Tíminn - 22.05.1919, Qupperneq 2

Tíminn - 22.05.1919, Qupperneq 2
182 TIMIN N 150 piltar og 137 stúlkur. Samtals 287; en kennaraprófi hafa lokið 114 piltar, 76 stúlkur, samt. 190. 12 eru enn í skóla, 1 dó í skóla, 84 hafa hætt námi, 28 piltar og 56 stúlkur. Námsskeið skólans 9 vor hafa sótt 105 karlar og 144 konur, alls 249. Og enn fremur hafa nokkrir fengið að hlusta á kenslu í skólanum við og við í einstökum greinum, þegar það hefir þótt öllum meinfangalaust. Eftir því, sem eg hef næst komist eru 6 þeirra, er útskrifast hafa, dáin, en 63 hætt kenslustörfum, fleiri konur en karlar. í*ær hætta yfirleitt, er þær giftast, en þeir halda fremur áfram, þó að þeir kvongist. — Mér hefir komið það á óvart, að skólinn skuli hafa verið meir sóttur af körlum en konum. Eg leit á málið frá sjónar- miði atvinnunnar, en eg finn, að eg hef gert mörgu þessu fólki rangt til með því. Annars hygg eg, að það stafi með fram af því, að langmest hefir hingað sótt fólk, sem verður að kljúfa strauminn sjálft, kemur af eigin hvöt og bjargast á eigin spýtur, en það veitir konum þyngra en körlum. Námsskeiðið sækja aftur á móti fleiri konur en karlar, því að þá standa þær líkt að vígi, er þær eru orðnar kennarar. Námsfólkið hefir verið úr öllum sýslum landsins, og engu síður úr þeim Qarlægustu. Hér er yfirlit yfir það eftir heimilisfangi, er það kom í skólann: komn útskrií'- uðust eftir i skóla úr Reykjavík ... 23 13 » — Gullbr.-ogKj.s. 13 11 í •— Borgarfj.sýslu 14 7 í — Mýra 7 7 » — Snæf. ogHnds. 14 10 í — Dala 7 2 » — Barðastrandar 16 12 » — ísafjarðar ... 22 17 2 Heildsaia. Smásala. Söðlasmíðabúðin Laugavegi 18 B. Simi 646. Stærst og fjölbreyttast úrval af reiðtýgjum, aktýgjum, og öllu tilheyrandi s.s. allskonar ólum, beislum, töskum o. fl. Klyftöskurnar orðlögðu. Af járnvörum: Beislisstangir, úr járni og nýsilfri, munnjárn, taumalásar, ístöð og allskonar hringjur, einnig svipur, keyri, hestajárn, o. m. fl. - Ennfremur stærri og smærri tjöld úr ágætu efni, vagna-yfirbreiðslur, fisk- ábreiður og hestateppi. Fyrir söðlasmiði: Hnakk- og söðulvirki, plyds, dýnustrigi, hringjur, beislisstangir, istöð, taumalásar, keyri, leður, skinn o.fl. §érstaklega er mælt með spaðahnökkum enskum og íslenskum. Stöðug viðskifti í öllum sýslum landsins. Pantanir afgreiddar fljótt og nákvæmlega. Byrjunarviðskifti verða undantekningarlítið stöðug viðskifti. Söölasmíðabúðin Laugavegi 18 B. Sími 646. Heildsala. E. Kristjánsson. Smásala. komu útskrif- uðust eftir i skóla Eitthvert fyrsta sinnið sagði eg þeim, er eg kvaddi við skólaupp- úr Stranda 9 6 » sögn, að það væri nú þeirra hlut- — Húnavatns ... 19 18 » verk að kenna alþýðu manna — Skagafjarðar... 18 11 2 að meta góða barnakenslu með — Eyjafjarðar ... 13 11 1 því eina ráða sem dygði við — Þingeyjar ... 28 16 » tornæma nemendur: Sýnikenslu, — N.-Múla 13 8 1 láta sjá það og þreifa á því hyers — S.-Múla 19 11 2 virði hún er. Og sannarlega veit — Skaftafells ... 11 5 » eg um þá marga, og vænti þess — Vestm.eyja ... 1 » » um þá alla, að ekki hefur vantað — Rangárvalla... 