Tíminn - 05.07.1919, Page 4

Tíminn - 05.07.1919, Page 4
224 Tí MINN Utfpinistofai á Laipgi 67. fraaiieiðir ait, sem tii aktýgja lýtar, 09 margt, sem tii reilskapar heyrir. Heíir nægar birgðir fyrirliggjandi, svo sem: 4 tegundir aktýgi, kraga, klafa (bogtré) og allskonar ól-alar og járn, sem selst lauslega, alt til búið. Klyfja-töskur, hnakk-töskur, hesta-höft, taum-beisli, allskonar ólar tilheyrandi reiðskap, beislis-stengur, ístöð, svipuro.m.íl. Alt smíðað úr besta efni sem fæst, og vinnan svo vönduð sem unt er. Gangið inn á Laugaveg 67, áður en þið festið kaup annarsstaðar. Pantanir utan af landi afgreiddar fljótt, því alt er tilbúið. Hotld talsímann og- biðjiö um nr. 64S A. JE5al<ivin Etinarsson. Laugaveg 67. Aktýgjasmiður. Reykjavík. Heildsala. Smásala. Söðlasmíðabúðin Laugavegi 18 B. Sími 646. Stærst og fjölbreyttast úrval af reiðtýgjum, aktýgjum, og öllu tilheyrandi s.s. allskonar ólum, beislum, töskum o. fl. Klyftöskurnar orðlögðu. Af járnvörum: Beislisstangir, úr járni og nýsilfri, munnjárn, taumalásar, ístöð og allskonar íiringjur, einnig svipur, keyri, hestajárn, o. m. fl. — Ennfremur stærri og smærri tjöld úr ágætu efni, vagna-yfirbreiðslur, fisk- ábreiður og hestateppi. Fyrir söðlasmiði: Hnakk- og söðulvirki, plyds, dýnustrigi, hringjur, beislisstangir, ístöð, taumalásar, keyri.leður, skinn o.fl. Sérstakleg-a er mælt með spaðalmökknm enskuin og ísEenskuni. Stöðug viðskifti í öllum sýslum landsins. Pantanir afgreiddar fljótt og nákvæmlega. Byrjunarviðskifti verða undantekningarlítið stöðug viðskifti. Söðiasmíðabúðin Laugavegi 18 B. Sími 646. Heildsala. E. Kristj ánsson. Smásala. Þeir sem ekki hafa heyrt hve miklum erfiðleikum það þótti bundið um 1880, að sigla verslunavskipum til Norðurlands, ættu að lesa 1. hefti af Tímariti ísl. Sam- vinnufél. þ. á. Par er skýrt frá hversu einn fátækur bóndi á Norðurlandi, kaupfélag Pingeyinga, og Otto Wathne brutu ísinn á þvi sviði. Verð 2 kr. séu keypt 50 eintök eða íleiri, kr. 2,25 fyrir alt að 50 eintökum. í lausasölu kostar árgangur- inn 3 krónur. — Heftin eru 4 á ári. Afgreiðsla Skólavörðustíg 25. Sími 749. Vísis-gos. Gígurinn Visir befir legið niðri um nokkrar undanfarnar vikur. Að eins við og við svifið yfir hon- um þunn ósanninda-þokuslæða. En í gær byrjaði stór gos, tómar lygar um landsverslunina út af sykurversluninni, síðan ^aupmenn tóku við. Tilgangurinn bersýnilega sá, að koma af stað æsingum gegn stjórninni, í von um að takast kynni að koma á laggir kaup- manna-stjórn nokkrar vikur. Verða missagnir þessar leiðrjettar siðar bæði bjer í blaðinu og annarsstað- ar. En að þessu sinni nægir að geta þess, að þessi grein í Vísi ber vott um óvanalega mikla löngun til að halla réttu máli, jafnvel á blaðsins eigin mælikvarða. Fréttir. Tíðin. Hlýnaði aftur i veðri með mánaðarmótum, og bafa verið miklir hitar síðustu dagana. Sbipaferðir. Lagarfoss fervest- ur um haf í dag. — Kóra, skip Björgvinjarfélagsins sem átti Flóru og fleiri skip í siglingum hér við land, er nýkomið frá Noregi. — Gullfoss kom í morgun úr skyndi- för til Akureyrar, fer til útlanda úr helgi. — Botnia og ísland eru nú í stöðugum ferðum milli Danmerkur og íslands. Á 25 ára læknakennaraafmæli Gnðm. prófessors Magnússonar 1. þ. mán. létu læknar landsins og nemendur læknadeildar háskólans nefnd manna færa honum nokkra minnisgripi, skurðarhnif, vasahylki úr silfri með ýmsum lælcninga- áhöldum, alt góða gripi, og enn- fremur ávarp, er skýrði frá að læknar hefðu látið gera af honum andlitsmynd úr eir, er gefin yrði læknadeild háskólans. Læknadeild háskólans sendi G. M. sérstakt á- varp þennan sama dag. Vinsæll oddviti. í