Tíminn - 25.05.1918, Blaðsíða 2

Tíminn - 25.05.1918, Blaðsíða 2
118 TIMIN N Jariagaaíferí stjórnaranðstaeBinga. Gisli Sveinsson gefur villandi skýrslu sem ritari i fjárhags- nefnd alþingis. Svo langt er nu gengið að það er gefið i skyn um atvinnumála- ráðherrann að hann dragi sér fé úr landssjóði. Gott sýnishorn af bardagaaðferð stjórnarandstæðinga er rógur sá sem þeir hafa flutt um atvinnu- málaráðherrann, að hann hafi látið landssjóð borga ferð sina norður i fyrra sumar, er hann sótti fjöl- skyldu sína. Skal nú sá þáttur rakinn og sannleikurinn sagður. í skýrslu fjárhagsnefndar um Tjörnesnámuna — sem hr. Gísli Sveinsson hefir samið og ber fyrst og fremst ábyrgð á — er komist svo að orði. »Hafði atvinnumálaráðherra Sigurður Jónsson og ferðast norður og undirbúið kolanámið, að því er sjá má á greiðsluávís- un til hans frá 1-3. júní f. á.« Þarna er það hiklaust gefið í skyn að þessa ferð hafi hann farið til þess að undirbúa kolanámið og til þeirra ferðar hafi gengið þær 500 kr. sem honum voru þá ávís- aðar. Athugi menn að þetta er sagt i opinberri skýrslu sem birt er og samin af ritara þingnefndar (G. Sv.) Svo taka blöðin við og leggja út af þessu. Og í þetta sinn er það Morgunblaðið sem látið er ganga allra lengst. Það er í því tölublaðinu sem kom út á Hvíta- sunnudag, sem ítarlegast er út af þessu lagt. Þar segir svo: »Til þess svo að setja meiri hátignar — eða réttara hágöfgi- blæ á fyrirtækið, (námurekstur- inn) ferðast sjálfur atvinnumála- ráðherrann í eigin persónu norð- ur til Húsavikur. Að vísu hefir nefndin1) eigi orðið vör við annan árangur af för þeirri, en ávísun til hágöfginnar fyrir ferða- kostnaði, en nærri má geta hvort eigi hefir meira gagn af leitt, fyrst sá hávitri maður átli í hlut. Að minsta kosti hafði hann í þeirri för ráðstafað búi sinu og flutt suður konu sína og bera ýmsir það upp í sér, *að þetta hafi verið aðalerindið, þó álitamál sé hvort það geti bein- línis talist til kolanáms. En hann hafði »brugðið sér út á Tjörnes um leið.« Hér er ekki um að villast hvað verið er að gefaf í skyn. Það er sem sé hvorki meira né minna en það, að atvinnumálaráðherrann hafi látið landssjóð borga ferð sem hann fór norður i sínum einkaer- 1) Hver talar á pennan hátt fyrir hönd (nærri pvi eins og i nafni) fjár- hagsnefndar i Morgunblaðinu? Greinin er nafnlaus en af miklum kunnugleik skrifuð. indum. Það er nákvæmlega sama og að segja það að hann væri með óráðvendni að draga sér fé úr landssjóði. Hver er nú sannleikurinn í þessu máli? Hann er þessi í fæstum orðum: Atvinnumálaráðlierrann fer þessa umgelnu ferð norður til þess að sækja fjölskyldu sína. Hann fær ávísaðar úr landssjóði 500 kr. áð- ur en hann leggur af stað, til þess að hafa þær handbærar, ef svo færi að honum þætti ástæða til þess á norður leið að líta sérstaklega eftir vegum, símalínum o. s. frv. Úr þvi eftirliti varð ekki vegna þess að hann varð að hraða ferð sinni meir en hann hafði gert ráð fyrir og eyddust þvi ekki peningar til þess. Frá Ystafelli fór hann sérstaka ferð úr á Tjörnes til þess að kynn- ast öllu ástandi þar og sjá með eigin augum. Handa fylgdarmanni og fyrir hesta á þessari aukaferð fékk hann úr landssjóði 44 — fjörutíu og fjórar — krónur. Sjálf- ur fékk hann ekkert. Pessar 500 krónur sem hann tók við syðra