10 8 1 viljann til þess. Og víst hefir nokk- — Árnes 30 17 » uð áunnist í þá átt. En hvernig er 287 190 12 unt að kennari njóti sín til hálfs, Nokkuð af því fólki sem farið eins og þeim er í hendur búið og hefur héðan eftir 1 ár eða 2, hefir öll aðstaða þeirra er víðast hvar, tekist á hendur kennarastarf, og haldið því stöðugt, og er mér kunn- ugt um sumt af því, að það hefir fengið góðan orðstír. Skólinn á því að vísu meir en 100 lærisveina og lærimeyjar í kennarastöðum víðsvegar um land, en þó eru þeir enn mikill minni hluti allra barna- kennaranna. Um hitt, sem mestu varðar, verður engin skýrsla gefin: Hver áhrif skólinn hefir haft á námsfólkið, né heldur, hverju það síðan hefir áorkað í kennara- stöðu. einkum upp til sveita. Eg segi þetta ekki af því að ef hafi nokkra minstu tilhneigingu til að berja þá illyrðum sem þar standa að. Eg þekki örðugleikana sem við er að stríða og tek hér ekki upp aftur það, sem eg hefi sagt um þá á öðrum stað. Það er hægara að segja en gera, að ryðja þeim úr vegi. Eg kenni inig ekki meiri mann en svo, að eg get vorkent, þó að það gangi seint. Eg get vorkent einyrkja bónd- anum, sem er allan daginn önnum kafinn að vinna fyrir búi sínu og gegna þeim kvöðum er staða hans leggur honum á herðar, þó að hann fái lítinn tíma til að kenna börn- unum sínum að lesa og draga til stafs, hvað þá meira. Og ekki síð- ur húsmóðurinni, sem vinnukonu- laus á alt að annast innan bæjar, þjónustubrögð, barnagæslu, mat- reiðslu og þvotta o. m. fl. En svona er nú komið ástæðum á fjölda heimila í sveitum, og þeim fer sí- felt fjölgandi. Mér þætti óbilgjarnt í meira lagi og vonlaust, að ætla þeim nokkurt kenslustarf í ofaná- lag, ef ekki væri þarna til að dreifa sterkasta aflinu í heimi, foreldra- ástinni, og ef eg hefði ekki þá tröllatrú, sem eg hef, á íslensku al- þýðunni, einkum upp til sveita. Eg vildi, að eg sæi ráð til að létta undir með þeim, en eg sé það ekki, fyr en börnin eru orðin bjarglega læs, svo að einn kennari getur hjálpað mörgum í einu lengra áleiðis. Þá kemur til fræðslunefnd- anna, þær kjósa nú ekki altaf orð á sig, niska, skilningsleysi og skeyt- ingaideysi eru einkunnirnar sem þær fá. Sá frændi á ekki sjö dagana sæla! Hvern eyri, sem hún þarf að nota, er að sækja í hend- ur hreppsnefndar, en það hefir lengi verið talinn höfuðkostur og skylda sveitastjórnanna að halda sem fastast utan um fé hreppsins og spara gjöldin, þess helst til oft miður gætt en skyldi, hversu of mikill sparnaður getur oiðið mikil fjársóun og ómetanlegt skaðræði þegar um er að teila þau auðræði, sem ekki verða metin til fjár. Pen- ingar eru því ekki í handraða til fræðslumála. Það er heimtað af þessum nefnd- armönnum, að þeir sjái börnum hreppsins fyrir kenslu, en ekkert heimili fæst til að Ijá húsnæði handa kennara og aðkomubörnum, a. m. lc. ekki nema sárfáum, ekki af „Lamlsversli" mei bækur. Eins og við var að búast, hafa nokkrir menn orðið til að rísa á móti bókasafns-hugmynd Sig. Nor- dals. Ein mótbáran er sú, að hann geri ráð fyrir, að fyrirtæki þetta verði einskonar landsverslun. En þar sem öll verslun, nema kaup- menska, er vanheilög að dómi sumra manna, þá er ekki kyn þótt þeim súrni í augum, er þeir þj'kj- ast sjá sinn mesta óvin — lands- verslunina, reka höfuðið upp á bókamarkaðinum. í stuttu máli: Þessir menn segja, að hugmyndin sé góð cg gild — nema formið. Þessar