Tíminn - 25.09.1919, Blaðsíða 4

Tíminn - 25.09.1919, Blaðsíða 4
308 TIMIN N sem meiri hlutinn telur vera fyrir aðskilnaðinum, vil eg taka til at- hugunar. Þá er það fyrri ástæðan. Meiri hlutinn virðist telja það ókost á þjóðkirkjunni, að hún þrælbindur sig ekki við hinar gömlu trúar- játningar lúlersku kirkjunnar, að nýrra hreyfinga verður vart innan hennar og að kirkjan skuli vera að breytast í frjálslynda átt. — Frá mínu sjónarmiði er sú kirkja ófrjálslynd, er fast bindur sig við gamlar trúarjátningar. það gerir engin frjálslynd kirkja. Ef hv. meiri hluti vill að hinir nýju frí- kirkjusöfnuðir, sem myndast, ef riki og kirkja verða aðskilin, eiga að rígbinda sig við gamlar trúar- skoðanir, þá gef eg lítið fyrir trú- frelsi þeirra. Trúarjátningarnar eru samþyktir kirkjuþinga, og hafa jafnan verið að breytast frá því kristin kirkja var stofnuð. Hv. meirihluti telur að stefnu- breytingar og nýjar hreyfingar séu þess valdandi meðal annars, að menn vilji höftin leyst. Eg er þar á gagnstæðri skoðun. Einmitt stefnubreytingarnar og nýju hreyf- ingarnar hafa fjarlægt menn því að vilja sundurleysa ríkið og kirkj- una. Nýju hreyfingarnar hafa gefið mönnum vonir um endurvakningu þjóðkirkjunnar. íslensku þjóðinni er ekki þann veg háttað að hún vilji hafa kirkju, sem er steingjörf- ingur. Hún er frjálslyndari en svo; en hv. meiri hluti kirjumálanefnd- ar virðist einmitt telja kyrstöðuna kost á kirkjunni. Fyrir nokkrum árum hallaðist eg að aðskilnaði ríkis og kirkju, því að mér fanst þröngt í þjóð- kirkjunni eins og hún var þá. En síðan hefir hún tekið breytingum, og frá minu sjónarmiði er hún á réttri Ieið, en á réttri leið tel eg hana vera þegar hún tekur sifeldri framþróun og þegar hún hefir rúm hafi séð í eigu eins manns í Rvík fjórar myndir, sem hver um sig hefði stórum prýtt þessa sýningu. En það, sem þessi sýning sýndi ljóslegast er það, að Ásgrímur er að breytast. Straumur samtíðar- innar hrifur hann með sér úr leið. — Vilanlega er Ásgrimur hvorki »impressionisti«, »cubisti« eða »futuristi«. En spilling aldarandans hefir náð til hans, þó að lífsþrótt- ur hans og listamenska sé of mikil til þess, að hann hætti að gera fallegar myndir. Breytingin er ,i stuttu máli sú, að Ásgrímur, sem var fyrirtaks- nákvæmur og eðlilegur í list sinni, er farinn að »útfæra« myndir sín- ar miklu minna en var, láta sér nægja stóra drætti, og treysta á að heildar-áhrifin njóti sin, þó að lítið sé hirt um smá-atriðin. Ásgrímur verður all af mikill málari. En hans bestu eiginleikar myndu njóta sín fulikomlegast, ef hann héldi fast við þann stíl, sem hann myndaði sér meðan hann var að byrja glímu sína við hvítu jöklana og grænu hliðarnar. (prh.) fyrir nýjar skoðanir, er samþýðast skoðunum samtiðar hennar. Ef kirkj- an gerir þetta ekki, en heldur sér óbreyttri, þá getur hún ekki leng- ur átt samleið með mönnum, þá hætta menn að rækja hana. Lik- lega hefir það verið höfuð orsökin til þess að menn fóru að vanrækja kirkjugöngur, að kirkjan var að dragast aftur úr timanum, að hún var ekki nægilega víðsýn. Frjáls- lyndir menn vilja að kirkjan geti fært þeim »frelsisvinber seidd við sólarkyngi« eins og skáldið komst að orði, en ekki »krækiber af þrældóms lúsalyngi«. Breytingar á nútíðarkirkjunni er ekki eins dæmi. Kirkjan hefir einlægt verið að breytast. Annars væri hún heldur ekki kom- in fram á þennan dag. Þótt þröng- sýnir kirkjumenn hafi oft og ein- att viljað útiloka kirkjuna frá nýj- um skoðunum, þá hefir þeim sjaldan tekist það til lengdar; þær hafa smeygt sér inn i hana og brotið af sér eldri hlekki. Ætla eg ekki að nefna nema eitt dæmi: siðabótina. Guðfræðin þarf einatt að vera ný guðfræði, ef menn eiga að geta samþýðst heuni. Trúin er einstaklingseðlis. Hver einstakling- ur hefir sínar sérstöku trúarskoð- anir, eða trúartilfinningar, i ein- hverjum atriðum frábrugðnum ann- ara skoðunum, því álít eg kirkjan þurfi að vera svo rúmgóð, svo frjálslynd, að hún geti hýst menn, sem hafa ekki í öllum atriðum sömu trúarskoðanir, að eins að frumkjarni trúarinnar sé sá sami. Hv. meiri hluti talar um sundr- ung innan þjóðkirkjunnar. Mér er ekki kunnugt um, að innan þjóð- kirkjunnar sé ríkjandi, nein ófriðar- andi, nema ef meiri hlutinn telur kenningafrelsi prestanna sundrung, og að allir prestar hafi ekki ná- kvæmlega sömu skoðanir nm sum atriði trúarinnar. Þá er önnur aðal ástæða meiri hlutans fjársparnaðurinn. Vitanlega kostar mikið að halda uppi kirkj- unni, og