Tíminn - 17.11.1917, Blaðsíða 3
Tl MINN
147
Til þens að fylgjast með
TÍMANUM
þurfa menn að eignast þessar úrvalsbækur:
Stiklur eftir Sigurð Heiðdal. Verð 3,00, ib. 4,00.
»í þessari bók eru 9 sögur — og allar góðar. Sumar jafnvel snild-
arlegar, t. d. »Offi« (um hund) og »Hvar ertu?« (um dularfull
fyrirbrigði, andatrú og endurfæðing). Og auk þess að efnið er marg-
breytt og málið gott og þýtt, þá er frágangurinn allur óvenjulega
góður«. Dr. V. G. í »Eimreiðinni« 1917.
Singoalla eftir Viktor Rgdberg, fsl. þýðing eftir Guðm. Guðmunds-
son skáld. Fyrra heftið 1,35, síðara heftið 1,65, ib. 4,00.
Viktor Rydberg þarf ekki að lofa, heldur að eins benda mönnum
á að lesa rit hans, og þá fyrst og fremst Singoöllu.
Nýir tímar, saga eftir Axel Thorsteinson. Verð 1,50, ib. 2,3£>.
JÓnsme88uhátíð, saga eftir Al. Kielland, íslenzk þýðing eftir Guðm.
Halldórsson. Verð 1,00.
Um verzlunarmái, sex fyrirlestrar eftir Jón Ólafsson rithöf., Guðm.
Finnbogason dr. phil. (2), Svein Björnsson lögm., Matth. Ólafsson
alþm. og Bjarna Jónsson háskólakennara. Verð 2,00.
Pótt þú langföruil legðir, lag við kvæði St. G. St. eftir Jón Frið-
finnsson. Verð 1,00.
»U 202«. Stríðsdagbók kafbáts eftir fríherra von Spiegel, foringja kaf-
bátsins. Verð 2,00.
Enginn róman hefir enn verið skrifaður svo gripandi sem þessi lát-
lausa frásögn af ferð kafbátsins »U 202« um að eins rúman hálfan
mánuð. »Ferð Kaf-Deutschlands«, sem út kom í vor, er nú alveg
á þrotum; upplagið af »U 202« var jafn-lítið og ættu menn því að
hraða sér að ná i þessar bækur.
Itóbínson Itrúsóe, hin ódauðlegasta allra unglingabóka, er nú nær
fullprentuð.
Bækurnar fást hjá öllum bóksölum á landinu eða beint frá
' r
Bókaverzlun Arsæls Arnasonar,
Reykjavík.
laust gagnvart þessu og hangikjöt-
inu þegar dæma á um það hvort
vatnið eða saltið í því er 10°/o eða
12% og mætti nefna fleiri þess-
konar dæmi. Verðlagsnefndarúrræð-
ið mundi leiða af sér þann hrá-
skinnsleik við kaupmenn, sem
mundu, eins og ritstjórinn lýsti
yfir á fundinum, fara það sem
þeir kæmust, að ekki yrði við
unandi stundu lengur.
þegar á þetta alt er litið, örðug-
leikana á þessu fyrirkomulagi og
sögu landsverzlunarinnar, þá virðist
manni grysja í hlutdrægnina þá
að hugsað sé meir um hag kaup-
manna en þjóðarinnar í heild
sinni. En hversu vonlaust muni
um það, að nú muni breytt í þetta
horf sem ritstjórinn bendir til, sjá
menn bezt með því að lesa fyrstu
greinina hér í blaðinu.
Stetnoliuhringarlnn.
