Tíminn - 06.04.1918, Blaðsíða 7

Tíminn - 06.04.1918, Blaðsíða 7
TÍMINN 71 Iítt voru þvi fylgjandi að nauð- synjavörur væru seldar undir verði, hafa nú lálið það í ljósi við mig, að heppilegast myndi liafa verið að sú leið hefði verið farin í dýr- tiðarmálinu ásamt því að séð væri fyrir atvinnu. Og spá mín er sú, að þeir eigi eflir að sannfærast enn betur um það, því miður, og eink- um þó ef langt skyldi vera enn til stríðsloka. Eg er ekki í neinum efa um það, að hollast hefði verið fyrir þjóðina i heild sinni, að veila almenningi ivilnun á vöruverði, og koma á þann hátt í veg fyrir hinar skæðu afleiðingar er þetta afar.háa vöru- verð skapaiv. Gæti eg trúað þvi að at- vinnuvegir landsmanna færi mönn- um heim sanninn um þetta ef ófiiðurinn stendur lengi enn. Og hlýtur það öllum að vera áhyggju efni hvernig horfurnar eru með at- vinnuvegi þjóðarinnar. í 5. kafla greinarinnar, talar hr. J. í\ um lögin um almenna hjálp vegna dýrtíðar. Það frumvarp var flutt af meirihluta bjargráðanefnd- ar. Telur Jón, að þær breytingar er þingið gerði á frumvarpinu hafi verið til að auka útgjöldin og á- liættu landssjóðs. Ekki er hægt að neita því að svo er. En eg held að það sé ofur hægt að réttlæta þær breytingar, er unnið var að af þeim mönnum er vildu selja vörur undir verði. Lánin til einstakra manna áttu að teljast sveitar styrkur ef þau væru ekki að fullu greidd innan 10 ára frá ófriðarlokum. þessu var breytt á þann veg, að þau skyldu ekki talin sveitarstyrkur. Ekki held eg að sú breyting hafi i för með sér fjármunalegt tap fyrir landsjóð. Þeim sem ekki stendur á sama um mannorð sitt munu greiða þessa skuld, sem þeir kunna að neyðast til að stofna til, sem aðrar skuldir ef þeir mögulega geta, eu þeim sem stend- ur á sama hvað af þeim er sagt og ekki hirða um að reynast þeim vel er ljær þeim Iið, mundu ekki hafa rokið til að greiða þessa skuld að eins fyrir það, að þeir færu á sveitina ef hún væri ekki greidd. Hinsvegar er þelta mannuðar mál og er gert aðallega vegna þeirra er hafa góðan vilja á að standa í skilum með lánin, en skortir getu til þess. Og þó svo kunni að fara að einhver óverðugur njóti nú af og lialdi mannréttindum sinum, þó ekki greiði hann skuld sína á til- settum tíma, þá tel eg það réttara heldur en þeir væru sviftir mann- réttindum er skortir fé til að greiða skuld sina á ákveðnum tíma en ekki vilja. Eg þykist mega full- yrða að þeir verði fáir, sem óska eftir fé að láni nema þeir séu vegna heimilisástæðna neyddir til þess. Enda mun mega gera ráð fyrir því, að hlutaðeigandi yfirvöld hafi góðar gætur á því að þeim einum verði veitt fé að láni er ekki geti bjargast án þess. íJað er því víst að landssjóður bíður á engan hátt hnekki fyrir þessa breyting á frumvarpinu. t*á drepur hr. Jón Þorláksson á ákvæði laganna um með hvaða kjörum lánin skuli veitt, greiðslufresti á lánunum, af- borgunum og vöxtum. Um þau atriði ætla eg ekki að fjölyrða. Hr. Jón Þorláksson getur all vel séð af þingtíðindunum hverjir hafa skap- að þau. Til þeirra er því að snúa sér með þau atriði er mönnum kann’ að þykja athugaverð og þá læt eg um það hverju þeir svara til þess. (Frh.) Jörundur BrynjóIJsson. Ahyggj^efni. »Landið« er löngum samt við sig. Má raunar telja það kost — á sína vísu. Og menn vita þá hvað þýtur i þeim skjá. Ekki alls fyrir löngu hugði það að