Tíminn - 06.04.1918, Blaðsíða 3

Tíminn - 06.04.1918, Blaðsíða 3
T í M I N N 67 Kaupfélag Borgfirðínga, Blöðin eru að smáhnippast út af kaupmönnunum og kaupfélögun- um. Sum halda fast með kaup- mönnum, en önnur með kaupfé- lögunum. Sum telja kaupmennina landsins þörfustu stétt en sum telja þá óþarfa milliiiði, sem lifi á ann- ara sveita. Sum telja kaupmennina skapa veltufé, jafnvel framleiða veltufé, því við starfsemi þeirra aukist veltuféð í landinu, meira en það gæli aukist hjá kaupfélagi með sömu viðskiftaveltu. Af þessum skoðanamismun leið- ir svo það, að sumir, sem mest standa í eldinum, óska alla kaup- menn feiga, sem kaupmenn, þó þeir vilji þá ekki feiga sem menn. Aðrir óska þess að kaupmannsstað- an sé ódauðleg, þó kaupmennirnir sjálíir séu dauðlegir. Inn í þessa deilu, sem orðin er all heit ætla eg á engan hátt að blanda mér. Margir hafa líka skifst i flokka, og halda þar kaupfélags- menn saman sem von er til. En margir eru lika þeir, sem utan við þessa flokka slanda, treysta ekki kaupfélögunum til þess að standá án keppinauta, enn sem komið er, telja kaupmennina eitt af þvi, sem mennirnir að vísu ættu að geta verið án, þegar þeir hafa náð meiri þroska, orðið kærleiksríkari og óeigingjarnari en þeir nú eru, en sem þeir ekki geta án verið enn þá. Eg er einn af þeira síðast töldu, og til þess að mennirnir þroskist sein fyrst, eru kaupfélögin eitt af mörgu, sem styðja þarf og efla. Þessum deilumálum til skýring- ar datt mér í hug að segja ögn frá starfi Kaupfj. Borgfirðinga 1917. Aðallega segi eg þá frá því sem einn af þeim sem við það verzla, og því ef til vill ekki eins kunnugur því og sjálf stjórnin. En allir kaupfélagsmenn fylgjast ætíð nokk- uð með starfi síns félags. Kaupfj. Borgfirðinga er eitt af þeim rnörgu kaupfj. þessa lands, sem bæði rekur verzlun og pant- ar. Félagsmenn panta vörur sínar að velrinum, en taka þær á vor- kauptíð. Verðið á pantaðri vöru er ætíð haft lægra en á sömu vöru í verzluninni og 1917 var verðmun- urinn látinn vera 4°/o. Vöruverðið við verzlun félagsins var lágt, og lægra en víða annars staðar á landinu. Þessu til sönn- unar má taka: í júlí 1917 var Mcflalvcrð í Reykjavík verð í K. B. eftir Hagtíðindum. Kg. rúgmj.. 50 57 kg. völsuð . hafragr.. .. 70 • 80 kg. hveiti frá 56—105 80— 94 kg. sykur .. 103 125 kg. kaffi . . 200 209 hg. hrísgrj. 80 87 kg. export . 150 163 kg. salt . . . 15 15 Allflestar vörur sem flyljast til Borgarness, koma frá Reykjavík. Flutningskosnaður, upp og útskip- un er minst 2—3 aurar á hvert kílógram, og þegar þess nú er gætt virðist Borgarnesverðið vel þola samanburð við meðalverðið í Reykjavík. Auk Kaupfj. Borgfirðinga verzlar Jón Björnsson & Co. í Borgar- nesi og nokkrir aðrir með alskonar glingur. Hann selur sínar vörur i öllum aðalatriðum með sama verði og verzlun kaupfélagsins gerir. Fyrir kemur að visu að dýrara er hjá honutn, en það getur líka hitt sig að áliveðin vörutegund sé dýr- ari hjá félaginu. Á þungavöru er þelta þó svo lítill og sjaldgæfur munur að óhætt er að segja að í aðalatriðum sé matvöruverðið eins, og að Borgfirðingar hafi því 1917 keypt matvörur