Tíminn - 25.05.1918, Blaðsíða 4
120
T í M I N N
lögin og síðan að bjóða út brúar-
smíðina. Var það gert bæði í Nor-
egi, Pýskalandi og Danmörku.
Lægsta tilboðið sem kom um
að reisa brúna var 78000 kr. Seg-
ir þá Nellemann að eg hafx komið
sér í ljótu vandræðin. Hann sé
búinn að fá lögin staðfest af kon-
ungi, bjóða út verk sem enginn
vilji taka að sér fyrir nánda nærri
svo lítið fé sem fyrir hendi sé og
geti því ekki orðið neitt úr neinu,
og útboðið líti út eins og gabbið
eitt.
Eg svaraði honum að hér væru
engin vandræði á ferðum, jeg skyldi
taka að mér að reysa brúna fyrir
66000 kr. Nellemann kvað það
stoða lítt, þar sem hann hefði ekki
ráð á nema 60000 kr. Kvaðst jeg
þá mundi taka að mér smiðið fyr-
ir 60000 kr. og sagði honum, að
eg reiddi mig á 6000 kr. frá lands-
höfðingja. Varð ,Nellemann feginn
mjög þessum málalokum og hóf-
ust nú samningar okkar á milli.
í>á var eg góður vinur Zöllners
í Newcastle og útvegaði hann mér
tilboð um brúarefnið hjá Waughan,
eftir teikningu, og líkaði mér vel.
Sumarið eftir byrjaði eg á stöpla-
gerðinni, og næsta ár þar á eftir
á brúnni sjálfri.
Skipið sem flutti brúarefnið átti
að koma til Eyrarbakka 12. ágúst.
Hinn 11., 12. og 13. ágúst var
indælt veður, en ekki kom skipið.
Aðfaranótt hins 14. heyrði jeg brim-
hljóð mikið heim að Selfossi. Var
þá k.omið suðaustanveður, rokhvast
og brim sem stóð í 4 daga.
Hinn 16. kemur hraðboði úr
Reykjavík og segir að skipið sé
þangað komið með alt brúarefnið
og hafi ekki getað hafnað sig á
Eyrarbakka. Vilji skipstjóri nú ekki
annað en að leggja brúarefnið upp
í Reykjavik.
Eg bregð við og ríð ofan á Eyr-
arbakka. Par frétti eg að Guðmund-
ur Isleifsson hafi sent skip til
Reykjavíkur, til þess að sækja hálf-
an farm af salti. Fór jeg þá að
semja við Guðmund um að flytja
brúarefnið á skipi sínu til Eyrar-
bakka. Það var eitthvað um 50
smálestir að þyngd. Guðmundur
neitar ekkí flutningnum, hann vill
fá 1200 kr. fyrir hann, en eg vildi
ekki gefa nema 500 kr. Við það
var ekki komandi og varð eg að
ganga að því að borga það sem
hann setti upp.
Þetta gerðist fyrra sumarið, sama
sumarið og stöplarnir voru bygðir.
Jeg varð að fara norður áður en
skipið kom til Eyrarbakka og sá
Guðmundur um landflutning brú-
arefnisins. Get eg ekki lokið miklu
lofsorði á hann fyrir viðskipti okk-
ar, eða afskipti hans af brúarmál-
inu.
Skal nú fárra atriða getið enn í
sambandi við brúarsmiðina seinna
sumarið.
Einu sinni ætlaði enskur verk-
fræðingur sem við var að flytja efni
á bát yfir ána. Mér leist ekki á það
og bannaði það, því að vöxtur var
í ánni. En hann gerði það eigi að
síður. Trékláfar fyltir grjóti voru
beggja megin árinnar og strengur
spentur á milli. Var tilætlunin að
draga bátinn yfir á strengnum. Það
fór að gefa á bátinn þegar út á
ána kom og sökk hann með öllu
sem í honum var og maðurinn
druknaði. Enginn vissi hvað í bátn-
um hafði verið af brúarefni.
Ferju varð að sækja upp að
Laugardælum, til þess að ná bátn-
um sem var á hvolfi í ánni. Hann
náðist en ekkert af járnunum sem
í honum voru. Var jeg nú í mestu
vandræðum staddur, því að brúar-
smíðinni varð að ljúka á tilsettum
tíma. Varð fyrst að rannsaka hvað
glatast hefði og panta það síðan
frá Englandi. Til þessa gekk margra
manna verk í fleiri daga.
