Tíminn - 06.02.1919, Side 1

Tíminn - 06.02.1919, Side 1
TÍMINN að minsla lcosíi 80 blöð á ári, kosiar 5 krónur árgangarinn. AFGREIDSLA i Reykjavilc Laugavtg 18, simi 286, át am iand iLaufási simi 91. HI. íír. Reyfejavík, 6, febrúar 1919. .Sterkasta vigi he!msi«s‘. Við Njörfasund stóð Atlas, eftir því sem gríska sögnin segir, og bar heim allan á herðum sér. Var það ekki annars færi en Herkúlesar að leysa hann af hólmi um stund og ginna hann aftur undir byrðina. Hið núverandi heili sundsins Gibraltar (Gebel al Tarek), minnir á þá atburði sem gerðust fj'rir lólf öldum, þá er Tarek herforingi Serkja, flutti her sinn yfir sundið og lagði Spán undir Serki. þúsund árum síðar ná Eng- lendingar syðsta höfðanum undir sig og hafa búið vel um sig, þau 200 ár sem þeir hafa setið þar, og bitið alia af sér. Landspildan sem þeir ráða yfir er ekki nema 5 fer- kílómetrar, og ibúatalan ekki nema 24 þúsundir, en liöfðiun fyigir með, 425 metra hár og snar- brattur hamraveggur, og er vígið i hann höggið, sein kallað hefir ver- ið því nafni sem að ofan segir. Gibraltar hefir verið ein þj’ðing- armesta eign Englendinga um að hyggja heimsveldi þeirra, yfirráðin á sjónum og einkanlega sjóleiðina tií Indlands. Getur hver sem lítur á landabréf fylgt Englendingum stali af stalli á þeirri leið, — Gi- braltar, Malta, Súesskurðurinn og Aden — og verður ekki komist hjá að dáðst að hygni hans. En Spánverjum hefir æ verið það hinn mesti þyrnir í auga að þurfa að hafa Bretann, þarna syðst i sínu landi, en hafa ekki getað um þokað. En nú eru timarnir breyttir. Gibraltar er ekki lengur sterkasta vígi heimsins. Heirnsslyrjöldin hef- ir gerbreytt hugmyndum manna um það hvernig vígi eiga að vera. Það munu nú allir vera á einu máli um það að þýzka flotanum hefði ekki orðið það nema leikur að skjót »sterkasta vígi heimsins« á Gibraltar, í rústir, og það á fáum klukkustundum — ef hann hefði getað komist þangað. Englendingum er því ekki lengur neinn sérstakur hagur að því að eiga Gibraltar, fremur en einhverja höfn hinumegin við sundið, nyrst á Afríku. Og Spánverjar eiga ítök þeim megin sundsins. Sendiherra Spáuverja er nýkom- inn frá París, þar sem nú eru staddir fulltrúar Bandamanna, úr erindisrekstri um þetta. Og það eru taldar allar líkur til þess að Englendingar hafi skifti við Spán- verja á Gíbraltar og höfn sunnan sundsins. Oteljandi æfintýri, sem bundin, hafa verið við »sterkasta vígi heimsins« eru þar með sögð til enda. Og Englendingar hafa sýnt það enn einu sinni, A'erði af þess- um jarðakaupum, að þeir slaka á klónni, þegar þeir þurfa eklci leng- ur á að halda. Hirða minna um gömul æfintýri en nútíðarhag, — því að vinátla Spánverja er ekki einkis virði. Hteiiioiían. Brezku samningarnir heimiluðu innflutning á vissum tunnufjölda af steinolíu frá Vesturheimi til ís- lands og var gert ráð fyrir því um þá vöru sem aðrar að hún færi um hendur landsstjórnarinnár. Sú varð þó ekki raunin á. Stein- olíufélag Rockefellers setti stólinn fyrir dyrnar, ef sala olíunnar hætti að fara um hendur útibúsins hér, hins aíslenzka steinoIíufélags«. Pað var ekki nema tvenl til: annað- hvort að fá enga olíu, eða að sæta kostuin sleinolíufélagsins. Má af þessu ráða hversu mikið vald þetta félag heíir í Vestuheimi. Þótt svo væri komið að salan yrði að fara í gegnum hendur steinolíufélagsins hér, gat þó lands- verzlunin hafl hönd í bagga með um söluna. Hún setti skilyrði um úthlutun olíunnar, þannig að menn um tand alt fengu hlutfallslega jafnmikið af henni. Og i annan stað fékk hún því til vegar komið að verðið á hverri tunnu var lækk- að ti! muna hjá félaginu frá því sem upphaflega var til ætlast, enda verður verðið á olíunni að teljast sannsýnilegt nú, er á alt er litið. Vegna þess að búist var við því er brezku samningarnir voru full- gerðir að landsverzlun tæki stein- olíuverzlunina, hafði verzlunin haft undirbúning um að taka á móti olíunni. Hafði í því skyni tekið Örfirisey á leigu af Reykjavíkur- bæ, til þess að geyma tunnurnar þar og iátið byggja bryggju á eyj- unni. Pegar nú svo fór um söluna sem áður er sagt, leygði lands- verzlunin steinolíufélaginu eyjuna og bryggjuna gegn tveggja krónu gjaldi af tunnu. Er það gjald nægilegt til þess að landið bíður ekkert tjón af eyjarleigunni og bryggjusmíðinu. En á hinn hóginn hefir ekki olíuverðið hækkað fyrir gjald, þar eð hvort' sem er