Tíminn - 06.04.1918, Blaðsíða 4

Tíminn - 06.04.1918, Blaðsíða 4
68 T í M IN N engjar af þeim jörðum sem skemst höfðu af grjótfoki. Hausttíðin var hér afleit eins og víst alstaðar annarsstaðar á land- inu. Menn voru við heyskapinn til sept.loka, þá tóku göngur, réttir og kaupstaðarferðir við. Norðan- rok með kófi og frostgrimd skall á 3. okt., og úr því nær látlaus frost og snjóveður fram í miðjan nóvember, þá brá til suð-vestan- áttar og var mild tíð út þann mán- uð. Öll haustverk voru óunnin þegar frostið kom. Ekkert var hægt að hlúa að húsum, því síður að jarðabótum. Garðávextir skemdust meira og minna og sumstaðar fraus nokkuð af þeim alveg niður. Sauðfé og hestar urðu fyrir miklum hrakningum, og kýr komu alveg á gjöf með októberbyrjun. Með desember gekk í snjókomur og frostgrimdir svo sauðfé varð að taka í hús fyrir fult og alt; gerði þá alhaglaust í vesturhluta þessar- ar sýslu og i Múlasýslum víðast hvar. Hér í eystri sveitum sýslunn- ar Lóni og Nesjum var altaf nokk- ur jörð. Um hátíðar gerði hláku svo hagar bötnuðu, en hljóp jafn- framt í svell og gerði víða hálkur miklar svo varla var hægt að reka fé frá húsum. Á þrettánda-dag var hér norðan- stormur með 20 stiga frosti á C. og hélst grimdarveður það að heita mátti látlaust í nær því 3 vikur og komst frostið í 27 stig á C. Muna menn ekki slíkt heljarfrost hér síðan veturinn 1881. Nærliggj- andi firðir frusu svo að ganga mátti yfir þá, og úthafið lagði langt út frá ströndinni, svo að eft- ir snjókomu sást vindurinn þyrla snjónum til og frá um ísinn út á hafinu, er slíkt víst sjaldgæft við suðurströnd landsins þar sem hið opna Atlantshaf liggur fyrir. Vatnsból þornuðu víða svo að vandræði voru að ná í vatn og vatnsleiðslupípur sprungu og stýfl- uðust nær alstaðar þar sem þær voru. Húskuldi var mikill ekki síst í timbur- og steinhúsunum, og matvæli skemdust meira og minna. Fjósbaðstofur þóttu nú húsa beztar, en þær eru nú varla til í austur- hluta sýslunnar. Hafís hefir ekki komið hér nema lítils háttar hrul fram með landi nú í þtfrra-hlákunum, sem orðið er fast við ströndina og eyðist nú óðum í fjörunum. Heyin hafa sem von er orðið ærið uppgangssöm það sem af er vetrinum, samt er útlit með heybirgðir yfirleitt ekki lakara, sem oft áður þrátt fyrir alt. Ein- stöku menn hér í nágrenninu förg- uðu skepnum af heyjum þegar jólaföstu-álagið gerði, en ekki var það í stórum stíl. Ástand búpenings er hér yfirleitt fremur gott, en kýr þykja ekki mjólka vel og kenna menn um hraktri töðu. Ekki hafa bændur hér alment farið á grasafjall og í sölvafjöru. Það er hægra að tala um það en framkvæma. Á flestum sveitaheim- ilum er nóg annað að starfa sem í fyrirrúmi verður að sitja, þegar sumartíðin er ekki nema í 2 til 3 mánuði. í kálgörðum óx illa sem von var í svo stuttu sumri, kart- öflugras féll hér af frosti í byrjun sept. Var það leitt þegar svo marg- ir fóru að fást við garðrækt, sem litla eða enga stund höfðu áður lagt á hana. En ekki má leggja árar á bát. Allir sem mögulega geta verða að sá í garða í vor, því það er ekki vafamál, að í hverju meðalári má rækta kartöfl- ur og rófur mikið meira og miklu viðar hér á landi en gert hefir verið til þessa. Landstjórnin þarf að hvetja menn á ný til fram- kvæmda í þessu efni og útvega sáðkartöflur — handa þeim sem ekki hafa þær — nú fyrir vorið, ef