Tíminn - 25.05.1918, Blaðsíða 7

Tíminn - 25.05.1918, Blaðsíða 7
T í M IN N 123 (Framh. frá bls. 118). farið, að maður sá er falaðist eftir námunni til leigu, hafi ekki átt kost á henni fyrir þetta, en hefði má ske ekki gengið frá, þótt leig- an hefði verið hærri. Þessi leigu- samningur gilti til hausts til 1. sept., því að þá var óráðið hvort námurekstri yrði haldið lengur á- fram á kostnað landssjóðs. En svo kemur fram þetta nýja, að Tjör- neshreppur býður landsstjórninni námuna til kaups, og þegar svo þingsályktunin frá þinginu í fyrra líka heimilaði kaup, þá varð það að ráði að kaupa námuna fyrir 16000 kr. Að það sé liálfu meira verð, en hreppurinn hafði þá ný- lega keypt jörðina fyrir, er því engan veginn rétt, en hins- vegar er það mjög tíðkanlegt á þessum dögum, að eignir hækki fljótt í verði án þess að kaup eða almenn viðskifti hætti fyrir það. í rauti og veru var það ekki nema eðlilegt, að stjórnin réðist i að kaupa. Reikningslega séð var það hagkvæmara, en að halda áfram að leigja, því að ekki þurfti nema tæpar 4600 smál. af uppteknum og burtfluttum kolum til þess að borga kaupverðið og þegar búið var að taka upp 5000 smál. var það orðið betra en að leigja. Eg ætla ekki að þreyta hv. deild á því, að koma fram með þetta sem reikningsdæmi, en hægt er um vik að sannfæra sig unt að þetta er rétt. Áður enn keypt var, hafði fyrir nokkru verið hafin kolavinsla fyr- ir norðan, og sá verkstjóri ráðinn, sem þegar hefir verið nefndur, bæði í skýrslunni og ræðu fram- sögumanns. Það er Jónas Þor- steinsson. Hafði hann ágætis með- mæli, og átti frá háu kauptil- boði að hverfa, sem verkstjóri við annað fyrirtæki, sem fór i liku átt, eldneytisöflunina í Reykjavík. Hafði hann áður verið nokkuð við námugröft í Dufans- dal, og auk þess verið verkstjóri undir yfirstjórn Jóns Þorlákssonar. Var hann ráðinn af atvinnumála- og fjármáladeild stjórnarráðsins í sameiningu. Síðar var svo bætt við öðrum manni, Sigurði Jónssyni, af því að vinnan var svo marg- skift og verkamenn margir. Það virðist nú svo, að það sé álit hv. nefndar og framsm., og ef til vill hv. þingdeildarmanna og almenn- ings, að þessi maður haíir verið óheppilega valinn, af því að hann hafi ekki reynst að standa í stöðu sirini á þann hátt er þurft hefði, en þar sem sjá má í skýrslunni, að vegamálastjóri sem hefir traust nefndarinnar a. m. k. á móts við það traust, er nefndin ber til stjórn- arinnar, þá víkur því einkennilega við, að einmitt vegamálastjóri hefir ráðið þennan mann áfram til að standa fyrir vinslu námunnar. En eg get nú tekið það fram, að þelta er ekki það eina, sem ekki er vel samrimanlegt við það sem nefndin segir og virðist álíta um málið, svo rökfærslan fer stundum út um þúfur. Kaupgjaldið er að vísu nokkuð hátt, en ekki vil eg segja, að það sé nákvæmlega eins og sagt er í skýrslunni, en það munar þó aldrei svo miklu að út af því sé hvellur gerandi. En eg mun síðar, ef hæstv. forseti leyfir, skýra frá áliti ann- ara inanna, sem færa skriflegar ástæður fyrir því, að eðlilegt sé að kaup sé hærra þarna en við nokkra aðra atvinnugrein hér á landi. Sama er að segja um fæðis- kostnaðinn, sem eg er sammála nefndinni um að er mjög hár. Mun það og eðlilegt, að á þessum stað þurfi fæði að vera í kostbezta lagi vegna erfiðrar vinnu. Er eg þá kominn að því, hvað selt hefir verið frá námunni á þessu tímabili. Skal eg hér ekki gera veður út af því, þótt þar sé ekki nákvæmlega frá skýrt. Eg skal taka það fram, að þess er getið á 2. bls. skýrslunnar, að skipaður hafi verið eftirlitsmaður og reikningshaldari við