úr landssjóði borgaði hann inn til Tjörnesnámunnar nyðra. — Ferða- kostnaðinn 44 kr. fékk hann út- borgaðan fyrst er hann kom hing- að suður aflur. Þetta er sannleikurinn Rannsókn G. Sv. á rekstri Tjö- nesnámunnar er svona. Hann hefir ekki veitt því eftirtekt að kostnað- urinn af því að atvinnumálaráð- herrann vildi sjá með eigin augum námureksturinn á Tjörnesi var ekki þessar 500 kr. sem honum voru ávísaðar syðra, heldur einar 44 kr. En svo er að geta þess einkenni- legasta við skýrslugerð hr. Gísla Sveinssonar. Skýrslan talar um »greiðsluávísun til hans (S. J.) frá 13. júní f. á«. En samkvænt reikningura náraunnar heflr at- vinnnraálaráðherrann enga ávís- nn fengið 13. júní. En þann dag borgar liann inn þessar 500 kr. norður á Húsavík. Hér er sannleikanum gjörsamlega snúið við i opinberu þingskjali. Hinn 23. maí fékk atvinnumála- ráðherrann ávísaðar þær 500 kr. sem áður er um getið, og sem hann aldrei notaði. Það kann að vera að hr. G. Sv. vilji nú gpra minna úr þessu en hér er gert og kenna um misritun. En þá segir »misritunin« annað. Ur því sagt er einmitt 13. júni hlýtur hr. G. Sv. að hafa tekið eftir innborguninni þann dag og s'éð að hún var nákværalega jafn stór og útborgunin 23. raaí. En í skýrslunni getur hann einungis um útborgunina, en þegir um inn- borgunina. Og það verður varla hjá því komist að segja að það hljóti að vera gert vísvitandi. Hvers vegna þegir ritari Qár- hagsnefndar um þetta mikilvæga atriði? Hvernig á eftirleiðis að dæma um opinberar skýrslur frá hans hendi? Allar dylgjur Morgunblaðsins eru bersýnilega bygðar á þessum orðum skýrslunnar. Þarf ekki um þær orðum að fara. Slíkar ásakanir munu ekki hafa verið bornar fyr á neinn ráðherra á íslandi. Þeim hefir þótt minna gera til þeim heiðruðu stjórnar- andstæðingum, þótt farið væri lengra en nokkru sinni áður í þorparaskap og ósannsögli. Vitanlega væri hægt að fá þessi ummæli »hvítasunnu«-blaðs- ins dæmd dauð og ómerk og blað- ið dæmt til sekta. En þess gerist ekki þörf. Þau eru sjálf dæmd dauð og ómerk undireins og sann- leikurinn er kunnur og bardagaað- ferð stjórnarandstæðinga í þessu tilfelli brennimark frammi fyrir þjóðinni sem þorparaskapur. Kolanámið á Tjörnesi. Ágrip af ræðu Sigurðar Jónssonar ráðherra. Umræðuefninu sem fyrir liggur má skifta í þrent. 1. Skýrsla fjár- hagsnefndar, þgskj. 111; 2. þings- ályktunartillagan, þgskj. 112; og 3. viðbótarskýringar framsögumanns ásamt viðbót og endurtekningum fleiri háttv. þm., sem vænta má að frain komi þegar um mál er að ræða sem fara í svipaða stefnu og hér er um að ræða. Eg hefi tilefni til að hefja mál mitt á skýrslunni. Ekki skal eg dæma um það, hversu nákvœm eða rétt skýrslan er yfirleitt, til þess hefi eg eigi nægileg gögn við hendina, og það hygg e8 að nefndin hafi eigi held- ur haft, þótt eg efist eigi um henn- ar góða vilja. En eg vil reyna að skj'ra málið í sumum atriðum nokkuð nánar og lcoma fram með athugasemdir við ýmislegt sem í skýrslunni stendur og leiðréttingar. Fyrstu tildrög til þessa námu- reksturs felast í þingsályktun sem samþykt var á síð&sta aukaþingi hér í deildinni, en eigi varð út- rædd í Ed. Af umræðum málsins þá, sést það að þingmenn lögðu afarmikla áherzlu á að landsstjórn- in léti sem mestan árangur verða af tillögunni. Tillaga þessi var