sanna, að meginþorri íslenskra bænda — eða allir, sem eru í sameiginlegri ábyrgð samvinnu- félaganna, hefðu fyrirgert öllu frekara tilkalli til lánstraust. Orð Ieikur á, og vita menn raunar með vissu, að bankastjóri þjóðbankans íslenzka og fyrv. fjármálaráðherra, Björn Kristjánsson, sé mjög tengd- ur blaðinu, og jafnvel höf. grein- anna. En er hann var — í mestu kurteisi en fullri alvöru — spurð- ur um aðstöðu sína til þessa máls, varð hann hvumsa við og svaraði vöflum einum, svo sem sjá má i Tímanum. Nú nýlega flylur Landið grein um skort á vinnuafti, sem það kveður verða aðaláhyggjuefni lands- manna að styrjöldinni lokinni. Hér býr þó annað undir. En líta má þó á þella fyrst. Landshöfundurinn — hann er ekki hinn sýnilegi ritstjóri — vill leysa áhyggjuefnið um verkamenn, með því að fá erlenda menn til að vinna við landbúnað hér. Hann kemur því að um leið, að kalinn sem verið hefir milli sveita og sjávar- þorpa, sé sveitamönnum að kenna. Er annars fyrirsjáanlegur nokk- ur skortur á vinnuafli? Eigi er nema vel, að landið og bæjarfélög hœtti að ráðast í óarðvænleg fyrir- tæki, sem nú verður að gera, til þess eins, að veita mönnum at- vinnu, fyr en leitað er til útlanda eftir vinnuafli. Nær er og að kenna ráð gegn útflutningi, sem sennilega verður nokkur að lokinni styrjöld- inni. Framsýnir menn munu einnig líta svo á, að eigi verði síður vinnu- afls eklá í styrjaldar- og mann- drápslöndunum. Far hefir peninga græðgi og verslunarkapp þjóðanna og einstaklinga þeirra komið af stað þeim djöíladansi, er að bana verður miljónum æskumanna. Og fögur héruð og blómlegir bæjir ieggjast í eyði, — ekkert er eftir nema sund- urtæltur svörðurinn, sem er þög- ult en skýrl vitni um sálarleysi þeirrar menningar, er öllu þessu hleypli af stað.----- Landshöf. hefir þelta um vinnu- fólksekluna sem forsendur að því er á eftir kemur. Flestar ár leita til sævar og flest skrif Landsins í sömu vilpuna. Þeirra aðalhlutverk er að ósanna tilverurétt kaupfélag- anna. Nú er viskan þessi: bóndinn á að vera bóndi og ekkert annað; kaupmaðurinn kaupmaður o. s. frv. Síst mega bændur skifta sér af verzlun. Hver á að snúa sér að sinu eina starfi, segir hann. En banka- stjórinn. Hví má hann taka þátt í stjórnmálum? Kannske mega líka bændur stjórna landinu sljórnar- farslega, en ekki sinni eigin verzl- un? Ef til vill er það vilji höf., að hafa sérstaka stétt stjórnmála- manna, er ekkert geri annað? Hvað segir sami höf. um sam- vinnufélög erlendra bænda? T. d. rjómabúsfélögin dönsku, þar sem bændur hafa nú með sínum eigin félagsskap, aflað smjöri sinu þess álits, að nú er það viðurkent bezt smjör í heimi. * Áhyggjuefnin nú á tímum eru mörg og fleiri en að fá erlenda menn til vinnu hingað eftir stríðið. En eitt af meiri áhyggjuefnunum er hinn stöðugi andróður gegn samvinnufélögunum í málgagni elsta bankastjórans við þjóðbanka íslands. Björn Guðmundsson. Fylgi — Andstaða. Mönnum hefir oft og einatt orðið tiðrætt um framkomu Tímans, á þessu ári sem er liðið, frá þvi hann hóf göngu sína. Meðal ann- ars hafa andstæðingarnir fundið lionum það til saka, að hann væri stjórnarblað og, ekki stjórnarblað. Láta ýmsir svo, að óviðurkvæmi- legt sé af sama blaðinu, að segja löst og kost á athöfnum þeirra manna er stjórn landsins hafa á hendi. — Heimta þeir annaðhvort blint fylgi eða blinda andstöðu. Slíkar