bæta þessa megin-agnúa sem orðnir eru á skipulagi landsverzlunarinnar. Reynslan verður enn kennari og á eftir að kenna fleira en það sem þegar er lært. Hrað á að gera? Höfuðagnúarnir á skipulagi landsverzlunarinnar hafa hér því að eins verið raktir, að bent verð- ur um leið á hvað hægt er að gera tii þess að laga þá. Verður það talið í fæstum orð- nm á þessa leið: Innkaup á vörum til landsverzl- unarinnar eiga að takast út úr stjórnarráðinu. Sama stjórn á að sjá um verzlunina innanlands og ntan. þriggja manna stjórn á að skipa yfir verzlunina. Færi bezt á þvi að einn úr þeirri stjórn væri úr hóp kaupmanna, annar úr flokki samvinnumanna, en oddamaður skipaður utan þeirra stétta. Þess- ari stjórn landsverzlunarinnar væru fengin mikil völd í hendur, enda væru í hana valdir hinir beztu menn sem völ er á, sem þjóðin ber hið fylsta traust til. Stjórn þessi fengi í hendur alla landsverzlunina. Áður en hún tek- ur við, sé gert fyllilega hreint fyrir dyrum um verzlunina. Nákvæm vörutalning fer fram og allir reikn- ingar gerðir upp. Hinni nýju stjórn séu fengnar sem óbundnastar hendur um skipulagið, enda sé ekki til sparað að hinir beztu menn fáist í þjónustu landsverzl- unarinnar. í annan stað er öll útgerð lands- sjóðs tekin út úr stjórnarráðinu og fengin í hendur Eimskipafélagi íslands. Stjórn Eimskipafélagsins heldur öllutn útgerðarreikningum sérstökum frá reikningum lands- verzlunarinnar og kemur á fullu samræmi um ferðir allra skipa í þjónustu landsins, bæði landsjóðs- skipanna og Eimskipafélagsskip- anna, enda kæmist meira samræmi á um flutningsgjald með landsjóðs- skipunum. Stjórn Eimskipafélagsins og stjórn verzlunarinnar vinna fyllilega sam- an um að vöruflutningar með skip- unum, hverrar einstakrar vöruteg- undar, séu í rétlum hlutföllum og um að innflytjendur beri i réttum hlutföllum frá borði rúm i skip- unum. Stjórnarráðið hefir yfirumsjón yfir landsverzluninni og útgerð landssjóðs, En bein afskifti hefir það ekki af öðrum málum en hin- um allra stórvægustu. Þessar tillögur liggja allra bein- ast við og eru nauðsynlegar undir öllum kringumstæðum og þegar er þeim verður við komið. En ekki væri ósennilegt að gera ráð fyrir að enn írekari breyting þurfi að eiga sér stað, en að því verður ekki vikið að sinni Afstaða 'til stjórnarinnar. Tíminn var í tölu þeirra blaða sem krafðist þess að sykurverðið yrði lækkað, og voru rök færð fyrir þeirri kröfu í síðasta blaði Tíminn tekur aflur á móti eng- an þátt í ófriðarlátum óvinablaða landsverzlunarinnar og stjórnarinn- ar, enda telur bann landsverzlun- ina þjóðarnauðsyn og þjóðarnauð- syn að breyta henni í það horf sem hér hefir verið getið að framan. Og það eð Tímanum er kunnugt um að stjórnin hefir fullan hug á að taka nú upp þá stefnu vill hann styðja hana í þeirri viðleitni. Stjórnin hefir orðið við kröfun- um um lækkun á sykurverðinu, undireins og hún fékk nægilegt.til- efni til þess. Það var mjög virð- ingarvert, að slá ekki höfði við steininn, en láta sannfærast og fara að vilja alþjóðar. Stjórnin vill láta gott hljótast af sykurmálinu. Hún hefir fengið aug- un fullkomlega opin fyrir göllum skipulagsins og vill fara viturlegar leiðir til þess að bæta úr því. Tíminn er ekki stjórnarblað, heldur þjóðblað. Afstaða Tímans til stjórnarinnar