Tíminn - 30.03.1918, Qupperneq 2

Tíminn - 30.03.1918, Qupperneq 2
62 T I M I N N af. Eftir því ætti foss ekki að; geta krinið svo að niður bærist frá honum. Hann skilur ekki, að sál- arsjónin skerpist við Aladíns Ijós andvökunnar, en sólarsjón er auð- vitað prentvilla. Hann skilur ekki, að harmi manns geti orðið helzti lár himin og (kelsti) grunt fordæm- ingardjúp barnatrúarinnar. Hann heldur, að með þessu sé djúp kallað grunt yfirleitt og neitar því að djúp geti verið grunt! Sá kann nú að stika dýpi! Hann skilur ekki, hver sá geisli sé, sem gefur vonum meira ljós, heldur en það, sem lífið getur veitt — geisli von- ar og trúar. Stúlkan kendi þann yl, yl þess ljóss, við kné ömmu sinnar. þessi dómari skilur það ekki. Og hann skilur ekki fjöru- mál, eða telur það óþarfa nýgerv- ing, vill vera í flæðarmáli með vit sitl og sjón sina. Flæður er til í fornmálinu — flæður sjávarins og þýðir flóð. Það er kvenkyns og er þar af komið flæðarmál. Flæðar- mál mun þýða þá línu, sem flóð gengur upp að. En fjörumál læt eg tákna það mark, sem lægst er við hafið — í kvæðinu haf dauðans. Sá sem yrkir og fylgir stúlkunni á fremstu nöf, stingur fótum sin- um í Qörumál, þ. e. a. s. þar sem fremst verður fótum stigið. Þarna var tækifæri fyrir kagorðan mann að spá í eyðu. En það gat hann ekki. Hann skilur það ekki, að þögnin eilífa geti borið sálina í sjóð eilífðarinnar — á tryggan stað eða til geymslu. Hann kallar það »örgustu smekkleysu«, að segja: Upp til guös er örðug för og engin símaleið. Sjáið trúmanninn! sem líklega þyk- ist geta talað við föður sinn á himnum, eins og þegar maður tal- ar við mann — eða hvað? Um þetta er jafn árangurslaust að þrátta hvort »argasta smekkleysa« sé eða ekki eins og það leiðir til engrar niðurstöðu, þegar tveir menn deila um stúlku, ástfanginn maður og óskotinn. Sá hinn ástfangni segir, að hún sé fögur. Hinum finst það gagnstæða. Hann fettir fingur út í orðið nest. Það orð notar Snorri í sinni ódauðlegu frásögu um ferð Þórs til Útgarða Loka, bæði hefir hann nest og nestbagga. Það er gilt mál og valið sem Snorri notar og væri þá Jóni Jóhannssyni vel farið, ef hann gæti boðið Eddu-Snorra byrg- inn. Enn þá er lxann svo fákænn í málinu, að hann veit ekki, að manni gefur sýn. Ef hann þekti þá umsögn, mundi hann láta mig óáreittan fyrir þá sök, að eg nota þá fallegu islenzku. — Hann yglir sig yfir því, að eg segi, að veiki stúlkunnar hafi liðið henni fyrir brjóst. Ef til vill þykir lækninum eg gerast djarfur, ef eg svara hon- um fullum hálsi um læknisfræði- legt efni. En þó þori eg það. Það er kunnugt, að berklaveiki byrjar stundum með þeim einkennum, sem eru óglögg og að sumu leyti sameiginleg fyrir veiklaðár stúlkur: blóðskortur, lystarleysi o. s. frv. Læknar segja, að berklar muni vera alstaðar og ef til vill í öllum unglingum. Svo nær veikin yfir- hönd, þegar eitthvað ber út af eða einstaklingurinn fær áfall. Þetta vakti fyrir mér, er eg segi að veikin komi í ljós og liði stúlk- unni fyrir brjóst. Stundum er sagt: veiki slær fyrir brjóstið, slær inn, slær út. o. s. frv. Stundum er sagt, að veiki leggist á eitthvert lílfæri. Þessum ritdómara mun verða um megn að taka fyrir kverkar mál- venjunni, bæði þeirri algengu og einnig þeirri, sem Sandsbóndinn hefir til umráða, notar aleinn. ,Magri hönd‘ »er rangt mál«, segir dómarinn. Já að þvi leyti, að atkvæði er felt úr. En það er gamalt skáldaleyfi, sem öll forn- skáldin leyfðu sér. Þess sér merki næstum í hverri