Mönnum, sem er ókunnugt um
samábyrgðir þær, sem hér á landi
eru utan um kaupmenn og stór-
gróðafélög, kann að virðast undar-
legur úlfaþytur sá, sem orðið hefir
í smáblöðunum í Reykjavik út úr
grein um steinolíu í síðasta blaði
Tímans. T*ar var komið fram með
þá sjálfsögðu tillögu, að lands-
stjórnin ætti að taka næsta farm
»hins íslenzka« steinolíufélags eign-
arnámi til að koma á réttlátri stein-
olíuúthlutun með^l héraða Iands-
ins og til þess að sú steinolía verði
ekki seld með hærra verði en
olia landsverzlunarinnar er nú
seld. Sleinolíufélagið kemur ekki
sjálft fram í dagsbirtuna. Peðun-
um er teflt fram. Óvinsælustu
mennirnir i bæjarstjórn Reykja-
víkur, »Morgunblaðið« og »Visir«
erú hér sammála um að slá
skjaldborg utan um hið óþokk-
aða erlenda stórgróðafélag.
Ástæður þær, sem færðar hafa
verið gegn tiilögum Tímans eru
ekki veigamiklar. Enginn hefir enn
getað borið á móti því, að skort-
ur muni verða á steinolíu í land-
inu fyrst um sinn og að réttlát
úthlutun geti því að eins orðið,
að varan sé undir einni hendi.
Sjálfsagt er að Reykjavíkurbær fái
það sem honum ber hlutfallslega.
En enginn borgari í Reykjavík,
sem hefir snefil af sómatilfinningu,
getur haldið því fram að Reykja-
vík fái þegar í stað birgðir út vet-
urinn, en ýms önnur bygðarlög
yrðu þess vegna að sætta sig við
að fá að eins birgðir til áramóta.
Á tímum eins og þeim sem nú eru,
ætti ekki að þurfa að skýra fyrir
almenningi, að eitt verður gfir alla
að ganga.
Eins liggur það í augum uppi,
að happasælla er að landsstjórnin
hafi á hendi olíusöluna í Reykja-
vík, heldur en bæði steinolíufélagið
og bæjarstjórnin, því enginn hefir
enn treyst sér til að hrekja það,
að landsverzlunin selur steinolíuna
fjórurn krónum ódýrari en bæjar-
stjórn Reykjavíkur. Bœjarstjórnin
mœtti þvi að eins fá steinoliuna til
sölu, að hún skuldbindi sig til að
selja steinolíuna með sama verði eða
lœgra en landsverzlunin.
Sú mótbára, að landsstjórnin
hafi ekki heimild til að taka olíuna
eignarnámi og úthluta henni, er
svo barnaleg að hún er ekki
svara verð, enda hefir bæjarstjórn
og meira að segja steinolíufélagið
viðurkent rétt landsstjórnarinnar í
þessu efni. — Sama er að segja
um þá viðbáru að landsstjórnin
muni leggja skatt á Reykvíkinga
með því að slá hendi sinni á stein-
olíuna og selja hana sama verði
um alt land. Nægir þar að vitna í
eftirfarandi klausu í »Vísi«:
»Landsverzlunin vill láta þess
getið í sambandi við grein í Vísi
á dögunum, að flutningsgjald á
landssjóðssteinolíu út um land
muni framvegis verða langt fyrir
neðan 20 krónur, og síðast þeg-
ar Willemoes kom með olíu-
farminn, hafði hún verið flutt
út um land fyrir sama gjald og
til Reykjavíkur (ekkert auka-
flutningsgjald lagt á hana). —
Ef flutningsgjaldið til Reykjavík-
ur hefir þá ekkert hækkað i
þeirri ferð, þá er vonandi að
þeirri reglu verði haldið«.
Ekki er nú »Vísir« öfundsverð-
ur af undanhaldinu sem í klaus-
unni felst.
En hvað á þá þessi gauragang-
ur að þýða? Hér bólar á því sama
eins og um svo margt annað. Ef
stungið er upp á því að lands-
stjórnin reyni á einhvern hátt að
bæta kjör almennings og taka
fram fyrir hendurnar á stórgróða-
mönnum í Reykjavík, er eins og
snert sé á opnu sári, alt er reynt
að ónýta. Virðast þeir helst til
margir sem gildir einu þótt dýrtið
og atvinnuleysi liggi á mestum
hluta þjóðarinnar eins og mara, ef
þeir sjálfir græða. En vonandi
tekur landsstjórnin nú í taumana
svo að um munar. Svo lengi má
brýna deigt járn að það býti.
