Tíminn - 17.11.1917, Side 4
148
TIM INN
1
Líísábyrgðarfélagið
Danmark.
Skuldlausar rig-uir Tryggiugarnppliæö
yfir 25 miljónir kr. yfir IOO milj. kr.
Pessi 25 miljóna eign er sameiginleg eign þeirra, sem líf-
trygðir eru í félaginu.
Álíslenzk læknisskoðnn sem fyr, og polica frá skoðunar-
degi hér.
Félagið hefir keypt fyrir yflr 50 þúsand krónar banka-
raxtabréf í Landsbanka íslands.
Félagið hefir lánað bæjarsjóði Reykjayíkur 160 þúsnnd
krónnr.
Hár Bonns. Lág iögjöld.
Umboðsmaður:
Þorvalóur c&álsson, íœRnir.
Bankastræti 10.
Ritstjóra Tímans er kunnungt um að lífsábyrgðarfélagið
Danmark tekur og hefir tekið íslenzka læknisskoðun full-gilda
og heimilað umboðsmanni sínum hér að afhenda skírteini
þegar að læknisskoðun afslaðinni.
Skálholts mannsaldrana undan-
föruu. Sama kæmi fram ef nú væri
verið að hugsa sig um að byggja
og byggja sómasamlega á Hvann-
eyri. Pað væri ræktarleysi um
höfuðból bændastéttarinnar nú á
tímum, skilningarleysi á þær kröf-
ur sem meginstétt landsins, bænd-
urnir verða að gera til þeirrar
stofnunar sem á að vera prýði
hennar og ala farsællega upp
fyrirmyndarmenn hennar.
Nú situr á röggstólunum nefnd
sem á að finna heppilegar leiðar
til þess að veita mönnum atvinnu.
Sú netnd hefir bent á ýmsar leiðir
sem heppilegar eru og farnar verða.
En hér er áreiðanlega ein leiðin
sem fara á: að slá tvær flugur i
einu höggi, veita mönnum atvinnu,
við þetta og reisa sómasamlegt
íbúðarhús á bændaskólajörðinni
Hvanneyri, fyrirmyndar steinhús i
stað timburhússins sem brann. Og
það á að vera landi og þjóð vel
ljóst að eflir 100 til 200 ár dæma
eftirkomendur okkar um okkur
núlifandi menn, meðfram eftir þeim
menjum sem þeir þá sjá standa
eftir okkur. íbúðarhúsið á bænda-
skólajörðinni verður þá ekki síst
tekið sem mælikvarði um hugsun-
arhátt okkar sem nú lifum. Stein-
húsin sem nú eru reist með þjóð-
inni eru minnisvarðar. Bændurnir
sem nú reisa steinhús reisa sjálfum
sér minnisvarða með þeim. Með
opinberum byggingunum sem nú
eru reistar úr steini, reisir kyn-
slóðin í heild sinni minnisvarða
sína. ,
Kjötsalan.
Kjötsölunefndin hefir gert marg-
faldar tilraunir til þess að koma
útflutningskjötinu á markað og fá
sæmilegt verð fyrir það. En því
miður hafa þær tilraunir ekki bor-
-ið góðan árangur enn sem komið er.
það sem áunnist hefir er aðal-
lega það, að leyfi Breta er fengið
til þess, að flytja út til Noregs 20
þúsund tunnur af kjöti, og er þá
minst á mununum að yfir grípi
alt útflutníngskjöt. En þessi íviln-
un Breta virðist enn koma að litlu
haldi.
Norðmenn vilja sem sé ekki
sækja kjötið, en setja það skilyrði
að íslendingar flytji það til þeirra
og vilja ekki borga kjötið fyr en
það er komið á höfn í Noregi.
Nú hefir nefndin gert ítrekaðar
tilraunir til þess að fá leyfi Breta
til þess að flytja kjötið beint til
Noregs án viðkomu í breskri höfn,
enda væri skip fáanlegt til þeirrar
farar. En hingað til hefir það Ieyfi
ekki fengist. En þurfi kjötskipið
að koma við í Englandi á leiðinni,
kostar sá krókur svo mikla töf
og svo miklu hærri vátryggingu,
bæði á farmi og skipi, að ekki
borgar sig að selja Norðmönnum
kjötið, því að þeir bjóða ekki það
hærra verð í kjötið en Englend-
ingar. _________________
Sykurverðið lækkað.
Landsverzlunin tilkynti í gær,
að sykurverðið væri lækkað. Mun
stjómarráðið liafa fengið nokkurn
veginn vissu um það frá skrifstof-
unni í Höfn, að skip fáisttil þess að
flytja hingað danska sykurinn.
Fréttir.
Tíðin. Síðastliðna viku hefir
dregið úr frostum, verið lengst af
þýtt um daga en frost um nætur.
Næðingur með bleytuhríðum og
regni hafa verið alla vikuna.
Nýtt eldsneyti. Guðm. E. Guð-
mundsson, sem einna mest hefir
brotist í námugrefti í seinni tið
hér á landi, hefir gert tilraunir um
að búa til nýtt eldsneyti. Aðalefnin
eru mór og tjara og er eldsneytið
útbúið í mátulega stórum stykkj-
um til notkunar. Látið er vel af
að góður hiti fáist og segist Guð-
mundur munu geta selt smálestina
á 100 krónur. Hann mun hafa í
hyggju að koma sér upp vélum til
að búa eldsneyti þetta til í stórum
stýl.
