Tíminn - 06.04.1918, Blaðsíða 1

Tíminn - 06.04.1918, Blaðsíða 1
TÍMINN ■kemur út einu sinni i viku og kostar A kr. árgangurinn. AFGREIÐSLA i Regkjavik Laugaveg 18, simi 286, át um land ÍLaufási, simi 91. II. ár. Suðaustanblika. Balkanskaginn hefir löngum þótt anesta illviðrabæli. Þaðan hafa löng- um dregið upp ófriðarblikur yfir Norðurálfuna. Svo var og 1914. Á landamærum Serbíu og Austurríkis kviknaði sá neisli, sem brátt varð að eldhafi er náði um flest lönd. ög enn er þar sá eldsmalur ó- brunninn að ætla má að þar verði síðast slökt. Flestum kemur nú saman um að nýlendu og markaðsþörf hinna miklu iðnaðarþjóða, og þá einkum Þjóðverja, hafi verið frum orsök stríðsins. Þjóðverjar höfðu komið helzt til seint til skjalanna. Bretar, Frakkar, Rússar og Tyrkir höfðu eignarhald á beztu nýlendunum. Frá þrem hinum fyrsttöldu varð ekkert tekið nema með vopnadómi. Tyrkir voru hinsvegar veikir fyrir. Þá mátti sigra í friði; gleypa þá án þess þeir vissu af — og fá þar landauka handa þýzka þjóðstofn- inum. Eftir því sem skýrum rithöfund- um meö Vesturþjóðunum segist frá, var ráðagerð Þjóðverja sú, að mynda voldugt ríkjasamband frá Hamborg að Persaflóa. Þjóðverjar væru þar höfuð þjóðin. Austur- riki í bandalagi, en þó lítils ráð- andi. Balkan og Tyrkjalönd í Asíu germönsk nýlenda. Ríkjasamband þetla hefði orðið eins og íleygur milli Rússa að austan og Frakka og Breta að vestan. Engin ríkis- heild í heimi hefði verið sterkari en þessi, eða fjölbreyttari að lands- háttuin og náltúrugæðum. Undir forustu Prússa myndi samband þetla hafa orðið ægilegt herveldi. í stríðsbyrjun 1914 stóðu Prúss- ar furðu nærri þessu takmarki. Austurríki og Búlgaria voru banda- menn þeirra og Tyrkir höfðu um mörg ár verið hreinir og beinir skjólstæðingar. Fjöimargir af leið- andi mönnum Tyrkja höfðu ment- ast í Þýskalandi, en þar að auki voru þýzkir menn settir til að gegna mörgum vandamestu em- bættunum. Leiðin virtist opin Þjóðverjum til að gera Litlu-Asíu og Mesepotamiu að þýzkum ný- lendum. En á þessari leið stóðu Serbía t>g SvartQalIaland eins og »klettur úr hafinu«. Serbia Iét sig jafnvel dreyma stóra drauma um að bæta við sig slavneskum landshluta und- an Austurríki og verða stórveldi á Balkanskaga. Tækist það var íleyg skotið inn í hið mikla veldi Þjóð- verjanna. Stríðið hefir engu breytt um óskir beggja aðila viðvíkjandi Reykjavík, 6. apríl 1918. 14. blað. Balkan. Þjóðverjar munu leggja alt kapp á að hafa óhindraða götu suðaustur í Tyrkjalönd — til að finna þar viðnám mannafla sínum og auði. Hinsvegar munu Vesturþjóð- irnar leggja alt kapp á að efla Serbíu, og liða út úr Austurríki þá þjóðflokka, sem heldur vilja vera óháðir en undir þ}Tzk-austur- rískri stjórn. Dýrtíðarmálin. ii. Margar miljónir hinna vinnandi manna í heiminum hafa verið teknir frá vinnu sinni. í ófriðarlöndunum er allur vinnukraftur, sem mögu- legt er að ná til, tekinn í þjónustu stríðsins og framleiðslunnar. Engu að síður er sú ein afleið- ing stríðsins í hlutlausu löndunum að svo mikill ijöldi manna verður atvinnulaus, að til stórvandræða horfir. Erfiðleikarnir að reka ýms- ar atvinnugreinar eru orðnir svo margir og margvíslegir, að atvinnu- rekendur verða sumpart að hætta að reka atvinnu, sumpart að draga mjög saman seglin. Þeir veita miklu færri mönnum atvinnu en áður. Það er augljóst að ekki verður undan stýrt voðanum sem hér er fyrir dyrum, án þess að þjóðfé- lagið sem heild skerist í leikinn og útvegi vinnu á einlivern hátt. Það sem skiftir mestu máli er að finna grundvöllinn sem á verði reist. Hvað verður þá fyrst og fremst að gera? Það er það, að reyna að komast að raun um það hversu margir þeir eru sem þur/a á vinnu að halda. Til þess að komast að raun um þelta verður að leita upplýsinga um land alt a. um alla þá menn sem þurfa að fá vinnu og hve langan tíma úr árinu og b. um hina sem vinnu veita, hversu marga menn þeir myndu taka til vinnu og hve langan tíma úr árinu. Það yrði allmikið verk að safna slíkum skýrslum, en langt frá að vera óframkvæmanlegt. Og eigi nokkur föst stefna að komast á, um dýrtíðarráðstafanir, til frambúð- ar, sem sé gengið út frá því að stríðið standi lengi, kreppi meir að, og það er ekkert vit í að ganga út frá öðru — þá getur það ekki talist verjandi að reisa fram- kvæmdir á öðrum grundvelli en þessum. Að sjálfsögðu mætti láta þessar