Tíminn - 15.05.1919, Page 2
126
TlMIN N
rækja þau. Enn þá vantar alla
innlenda reynslu um vatnsiðju-
fyrirtæki, eins og líka vegi vantar
og önnur undirbúnings-mannvirki.
Einnig er þess að gæta, að með-
an jafnmikið los er á viðskiftum
og iðjuaðferðum sem nú er í lok
heimsstyrjaldarinnar, er eigi hægt
að átta sig á haldkvæmi slíkra
fyrirtækja.
Viðurhlutamikið væri að láta
rikið brjóta ísinn með vatnsiðju
og ráðast í margra miljóna fyrir-
tæki á þessum tíma og varla þarf
að ælla að margir vildu til þess
hvetja.
Öðru máli gegnir með káup á
nokkrum hentugum orkuvötnum
eða hlutum þeirra, til að geyma
þau betri tíma og til að varna því
að þau verði hrifsuð úr höndum
ríkisins. Slík kaup eru hyggileg og
geta komið til greina, en vegna
yfirvofandi þarfar ríkisins er eigi
sjáanlegt, að kaupa þurfi orkuvatn
i stórum stíl.
Eðlilegast virðist að ríkið með
umráðum yfir hentugum orkuvötn-
um i hverjum landshluta og virkj-
un þeirra, þegar nokkur innlend
reynsla er fengin, standi á sporði
óhollri samkepni og samtökum
þeirra, sem orkuvinslu og vatns-
iðju kunna að stunda, ef þörf
krefðist; eins og það þá gæti neytt
haganlegrar aðstöðu sinnar og gert
vötnin sér að tekjulindum. Leiðin
að þessu er því greiðari sem ríkið
á þegar hluta í bestu fallvötnum
landsins sunnanlands, austan og
norðan og getur því haft í hendi
sér að leyfa ekki virkjun þeirra.
Sá Ijóður er að visu á ráði rík-
isins yfir flestum þessum orkuvötn-
um, að þau eru leigð útlendum
fossafélögum, svo sem hluti þess
úr Soginu, þjórsá, Jökulsá, Laxá
og Skjálfandafljóti, en þau höft
ætti að mega leysa, þar sem þörf
krefur, svo sem við Sogið og Laxá
eða Jökulsá. Hálfur Lagarfljótsfoss
á Austurlandi er rikiseign og ó-
bundinn að öllu.
Ætti ríkið þannig ráð á hentugu
fallvatni, einu eða tveimur, i hverj-
um landsQórðungi, er eigi fyrirsjá-
anlegt, að það hefði þörf fyrir
meira eða nokkur tök á að nota
meira næstu 2 mannsaldra. En að
þeim tima liðnum eiga þau orku-
vötn, sem virkjuð kunna að verða
eftir sérleyfi á næstu árum, að
falla til ríkisins með mannvirkjum
eftir sérleyfistíma þeim, sem eg
legg til að verði settur, og myndu
á þann veg og upp frá því einka-
umráð allrar vatnsorkuvinslu kom-
ast í hendur rikisins, e/ þá þætti
hentara að reka hana á þann veg.
Liggi vötnin aftur ónotuð eða
verði virkjun þeirra eigi leyfð —
og ríkinu er ókleyft að nota þau
öll —, þá er tilgangslítið að
kaupa þau.
Eftir framansögðu tel eg ekki
þörf fyrir rikið að gera mikið að
kaupum orkuvatna. Hinsvegar tel
eg rétt, að það leysi úr sameign
við einstaka menn eða kaupi noklt-
ur hentug aflvötn, sem trygðu
þvi góða aðstöðu til virkjunar í
hverjum landshluta, ef grípa þyrfti
fram í og hamla viðskiftakreppu
eins og fyr segir.
U. atr. Með frumvarpinu til sér-
leyfislaga, er þessu atriði svarað
alment.
Lög geta að eins náð þeifn al-
mennu reglum um leyfisveitingu,
en ríkisvaldið verður á hverjum
tíma að ákveða, hvort leyfi skuli
veitt eða ekki, og eftir minni skoð-
un þarf mjög vandlega að gæta
þess, að eigi verði gálauslega veitt
leyfi til stóriðjufyrirtækja við
vötnin.
Iðjufyrirtæki, sem nota tugi
þúsunda eða jafnvel hundruð þús-
unda af hestorkum, geta fljótlega
orðið ofviða voru litla þjóðfélagi
og atvinnuvegum vorum, tungu
og þjóðerni stafað af þeim stór-
hætta.