Um þessar mundir var jeg dag
einn að rjála við bergið að norð-
anvei'ðu. Áin var þar búin að éta
úr því að neðanverðu í mörg hundr-
uð ár. Var það nálægt þremuráln-'
um sem efri brún bergsins náði
lengra fram en hin neðri. Sá jeg
sprungu í bei-ginu að ofan. Fékk
jeg mjer þá sleggju og heyrði að
hljóðið var holt. Setti jeg þá fleiga
í sprungurnar og hrökk þá geysi-
stórt stykki úr berginu niður í ána.
Við þetta varð brúin of stutt.
Eftir samningunum var jeg ekki
skyldur að hafa brúna lengra en
jeg hafði látið smíða hana og vissi
ekki að þess þyrfti. En nú var
auðsætt að hún gat ekki komið að
haldi eins og hún var. En mér
þótti hinsvegar ófært að setja hana
á klöppina sprungna, þegar jeg
hafði komist að raun um að svo
var. Jeg pantaði því viðbót vlð
brúna um leið og jeg pantaði ný
stykki í stað þeirra sem farið höfðu
í ána.
Eg skal geta þess að eg fékk
hvorki 6000 krónurnar sem lands-
höfðingi hafði lofað né gjafirnar
sem Árnesingar höfðu lofað. Eg
heyrði ennfremur á tal bænda sem
fluttu fyi’stu trjáviðarhestana frá
Eyrarbakka að Selfossi, að þeir
sögðu sín í milli að það væri fjandi
hart að fá ekkert fyrir þetta. Borg-
aði eg þeím því fult verð og eng-
inn mintist á það framar að flytja
ókeypis. Þannig borgaði eg alla
hestburði og verkalaun.
Enn kom eitt til sem mér þótti
verra, að stjórnin dró af mér 3500
krónur til manna sem hún setti til
gæzlu brúarsmíðinnar, svo eg fékk
ekki nema 56500 kr. fyrir brúna.
En dálítið bætti Alþingi úr því
síðar. /
— Tilviljunin með stofuna hans
Þorláks á Stórutjórnum varð til
þess að jeg fór að reisa brýr með
nýju lagi og Helgi Helgason húsa-
matjurtum, eða þegar þarf að herða
mjög á sprettu, án tillits til hvað
áburðurinn kostar.
En svo kemur stóra spurningin:
Hvernig eigum við að hagnýta á-
burðinn? Hvenœr, hvernig og hversu
mikið og í hvaða efnahlatföllum
eigum við að flytja áburðinn á
völlinn?
Það er þýðingarlaust fyrir mig
(og aðra) að vera að rita langt
mál um það, hvað eg haldi eða
þyki sennilegast um þessa hluti.
Það sem fyrir liggur er svo mikil-
vægt atriði, að það þolir enga bið.
Við verðum að fá vissu. Hún fœst
að eins með stórfeldum, innlendum
tilraunum.
Það virðist, fljótt á litið stór-
merkilegt, að tilraunastöðvar okkar
skuli ekki hafa tekið þessi mikil-
vægu atriði til nákvæmrar íhug-
unar og rannsóknar. En betur at-
hugað verða þessar tilraunir ekki
gerðar á einum eða tveimur stöð-
um á landinu. Það þarf að gera
þær sem víðast, með tilraunastöðv-
arnar og starfsemi þeirra í farar-
broddi. (Frh.)
Endurminningar
Tryggva Gunnarssonar.
Þegar suður kom til Reykjavík-
ur fór eg að tala um málið við
landshöfðingja og sagði honum
þetta, að eg byggist við að hægt
mundi vera að reisa brúna fyrir
66000 kr. Varð hann feginn að
heyra þetta og lofaði að sjá um
að jafna á amtið 6000 kr., svo ekki
stæði á svo lítilli upphæð.
Þegar til Hafnar kom um haust-
ið, hitti eg Nellemann og segi hon-
um þetta sama, að hægt muni vera
að reysa brúna fyrir 66000 kr.