Tryggyasafn. Matthías Þórðar-
son fornmenjavörður hefir i huga
að stofna á sfnum tíma, er húsrúm
Ieyfir, sérstakt Tryggvasafn [Gunn-
arssonar], f líkum, en smærri stýl
og Jóns Sigurðssonarsafnið. Hefir
hann í því skyni fengið og keypt
ýmsa muni úr dánarbúi Tryggva,
auk þeirra er Þjóðmenjasafninu
voru ánafnaðir.
Síra Tryggvi Pórhallsson hefir
sótt um lausn frá prestsskap, frá
næstu fardögum, án eftirlauna.
Atvinnnskrifstofn hefir Stjórnar-
ráðið sett á stofn, til þess að ráða
menn í dýrtíðarvinnuna. Skifta
umsóknir hundruðum, en verk-
færaskortur hamlar enn að allir
fái vinnu sem æskja. 0r því verð-
ur bætt eftir beztu föngum og svo
fljótt sem unt er.
Einar H. Kvaran rithöfundum
fór með síðustu ferð »Sterling« til
Akureyrar og í erindum stórstúk-
unnar um bindindismál.
Aukaútsvörin i Reykjavík eru
áætluð hálf miljón, en gjöld bæjar-
sjóðs kr. 687904.45.
Höfnin í Reykjavík. Hafnar-
nefnd og bæjarstjórn veittu viðtöku
hafnarmannvirkjunum í gær.
Bryggjugjald af skipum, sem
leggjast að stóru hafnarbryggjunni
fram af Hafnarstræti er ákveðið
8 aurar af smálest (»br. reg. ton«)
um sólarhringinn. Uppskipunar-
gjald 10 aur. af hverju stykki
undir 100 pundum en 20 aurar ef
þyngri eru.
Maðnr varð úti. Steindór Hjör-
leifsson, Járnsmiður héðan úr bæn-
um varð úti á Króardalsskarði
milli Seyðisfjarðar og Mjóafjarðar
31. f. m. Hafði orðið eftir af Sterl-
ing á Seyðisfirði, en ætlað að ná
skipinu á Mjóafirði. Líkið var
fundið.
Landsspítalinn. Nefndin sem
kosin var til þess að gera tillögur
um landsspítalann hefir ekki verið
iðjulaus. Tillögur hefir hún gert
um það að spítalinn verði reistur
annaðhvort á svæðinu sunnan og
austan við Kennaraskólann eða
norðan og vestan hans, ofan við
Laufásveg. Mælir meiri hlutinn þó
með fyrri staðnum.
Þá telur nefndin húsagerð hér
enn svo áfátt að endurbóta þurfi
við til þess að hentugt sé spítala.
Venjulegir steinsteypuveggir rakir
og kaldir. Nauðsynlegt að slétta
þá og þétta, en útdráttarsamt að
inála og fari líka illa á sleinhús-
um. Högginn steinn þoli illa veð-
urlag hér, órannsakað hvort yfir-
borð hans megi þétta svo standist
veður og vind. Telur nefndin æski-
legast að úlfletir ytri veggja yrðu
úr steini sem vel sé vatnsþéttur
og snotur útlits svo ekki þurfi að
mála. Óvíst sé hvort slíkt bygging-
arefni fáist hér, en ekki ósennilegt.
Vill að sendur verði hæfur maður
til Ameríku til þess að athuga
helstu aðferðir við steinsteypu o.
fl. og gæti sú för orðið allri húsa-
gerð hér á landi hin gagnlegasta.
Lóðarstærðin vill nefndin sé
190X190 metrar.
Gerir nefndin ráð fyrir að látið
verða nægja að byggja fyrir 50—
60 sjúkrarúm, þar eð Landakots-
spitalinn muni lialda átram störf-
um. Er lóðin svo stór að stækka
má spítalann svo rúmi 150 sjúkl-
inga. Sem stendur er þörf talin
fyrir 100 sjúkrarúm í landsspítala.
Þótt ekki vilji nefndin gera á-
kveðnar tillögur um byggingarefni
þá telur hún að ekki komi til
mála að reisa spítalann úr öðru
efni en annaðhvort klofnu grjóti
eða steinsteypu, að eflaust megi
nota venjulegt klofið grjót i kjall-
ara og undirstöðu, að óefað verði
steinsteypa notuð svo mikið að að-
drættir á möl og sandi komi að
góðum notum á sínum tíma. Og
mun á þessum ályktunum nefnd-
arinnar hafin vinna nú þegar sem
þá jafnframt verður mönnum dýr-
tíðarhjálp.
Tryggvi Gunnarsson hafði með
erfaskrá ánafnað Dýraverndunar-
félaginu megnið af eignum sínum,
voru að eins undanteknir einstakir
munir sem nánustu erfingjar erfa.
Á að mynda sérstakan sjóð af eign-
unum sem ber nafnið »Tryggva-
sjóður«, og á Dýraverndunarfélagið
að hafa umráð yfir honum.
Steinþór Guðmnndsson cand.
theol. gegnir skólastjórastarfi Ög-
mundar Sigurðssonar við Flensborg-
arskólann í vetur. En Ögmundur
fór vestur um haf.
Ritstjóri:
Tryggri Þórhftllsson
Laufási. Simi 91.
Prentsmiöjan Gutenberg.