námuna sá maður, er framsögUm. og drap á, sem sé sýslumaðurinn í Þing- eyjarsýslu. Það var þegar eg fór norður til að athuga námuna, að það kom upp, að nauðsynlegt væri að til aðstoðar urn ýms vandasöm atriði yrðu skipaðir 3 menn í nefnd. Var það sýslumað- urinn í Þingeyjasýslu, hreppstjóri Tjörneshrepps Jón Jónsson á Héð- inshöfða og Egill Sigurðsson hreppsnefndarmaður í Laxamýri. Eg er ekkert smeikur, þótt skrif- arar þessarar hv. deildar festi þessi nöfn á pappírinn, því að eg er þess fullviss, að lífs og liðnum verður þeirn aldrei borinn annar vitnisburður en sá, að þeir hafi verið vandaðir sæmdar- og merkis- menn, og framkvæmdir þeirra hafa sýnt þá hygna menn og athugula. Hv. framsm. var nú svo nettur, að í sambandi við þetta fór hann alls ekki út í það, að Sigurður Jónsson, fyrrum á Yztafelli, hefði ritað upp á greiðsluávisun fyrir ferðakostnaði sínum norður. Það var að eins eitt heiðrað blað, eða eitt blað, skulum vér heldur segja, sem hafði það fyrir hvítasunnu- sálm, að eg hefði farið norður til að ráðstafa búi mínu og flytja suður konu mína og börn upp á landssjóðs kostnað. Það verður eini útúrdúr minn að gera grein fyrir þessu. Eg fór norður á eigin kostnað. En í samráði við hæstv. þáverandi fjármálaráðherra, tókst eg á hendur að athuga ýmislegt viðvíkjandi námunni. Fyrir það var ekki borgað annað en það sem gekk í fylgdarmann og hesta frá Yzta- felli til námunnar. Að öðru leit tók eg ekkert fyrir þá ferð. En þessa skýring má ekki misskilja þannig, að eg gefl í skyn, að nefndin hafi hreyft þessu til að vilia sjónir. Það er margt lleira úr skýrsl- unni, sem eg hefði viljað skýra frekar, en eg vil sérstaklega taka það fram viðvíkjandi því sem skýrslan segir, að »hreinn halli á rekstri þessarar námu hafl orðið frá miðjum maí f. á. til 9. marz þ. á, á annað hundrað þúsund króna«, að þessir reikningar eru enn ekki fyllilega endurskoðaðir. Niðurstaða nefndarinnar er því ekki nákvæm. En þetta er ekki svo að skilja, að hallinn rnuni áreiðanlega reynast minni. Hann getur eins vel orðið nokkuð meiri. Það er rétt, að kolaverðið var fyrst 35 kr., og var því haldið nokkuð lengi. Að kolaverðið var ekki hækkað, þegar landssjóður tók að vinna námuna, stafaði meðal annars af því, að þegar námuvinnan byrjaði þá var þar fyrir vinnuflokkur, eins og líka hv. framsm. drap á. Varð það að sam- komulagi, að þessi flokkur réði sig til landssjóðs, þannig að báðir flokkarnir lögðu saman. En sá flokkur var búinn að lofa nokkr- um kolum fyrir þetta lága verð. Að setja verðið svo í byrjun, að sýnt væri, að reksturinn bæri sig, var ekki svo auðvelt, þar' sem um nýtt fyrirtæki er að ræða með nýj- um áhöldum og öðrum dýrum verkfærum. Það stendur í nefndarálitinu, að kaupendum og neytendum þessara kola hafi víst þótt nóg fyrir þau gefið. Þetta getur vel verið rétt fullyrðing að einhverju leyti, en þá verður það lika að byggjast á því, að svo mikill sé gæðamunur á þessum kolum og t. d. kolunum úr Hringversnámunni, að ekki hafi verið gerlegt að selja þau hærra verði en þetta. Skal eg láta mér nægja að taka það fram, að þessi fullyrðing á ekki við nægileg sönn- unargögn að styðjast. Þá segir svo i niðurlagsorðum skýrlunnar, að yfirstjórn þessa fyr- irtækis hafi verið í höndum at- vinnumálastjórnar landsins. Það er að nokkru leyti rétt, en eins og eg hefi áður vikið að, hefir og þá- verandi forstöðumaður Qármála- deildarinnar, hv. 1. þm. G. og Kj. (B. Kr.) látið sér mjög ant um málið meðan það var á undirbún- ingsstigi og öll helztu framkvæmdar- atriðumy í stjórnartíð hans. En þótt hann hefði