raddir létu einnig til sín heyra í þingsalnum. Það virðist vera svo, að sumum mönnum sé það svo runnið í merg og bein að óhugsandi sé annað, en að þeir sem í stjórn sitja, séu ann- aðhvort troðnir niður í sorpið, eða hafnir til skýjanna. Augu þessara manna eru svo haldin, að þeir sjá ekki nema eina hlið, eða vilja ekki sjá, á mönnum og málefnum, og heimta svo að aðrir séu eins og sjálfir þeir. Blaðamenskunni hér hefir líka oftast verið beitt á þennan hátt. Blöðin hafa látið svo, sem þau sæu ekki blett né hrukku á þeirri stjórn sem þau hafa stutt, né held- ur nokkum bjartan depil í starfi þeirrar stjórnar, sem þau hafa verið í andstöðu við. — Menn með heilbrigðum skoðunum geta ekki fallist á þessa stefnu. Þeir sem ekki gera sig einsýna á stjórn- málin líta svo á, að þetta sé gagn- stætt því sem rétt er. Þeir vita vel, að enginn er alger, og að engum er alls varnað. — Sú stefna sem kemur fram í þeirri blaðamensku, að níða mótstöðumanninn niður og starf hans, án lillits til þess hvað er rélt, og hvað honum er vel gefið, er þeim mönnum and- stygð. Sem betur fer, á þjóðin marga menn, sem vilja sjá og geta greint bœði kost og löst hjá öðrum, og það engu síður hjá þeim, sem gegna ábyrgðar- og valdamiklu starfi. Tíminn hefir frá byrjun fylgt þeirri stefnu, að átelja það sem verðskuldar það, og lofa hitt sem lojsvert er, hver sem í hlut hefir átt. Hann er í rauninni jyrsta stjórnmálablaðið sem í framkvæmd- inni hefir innleilt þessa stefnu hér- lendis. Fyrir það á hann þakkir skildar hjá þjóðinni; enda mun það sjást að sú starfsemi er vel metin. Mönnum þykir gott til þess að vita, að til sé þó eilt blað, sem stjórnað er af vjðsýni, og með það eitt fyrir augum, sem þjóðinni er heillavœnlegt, og best til styrklar á framsóknarbrautinni. Við vonum að þeim fjölgi, sem ekki láta binda íyrir augu sér þá skýlu sem hindrar þá, að greina rétt jrá röngu. Jón. ííorSanblöSm. »Dagur« gerir mjög skýra grein fyrir nauðsyn eðlilegrar flokka- skiftingar um innanlandsmálin og bendir á hversu framsóknar og íhaldsstefnan eiga báðar tilveru- rétt og þurfa báðar að vera til. Er því næst vikið að nöfnunum á flokkunum á þessa leið: »Að kenna flokkana við fram- sókn og ihald hefir sína galla. Þótt orðið íhald sé í sjálfu sér ekkert lastyrði, þá er þó mörgum miður um að láta bendla sig við það. Lang eðlilegast og óbrotnast væri að kalla flokkana hinum ein- földnu og íburðarlitlu nöfnum. »Hægri menn« og »Vinstri menn« og semja okkur á þann veg að háttum frændþjóða vorra á Norð- urlöndum. Þessi nöfn hafa þá kosti, að bæði eru jafngóð og kasta engri rýrð á andstæðingana. Það álit sem þau vinna sér, fer eftir breytni mannanna, sem flokk- ana mynda. Almenningur mundi fljótt átta sig á nöfnunum og þýð- ingu þeirra og sætta sig vel við þau«. »Norðnrland« mun vera það blað á íslandi sem við mest ham- ingjuleysi á að stríða um alla hluti — og er þá mikið sagt. Þarf ekki getum að leiða hverjir muni láta það hjara enn á horriminni. Méginefni blaðsins eru auglýsingar kaupmanna og skammir um Tím- ann. Bar vel í veiði þegar ísafold kom sunnan með lönguvitleysuna Gísla, gleypti ritstjórinn með góðri list og var óðara birt í blaðinu. Er þess getið um lesendur blaðs- ins er þeir sáu, að þeim hafi farið líkt og smalamanni Þorkels háks.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.