er ekki ákveðin í eitt skifti fyrir öll. Hún mótast af framkomu stjórnarinnar um hin einstöku mál. Þegar stjórnin bregst svo drengilega við um sykurmálið og landsverzlunina, vill Tíminn eindregið styðja hana í því máli, en hefir pó sem áður óbundnar hendur um afstöðu til stjórnarinn- ar. Og Tíminn vill alvarlega skora á þjóðina að Ijá ekki eyru röddum ábyrgðarlausa manna sem stofna miklu í voða á hættutímum. Það er mikils um vert að allir gætnari menn landsins taki nú höndum saman við stjórnina, bein- línis og óbeinlínis, I or$um og verkum, um að hrinda í fram- kvæmd þessum þörfu umbótum. Mikil þjóðarnauðsyn er þar fyrir hendi. Er þá og meiri von að á ófriðarflokkunuin hérlendu tveim rætist hið fornkveðna að »eigi er hana að borgnara þótt hæna beri skjöld«. Leikfélag Reykjavíknr hefir byrjað vetrarstai fið og á nú við hina mestu örðugleika að stríða sakir dýrtíðarinnar. Félagið á fulla velvild skilið fyrir að leggja ekki árar í bát, er margir útgjaldaliðir margfaldast og er Reykvíkingum og ferðamönnum skylt að meta það við félagið. Félagið byrjar starfið með leik sem áður er leik- inn, sem átti vinsældum að fagna, enda snildarbragð að þýðingu Andrésar sál. Björnssonar á leik- ritinu. Leikendur leysa yfirleitt allir hlutverk sín mjög vel af hendi. Skiftar skoðanir. Ritstjóri Vísis hefir haldið fram skoðunum um það hvernig lands- verzlunin ætti að vera, skoðunum sem vert er að athuga. Munu það þessar skoðanir sem komu honum til þess að andmæla í Vísi grein sem stóð í 34. tbl. Tímans um vöruverð landsverslunarinnar. Skoðanir þessar komu ljósast fram á borgarafundinum á dög- unum í ræðu sem ritstjórinn fiutti þar. í stuttu máli eru þær þessar: Landið á að kaupa vörur og geyma svo hægt sé að grípa til þeirra ef kaupmenn ekki fá dregið að land- inu nægar vörur. Ennfremur á landið að græða fé á því að eiga vörurnar, það fé sem verðhækkun- in nemur, því vörur fari altaf held- ur hækkandi. Þá á það enn frem- ur að nota þessar vörubirgðir til þess að halda vöruverði kaup- manna í skefjum. Á að selja þær í hefndarskini við kaupmenn þegar þeir leggja ofmikið á. En að öðr- um kosti eiga verðlagsnefndir að útiloka ósanngjarnt verð. Misstigna sporið hafi verið stigið þegar land- ið fór að verzla við landsmenn í stað þess að hafa þetta eins og nú hefir verið lýst. í fljótu bragði virðist þetta gott og blessað. En sitt af hverju er nú við þetta að athuga. Verður þá fyrst á það líta hven- ig landsverzlunin þroskast. Fyrsta stigið er tilraun til þess að opna nýja viðskiftaleið, opna bein við- skifti við Ameríku. Viðleitni þessi vakti almenna gleði í landinu, enda hefir hún að góðu haldi kom- ið. Ulfúð nokkur varð samt úr þegar kaupmenn urðu eigi hafðir að milliliðum um úthlutun fyrsta farmsins sem heim var fluttur. Þetta átti sér stað í ráðherratíð Sigurðar Eggerz. Eftir að langsumflokkurinn eign- aðist ráðherrann var haldið áfram landsverzlun, og þá var eigi unt að sjá að verzlað væri til annars en að verzla. Virtist þá lítið um það hugsað að landsveizlunin yrði þjóðinni að farsælu gagni, þá urðu ýmsir milliliðir og ekkert haldið í hemilinn á þessum milli- liðum, enda var þá óspart á vör- una lagt sumstaðar. Á þinginu 1915 var sumum þing- mönnum það áhugamál að landið drægi að sem mestar birgðir at