kartöflur eru nokkurstaðar fá- anlegar, svo um muni. Hér í sýslu hefir garðrækt mik- ið verið aukin í seinni tíð, og hepnast vel. Mun láta nærri að í meðalári fáist 1 tunna af garð- ávöxtum á hvern íbúa. Heyfengur hefir einnig aukist, og allmikið verið gert að jarðabótum, engja- áveitum og túnsléltum. Annars er öll nýbreytni í búskap sein til að verða almenn, þótt um sé rætt og ritað. En þegar einhver í bygðar- laginu hefir riðið á vaðið, og not- að hina nýju aðferð með góðum árangri, þá koma fljótt fleiri á eftir. Þess vegna þarf helzt hver sveit á landinu að eiga nokkra áhuga- sama og víðsýna bændur er ryðji framförunum braut, þeir verða ennfremur að vera vel sjálfstæðir efnalega svo að þeir geti notið sín, og beizt fyrir verldegum fram- kvæmdum í sveit sinni. Fyrir nokkrum árum var hér í sýslurn megn ótrú á gaddavirsgirð- ingum, þær væru svo hættulegar fyrir skepnur. En svo var samt byrjað að girða með gaddavir, og þá var öll hræðsla horfin út í veður og vind. Nú hafa tún og engjar allvíða verið girtar með gaddavír, og nokkrir bændur í Nesjum bafa algirt heimalönd .sín á þann hátt. Votlieysgerð er í byrjun hér og í Nesjum — og hefir lánast vel, er víst óefað að hún útbreiðist hér bráðlega. Alt of lítið er hér enn þá um sveitavinnutæki, þau er beita má hestaflinu fyrir, og létta á manns- höndinni. Rakstrarvélar eru 2 hér í sýslunni og þykja koma að góð- um notum, en sláttuvélar vantar enn alveg og hentuga heyflutnings- vagna, ennfremur áhöld til að reka kartöflurækt í stórum stil o. fl. Steinsteypu-baðstöðvar til sauð- fjárböðunar — sundker með sig- palli — hafa víða verið bygðar hér á seinni árum, en sá galli er á að þær er flestar úti, en þurfa að vera inni til þess að full not geti að þeim orðið á slíkum vetri sem þessum. Fj'rir striðið var hér talsvert gert að húsabótum, eru flest hin nýju íbúðarhús timburhús járnklædd, með steinlímdum kjallara. Útihús og hej'hlöður, víðast með járnþaki, en standa of dreifð og rúma of lítið. Sumarið 1912 var hér í sveit- inni bygt samkomu- og fundahús úr steinsteypu, með fordyri, sam- komusal, upphækkuðu leiksviði og kjallara undir. Var því að mestu komið upp með frjálsum sam- skotum og allir sveitamenn unnu að því ókeypis, en frumkvæði að þessu átti félag sem hér var stofn- að 1906 og heitir Málfundafélag Lónsmanna. Hefir nú félag þelta starfað í 11 ár og beitt sér fyrir mörgum nytsemdarmálum innan sveitarfélagsins, og tekið mörg al- þjóðarmál til yfirvegunar og um- ræðu. Síðan húsið var bygt hefir fé- lagið haldið eina lil tvær skemti- samkomur á vetri liverjnm og meðal annars sýnt þar ýmsa smá- sjónleiki, svo sem Vesturfarana eftir M. J., Prestkosninguna eftir þ. E. og margt fleira. Er það ekki fyrirliafnarlaust að æfa og sýna slíka leiki í sveitum, þar sem strjálbygt er. En nú fmst mönnum þessar skemtisamkomur ómissandi í fásinninu á vetrin. Auk leiksins eru haldnar ræður, sungið og dansað o. s. frv. Altaf hækkar útlenda varan, en sú innlenda stendur í stað eða jafnvel lækkar. Menn tala um að útlitið sé mjög ískyggilegt, en allir eru sammála um að gera sítt itr- asta til að standast þessa eldraun sem heimsstyrjöldin og hin stirða að gerast þessarar tegundar meðal núlifandi manna, jafnvel þótt sú greinagerð verði ekki nema á pört- um og til bráðabirgða. En á undan áskorun minni verð eg að láta fara