sínar með ofan- greindu verði. Af þessu vona eg að menn sjái að vöruverðið er ekki svo hátt samanborið við verð annars stað- ar, að ástæða væri lil að vænta sérstaks hagnaðar af verzluninni. En varð þá hagnaður af henni? Pví er bezt svarað með eftirgreind- um tölum: 1. Pantaða varan var eins og áður er sagt seld 4°/o undir verði sömu vörutegundar í verzlun. Á þennan hátt fengu þeir sem pöntuðu vörur sinar þær kr................... 7044.00 ódýrari en þær vor hjá verzlun félagsins. 2. Af ágóða verzlunar- innar, voru, eins og lög félagsins mæla fyrir, lagð- ar kr............... 4767.87 í varasjóð, sem nú er orðinn 21306.25 kr. 3. En auk þessa varð kr. 24556.28 ágóði af vörureikningi og er þeim hluta skift milli félagsmanna við árslok. Oftast hefir honum verið skift út á stofnbréf og altaf skift á skuldlaus við- skifti á árinu. í ár var ágóðinn 8°/0, en hann var ekki borgaður út nú, þvi eftir lögum félagsins er hann aldrei borgaður út nema annað hvort ár, og þá fyrir tvö ár i einu. Stofnsjóður^ sem undan- farin ár hefir verið mynd- aður af árságóðanum er nú orðinn 51720.00, og vex um 24556.28 á þessu ári. 4. Á vorullarreikningi varð kr.................. 4224.00 ágóði. Vorulliun var tek- in í reikninga manna á 344 au. nr. 1, 324 au. nr. 2 og 244 au. mislit. Ágóðanum var skift jafnt á hvert kilógr. vorullar, og fengu r>, félagsmenn þannig 10 aura uppbót á ullarverðið. Raunverulega verðið »varð því 10 aur. hærra en hið upphaflega reikningsverð var. 5. Haustullarreikningur var með kr................ 2042.23 ágóða. Honum er skift eflir sömu reglu og ágóða vorullarreiknings, og varð uppbótin 30 aurar á hvert kílógr. haustullar. Verð haustullar var 280 eða 310 au. með uppbótinni. 6. Við þennan ágóða rnætti enn bæta nokkru bæðiafæðardúnsreikningi, ketreikningi og fl. og þó það sé ekki nema nokkur hundruð króna þá verð- • ur samt allur ársgróðinn liðug lcr...............43000.00 Hvar væri nú þessi ágóði ef ekkert kaupfélag hefði verið hér í firðinum? Við kaupfélagsmenn full- yrðum að þá hefði hann allut- verið í vasa þess eða þeirra kaup- manna er héraðsmenn hefðu verzl- að við. Nú var kaupfélagsstjóra borgað 4600 kr. í árskaup og öðrum starfsmönnum svo að þeir voru ánægðir. Hefði því einn kaup- maður haft alla þá viðskiftamenn sem kaupfj. hafði og selt vörurnar með sama verði, þá hefði sá kaup- maður grœtt 47600 kr. en þar i er •þá árskaup hans. En af því að hér et kaupfélag, hefir þessi gróði skifst milli bænda héraðsins, í hlutfalli við verzlun þeirra. Spurningin er þá þessi: Hvort er heppilegra, að árságóðinn a/ verzluninni, lendi hjá einstökum fánm kaupmönnunum, eða hjá bœndum? Um þétta er eiginlega deilan, milli kaupmannssinna og samvinnu- félagsmanna. Þegar Reykjavíkurverðið er tek- ið og aðgætt í þessu sambandi virðist svo, þó húsaleiga og lóðar- gjald sé dýrt í Reykjavík, sem verzlunarágóðinn þar sé ekki lítill, en hve mikill hann er geta Reykvík- ingar sjálfir fundið. En mikil má sú trú á þörf kaupmannsins og nauðsyn vera sem knýr menn til þess ár eftir ár að borga tolla af vörum sínum til hans. Og enn Ijósara verður þetla .