Tíminn - 06.02.1919, Page 3
T í M I N N
31
slysatryggingarliðinu, sem vili fá
atvinnu handa sjálfu sér.
2. Engir eiga að hafa rétt til að
minnast á orðabókargerðina nema
málfræðingar. Væntanlega kemur
íslenzkum gjaldendum það ekki
við hve mörgum tugum þúsunda
yrði sukkað í aðra og þriðju lil-
raun? Og meiri eru missmiðin á
ferli þessa »atvinnufyrirtækis« en
svo að engir beri skyn á þau nema
náðaðir málfræðingar.
3. Jafnvel H. H. getur ekki
neitað því að Tíminn hafi slungið
upp á mjög vel hæfum manni til
verksins. Og varla er su motbára
mikils virði að af því að sá mað-
ur sé í miklu áliti við þá stofnun,
þar sem hann hefir unnið i mörg
ár, þá megi ekki þess vegna
fela honum virðulegra trúnaðar-
starf.
4. H. H. gleymir að geta þess,
að minst er á próf umsækjanda
eingöngu af því að grobb Smára
um visindamenskuna og sérþekk-
inguna var alt of hlægilegt í aug-
um þeirra mörgu manna sem vissu
hversu erfiðlega honum gekk að
ná prófinu. Hitt er annað mál að
vont próf eða ekkert próf myndi
lítt hafa sakað Smára, ef hann
hefði áunnið sér traust og virðingu
með öðrum hætti. H. H. er sjálfur
gott dæmi þess hversu trábærir
einginleikar, sýndir í verki, hækka
menn f áliti.
5. Bjarnargreiði er það við
Smára að tala um Jón Sigurðsson,
Konráð Gíslason og Guðbrand
Vigfússon í sambandi við hann.
Það minnir á þegar Jón Trausti
taldi til hversu sum mikilmenni
væru misskilin t. d. hann sjálfur
og Shakespeare.
6. Rangt er það, þótt litið sé, að
Finnur Jónsson hafi lokið lélegu
sérfræðingsprófi. Hann hlaut þvert
á móti mjög háa einkun fyrir aðal
viðfangsefnið, og hafði þar að auki
lokið náminu á frábærlega skömm-
um tíma.
7. Að leirskáld séu gáfu sinnar
vegna, heppilegi rorðabókarhöf. má
telja ósannað enn sem komið er.
8. Ef Smári er æskilegur forustu-
maður við orðabókina, þá á hann
eftir að sanna að svo sé. Próf hans
mun tæplega talið þungt á met-
unum. Lakara er þó hitt, að hon-
um hefir ekki tekist á þeim árum,
sem hann hefir dvalist hér, að
loknu námi, að afla sér verulegs
álils á nokkru sviði. Hann þáði
að vera í nokkur ár ábyrgðarmað-
ur að blaði, sem mjög torvelt var
að fá dugandi menn lil að ábyrgj-
asl. Jafnvel sárfátækur fjölskyldu-
maður hafði neitað um þá aðstoð,
er hann sá fyrirkomulagið. Eitt af
framaverkum »Landsins« í líð
Sinára var að sanna það, að allir
samvinnumenn á íslandi hefðu af-
salað sér réttinum til að skifta/við
lánsstofnanir. Myndi Jón Sigurðs-
son, sem neitaði rektorsemhættinu
þólt fálækur væri, heldur en að
setja blett á drengskap sinn, hafa
gengið i slíka ábyrgð? Og myndi
Jón Sigurðsson hafa verið ritstjóri
að blaði svo árum skifti án þess
að nokkurn tíma bólaði á sjálf-
stæðri hugsun eða heilbrigðri fram-
faralöngun? Prátt fyrir lof H. H.
um andans yfirburði skjólstæðings
hans, er torvelt að neita því, að
það tækifæri, sem Smári hefir
fengið til að sýna andlegt og lík-
amlegt þrek sitt, ber honum lak-
legan vitnisburð, bæði það að taka
á cig ábyrgðina, sem var svo lítið
fýsileg, og í öðru lagi að inna
hana svo slælega af hendi.