þakkláta viður- kenning þess, að margir einstakir prestar hafa komið fram með þekking og vinsemd gagnvart mál- inu. Skilningur þeirra og samúð eru mjög mikils virði. En það eru ekki einstakir menn meðal presta- stéttarinnar, sem eg vil mæla mál- um, heldur gervöll kennimanna- stéttin meðal allra kirkjuílokka, því að engir hafa annað eins færi á að ná til manna með persónu- leg áhrif og fræðslu. Einkum óska eg að vekja athygli biskupa ensku rikiskirkjunnar á málinu, því að þeir eiga hlutdeild í löggjöf Iands- ins og áhrifavald þeirra er afar- víðtækt. Kennimenn kunna að vera þeirr- ar skoðunar, að trúarbrögðin þurfi engis stuðnings af nýjum sann- reyndum. Má og vera, að þeir reyni að ímynda sér, að engar nýjar sannreyndir geti orðið til þess að styrkja trúna, jafnvel þó að í ljós komi, að þessar sann- reyndir komi í meira lagi vel heim við atburði, sem sagt er frá í fornum ritningum. Er það vafa- laust fyrir þá sök, að mörgum trú- mönnum nægja frásögur ritning- anna. Slikir menn munu þó vart geta haldið því fram, að vísindaleg rannsókn hafi alls engin áhrif á trú mannkynsins. Þeir hafa oft harmað það, hve efagirnin breidd- ist út, og kent um rannsóknum vísindanna. Nú virðast þeir að þvi komnir að kvarta yfir því, að alda óðlátrar trúgirni renni yfir, og bera fyrir sig líkar ástæður. Flestar eru öfgarnar aumar. En hversu erfitt sem kann að vera að komast að hinum guðhræddu lærisveinum í höfuðhjörðinni, þá verður það eigi með sanni sagt, að vísindaleg rann- sókn hafi engin áhrif á trú al- mennings. Nú verður því ekki neitað, að kirkjan hefir yfirleitt barist á móti nýjum uppgötvunum; hún hefir ávalt komið auga á ókostina við þær og lagt áherzluna á þá fremur en á kostina. Á þetta dugir ekki að bera brigður; dæmin eru deg- inum Ijósari. Stjörnufræðin var fyrsta vísindagreinin, sem bakaði sér fordæming og vakti á sér van- þóknun kirkjunnar. Kenninguna um, að jörðin væri eitt af himin- tunglunum, varð að sanna í trássi við bannfæring og ofsóknir. Nú loks er sú sérstaka vísindagrein að fullu viðurkend. Og er dýrð liimnanna birtist æ dásamlegri fyrir þær uppgötvanir, sem stjörnuspek- ingarnir eru að gera smátt og smátt, þá er þeim nýjungum vel tekið. Sumir prestarnir eru ötulir rann- sóknamenn á því sviði. Og nú er sú sannreynd alment viðurkend, að sannleikurinn í þessum efnum sé miklu undursamlegri og veki hjá oss enn meiri lotning og guð- rækni en nokkuð það, er ófrædd- ur mannshugurinn gat •imyndað sér. Svo hlýtur ávalt að fara, þeg- ar mannsbugurinn leggur af sér fánýtar ímyndanir og er leiddur fram fyrir sannleikann. Þó má ekki gleyma því, að jafnvel á dög- um Miltons var það talinn vottur sanns guðsótta bæði með mönnum og englum, að ráða frá því að hnýsast í það, sem þá voru álitnir huldir leyndardómar. Rví að þegar Adam spurði um himintunglin og hvort þau og jörðin hreyfðust í raun og veru (Paradísar missir, VIII. bók), þá voru ráðleggingar Rafaels höfuðengils þessar, og átti hann þar við hina nýju kenning Koperníkusar: Sé petta þannig, eða pá ekki, hvort röðull rennr, sem ræðr mest, hvervetna kringum hauðr petta,- eða kreikar pat kringum röðul; Pá er engi pörf, at paunkum djúpum um hulda hluti mœðir huga pinn’; heldr skil eptir Skaparanum önn og umsorgun fyrir öllu pví. •) Auðkent af þýð.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.