Grein þessi átti að koma í síð-
asta blaði. Síðan hafa ýmsar ný-
ungar komið fram í þessu máli.
Morgunblaðið gat þess á dögunum
í ósköp saklausri klausu að »stein-
olía sú sem hingað kemur með
Fredericia muni verða dálítið dýr-
ari en olían sem það skip flutti
síðast. Leiga skipsins dýrari að
þessu sinni. Að sögn nemur verð-
hækkunin um 6 kr. á hverja
tunnu«. Dálítið dýrari! segir blað-
ið. Þarna vantar ekki umburðar-
lyndið!
Steinolían sem landsverzlunin
hefir fengið þessa dagana er seld
sama verði og áður, 78 kr. tunnan.
En sé það satt sem nú er sagt,
að »Hið fslenzka« ætli sér, fái það
að halda farminum, að gera lands-
verzluninni það til skapraunar(I)
að selja sína olíu langt undir verði
og ódýrara en landsverzlunin, þá
ætti því ekki að vera of gott að
fá að halda henni. Hættan er ekki
meiri en það, að allur almenning-
ur mundi sjá hvar fiskur lægi
undir steini og léti því eigi þessa
aðferð félagsins blekkja sig svo, að
hans fylgi brysti hvenær seni á
þyrfti að halda til þess að taka
höndum fj^rir kverkar okurtilraun-
um af hendi félags þessa í fram-
tíðinni, en sá er auðvitað tilgang-
ur að styrkja nú aðstöðuna til
þess að þeim yrði betur við komið
á sínum tíma.
Hvanneyri.
íbúðarhúsið á Hvanneyri er
brunnið. Skólastjórinn og fjölskylda
hans, allir hinir kennararnir, alt
vinnufólk við rekstur hins stóra
bús og loks allir skólapiltarnir —
búa nú i skólahúsinu og er þar
þröngt á þingi, því að skólinn er
þrátt fyrir dýrtíðina og erfiðar
samgöngur, fullskipaður að nem-
endum, nú eins og altáf. Kenslu-
stundir hófust aftur á mánudaginn
næsla, þrátt fyrir brunann.
Bændaskólinn á Hvanneyri mun
vera eftirsóttasti skóli landsins. Á
hverju einasta ári þarf að vísa frá
meir en helmingnum af þeim sem
sækja um inntöku, af þeirri ástæðu
að rúmið er takmarkað. Aðsókn-
in er órækasti votturinn um þann
sóma og það gagn sem landinu
og bændastéttinni er að skólanum
á Hvanneyri.
í annan slað er landinu hinn
mesti sómi að búskapnum sjálfum á
Hvanneyri. þar er mesti lieyskapur
á landinu og rekinn fyrirmyndar
vel, með hinum beztu og hagvirk-
ustu tækjum. Er það ekki minst í
varið að bændaefnin islenzku sjái
með eigin augum vel rekinn bú-
skap og taki verklega þatt í rekstr-
inum.
Það á að vera metnaður bænda-
stéttarinnar og landsins að bænda-
skólajarðirnar verði regluleg höf-
uðból, séu standandi skóli öllum
sem koma og sjá, að þær séu það
að öllu leyti.
Þess vegna verður þegar á næsta
vori að réisa á ný íbúðarhús á
Hvanneyri og það ibúðarhús sem
sæmir höfuðbóli landsins — bænda-
skólajörð.
Fátæktin hefir ræktað í okkur
íslendingum margar ódygðir. Við
gerum okkur von um að þær fari
af okkur, þegar okkur hvað úr
hverju vex fiskur um hrygg. Ein
ódygðin, sem er bein afleiðing fá-
tæktarinnar, er ræktarleysið um
höfuðbólin forn og ný, og er skemst
þess að minnast sem nú fer árlega
fram á Þingvöllum og niðurníðslu