9. Framkoma Smára í orða-
bókardeilunni ber honum samt
enn óhagstæðai i vitnisburð. Fyrsla
grein mín skýrir ljóslega frá viður-
kendum misfellum í orðabókar-
málinu og bendir á einfalda leið
til að bæta úr ágöllunum, að því
leyli sem unt er. Smári hvergi
nefndur beint eða óbeint. Út af
þessu verður hinn tilvonandi sann-
leiksleitandi svo reiður, að hann
hellir illyrðum, dylgjum og hnút-
um ekki einungis yfir Tímann,
Finn Finnsson og samvinnufé-
lögin(!), heldur blandar hann hin-
um ímyndaða keppinaut inn í
málið, heimspekisdeild háskólans
og jafnvel sjálfum kenslumálaráð-
herranum (út af Eiðum!). Er þetla
merki um yfirburði sérfræðingsins?
10. Finst mönnum ekki von,
þó að ýmsum verði á að draga i
efa, að þessi maður muni vera vel
fallinn til að hefja arf Jóns Ólafs-
sonar til vegs og sæmdar? Skyldi
hann vera líklegaslur til að líta
eftir verki föður sins, segja til hve-
nær honum er um megn að hald'a
lengur áfram sem fullvinnandi
maður? Er ekki heldur litið vís-
indabragð að þessari ritmensku
hans, hvað sem prófinu líður? Og
myndi það ekki verða aifarasælla
að leggja orðahókina alveg á hyll-
una um nokkurra ára bil, heldur
en að fela forustuna manni, sem
eyðileggur álit sitt með hverju þvf
orði, sem framgengur af hans
munni, einmitt þegar hann réttir
út báðar hendurnar móti hinu eft-
irþráða hnossi? Spyr sá ekki veit.
Finnur Finnsson.
Æfiminhing
þeirra feðganna Guðmund-
ar Jónssonar bónda á Baug-
stöðum og Siggeirs
sonar hans.
Guðmundur var fæddur á Minna-
Núpi 24. október 1849, sonur Jóns
Brynjólfssonar og Margrétar dóttur
Jóns Einarssonar hreppstjóra á
Baugstöðum og seinni konu hans
Sesselju Ámundadóllur frá Eystra-
Geldingarholti í Gnúpverjahreppi.
Var Ámundi þjóðhagasmiður, list-
fengur og skurðhagur vel. Eitt af
verkum eftir hann er altaristafla í
Gaulverjabæjarkirkju, smíðuð 1775.
Ættartöiur verða ekki raktar hér,
það hefir verið gerí í æfiminning-
um Brynjólfs frá Minna-Núpi, .
bróður hans. Var Guðm. lieitinn
hjá foreldrum sínum þar til hann
var 25 ára, þá fór hann til Reykja-
víkur og lærði járnsmíði hjá Jón-
asi Helgasyni. 1878 fór hann að
Haga í Gnúpverjahreppi og giftist
sama ár Guðnýju dóttur Ámunda
Benediktssonar frá Stóruvöllum í
Bárðardal. — Veturinn 1882 losn-
uðu hálfir Baugstaðirnir úr á-
búð. Atti móðir hans nokkuð af
þeiin helming og vildi láta hann
taka jörðina, og mun þar mestu
hafa valdið trygð hennar við æsku-
stöðvarnar, því jörðin var ,rír á-
gangsjörð. Honum féll ekki jörðin
en vildi þó fara að ráðum móður
sinnar, hún hafði fram að því lagt
honum bezlu ráðin og gefið hon-
um bezta veganeslið, gotl andlegt
uppeldi.
Minna-Núpssystkyn máttu segja
eins og Ben. Gröndal: »Mín kendi
móðir mití að geyma lijarta trútt
þótt heimur brygðist«.
Harða vorið 1882 flutti Guð-
mundur að Baugstöðum. Bú hans
var mjög lítið. Jörðin var niður-
nidd, ekki steinn yfir steini. Hann
varð að velta í rústir og byggja á
ný. Reisti hann lítinn bæ laglegan,
girti túnið og varði það mikið
fyrir ágangi. Guðmundur var í
rauninni ekki búhneigður en hafði
þó mikla ánægju af öllu jarðrækt-
arstarfi og mikla tilfinning fyrir
fegurð náttúrunnar. Guðmundur
stundaði smíðar eftir því sem tim-
inn leyfir einyrkjanum. Hann var
vel skurðhagur þótt hann legði
það Nekki fyrir sig. Hann lagði
Skyldi hún vinna að útbreiðslu
friðarhugmyndarinnar og koma á
fót samvinnu milli friðarvina í öll-
um löndum.