nauðsynjavöru, þar eð ískyggilega var þá farið að horfa um verzlun alla. Úr þessu varð þó ekki, og munu nokkuru hafa um valdið áhrif kaupmanna sem þóttust ein- færir um verzlunina. Er öllum mönnum liægur vandi að sjá það nú hversu illa tókst til er þetta var eigi gert. Loks kemur þriðji þátlurinn í þroskasögu landsverzlunarinnar. Hann hefst með siglingateppunni í vetur. Þá er komin ný stjórn til sögunnar. Siglingateppan kom eins og þjófur á nóttu. Þjóðin var var- búin. Lítið um ýmsar nauðsynjar i landinu. Verzlunarstéttin gerði það sem hún gat, en hún gat hvergi nærri nóg. Þá bárust bönd- in að landsstjórn. Hún varð að bjarga. Kaupa skip, hvað sem þau kostuðu, og láta skipin flytja að nauðsynjar. Þetta var gert, en samt var skortur. Og alt til þessa dags hefir verið hörgull og skortur á ýmsum nauðsynjum þótt lands- stjórn og verzlunarstétt hafi haft úti allar klær um aðdrættina. Og sagan er ekki öll sögð, ekki síðasti þátturinn að minsta kosti. Landsverzlunin hlaut að festast í gamla forminu við siglingarteppuna. þó þurfti alt landið hennar við. Aðdrættirnir voru ekki einu örðug- leikarnir, úthlutuninni þurfti að koma í betra horf en verið hafði og öllu verzlunarfyrirkomulaginu. Alt var í megnri óreiðu, bókfærsl- an, úthlutunin, engin vörutalning hafði verið gerð, það var í mörg horn að líta. Og ekki litið í þau öll enn. Þess vegna er það undar- legt að nú skuli þeirri tillögu hreyft í alvöru að landsverzlunin hefði átt að vera forðabúr og ekkert ann- að. Til þess að taka tillögumann- inn alvarlega skulum við reyna að gera okkur nokkura grein fyrir því, hversu auðhlaupið yrði að því að forðabúrið næði þeim tilgangi sem hann ætlar því að ná. Aðdrættirnir eru öðrugir, það kemur öllum saman um. Þess vegna mundi það ekki fátítt að hlaupa þyrfti í skörðin þar sem verzlanir gætu eigi útilokað skort einhverrar vörutegundar. Þyrfti því landsverzl- unin að eiga miklar vörubirgðir og af öllu tagi. Og ekki mundi það nægja þótt nægar vörur væru hér í Reykjavík, hún þyrfti að eiga þær a. m. k. á öllum íshættu-höfn- unum. Og hvar ælti að geyma þær. Sýslumenn og hreppstjórar hafa ekki húsakynni þykist eg vita. En þyrfti að fá verzlanir til þess að skjóta yfir þær skjólshúsi þá virð- ist það helzt til mikil tilhliðrunar- semi við kaupmenn að fara að borga þeim pakkhúsleigu í stað þess hreinlega að selja þeim eða almenningi vöruna. Þegar að er gáð er mjóst á mununum á lands- verzluninni eins og hún er nú og þessu birgðakerfi ritsljórans. En þá kemur verðlagsnefndar- úrræðið. Á það lagði hann mikla áherslu. Verðlagsnefndir áttu að tryggja það að kaupmenn færu ekki það sem þeir kæmust. Við höfum nú dálitla reynslu um það hve verðlagsnefndir fá miklu ráðið þegar skortur er kominn til sögunnar, skortur á vöru og skortur hjá al- menningi. Eugin þjóð mundi vilja eiga hagsæld sína undir slíku. Auk þess eru allir örðugleikarnir sem verðlagsnefndin ætti við að stríða. Ýmislegur aukakostnaður sem á legst og fram eru talinn við fluln- ingana til hinna ýmsu hafna. Þoka hækkar þetta svona mikið á leið- inni til Hornafjarðar o. s. frv. Ellegar fyrir fólkið að átta sig á því hvort hveitið sem það kaupir er Pilsbury best eða Pilsbury stright, fólkið stendur jafn varnar-

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.