visu frá gullöld- inni og ekki meira urn það. Hann — læknirinn spyr í spotti, »hvort allar sængur séu ekki svip- aðar«. Eg nefndi »frónska sjúk- dómssæng« og vildi með því drepa á þann annmarka. sem islenzkir sjúklingar hafa við að búa. Þeir liggja stundum innanum annað fólk í lélegum húsakynnum og deyja loksins í þessu rúmi. En þetta skilur ekki dómarinn. Þarna var svolítið svigrúm fyrir hann til þess að spá í eyðu. En hann gat ekki gert það. Til hvers er fyrir svona mann að ásaka mig fyrir það, að skilja lesandanum eftir of litið til þess að gizka á? — Sják- dómsönn skilur hann ekki. Önn getur þýtt kvöl. Svo er það, þegar einn líður önn fyrir annan. Ef eg væri vandamaður Jóns Jóhannes- sonar, eða ef eg hefði verið kenn- ari hans, mundi eg hafa liðið önn fyrir hann — ritdómarann — manninn sem veit ekki, að eiru- leysi er líkamlegt íýrirbrigði þ. e. a. st kemur í Ijós í líkamlegu at- hæfi, þótt uppruni þess sé í sál- inni. Reyndar er ekki hægt að eiga orðastað við mann, sem fer með frásögn eins og hann fer með vísuna: Eg fylgdi pér á fremstu nöf í fjaðralausum hjúp. Flestum fermdum mönnum — þ. e. a. s mönnum, sem svo eru viti bornir, að þeir hafa náð ferm- ingu, inun vera auðskilið, að fjaðra- laus maður er sá maðnr, sem er lamaður, ófleygur — hvorki fleyg- ur né fær. Hannes Hafstein kall- ar sig val vængjarúinn. »Rökltvi kvöldsins« fellur ekki í kram dómarans. — Sumum þykir v-hljóðið til fegurðarauka, að skjóta því inn í orð. Þess vegna mun Jónas hafa sagt: táradöggvar, fyrir táradaggir. Röggvarfeldur er af sama toga spunnið, því að raggar- feldur væri og rétt. Skip hlaðið mjölni kemur fyrir í Svarfdælu. Ef Jón þessi væri svo málkænn, að hann gæti haldið slöngvanbaugi tungunnar, mundi liann slægjast eftir hljóðfegurð þeirri sem u-ið veitir, bæði í sölvafjöru og kvöld- rökkva. Eitthvað er ritdómarinn að tala um mótsagnir í kvæðinu og er sönnunargagnið fyrir þeirri um- sögn sótt svo langt út í veður og vind að eg misti sjónar á atriðinu. Aftur á móti eru mótsagnirnar auð- fundnar í ritdóminum. Eg nefni að eins eina. Hann talar um það í öðru orð- inu, að eg endurtaki og fjölyrði svo um atburði og persónur að ekkert verði eftir handa lesandan- um til þess að leiða getum að. En svo margstagast bann á hinu leytinu um það, að hann skilji ekki þetta og hitt. Eg ætla ekki að ámæla honum fyrir skilnings- skortinn. En eg get ekki setið á mér svo, að eg láti bjá liða að minna hann á dálitla setningu í Sálarfræði dr. Ágústs. Hann segir m. a. — og er því líkt sem liann hafi þá þennan dómara fyrir fram- an sig. »Ekkert er®tíðara en það, að menn kalli það, sem þeir skilja ekki, vitleysu og er það að vísu rétt; en vitleysan er þá sjaldnast fólgin í því, sem fyrir þá er lagt, heldur í þeirra eigin höfði. Rök- studdir dómar útheimta oft mikla og djúptæka þekking, en einmitt þeir menn, sem þykjast hafa vit á öllu og hafa dóma sina á reiðum höndum, eru oft grunnfærnustu og þekkingarsnauðustu mennirnir«. Það er víst maður úr þessari deild, sem kallaður er í einni ís- lendingasögu »nasbráðr ok skap- heiinskr«. í þrætu-bendu þjóðin sat en þú varst svo sem ein. »Þetta er vist pólilik í eftirmæl- um« segir dómarinn. Iívæðið er gert, svo sem sjá má, á þeim tíma, sem þjóðmálarígurinn var mestur í landinu. Þetta er sett fram svo sem andstæðu-áherzia i kvæðinu og bent á það, að sést hafi yfir einstaklingsneyðina, í allsherjar- gauraganginum. Höfundurinn í ís- lendingi hafði þarna hálfkveðna