Jafnframt þessu var komið á fót
fundum milli stjórnmálamanna
ýmsra þjóða, til þess að þeir kynt-
ust og gætu rætt öll áhugamál
sín i bróðerni. — Hinn fyrsti af
þess konar fundum (Inter-parla-
mentarisk Konference) var haldinn
í París 1889. Hafa siðan verið
haldnir margir slíkir fundir og hafa
þeir átt talsverðan þátt í því að
koma á fót sameiginlegri löggjöf
hjá rikjunum. Noröurlanda þjóðir
halda á hverju ári fund þar sem
fulltrúar þinganna koma saman og
ræða mál sín.
Á í’arísarfundinum 1877 kom
Clarendon iávarður fram með til-
lögu um að öll þrætumál milli
Norðurálfuríkja skyldu framvegis
verða leidd til lykta með gerðar-
dómi. Fundurinn aðhyltist stefn-
Utla» en engar reglur var þó hægt
semja um tilhögun gerðardóms-
ins. Varð þvi lítill árangur af
þessu, hefir nokkrum málum
verið lokið með úrskurði gerðar-
dóms. Langfrægast af slikum mál-
um er Alabamamálið milli Eng-
lands og Bandaríkjanna. Fvi lauk
þannig að England varl872dæmt
til að greiða Bandarikjunum af-
skapléga fjárupphæð og England,
sem var sterkara og voldugra ríkið
beygði sig fyrir gerðardóminum.
Er það einsdæmi í sögunni og allir
þjóðarvinir vonuðu að þetta væri
iagur fyrirboði nýrra tíma.
v Gerðardómshugmyndin lók nú
að breiðast út. Árið 1897 gerðu
Englendingar og Ameríkumenn
samning með sér um að deilumál-
um milli þessara rikja skyldi fram-
vegis ráðið til lykta með gerðar-
dómi. Þó voru undantekin þau
mál er snertu heiður, sjálfstæði og
mikilvægustu mál er snertu lif
þjóðanna. Við þetla minkaði gildi
samningsins að miklum mun. —
Ýmsar aðrar þjóðir hafa farið að
dæmi þessara ríkja og gert með
sér líka samniuga. Samningar milli
einstakra rikja kveða svo á að öll-
um málum undantekningarlaust,
skuli ráðið til lykta með gerðar-
dómi. Má nefna til dæmis þá samn-
inga sem Danir gerðu við Holl-
lendinga og ítali 1904 og 1906.
Fessar friðarhreyfingar höfðu
oftast komið neðan að og þjóð-
höfðingarnir höfðu oftast verið
þröskuldur í vegi fyrir þeim. En
nú brá svo undarlega við að sjálf-
ur hinn einvaldi keisari Rússlands
tók málið í sinar hendur.
Skömmu eftir að Nikolás II.
kom til valda tók hann að vekja
máls á því við aðra þjóðhöfðingja,
að þeir sendu fulltrúa á allsherjar
friðarfund. Heldur fékk þetta mál
daufan byr hjá stjórmálamönnun-
um, en ekki var hægt að synja
boði Rússakeisara og var það loks
afráðið, að fundurinn skyldi verða
haldinn í Haag 1899. Var hann
settur 18. maí, á afmælisdegi keis-
arans.
Á hinum fræga Haagfundi mættu
fulltrúar 27 rikja. — Lýðveldin i
Suður-Amerriku vildu ekki vera
með. — Aðalverkefni fundarins var
að fá rikin til þess að draga úr
herbúnaði. Voru ýmsar tillögur í
þá átt, en auðvitað hafði fundur-
inn ekkert vald til þess að fyrir-
skipa almenna afvopnun.
Loks var settur á stofn alþjóða-
gerðardómstóll í Haag 1903. Átti
hann einkum að vera til þess, að
rikin gætu fengið þar dómara eða
oddamann í gerðardóma. En ekki
skuldbundu þau sig til þess að leita
þaugað. Dómstóllinn átti þvi fyrst og
fremst að greiða fyrir því, að mál-
in yrðu lögð í gerð og þar næst
útvega eða hafa á boðstólum ó-
hlutdræga dómara. En aftur var
síður búist við þvi að hann sem
heild myndi dæma málin.
Friðarvinir væntu sér mikiis af
Haagdómstólnurn, og kappkost-
uðu því að sýna honum alian
sóma. Andrevv Carnegie, stálkong-
urinn ameriski, gaf 6 miljónir kr.
tii þess að byggja höll mikla og
skrautlega handa honum. Flest riki
álfunnar sendu dýra skrautgripi
til þess að prýða þessa friðarhöll,
en lítið hefir hún verið notuð enn
sem komið er.
Árið 1907 var haldinn annar
friðarfundur i Haag. Komu þangað
fulltrúar þvi nær allra ríkja á jörð-