lítil afskifti af fyrirtækinu, er það var komið í fast horf, þá var hann sá, sem var lífið og sálin i framkvæmdum þessum í byrjun, og sem mest vann að þvi að koma því í það horf, er það hafði í síðastl. ágúst- mánuði. Þá kem eg að þeim stað í skýrsl- unni, sem slyðst við bréf frá cand. phil. Einari Gunnarssyni, og sem er allhörð ummæli um reikningsskil og annað. Þar er nú að vísu vikið að nokkru leyti að því, að stjórnin hafi ekki vandað til þeirra manna, er þar er veizt að, né haft eftirlit með þeim. Eg hefi nú áður nefnt þessa menn og skal eg ekki fara langt út í þau orð, en að eins taka það fram, að þetta er slitið út úr sambandi, miðað við brot af reikn- ingunum og haft eftir ónákvæm- um og ósamhljóða símskeytum, sem oft er ómögulegt að segja um, hvernig stendur á að ósamhljóða eru og vitanlega stundum eru röng, enda vitnar bæði þessi mað- ur og vegamálastjóri alt annað að lokum. Eftir þetla víkur sltýrslan mest að vegamálastjóra landsins, og að málið hafi verið honum í hendur fengið, þegar í þetta hirðuleysis- óefni var komið. Eg hefi nú áður tekið það fram, að vegamálastjór- inn var búinn að hafa áður ýms afskifti af námunni, sjá um kaup á verkfærum, og útvegun á fleiru með aðstoð verkstjórans, sem þá kom suður, einmitt unnið að þessu sem mig minnir að háttv. framsm. bendlaði við fyrirhyggjuleysi. Loks er það sagt, að hann liafi eftir að hann tók við, fengið plögg nám- unnar í hendur frá stjórnarráðinu og heimtað til sín að norðan alla reíkninga og bækur. Og síðan hafi hann með þau gögn í höndum gert reikningsskil yfir rekstur og hag námunnar frá byrjun. Þó þetta sé kannske ekki algerlega rangt, þá er það þó ekki nægilega skýrt, þar eð Einar Gunnarsson var langt kominn með að semja yfirlitsreikn- ing úr plöggum þeim sem áður höfðu verið send hingað suður. Enn segir skýrslan, að vega- málasljóri hafi útvegað sænskan verkfræðing, reyndan mann og dugandi. Sannleikurinn er nú sá, að það gerði stjórnarráðið með aðstoð stjórnarskrifstofunnar í Höfn og Kirks verkfræðings. Eg hefi alls ekki viljað draga af þessum heið- ursinanni, vegamálastjóranum, þann tvísýna heiður að hafa útvegað þennan mann. En það er nú frem- ur stjórnarinnar verk, og býst eg við að sumir menn áliti það eilt af »axarsköftum og skakkaföllum« stjórnarinnar að útvega manninn. Eg vil með þessu benda á, að ham, var ekki einn um það, svo að hann þurfi ekki að vera einn um ábyrgðina, þegar þar að kenrur. Enn er þess getið í sambandi við vegamálastjóra, að nú sé nám- an »undir hæfri og ábyggilegri stjórn«. En þess er ekki getið, hve margir þátttakendur eiga að felast undir »hæf og ábyggileg stjórn«. Sennilega er það að landsstjórn- inni frátekinni, sljórnarnefnd nám- unnar, verkstjórar og dagleg stjórn námunnar. Ef svo er, þá vikur því undarlega við, að í þessa hæfu og ábyggilegu stjórn ræður vegamála- stjóri sama aðalverkstjórann og áður. Hann mun ráðinn til hausts. Það ber því alt að sama brunni. Þrátl fyrir góðan vilja kann eg ekki að hugsa öðruvísi en svo, að hér kenni, sem víðar hjá nefnd- inni, dálítils ósamræmis. Ætla eg svo ekki að fara fleiri orðum um þessa skýrsla, en með leyfi forseta, til enn frekari árétt- ingar lesa upp ummæli vegamála- stjóra um þessi efni. Að því búnu mun eg tala dálítið meira um málið frá almennu sjónarmiði. Hann segir svo: vVinnan. Kaup er nokkuð hátt samanborið við verkalaun við aðra vinnu, en þess ber að gæta, að vinnan í námunni er óvenju ströng og erfið. Menn verða að standa hálfbognir að vinnunni, andrúms-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.