þegar þess er gætt að öllum þorra manna hér á landi er held- ur óljúft að borga mikið fé fyrir framkvæmd hugsjóna sinna. Og þó er það ekki litið fé, sem þeir sem verzla við kaupmennina borga ár- lega i því skyni, eins og hver sem augu liefir getur séð, af því sem að framan er sagt. En þó K. B. háfi á þessu ári fært félagsmönnum sínum um 43 þúsund kr. beinan ágóða þá hefir það fært héraðsbúum mikið meiri óbeinan arð. Petta verður ekki sannað, en af verzlun annárstaðar, þar sem kaupfélög ekki starfa, má þó ráða það að einmitt verð kaup- félagsins, hefir haldið verði kaup- manna niðri, og að þeir hafa orð- ið að gefa eins fyrir innlagða vöru (ull og fl.) eins og kaupfélagið gaf. Og sé Borgarnesverðið borið sam- an við verð í sumum öðrum kauptúnum þessa lands, t. d. Þórs- hafnarverðið sem Lögrétta skýrir frá, þá verða tölurnar sem fram koma svo geypiháar að eg þori ekki að setja þær á pappír. Pessa verðmunar njóta allir héraðsmenn, og að þessum verðmun geta góðir kaupmenn stuðlað, enda er verð- lag vara misjafnt, og eitt af því sem það skapar, er það hvað kaupmaðurinn nægist ineð lítinn ágóða — álagningu. Að endingu er svo þess að geta að þrátt fyrir dýrtíð og annað ilt, hafa skuldir félagsmanna við fé- lagið ekki aukist á árinu, og fé- lagið má heita skuldlaust við aðra. Á aðalfundi var framkvæindar- stjóra að verðleikum þakkað starf hans fyrir félagið, og því mega kaupfélög og önnur samvinnufélög aldrei gleyma, að það hvernig starf þeirra gengur, er ekki ein- ungis komið undir félagslögum, og félagsmönnum, heldur líka, og það ekki síst, undir framkvæmd félags- málanna. Páll Zóphóniasson. ÍJr Lióni Stafafelli 15. febr. 1918. Tíðin var hér fremur hagstæð um sláttinn, síðast liðið sumar. Með sláttubyrjun var útlit með grasvöxt hið versta, en þá gekk í votviðri og óþurka í 3 vikna tíma, og spratt jörð svo vel á þessum tíma að útengi varð víðast hvar í góðu meðallagi, þar sem jörð var óskemd, en hér í sveit, stórskemd- ust engjar nokkurra jarða í páska- veðrinu mikla 14. apríl f. á. Töður hröktust nokkuð, en óvíða til stórskemda, og úthey nýttist ágæt- lega, því að frá 12. ágúst máttu heita stöðugir þurkar fram í sláttu- lok, þótt seinni hluta sept. kæmu vætur öðru hvoru. Heyfengur varð víðast hvar í meðal lagi og sum- staðar í bezta lagi. Tún gáfu þó yfirleitt i minna lagi af sér, og Saimreyndir andspænis trúarsetninguin. Áskonm t.il liirk jliiinai- eftir Sir Oli-rer Lodue. [Greinin er pýdd úr tímaritinu »The Nineteenth Century and after«, jan- úarheftinu þ. á.]. Eg diríist að beina þeirri áskor- un til kristinnar kirkju, og það til allra trúarflokka, sem viðurkenna, að biblían segi frá sönnurn við- burðum, að líta með skynsemi og hleypidómalausum hug á ákveðin fyrirbrigði, sem eiga meira eða minna skylt við trúna á hið yfir- náttúrlega. - Menn neyðast til að veita þeim fyrirbrigðum athygli. Þau hafa eigi að eins gerst á liðn- um öldum, eins og ritningarnar skýra frá, heldur gerast nú á tím- um. Því að kirkjudeildirnar geta ekki komist hjá því að gera sér einhverja grein fyrir því, sem er

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.