í tveim liðum, sem sé að láta sérfræðing rannsaka kola- fundi og að heimila landsstjórninni kola- vinslu á kostnað landssjóðs. Fyrri lið þessarar tillögu hefir eigi lánast að fullnægja fyr en ný- skeð. Er sænskur sérfræðingur nú að rannsaka Tjörnesnámuna, eins og síðar mun verða að vikið, er hann ráðinn til næstu áramóta og honum ætlað að rannsaka kola- fundi sem víðast, en þó einkum þar sem menn áður vita um kol, svo sem á Vestur- og Austurlandi. Siðari liðurinn stendur í nánu sambandi við Tjörnesnámuna. Þar eð engum sérfræðing var til ,að dreifa til kolarannsókna, virtisí stjórninni helzt tiltök að byrja kolanám á þeim stað þar sem mest var fengin reynslan um kolavinslu og notagildi kolanna, en þetta átti sér einmilt stað um Tungunámuna., Um 30 ára skeið höfðu þarna ver- ið tekin kol til eldsneytis, og stund- um allmikið, einkum siðustu árin,. og umsögn þeirra sem kolin höfðu notað var á þá leið sem síðan hefir reynst við rannsókn og notk- un kolanna. — — Á þinginu í fyrrasumar var enn samþ. þingsályktun í sam- einuðu þingi, þar sem enn jastar er kveðið að orði með öflun elds- neytis, sérstaklega innlendra kola, og er stjórninni þar m. a. lieimil- að fé til leigu og kaupa á kola- námum. Samkvæmt þessari heim- ild fóru fram kaup á öllum námu- réttindum Ytri-Tungu 16. ág. f. á. Af þessu er það ljóst að stjórnin hefir í þessum efnum farið eftir skýlausum vilja þingsins og heim- ildum þess, og kappkostað að koma þessu ítrekaða áhugamáli þingsins svo til framkvæmda sem hefini virtust atvik helzt liggja til. í þessu sambandi er rétt að taka það fram, að stjórnin hefir látið þá innlenda menn sem hún taldi helzt til þess fallna, athuga kola- fundi á Vestur- og Austurlandi og gefa þær Ieiðbeiningar sem föng voru á. Látið athuga kolasýnis- horn hér í Reykjavík frá ýmsum stöðum, útvegað verkstjóra, verk- færi, sprengiefni og yfirleitt reynt að greiða fyrir kolavinslu sem mest. En stjórninni fanst hins- vegar eigi ráðlegt, að svo komnu, að láta reka kolavinslu beinlínis á kostnað landssjóðs víðar en á ein- um stað, meðan sérfræðings nyti eigi við, né heldur reynsla væri fengin á umgetnum stað. Og það er þá þessi reynsla sem skýrslan reynir að skýra frá og háttv. nefnd virðist byggja á þings- ályktunartillögu sína. Kem eg þá að því, eftir að hafa skýrt tildrög málsins, að fara nokkrum orðum um skýrsluna. Fyrst skal eg geta þess, að það ætti að gela verið háttv. fjárhagsn. Ijóst, hversvegna náman var fyrsl tekin á leigu. Get eg í því efni vitnað til liæstv. fyrv. fjármálaráð- herra, að það var fyrir það, að hreppsnefnd Tjörneshrepps átti frumkvæði að því. Eftir að hrepp- urinn hafði fengið kauparétt á námunni fyrir um 12000 kr., gerði hreppsnefndin fyrirspurn í síma um það, hvort landsstjórnin vildi ekki leigja námuna, og bauð lands- stjórninni að sitja fyrir leigunni. En einstakur maður, Þorsteinn Jónsson kaupmaður frá Seyðisfirði, var þá að falast eftir að fá nám- una leigða. Leiga fekst ekki lægri en 2400 kr. á ári. Þannig stóð þá á því, að landsstjórnin gekk að þvi að leigja námuna fyrir kr. 3,50 fyrir burtflutta smálest, sem hv. nefnd og framsm. virðist telja of hátt. Hér var ekki kostur á vildari kjörum. Og það held eg rétt með (Framh. á bls. 123).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.