Tíminn - 20.09.1919, Blaðsíða 1

Tíminn - 20.09.1919, Blaðsíða 1
TÍMINN aO minsla kosli 80 blöð á ári, kostar 5 krónur árgangurinn. AFGREIÐSLA i Reykjavik Laugaueg 18, simi 286, út um land í Laufási, simi 91. III. ár. Reykjavík, 20. septeraber 1919. 70. blað. Valiirinn. Komnar eru út allábyggilegar skýrslur í Frakklandi, Englandi og Þýskalandi um fallna menn, horfna og særða í styrjöldinni. Frakkland heflr mist í valinn 5,130,000 hermenn. Eru 1,275,000 þeirra fallnir og horfnir, en 3,845, 000 særðir. Eru ekki taldir með í þessum tölum þeir hermenn sem Frakkar fengu frá nýlendum sín- um, en talið er að af þeim hafi fallið 67,000 menn. England sjálft hefir mist í-val- inn 2,453,260 menn. Af þeim hafa 803,320 dáið eða horfið, en 1,649, 940 eru særðir. Séu þeir hvítu menn taldir með sem Englending- ar fengu í her sinn frá nýlendum sínum, telst svo til að alls hafi fallið í valinn 2,782,700. Af þýska hernum hafa 1,486,952 hermenn fallið og dáið af sárum, en 133,982 hermenn dáið úr sjúk- dómum. Auk þess er talið að 762, 736 tranns hafi dáið þar i landi á styrjaldartímanum vegna afleiðinga hafnbannsins. Franska stórblaðið »Le Temps« hefir borið saman hlutfallið milli fallinna manna og handtekinna, hjá ýmsam af ófriðarþjóðunum. Verður af honum Ijóst þetta: í franska hernum hafa þrír menn fallið á móts við hvern einn sem bandtekinn var. í þýska hernum er lilutfallið hið sama. í enska hernum hafa tveir menn failið á móts við hvern einn sem handtekinn var. f her Austurríkis og Ungverja- lands hafa tveir menn fallið á móts við hverja þrjá sem hand- teknir voru. í rússneska hernum er hlutfallið hið sama. Eru þessar tölur talandi vottur uin þann anda og þá hreisli sem ríkt hefir í her hvers lands. um sig. Þá helir það verið reiknað út, hve mikið mannfallið hefir verið í hverju landi, í hlulfalli við fólks- fjölda landsins. Verður sú niður- staða að fallið hafa: Á Frakklandi ... 1 afhv. 28 íb. - Þýskalandi ... 1----35 — - Austurr.- Ungv.I. 1----50 — - Engl. og írlandi 1----66 — - Ítalíu..........1---------79 — - Rússlandi .... 1---107 — - Bandaríkjunum. 1 - 2000 — Keomr þannig lang þyngst nið- ur .» Frökkum, sem síst máttu við slíkri blóðtöku. Andstyggilegt er að lesa um það, hvílík stórkostleg óþægindi, veik- indi og manndauði hefir stafað af lúsunuin. Barst það faraldur að austan, frá Rússum og Serbum og varð með öllu óviðráðanlegt. Reyndust lýsnar afarskæðar um að bera sjúkdóina mann frá manni. Kem- ur læknum saman um að það muni lágt áætlað, að Jýsnar hafi orðið einni miljón manna að bana á þennan hátt. Höfuðnauðsynin. Sterk stjórn. Það er mesta höfuðnauðsynin, þessu landi til handa, að eignast upp úr kosningunum slerka stjórn. Þingið sem nú situr verður frægt fyiir margt. Það er ófriðar-þingið. Það er fullveldis-þingið. En það er líka þingið, sem ekki gat mynd- að stjórn. Og það er einhver sá þyngsti dómur, sem kveðinn verð- ur upp yfir þingi. Það er komið á annan mánuð síðan stjórnin sagði öll af sér. Og það má nú telja fullvíst, að ný verður ekki mynduð. Núverandi stjórn verður að starfa þangað til nýtt þing kemur saman upp úr kosningum. Helslu mennirnir sem myndað hefðu stjórn af núverandi stjórnarandstæðingum, (B. J., E. A., M. P.) eru um leið meiri hluta fossanefndarinnar sammála i því mikla ágreiningsmáli. Þeir hafa nú orðið gersamlega undir með það mál og þingið hefir falið núver- andi stjórn að greiða úr því og hún er gagnstæðrar skoðunar við þessa menn. Það er því óhugsandi héðan af að þeir taki við stjórnar- taumunum. Stjórnin sem enn situr hefir að mörgu leyli verið merkasta stjórn sgm setið hefir á íslandi. Hún leiddi sainbandsmálið til lykta. Og hún sigldi landinu milli skers og báru á ófriðarárunum, og hafa þær ráðstafanir sem hún gerði yfirleitt borið ágætan og tilætlaðan árarigur, eins og kringumstæður voru, þótt í einstökum atriðum ,?iætti Ijóð á finna. Nú kemur það í Ijós, eins og þingið er skipað og eins og stjórnin er skipuð, að hún getur ekki starf- að lengur. Og af því að ekkert fæst í staðinn, er það Ijóst, að sökin liggur fyrst og fremst bjá þinginu. Samstevpustjórn var nauðsynleg, eins og málum horfði við og eins og flokkum var skipað á þingi, þá er hún var stofnuð. Nú er það orðið jafnbert að sainsteypustjórn á ekki við lengur og að það er