Fékk eg hann nú til að samþykkja
íbúa, voru siðastliðið ár 20 menn
sem hver átti miljón króna og þar
yfir. Auk þess margir lítið þarfyrir
neðan. En fjöldi manna sem hefir,
einhverra hluta vegna, ekki verið
tímanum vaxinn, eða ekki áttað
sig á því sem var að gerast, stend-
ur uppi með tvær hendur tómar
eða treðst undir. Er það þar sem
annarsstaðar, einkum verksmiðju-
og verkalýðurinn, sem verst er
staddur. Sjást þess glegst merki í
bæjunum. Þó að þeir, einkum
hinir stærri, séu á yfirborðinu
með miklum menningar- og fram-
farablæ, þá gægist samt eymdin
og spillingin alls staðar útundan
hjúpnum. Virðist mér ekki með
öllu ósönn lýsing á þeim þetta,
sem sagt hefir verið um stórbæina
yfirleitt, að þeir væru ekki ósvip-
aðir stórum haugum, sem að ofan
eru alsettir fegurstu skrautjurtum,
en við botninn úandi maðkaveita
siðleysis og spillingar.
En þetta eru sjúkdómar sem
viða þekkjast og vonandi eru ekki
ólæknandi.
Landbúnaðurinn.
Hinn óði vöxtur iðnaðarins hefir
líka töluvert orðið á kostnað land-
búnaðarins, og þannig orsakað
misvöxt í atvinnuvegunum sjálfum.
Allra augu beindust að stóriðnað-
inum, eins og annað væri ekki til.
Flestir hinir meiri háttar fésýslu-
og framkvæmdamanna beindu
kröftum sínum þangað. Stjórn-
endur, löggjafar og peningastofn-
anir studdu iðnaðinn framar flestu
öðru. Frjósamir, friðsælir landbún-
aðardalir breyttust á svipstundu
í ólgandi og blossandi verksmiðju-
bæi, iðandi af lífi. Jarðirnar hækk-
uðu í verði, vinnulaunin- stigu,
verkafólkið varð auk þess illfáan-
legt, svo að bændur sáu þann
kost vænstan að selja jarðir þær,
sem næst lágu og búta niður i
húsagrunna, og leggja svo fé sitt
í iðnaðinn.
Það eru skiftar skoðanir meðal
Norðmanna um það, hve mikill
menningar hagur hafi verið að
þessum skiftum. Og um það má
deila. En um hitt verður ekki
deilt hverjar afleiðingar þetta hafði
fyrir landbúnaðinn. Þjóðin misti
trúna á hann og sumir þjóðmeg-
unarfræðingar töldu daga hans á
enda. Hann megnaði aldrei að
keppa við iðnaðinn og rnyndi
dragast upp smátt og smátt eins
og gamall óvættur, eftir því sem
verksmiðjuljóminn færðist yfir
landið. Þjóðin gæti altaf fengið
fæði sitt frá öðrum löndum, ein-
ungis ef hún hefði nóg af verk-
smiðjuvarningi að láta í staðinn.
Á þessum refilstigum var land-
búnaðurinn þegar að stríðið skall
á. Vélinni var haldið gangandi um
stund. Þjóðin átti skipakost góðan
og reyndi að nota hann áfram til
að flytja iðnaðarvörur á erlendan
markað og draga að sér bjarg-
ræði. En brátt kom í ljós að fátt
af þessu var örugt. Markaðirnir
þrengdust, matvörur urðu dýrari
og illfáanlegri með degi hverjum,
og skipunum var sökf í hópum,
svo að aðdrættirnir urðu bæði
erfiðir og stórhættulegir. Af þessum
ástæðum hækkuðu flutningsgjöldin
upp úr öllu valdi, svo að það lítið
sem að flutlist varð rándýrt.
Nú var skyndilega snúið við
blaðinu. Allir sem einn sáu að
iðnaðurinn einn, þó stórvirkur
væri, gat ekki haldið lífinu í þjóð-
inni. Landbúnaðurinn yrði að
dafna samhliða eins og hjá Birki-
dal og Eide, svo fremi þjóðin vildi
standa á eigin fótum. Og nú var
það lífsnauðsyn, og nú gullu hrópin
landshornanna' á milli að auka
matbjörgina, efla landbúnaðinn, —
og þar sat ekki við orðin tóm.
Búnaðarritlingum og leiðbeiningum
var dreift ókeypis um alt landið,
fé var ausið í jarðyrkjuna bæði af
hinu opinbera og einstökum mönn-
um, og margir skipsfarmar af
vinnuvélum og áburði voru fluttir
inn í landið. Og af síðari fregnum
er að sjá, að nú eigi að taka þetta
mál enn fastari tökum. Hefir komið
fram frumvarp um að lögleiða al-
menna þegnskyldu til að auka
jarðyrkjuna, og koma á lögum sem
heimili eignarnám á öllu óræktuðu
landi, svo að hver blettur verði
tekinn til matvælaaukningar.