vísu til þess að skygnast bak við. Og það er ekki mín skuld, að honum gefur ekki sýn þarna og oftar — hvort sem hann er svona óskygn að eðlisfari, eða hann vill endilega stinga höfði sínu niður í »grœnan sjóa. Loks er að minnast á þá um- sögn dómarans, að Skírni sé »Iítil sæmd« að því, að ílytja þetta kvæði. Hver hefir gert ritdómara þennan að andlegum fjárhalds- manni Skírnis? Eg vænli að liann sé í Bókmentafélaginu? — Hann er a. m. k. ekki bókmentamaður, eftir því sem séð verður af rit- dóminum. Þó að eg hafi nú tekið til máls um þennan ritdóm, er eg elcki að gera. það fyrir þá sök, að eg taki mér svona aðkast nærri. Hitt er heldur, að eg vildi skjóta því að unguin og óhörðnuðum mönnum á ritvellinum, að þeir skuli láta eins og vind um eyrun þjóta ill- kvitna sleggjudóma. Öllum er sárt um sjálfa sig í byrjun. Það er í frásögur fært t. d. að síra Páll Sigurðsson hafi tekið sér svo nærri aðfinslur, sem hann fékk fyrir skáldsöguna Aðalstein, að hann hafi brent handril að annari skáld- sögu með þeim ummælum, að hún skyldi ekki lenda í varga- kjöftum. Þetta er skiljanlegt. Skáldin .ganga með‘ hugmjmdir sínar, fæða þær og hafa á brjósti — á sinn hátt — lifa með þeim og bera þær fram. Og svo er stundum hund- unum sigað á þessi ómálga börn. — Enginn veit hvað glatast hefir í eldinn hjá síra Páli. Aðalsteinn hans er svo vel saminn, að flestu leyti, að nærri stappar fullkominni sníld. En höfundurinn þoldi ekki það að lenda í spangólsþverrifu, og kaus heldur að deila kosti vift. eldinn en afglapann. Ritdómarinn byrjar á Orfeus sálaða og endar á sjálfum sér? Það er ferðalag undan brekkunni óneitanlega. — Hann segist ætla að ráðleggja mér ef eg yrki aftur kvæði. Sá getur nú ráðlagt! — eftir ritdóminum að dæma. — Bættu 20 árum við aldur þinir, maður! Safnaðu þér lífsreynslu- auðæfum. Hafðu aðdrætti mann- vits »bæði af fjöllum ofan og af fjörðum utan«. Náðu í rithöfundar drengskap handa sjálfum þér, þann sem ekki snýr út úr viðkvæmu alvöruefni. Lærðu móðurmál þitt svo, að þú hafir a. m. k. »krepping hálfan« af þeirri vöru, þó aldrei þér auðnist að höndla »byrði gnóga« af þeim auðæfum. Að því búnu gæti verið umtalsmál, að þú hefðir bein í nefinu til þess að ráðleggja fulltíða manni. En ekki fyrri en þá. ,Læknir — læknaðu sjálfan þig‘. Ritað á þorranum 1918. Tímamót. --- (Niðurl.) Frelsið. Hið sama blasir við oss hverfc sem litið er. Alstaðar sjáum vér þegar að er gáð, að hvert »happ«, sem“" mannkynið hefir hlotið af völdum þessarar menningar hefir í raun og veru verið dýru verði keypt, — hvert hnoss hefir valdið tjóni. Framfarir á einu sviði hafa æfin- lega valdið einhverjum afturkipp á öðru og nýir og nýir erfiðleikar hafa þá risið upp, og erfiðleikarn- ir sýnast magnast með hverju ári sem líður. Vér skulum til dæmis líta á hverja Jeið menn hafa valið lil þess að komast að einu hinu feg- ursta og háleitasta takmarki, sem þjóðirnar hafa komið auga á, þessa hugsjón sem vér höfum að heita má tignað og tilbeðið, — frelsið. Það lætur víst nær sanni að segja, að í öllum menningarlöndum hafi nú um hálfa öld verið stigið hverl sporið á eftir öðru í frelsisáttina. Vér segjum að íleiri og fleiri hafi hlotið meira og meira frelsi. Og vér erum ekki lítið hreyknir af þessu frelsi. En ávextirnir af öllu þessu blessaða frelsi spá alt annað en góðu, að minsta kosti enn sem komið er. Það er að vísu satt að mikill hluti þegnfélagsins, sem lét

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.