Tíminn - 25.09.1919, Qupperneq 1

Tíminn - 25.09.1919, Qupperneq 1
TIMINN að minsta kosti 80 blöð á ári, kostar 5 krónur árgangurinn. AFGREIDSLA i Regkjavik Laugaveg 18, simi 286, út um land í Laufási, simi 91. III. ár. ReylyaYÍk, 25. september 1919. 71. blað. Tvær stefir í skólamáliim. Skólamál íslendinga eru enn á gelgjuskeiði, og þeim af kennurum landsins, sem mestan áhuga hafa á þeim málum, kemur saman um, að ef ekki verða gerðar stórfeldar umbætur í kenslu hér á landi, mjög bráðlega, muni þjóðin dragast aftur úr í samkepni við aðrar þjóðir. Höfuð-ókostur íslenskra skóla er það, að þeir gera of lítið að því, að búa nemendur sína undir lífið. Og sumstaðar er samleiðinni milli kennara og nemenda svo háttað, að lærisveinunum finst námið vera gert í págu kennaranna. Og ef þeim líkar illa við lærifeður sína, liggur nærri, að hefndin komi fram í því, að læra lítið og illa. Pað þarf ekki að fara mörgum orðum um það, hve miklu illu slík viðbúð kemur til leiðar. Sennilega hefir ekki öllum Is- lendingum komið í hug, að ein höfuðástæðan til þessara galla á mentastofnunum landsins, sumum þeim helstu, er sú, að skólafyrir- komulagið islenska, er lánað frá þjóðum, sem búið hafa við harð- stjórn og er gegnsýrt af þeim hugs- unarhætli. Nær því öll islensk skólamenning er fengin frá Dan- mörku. En Danir hata aftur á móti á flestöllum andlegum sviðum, og einna helst í skólamálum, tekið Pjóðverja til fyrirmyndar. En í Þýskalandi var skólakennarinn að mörgu leyti einskonar liðþjálfi, að- stoðarmaður herforingjans um að gera bina uppvaxandi kynslóð not- hæfa til að hlýða blindum aga. í Bandaríkjunum, Og að nokkru leyti á Englandi, hefir skólafyrir- komulagið verið miklu frjálsmann- legra en á meginlandinu. Það hefir verið einn liður í lýðstjórn þessara landa. Fyrir Bandaríkjamanninum vakir það fyrst og fremst að ala upp góða, sjálfstæða borgara. Og kennararnir og foreldrarnir hjálp- ast að því starfi. Kennarinn skoð- ar sig ekki eins og einvalda í há- sæti yfir nemendum sínum. Hann er í einu vinur þeirra, þjónn þeirra, eldri bróðir og fræðari. Hann þarf ekki svipu þrælsóttans til að láta hlýða sér. Lærisveinarnir láta sér ekki detta í hug að þeir vinni i hans þágu. Þeir eru að búa sig nndir lifið. Og þeir eru þakklátir þeim manni, sem í einu fræðir þá og vekur, miðlar þeim af sinni reynslu, 'og lætur þá jafnframt venjast við alla þá sjálfsljórn, sem þeir eru frekast færir til að nota. íslendingar hyggjast vera lýð- frjáls þjóð. En alt frelsi er tómt hjóm, nema einstaklingarnir séu því vaxnir að nota það réttilega. Börnin eru framtíðin. Sé unga kyn- slóðin alin upp i mentastofnunum sem eru lánuð frá einvalds og her- kúgunarlöndum álfunnar, þá verð- ur áframhaldandi ósamræmi milli undirbúningsins* og lífskjaranna. Nánari athugun mun sýna að við höfum i skólamálum meira að sækja vestur en austur um haf. Kirkjaa og spírítisiini. Prjár bækur. Bóka-markaðurinn virðist ætla að auðgast um margar óvenjulega góðar bækur i haust, en það mun vera rétt til getið, að þær þrjár, sem hér verður nú getið, muni verða mest lesnar og vekja mest umtal og umhugsun — og þær verðskulda það Ein þeirra kemur nú út í annað sinn: Kirkjan og ódauðleikasann- anirnar, eftir Harald prófessor Ní- elsson. Er hún aukin um tvær prédikanir. Fvrri útgáfan hefir selst upp á rúmuin tveim árum, og er það besti mælikvarðinn. Síra Har- aldur er fyrir allra hluta sakir mestur kennimaður, þeirra sem nú lifa á fslandi. Þótt ræður hans séu áhrifaríkastar þá er hann flytur þær sjálfur, þá njóta þær sín og fyllilega við lestur. Þær sameina fullkomna fegurð að forminu til og postullegan eldmóð, mælsku og sannfæringarkraft. Söfnuður síra Haraldar nær nú yfir alt ísland og hverri nýrri bók sem frá hon- um kemur er tekið opnum örm- um. »7Yú og sannanira. heitir önnur bókin, eftir Einar H. Kvaran. það eru alls tíu fyrirlestrar, sumir áður prentaðir i tímaritum og blöðum. Þeir eru allir »hugleiðingar um eilífðarmálin«, að mestu fræðsla um sannanirnar fyrir framhaldi lífsins, svo og um sálarlíf manna yfirleitt séð í ljósi þeirra sannana og tilrauna og loks, einkum í síð- asta fyrirlestrinum, vikið að af- stöðu kirkjunnar til málsins, liér á landi og erlendis. Mun þetta vera fyrsta bókin, sem út kemur frá hendi þessa al- kunna höfundar, sem ekki er skáld- rit. En svipurinn á bókinni er öldungis sá sami og fyrri ritum hans. Það er að bera í bakkafullan lækinn og alveg þýðingarlaust, að ætla sér að skrifa ritdóma um bækur þessara höfunda. þær verða Iesnar af langsamlega flestum hér á landi, sem annars lesa nokkra bók. Menn fjölyrða ekki um það, sem allir vita og viðurkenna. Þriðja bókin, Út gfir gröf og dauða, er þýdd úr ensku og er höfundur- inn merkur prestur. Sig. Kristófer Pétursson þýðir og er hann al- kunnur afbragðs þýðari. Ber bók- in þess og glöggar menjar. Bókin er í þrem aðal-köflum: 1. Vitnisburður heilagrar ritn- ingar. Er í þeim kafla vikið að kenningum bibliunnar um annað líf, einkum nýjatestamentisins, og sérstaklega talað um upprisu Krists. 