bækur megi ekki vera und- anþegnar álagningu bóksalanna. Og hún kvað ekki ósjaldan nema 40°/o, sem er dálaglegur skildingur, einkum er bækur gerast nú svo dýrar, sem raun er á orðin. Það verður alls ekki ráðið af grein S. N., að honum sé nokkurt áhugamál, að fyrirtækið sé lands- verslun. En hann mun ekki hafa séð nein önnur ráð. Bækurnar áttu, samkvæmt tilgangi fyrirtækisins, að vera góðar og vandaðar, en seldar mjög ódýrt, til þess að þær gætu í raun og veru orðið almenn- ingseign. Nú er dýrt að gefa út góðar og vandaðar bækur. Fyrir- tækið getur þess vegna ekki verið gróðafyrirtæki á venjulega visu. Pvert á móti hlýtur að verða ár- legur skaði á rekstrinum. Hver á að borga mismuninn á tekjum og gjöldum? Vilja ríkismenn landsins leggja fram 20 þúsund á ári til útgáfunnar? Eða er nokkurt félag einstakra manna til, sem vill binda sér þá byrði? En ef báðar þessar leiðir eru ófærar, þá er að eins ein eftir: Að þjóðin borgi sjálf sínar bœkur. En þá er fyrirtækið orðið landsverslun. A'nnars er landsverslun með nýjar bækur engan veginn ný. — Landið er stórkostlegur bókaút- gefandi, svo sem sjá má af því, að ef ein prentsmiðja ætti að nægja þess eigin þörfum, yrði hún að vera á stærð við Gutenberg, sem þó er stærsta prentsmiðja á landinu. Þar að auki ,styrkir landið ýms félög, til að gefa út bækur, svo sem Bókmenta- og Þjóðvinafélagið, veitir fé til kenslubókaútgáfu o.s.frv. Og að síðustu eru flestir þeir menn, sem bækur gera hér á landi, verka- menn landsins. Bækur þeirra eru þess vegna meir en landsverslunar gripir. Þær eru landssjóðs fram- leiðsla. Mótstaða gegn þgðinga-huginynd- inni hlýtur að verða fremur veiga- lítil, ef tilgangurinn er sá, að byggja hana á því, að landið geti ekki gefið út bækur. Það væri sama og að segja, að Newcastle hefði ekki, og gæti ekki, verslað með kol. Hin mótbáran að segja að »Bóka- safn alþýðu« myndi spilla fyrir annari bókagerð, er bláber heila- spuni. Nú sem stendur eru sum héruð, og sumir bæir, t. d. Reykja- vík, sem kaupa því nær ekkert af bókum, og þá helst úrkastið. Af hverju er þetta? Ekki fyrir fátækt, heldur af því, að fólkið á þessum stöðum hefir aldrei vaknað til and- legs lífs og meðvitundar. Það hugs- ar elcki né þyrstir eftir fróðleik og nýungum, að því leyti sem bækur geta fullnægt. Á öðrum stöðum á landinu er lestrar og fróðleiks- fýsnin vakin. Þar lesa menn alt, sem þeir ná í. En það er alt of lítið, af þvi að þjóðin er of fá- menn til þess, að bókaútgáfa geti verið eiginlegur atvinnuvegur. Bókasafn alþýðu, hið nýja, hefði það fyrst og fremst að hlutverki, að vekja lestrarlöngunina, þar sem hún er litil eða engin. Og smátt og smátt hlyti það að takast, að talsvert miklu leyti. Þá opnast ný héruð fyrir hina eiginlegu bóksala- starfsemi. Bókasafnið er fyrir þá eins og plógur og herfi, sem breytir óræktarþýfinu í slétta ræktar jörð. í stað þess að líta hornauga til »þýðinganna« ættu bókaútgefendur og bóksalar, að styðja fyrirtækið af alefli, til að efla hag sinnar stéttar. En fyrst og fremst ætti hinn lestrarfúsi hluti þjóðarinnar að fylgja málinu fram. Bókamennirnir eru tiltölulega margir hér á landi. Hungurkend þeirra er dýrasta

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.