Austur-Land- eyjahreppi i Rangárvallasýslu heiir Skimundur Ólafsson á Lágafelli v^ð oddviti í undanfarin 19 ár, en vildi nú í vor segja af sér starf- inu. Bændur vildu fyrir engan mun missa af honum frá þessu verki, og báðu hann um að gefa kost á því með einhverju móti. Hann spurði þá hvort þeir vildu leggja til sín síma (um 5 km.). Kváðust þeir fúsir til þess. Hann vildi þó ekki herða á að það væri gert, eins og nú standa sakir, en spurði þá hvort þeir vildu vinna hjá sér sitt dagsverkið hver í vor við áveituskurð og varnargarð, og bjóst við þvi, að með því móti myndi hann sleppa. En bændur tóku allir þessu boði feginshendi og hafa sumir jafnvel unnið tvö dagsverk fyrir oddvitann og allir fætt sig sjálfir. Þingvallafandurinn var haldinn í Valhöll. Hafði Jón gestgjafi Guð- mundsson frá Heiðarbæ, látið breyta húsinu svo þar væri rúm fyrir svo fjölmennan fund. Var til þess tekið, hve greiðlega gekk með framreiðslu á mat hand jafnmörg- um mönnum, og hve gestgjaíinn og starfsfólkið stóð í stöðu sinni. Meðan á fundinum stóð lét Sigur- jón Pétursson kaupmaður flytja austur tæki til rafmagnsframleiðslu, og lýsti hann Valhöll með hinu nafnkenda »DeIco«-ljósi. „VÍ8Íru sagði frá því á dögun- um, að stjórnarráðið hefði neyðst til þess, að kaupa bifreið sakir þess að bifreiðarstjórar hefðu haft í hótunum um að aka engum þeim, er að því hefðu staðið að setja gjaldskrána fyrir bifreiða- akstur. Petta var alveg satt. Nokkru síðar kemur Vísir með þá sögu, að það hafi verið vegamálastjóri sjálfur sem hafi keypt sér þessa bifreið, eingöngu í þeim tilgangi að fá menn til að trúa þegar sú saga kom, að atvinnumálaráðherr- ann hefði sjálfur orðið til þess að gjalda hærra gjald en ákveðið er í gjaldskránni þegar hann fór á þingvallafund. Ekki vantar fyrir- hyggjuna í lýgina, því auðvitað fór ráðherrann austur í stjórnarráðs- bíinum. Frá Pingvallafandinum. Á sín- um tíma verður náuar sagt frá ýmsu því er þar fór fram, svo sem landbúnaðarerindi Valtýs Ste- fánssonar og lokaræðu öldungsins Jóns Davíðssonar. Ferð austur. Skjöldur, eign Elíasar Stefánssonar, fer líklega með farþega til Austfjarða um miðja næstu viku. Úr Öræfnm 25. maí. Aska kom hér allmikil í haust. Um það í ökla eftir fyrsta og stærsta élið, og svo komu tvö minni nokkrum dögum síðar. Liggur allmikið af henni í fönnum og er það mikil skemd, einkum á túnum, því vont er að moka henni upp. Heyfengur var lítill frá síðastliðnu sumri, eins og víðar, og var því útlitið ekki gott, þegar ofan á grasbrestinn bættist öskufall. Hefir samt vel ræst úr. Hefir verið hér einmuna gott grasveður í 3 vikur og kýr koinnar að hálfu leyti af gjöf. Heilsufar hefir verið hér gott. Hér lést nýlega bændaöldungurinn Ein- ar Jónsson að Skaftafelli. Er eg hissa að sjá hans hvergi getið i blöðum. Fer víst svo um fleiri þessa hæglátari menn, sem ekki hafa takmarkið að fljóta ofan á fjöldanum með einhverju orða- glamri. Einar heitinn var starfs- maður mikill, gæddur einkar góð- mensku og lét ætíð gott af sér leiða. Var hann því hjálpfús öll- um, sem til hans leituðu, og þeir voru margir. Hann dvaldist allan sinn aldur að Skaftafelli. Var giftur Pórunni Pálsdóttur frá Kvískerjum hér í sveit, en misti hana rétt fyrir aldamótin. Var hann eftir það hjá einkadóttur sinni, Guð- rúnu, sem hann og misti þegar þörfin var stærst, fyrir 3 árum, og eftir það dvaldist hann hjá dóttur- börnum sínum og tengdasyni, Por- steini Guðmundssyni, nú búanda á þeim \ hluta jarðarinnar. Munu allir minnast Einars heitins með þakklæti og hlýju hugarþeli. O. Ritstjóri: Tryggrl Pórhallsson Laufási. Simi 91. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.