Þau seyða að sér fjölda manna
og draga því lið frá öðrum at-
vinnuvegum. Mætti um það benda
til síldveiðanna undanfarið á Siglu-
firði, sem þó er að eins smá-mynd
þeirra herhlaupa, sem staðið geta
af föstum stóriðjufyrirtækjum og
virkjun nokkurra stærstu afl-
vatnanna.
Iðjufyrirtæki, sem sópar að sér
1—2 þúsundum verkamanna, hlýt-
ur að koma illa við landbúnað
vorn og fiskiveiðar, eigi sist ef 2
eða fleiri þvílík fyrirtæki væri sam-
ferða. Öllum hlýtur að vera ljóst,
að kyrstaða og hnignun innlendra
atvinnuvega er óumflýjanleg afleið-
ing slíkra fyrirtækja.
Það er óneitanlega mikilsvert að
geta notað fossaafiið og stuðst við
afurðir þær, sem með því má vinna,
en þá framför má eigi kaupa of
dýru verði. Og þótt nítrid-iðjan
geti orðið landbúnaðinum að liði
þegar stundir líða, þá er þörfin á
henni eigi svo brýn, að tilvinn-
andi sé að láta hana gleypa það
vinnuafl, sem landbúnaður og sjáv-
arútvegur styðjast við.
Margir hafa bent á það þjóðráð,
að flytja inn útlendan verkalýð og
leyfa honum hér landvist við vatns-
virkin. Þetta er samt þjóðráð, sem
nágrannaþjóðirnar, Norðmenn og
Svíar, hafa reist einna rammastar
skorður við og af eðlilegum ástæð-
um, en þær ástæður eru engu síður
þungar á metum hjá oss.
Sjálfsagt er ein aðalástæða þeirra
að tryggja innlendum mönnum at-
vinnu og hér mundi heldur eigi
hlýða að bægja þeim frá, en á-
stæðurnar eru fleiri og þar á meðal
þær þjóðernislegu og menningar-
legu, og þjóðfélag vort þolir miklu
síður en þeirra, byltingar þær, sem
leiða mundu af miklum iunflutn-
ingi þess lýðs, er vill að stór-
iðjunni dragast og landhreinsun
þykir sumstaðar að losna við.
Einmitt í »þjóðræðinu« liggur
þjóðernishættan og sú menningar-
lega, ekki síst fyrir tunguna, hætta
sem öllum landsmönnum ætti að
vera áhugamál að verjast, því að
ekki má ráð fyrir því gera, að
nokkur íslendingur vilji farga þjóð-
erni og tungu fyrir stundarhag
fárra manna eða nokkrar smálestir
af saltpétursáburði.
Ætti að hugsa sér stóriðjufyrir-
tækin stunduð af innlendum mönn-
um einvörðungu, þá má búast við
að hlutfallið milli landbænda og
annara atvinnurekanda haggaðist
fljótt, eins og komið hefir í ljós í
Noregi, þar sem á 35 árum hefir
sú breyting orðið, að bændum og
starfsmönnum i sveit hefir fækkað
um 5%, en iðjulýðnum fjölgað um
150°/o, og þaö á þeim tima, er
landsbúum hefir alls fjölgað um
þriðjung. Og þessi breyting, sem
annarsvegar stafar af vatnaiðjunni
verður skiljanlegri,þegar þess er gætt,
að mannsparasta iðjugreinin þar,
nítrid-iðjan, þarf þó 10—12 menn
íyrir hvert 1000 starfandi hestafla.
Eg lít svo á, að leyfi til stóriðju-
fyrirtækja í sambandi við vatns-
virkjun verði að binda traustustu
skilyrðum gegn þeirri hættu, sem
að framan getur, bæði um fjölda
og stærð fyrirtækjanna, sem og
takmörkunum á innílutningi verka-
lýðs. Að eins ein stórvirkjun ætti
að leyfast í senn og áhrif hennar
á þjóðarhaginn að vera komin í
Ijós áður en næsta leyfi fengist.
Eðlilegast virðist, ef þeim fyrir-
tækjum Qölgaði, að dreifa þeim
um landið. Stórfeld og mörg iðju-
fyrirtæki í einum landshluta hljóta
að gerbreyta starfsháttum öllum í
nágrenninu og leiða til þess, að
tunga og þjóðerni umturnist og
máist fyrir útlend áhrif.
Kgyptaland.
Það eru mörg lönd og þjóðir,
sem [aldrei hafa komið verulega
við veraldarsöguna hvorki til góðs
né ills. Það hefir hvorki verið neitt
sérlegt við þau sem hefir dregið
þangað ibúa annara landa, né íbúar
þeirra gengið sérstaklega á annara
hluta. Á þetta við um mörg þau
lönd sem liggja bæði Qær og nær
þeim stöðum þar sem miðpunktur
sögunnar hefir verið í hvert skifti.