2. Vitnisburður mannlegrar reynslu. Eru þar sagðar afar- margar sögur um dularfull fyrir- brigði á liðnum öldum, sem sterk- lega styðja hina kristnu trú um framhald lífsins. 3. Vitnisburður rannsókna vorra tíma, og er í þeim kafla vikið að þeim vísindalegu sönnunum, sem fengist hafa á síðustu árum fyrir framhaldi lífsins. Og loks kemur samanburður, þar sem höfundur sýnir hið fylsta samræmi milli lcenninga biblíunnar og reynslu mannkynsins annarsvegar, og sann- ana vísindanna hinsvegar: Tilgangur höfundar kemur skýrt fram í fyrstu orðum bókarinnar, sem eru þessi: »Eg rita þessa bólc af því, að það er hjartfólgin ósk mín og þrá að fá veitt þeim mönnum upprisu- gleðina, sem liafa annað hvort aldrei öðlast hana, eða þekkja hana að svo litlu leyti, að hún hefir ekki veitt þeim verulega hugg- un í Hfinu, svo að þeir hafa því orðið óvissunni og efasemdunum að bráð«. F*að er enginn vafi á því, að höf. nær þeim tilgangi, eða veitir a. m. k. mjög sterkan stuðning um, að fjöl-margir reyni að afla sér þeirrar eilífðar-vissu, sem bókin boðar. t*essar þrjár bækur munu meir glæða andlegt líf á þessu landi, á nálægum tíma, en allar húslestra- bækur til samans og þótt mikið væri lagt ofan á. þær munu hvetja fjölmarga til sjálfstæðrar íhugunar um eilífðarmálin. Þær munu verða kristinni trú og kristilegu líferni til hins mesta styrks. Útrétt bróðurhönd. Forgöngumenn spírítismans hafa mikið að því gert, að úlbreiða þekking á inálinu, bæði með fyrir- lestrum viðsvegar um land og með ritgerðum. En með útgáfu þessara þriggja bóka í einu, hefia þeir stærstu sóknina, sem þeir hafa hafið enn. Og það er alveg vafa- laust, að hennar mun sjá stað. Eitt þýðingarmesta atriðið fyrir þjóðfélagið, er afstaða þessarar nýju hreyfingar til þjóðkirkju landsins. Kemur sú afstaða mjög glögt fram í öllum bókunum. Henni má lýsa með tveim orðum. Hún er, eins og að ofan segir: Útrétt bróðurhönd. Það ræður að líkindum, að svo er því varið um síra Harald. I fyrirlestrinum, sem hann sérstak- lega ber fram varnir gegn árásun- um, sem hann varð fyrir, kemst hann meðal annars svo að orði: »Eg finn mig eiga heima í Iú- tersku kirkjunni, þvi að tilveru- réttur hennar, sem sérstakrar kirkju- deildar byggist á því, að hún hefir haldið uppi hugsunar- ogsamvisku- frelsinu. Eg trúi þvi eigi, að hún sé nú þar komin, að hún þoli eigi, að menn beri sannleikanum vitni. Sé ástandið orðið slíkt, læt eg heldur vísa mér á dyr, en að eg breyti móti samvisku minni. Sjálf- ur Lúter taldi það ekki ráðlegt«. Al-kunnug eru mörg orð önnur, frá sama höf., sem benda ótvírætt í sömu átt. \ Einar H. Kvaran lætur mjög hið sama i ljós. Hann segir meðal annars: »Eg minnist þess ekki, að neinn af leikmönnum þessa lands hafi farið öllu hlýlegri orðum um kirkjuna en eg hefi þrásinnis gert á prenti. Eg minnist þess ekki, að aðrir hafi látið uppi meiri skilning á örðug- leikum prestanna, né talað um þá af meiri samúð. Mér hefir ekki dulist og dylst ekki, hve góðan þátt prestar hafa átt í þjóðlífi þessa lands. Mér hefir ekki dulist og dylst ekki, hve óumræðilega mikils- vert það er, að til er alheimsstofn- um, sem hefir það markmið — þó að misjafnlega gangi um frarn- kvæmdirnar eins og aðrar athafnir okkar mannanna — að reka er- indi Jesú frá Nasaret. Mér hefir ekki dulist og dylst ekki, hve mikilvægt það hefir verið fyrir þessa þjóð, að grein af þessari stofnun, hefir verið á þessu iandi meira en 900 ár. Mér hefir ekki dulist og dylst ekki, að óteljandi grúi íslenskra sálna hefir átt henni óendanlega mikið að þakka, bæði þessa heims og annars. Svo að það er fjarri mér að sýna henni fjandskap«. Enn segir hann: «Eg hefi þá sannfæring að prest- ar þessa lands hafi á öllum öldum, síðan kristni kom hingað, unnið ómetanlegt menningarstarf. . . . Mér skilst ekki að mikið hefði orðið úr guðstrúnni og eilífðarvonunum og

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.