skýrslur sýna það, hvaða verk hver einstakur kynni einkum að vinna, hverjir væru ráðnir, hverjir hefðu fullráðið, auk þess sem þær bæru það með sér hvar þeir menn væru á landinu sem vinnulausir eru. — Þeir sem kunnugir eru ástandi atvinnuveganna íslenzku nú, munu ekki vera í neinum efa um það, að slík rannsókn myndi leiða það í ljós að þeir eru mjög margir á ís- landi nú sem að meira eða minna leyti þurfa að fá vinnu, til þess að forða sér og sínum frá neyð. Þeir eru nálega áreiðanlega svo margir, að þá verður það öllum Ijóst, að dýrtíðarvinna, rekin í líkri stefnu og var í vetur, verði hún látin ná til allra, verður slík voðaleg Qárhagsbyrði á landinu, að það ris ekki undir henni nema stuttan tíma. Það verður lífsnauðsyn að finna nýjar leiðir. Og þá verður þjóðin að skilja það, að því að eins verður það tvent sameinað, að allir fái svo arðberandi vinnu að þeir geti lifað þolanlega, og landið fari ekki á höfuðið, — að bœði vinnendur og vinnuveitendur sœtti sig við það, að landið verði cf til vill að setja ijmis- konar hömlur á frelsi þeirra — að báðir flokkarnir láti niður jalla all- an innbyrðis rig og styðji hvor annan um að framkvœma það sem verður að teljast nauðsynlegt til þess að bjarga heildinni — að allir taki saman höndum um að halda sem sparast á í hvivetna. III. Það sem undir öllum kringum- stæðum er sjálfsagt er það, að þjóðfélagið beinlínis og óbeinlínis stuðli að því að menn geti og fáist til þess að leggja stund á frain- leiðslu. í sambandi við rófu- og kartöflu- rækt má t. d. nefna, að landsstjórn og bæja- og sveitastjórnir sjái um að nóg sé til allstaðar af fræi og útsæði, hjálpi til um verkfæraút- vegun ef þess gerist þörf og veiti mönnum, þar sem svo á stendur, hinn greiðasta aðgang að landi til ræktunarinnar. Hitt er annars eðlis að hið opinbera reki slíka framleiðslu sjálft. Sama er um eldiviðaröílun, að veita mönnum sem notað geta, aðgang að landi til þess. Sérstakt dæmi inætti nefna um fráfærur. Auknar fráfærur í stórum stil gera hvorttveggja að veita meiri vinnu og auka framleiðsluna. Það sýnist liggja alveg beint við nú, að verði ekki farið lengra, þá eigi a. m. k. að skora alvarlega á alla bændur í landinu að færa frá, jafn- vel að bregða nú við og senda á- hugasama menn út um sveitir til þess að kalla saman fundi og tala við bændur og sýna það svart á hvítu með tölum, hversu það muni vera mikill hagur að því nú — beinlínis og óbeinlínis — bæði ein- staklingnum og heildinni — að færa frá. Og þær tölur má leggja á borðið. Og það er nálega víst að slík aðferð hefði góðan árang- ur í för með sér. En hún væri ónýt nema annað væri gert líka. Sem sé það, að eitt hvað yrði gert um leið til þess að tryggja bændum það að fá fólk — smala og mjaltakonur eða menn, til þess að þeir geti fært frá. Það yrði að gera með því að landið setti á stofn ráðningaskif- stofur og væri þá ef til vill heppi- legast að hreppsnefndir söfnuðu skrá um hve margt fólk þyrfti í hverja sveit af slíku fólki og léti ráðningastofurnar ráðstafa til sín. Þetta eru óvenjulegar ráðstafan- ir. En hver mun þora að neita því að hér sé á aðra hönd um möguleika að ræða til þess að bæta ástandið að miklum mun. Og ekki í þessu eina skyni virð- ist það liggja beint við að komið sé á fót ráðningaskrifstofum alstað- ar í bæjum og þorpum, þar sem mikið er um þá menn sem vantar vinnu, til þess að aldrei fari þó svo að atvinna falli niður af því einu, að á einhverjum stað er eftir- spurnin of mikil. Sviðin eru ærið mörg, þar sem þjóðfélagið getur gripið inn í hvetj- andi og hjálpandi. Ónefnt er t. d. að sjá um að efni og áhöld sé til til þess að smíða opna báta, riða net og gera annað sem mætti verða til að fjölga þeim sem sjó gætu stundað. En aðal spurningin er sú, hvort þjóðfélagið þurfi ekki að fara lengra en að stuðla þannig að framleiðslu einstaklinganna. Til fulls verður þeirri spurning ekki svarað án þess að hafa við hendina þær skýrslur sem getið er um hér að framan. Brnuðgcrð á gasstöðinni. Til- raunir hafa verið gerðar að baka brauð á gasofninum í Gasstöð Reykjavíkur. Hafa tilraunirnar bor- ið góðan árangur. Er nú jafnvei gert ráð fyrir að takast megi að baka öll rúgbrauð sem Reykvíking- ar þurfa á þennan hátt og myndi það spara mikiö fé. Hefir bæjar- stjórnin málið til meðferðar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.