þurfti að fá gej'mslustað fyrir oliuna. Pannig er hann undir kominn »skatturinn« sem blað eitt bér í bænum var að tala um og taldi að landsverzlunin liefði lagt á olíuna. Öll afskifti landsverzlunar af þessu steinolíumáli hafa tvímæla- laust orðið til almenningsheilla. Vanrœksla Reykjavikur. Kallar nú tvent að í einu af sama lagi hér í höfuðborginni: taugaveikin sem mjög er að magn- ast, og samræðissjúkdómarnir, sem vikið var að í síðasta blaði. Höf- uðnauðsyn um hvorttveggja að ein- angra hina hættulegu sjúklinga. — En höfuðstaður íslands hefir alveg lagsl undir höfuð að eiga einn ein- asla kofa til slikra hluta. Haldi taugaveikin áfram að út- breiðast með sama liraða og nú undanfarið, er ástandið mjög í- skyggilegt. Hæltan níargtaldast að sama skapi og sjúklingum fjölgar sem verða að liggja í heimabús- um iit um allan bæ. Líklega er ekki eitt einasta hrepps- félag á landinu eins illa statt um þessa hluti og höfuðstaðurinn — en ætti síst að þurfa að vera það og má allra síst vera þáð. Liggur í augum uppi hve land- inu í heild sinni er mikil hætta búin af þessari vanrækslu höfuð- staðarins og því heilbrigðisástandi sem í honum er, sem er bein af- leiðing þessarar vanrækslu. Og það er réttmæt krafa sem aðrir landshlutar eiga á hendur höfuð- staðnum, að hann verði ekki að hættulegu pestarbæli vegna aló- nógra heilbrigðisráðstafana. Er það ekki ofmæll að betur hefði verið varið mörgum fjárhæð- um sem úr bæjarsjóði hafá run’n- ið upp á síðkastið, til þess að koma upp sjúkrahúsí fjrrir bæinn. Skylda Reykjavíkur er að eiga sitt eigið sjúkrahús og er alveg jafn- rík, þóll landspítali væri reistur. Hann á ekki að verða spítali fyrir Rej’kjavik eina. Pað væri ófögur saga, ef barna- kensla félli alveg niður í Reykja- vík í vetur, en það getur vel orð- íð, lialdi taugaveikin áfram að magnasl, að aftur verði að gera barnaskólann að sjúkrahúsi, um það leyti sem búið verður að sótt- hreínsa hann til fulls eftir drep- sóttina. Bátstapi. Bátur fórst úr Eyrar- sveit í siðastliðinni viku. Vroru á honum sjö menn, druknuðu fimm, en tveir komust af. 8. blað. Vestan um haf. Herra ritstjóri Tímans! Leyfið mér að þakka yður í heyranda hljóði fyrir að þér hafið vakið máls á því í blaði yðar, að oss beri, Frónbúum, að mjmda fé- lagsskap eða samtök til að efla samúð og samvinnu meðal íslend- inga vestan hafs og austan. Það hefði átt að vera gert fyrir löngu. Vinir íslenzks þjóðernis og ís- lenzkrar tungu vestan hafs stæðu þá miklu betur að vigi en þeir gera nú. Mér er kunnugt um að þá sækir stundum megn sársaukatilfinning út af því, að þeim finst að þeir séu hálfgleymdir »heima á gamla landinu«, og að héðan komi oftar kaldur gustur kærulejrsis eða jafn- vel kala og misskilnings, heldur en hlýr samúðarandi. Og því veit eg að engar fréttir héðan að heiman verða þeim jafnmikið gleðiefni og ef þeir frétta, að hér séu samtök mynduð í þá átt, sem þér nefnduð. Eg dvaldi 3 mánaða tíma í sum- ar sem leið í ýmsum bygðum ís- lendinga í Canada, og eg varð ekkí var við neitt, sem var jafnsameig- inlegt bjá rétt að segja hverjum íslendingi, sem eg kyntist, eins og ræktarsemi og samúð til ættjarðar vorrar. Eg kom á talsvert á annað hundrað íslenzk heimili og algeng- asla umtalsefnið var ísland eða eilíhvað íslenzkt, og að eins tveir menn töluðu kuldalega i garð ís- lands í min eyru. Mér þótti ein- kenriilegt að endurminningarnar að heimau voru svipaðar hjá báð- um, þótt annar værí aö norðan en hinn að austan. Báðir höfðn farið um fermingaraldur vestur, átt erfið æskuór hjá ónærgætnum húsbænd- um, og kváðust sist sakna íslenzku fjallanna, því að oft hefðu þeir gengið um lxiíðar þeirra grátandi, svangir og sárfættir og leitað að óþekkum rollum í svartnættisþoku. Eina sinni heyrði eg orðin: »Ekki sástu svona á íslandi« sem sagt hefir veíið, að hljómuðu sifelt í eyrum nýkominna íslendinga. — V*oru þau sögð við mig í græsku- lausu spaugi í þetta eina skifti. En þegar eg hugsa um þjóðern- baráttuna islenzku, er borið hefir nú fagran ávöxt í Jóns Bjarna- sonar skólanum, og öll hlýinda- orðin í íslands garð, sein eg heyrði, á eg afarerfitt með að skilja hvern- ig sannkær maður fer að fulljrrða að maður verði var við »sifeldan kulda og lítilsvirðingu á ættjörð- inni« hjá löndum vestra, og þurfi að »Ienda si og æ i hörðustu stæl-

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.