Um önnur lönd gildir hið gagn-
stæða. Þótt það hafi ekki verið án
afláts, þá hafa þau ávalt við og
við, orðið þátttaka í hinum stærstu
byltingum í heiminum, á ýmsum
sviðum, pólitiskum, efnahagslegum
og andlegum.
Egyptaland er eitthvert frægasta
landið utan Norðurálfu sem telst
til síðari flokksins. Öld eftir öld
hafa aðrar þjóðir girnst kjötkatl-
ana egyptsku.
Vatnið úr Nilfljótinu og þurkur-
inn, hafa gert Egyptaland að því
landi sem á einna langelsta sögu
allra landa á hnettinum.
Laun vinnunnar.verðlaunhyggju-
vits og framkvæmda, eru óvíða meiri
en þar. Verkefnin voru mönnum
lögð upp í hendurnar. Egyptaland
var kjörinn staður til þess að verða
eitt fyrsta framfaraland í heiminum.
Þurkurinn varðveitir best allar
menjar fornrar menningar. Minn-
ismerki egyptsku fornmenningar-
innar munu standa meðan jörðin
er við líði. Þau fúna ekki úrraka,
því þar kemur varla dropi úr lofti.
Þar er sjálfgert forngripasafn sem
varðveitir alt það sem mennirnir
sjálfir ekki spilla. Og Forn-Egypt-
ar varðveittu eftirkomendunum
leifar menningar sinnar og vörðu
þær tortíming af mannanna hálfu,
með þvi að geyma þær i helgum
grafreitum konunganna, sein eng-
inn dirfðist að nálgast, án þess
að draga skó af fótum sér.
Egyptaland hefir vafalítið lengst
allra ríkja verið voldugasta og auð-
ugasta riki heimsins. Frá þeim
timum eru hin stórkostlegu mann-
virki, pýramídarnir, steinsúlurnar
og sfinxinn, sem bera vott um ó-
trúlega menningu og segja sögu
Faraóa sem lifðu fyrir mörgum
þúsundum ára.
En landið bar svo langt aflönd-
unum í kring að það gat eklti far-
ið hjá því að þeir litu þangað
girndaraugum. Saga Egyptalands
segir frá því á víxl, að konungar
Egypta lögðu undir sig löndin í
kring, og að nágrannaþjóðir settust
þar í að kjötkötlunum og kúguðu
Egypta. Síðustu, meir en tvö þús-
und árin, hefir Egyptaland lotið
erlendu valdi.
Rúmlega þrem hundruð árum
fyrir Krisls burð, leggur Alexander
mikli Egyptaland undir sig, sem
þá laut Persum. Upp úr því hefst
ný menningaröld á Egyptalandi
sem stendur i mörg hundruð ár.
Skömmu fyrir Krists burð ná Róm-
verjar yfirráðunum. — Egyptaland
nefnist þá með réttu kornforðabúr
Italíu. Alexandría er þá ein mesta
verslunarborg við Miðjarðarhaf,
millistöð milli Miðjarðarhafslanda
og hinna frjófsömu landa lengra i
austurátt. Næstu aldirnar eftir
Krists burð er Egyptaland eitt að-
alsetur kristninnar, þar búa þá
margir þeir sem enn eru tilbeðnir
dýrðlÍDgar katólsku kirkjunnar.
Svo hnignar Egyptalandi um
leið og rómverska ríkinu hnignar
og á sjöundu öld leggja Arabar,
lærisveinar Múhameðs, landið undir
sig. Kristna menningin fer smám
saman út um þúfur og hún hverf-
ur með öllu, en meðan Arabar
ráða ríkjum á Egyptalandi stend-
ur ríkið með blóma. í lok tólftu
aldar t. d. er Saladín soldán á
Egyptalandi, hinn glæsilegasti höfð-
ingi, hygginn, hraustur og sigur-
sæll, miklu meiri maður, mentaðri,
mannúðlegri og betri, en kristnu
herkonungarnir í Vesturlöndum,
sem fara krossferðir til landsins
helga, sem þá laut Saladín.
Svo kemur sami dauði blettur-
inn í sögu Egyptajands, sem i sögu
allra landa austur þar, þá er Tyrkir
setjast þar við stjórn. Atvinnuveg-
um hnignar, mentalífið fellur í dá
og verslunin minkar, því að skömmu
síðar finna Vesturlandaþjóðirnar
sjóleiðina til Indlands, suður um