höfuðnauðsynin að kjósi þá menn til þingmensku, sem myndað geti fastan meiri hluta, sem myndað geti nokkurn veginn einlita stjórn, sterka sljórn. Og að milli þeirrar stjórnar og þing meirihlutans geti verið góð samvinna og þannig beri einhverjir ákveðnir ábyrgðina á sem gert er og ógert er látið. Sterk stjórn er nauðsynleg til þess að hrinda stórmálum í fram- kvæmd. Tökum t. d. fossamálið. Þrátt fyrir mikinn undirbúning af hálfu milliþinganefndar, þrátt fyrir störf stórrar samvinnunefndar beggja þingdeilda alt þingið — verður þinginu ekkert úr verki, alt er drepið fyrir þingnefndinni. Þótt stjórnin hafi sagt af sjer verður þingið að vís& málum til stjórnar- innar. Fossamálið verður ekki vel leitt til lykta án öflugs þingmeirihluta og sterkrar stjórnar. Hitt slærsta vandamálið, sem er nú fyrir hendi, verður heldur ekki leyst án sterkrar stjórnar. Og í því efni verður beinlínis að hefj- ast nýr siður, sem er í því fólginn að völdin færist frá þinginu til stjórnarinnar. Það mál er það að koma lagi og skipulagi á fjármálin íslensku. Tvær myndir af núverandi á- standi, auk þeirra sem áður hafa verið nefndar hjer í blaðinu, sýna Ijóslega gallana: í neðri deild eru það öflugustu sl\órnarandstœðingarnir (B. J. og M. P.) sem mestu ráða um með- ferð fjárlaganna í fjárveitinganefnd- inni og deildinni. Liggur það í augum uppi, hvað það er öfugt og ólíklegt um rjetta niðurstöðu, að andstæðustu aðilarnir meðal löggjafanna fari höndum um fjár- lögin og ráði mestu um búning þeirra, livor á sínum veltvang. 1 efri deild gerbrejdir fjárliags- nefnd, núna í vikunni, tekjuáætlun fjármálastjórnarinnar, svo að ekki stendur lengur steinn yfir steini. Og flestar breytingar nefndarinnar eru samþyklar í deildinni með öll- um atkvæðum gegn atkvæði fjár- málaráðherra eins. Þetta er alóhæft ásland. Og það er alröng venja sem ríkt hefir, alla daga síðan stjórnin fluttist inn í landið, að aðalvaldið og aðalá- byrgðin í fjármálunum sje . hjá þinginu, en ekki hiá stjórninni. Það er gagnstætt þvi sem tiðkast hjá fleslöllum þeim þjóðum, sem lengst eru komnar um þingræðis- sljórn og liefir að því verið vikið ottar en einu sinni hjer í blaðinu. Hjá þeim flestum er aðalfjárveit- ingavaldið hjá stjórninni en ekki þinginu. Reglan á að vera sú, að þingið skipar stjórnina, og svo á stjórnin annað hvort að fá að ráða, í öllum aðalatriðum, eða fara. Það er stjórnarfarslegt viðrini, að þingið skipi stjórn og vilji ekki hafa aðra stjórn, en meti svo vilja hennar að litlu og drepi fyrir henni aðra hvora tillögu hennar. Það er miklu meiri trygging fyrir góðri og heilbrigðri fjármála- stjórn, að aðalvaldið sé hjá stjórn- inni. Stjórnin hefir miklu betri tíma til þess, að ganga vel frá fjárlögunum, og getur miklu betur aflað sér góðra upplýsinga. Þing- mennirnir, sem koma hver úr sinni áttinni, frá öðrum störfum, sitja að þingstörfum í stultan tíma og fá rignandi yfir sig ótai beiðn- um — hafa miklu verri aðstöðu um að velja á milli þess þarfa og óþarfa, um að sníða stakk eftir vexti. En til þess að þessi breyting geti orðið þarf þingið að vera þannig skipað, að það geti mynd- að sterka stjórn. Ákveðinn meiri hluti samstæðra manna þarf að verá þar svo sterkur að hann geti komið því í framkvæmd sem hann vill, hindrað framgang þess sem hann vill og stutt sterka sljórn sem ineð honum beri fulla ábjugð á því, að ríkissjóðurinn sé ekki tómur og landinu að öliu leyti vel stjórnað. Þá er valdið kemst nú aftur í hendur þjóðarinnar, upp úr vænt- anlegu þingrofi, og nýjar kosningar fara fram, þá er þelta hið mikla úrlausnarefni fyrir kjósendur lands- ins, að kjósa samstœðan meiri hlúta, sem skipað geti sterka stjórn. Bessastaðakirkja. Fornmenja- vörður efnir til samskota til við- haldsogviðiei.snarBessastaðakii kju, en Jón bóndi Þoibergsson á Bessa- stöðum hefir boðið safninu kirkj- una, gegn því að það taki við henni að öllu leyti. Kirkjan er ein af merkustu húsum landsins fyrir aldurs sakir, góðra gtipa og ann- ars. Veitir fornmenjavörður gjöf- unum viðtöku. Rúgnijöl8skortur getur staðið fyrir dyrum vegna verkfallsins í Kaupmannahöfn. Hafa skip sum- part ekki náð afgreiðslu, sumpart orðið að sigla nálega tóm, þau er farið hafa frá Kaupmannahöfn upp á síðkastið.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.