það væri mikill sparn- aður að leggja hana niður. En við skiljum að eins að ríki og kirkju, en höfum kirkju og kostum hana eftir sem áður — og út frá þvi virðist hv. meiri hluti ganga — þá er sparnaðurinn enginn. Pen- ingar þeir er ganga til þess að kosta presta og kirkjur fara þá frá einstaklingunum og í safnaðasjóði og þaðan til prestanna. Nú greið- ist prestunum sumt af launum sínum beint frá söfnuði þeirra, en sumt úr ríkissjóði. En í ríkissjóð- inn greiða einstaklingarnir. Alt kemur í sama stað. Þjóðin þarf að kosta prestana og kirkjurnar, hvort sem er. Ekki fæ eg séð að þessi breyting sé sérstaklega nauðsynleg vegna launamálsins. Þótt þingið sam- þykki tillögu þessa, þá veit enginn hverju þjóðin muni svara, og það verður hvort sem er að ganga frá Iaunakjörum presta á þessu þingi, enda hefir engin rödd heyrst, sem hefir á móti því. »Hver söfnuður greiðir sínum presti kaup, eftir því sem um semst«, segir meiri hlutinn i nefnd- aráliti sínu, þegar búið verður að skilja riki og kirkju. Þetta er sjálf- sagt, það verður samningamál. En hætt er við að víða verði reynt að fá þá presta, er minst kaup setja, og jafnvel að lítið mentaðir menn og lítt hæfir gefi sig fram til starfs- ins. Sömuleiðis er það athugavert að presturinn, sem á að vera^leið- andi maður safnaðar síns, eigi alt undir söfuuðinum, það er stór hætta á þvi, að það geti annað- hvort gert hann að lýðskrumara, eða handbendi þeirra manna, sem mestu ráða um peningamál safn- aðarins. Eg held að svo geti farið, að líkt verði gengi prestanna, sem leigupresta á Sturlungaöld. »Biskupsembætti, sem ríkisstofn- un legðist niður«. Frá sjónarmiði meiri hlutans er það sjálfsagt, og svo verður það, ef ríki og kirkja verða aðskilin. Þetta er dálítill sparnaður fyrir ríkið. En hvaða þýðingu hefir það fyrir kirkjuna.* Frá biskupsvaldinu hefir kirkjan fengið talsverðan ljóma. Það við- urkendi skilnaðarþingið 1909. Margir okkar ágætustu manna hafa setið á biskupsstóli. Flestir biskup- ar okkar síðan um siðabót — og margir áður — hafa verið þjóð- nytjamenn, og sumir mjög miklir lærdómsmenn, er breytt hafa út þekkingu meðal þjóðarinnar, og orðstir þeirra sumra hefir borist til annara þjóða. Þar sem kirkjunni er haldið uppi af ríkisvaldinu, þá veitir það henni festu og virðing hennar verður meiri, en ef einstakir söfn- uðir halda henni uppi. En þrátt fyrir það, þótt eg sé því mótfallinn, að þingið fari nú að krefjast undirbúnings stjórnar- innar á aðskilnaði ríkis og kirkju, og að eg haldi að aðskilnaðurinn hafi enga blessun í för með sér, þá játa eg fyllilega, að þjóðkirkj- an hefir verið og er enn alt of sofandi., En því verður ekki mót- mælt að nýjar hreyfingar hafa smeygt sér inn í kirkjuna, og við þær er hún farin að rumskast, og það gefur þjóðinni von um, að hún muni vakna svo að andlegar hrær- ingar berist út frá henni til þjóð- arinnar, er gefi þjóðinni nýlt lífs- afl og að hún geti orðið ein aðal- menningarstofnun þjóðarinnar, eins og hún hefir verið um margar aldir. Prestar hennar voru um langt skeið nær því einu leiðandi menn og menningarfrömuðir þjóðarinnar, þótt þeir vitanlega hafi verið mis- jafnir. Af þessum ástæðum og sérstak- lega af því að mér virðist eigi verða á móti því mælt, að nú sé aftur að rofa fyrir degi í íslensku þjóðkirkjunni, vil eg að enn verði beðið f nokkur ár, án þess nokkuð sé gert til þess að æsa menn móti þjóðkirkjunni. Vil eg æskja að deildin afgreiði tillöguna með þeirri rökstuddu dagskrá, sem eg hefi borið fram. Pjóðin hefir ekki á síðustu árum látið í Ijósi neinar ákveðnar óskir Ken nara vantar í Skógarstrandarfræðsluhér- að. — Umsóknir berist fyr- ir miðjan október. Sími á Breiðabólsstað. Fræðslunefndin. né vilja i þessu máli. Ef þjóðin hefði viljað að þingið tæki málið fyrir, hefði hún áreiðanlega látið tíl sín heyra um óskir og kröfur í þá átt. En í svona máli verður vitau- lega vilji þjóðarinnar að ráða. Þeg- ar þjóðin krefst að þingið fari að undirbúa aðskinað ríkis og kirkju, þá er málið timabært, en fyr ekki. Ný tillaga iim Eiöaskólann. Nú er búið að breyta Eiðaskól- anum í það horf, að miklar líkur eru til, að þar verði mikil aðsókn, ef húsrúm er bætt, svo að eigi standi á þvi. Verður Eiðaskólinn þá hinn fyrsti nýtísku héraðsskólí sem landið tekur algerlega á sína arma. Það skiítir afarmiklu, ekki einungis fyrir Austfirðinga, heldur alla landsmenn, að Eiðaskólinn geti náð sem mestum þroska og viðgangi Hann er fyrsta sporið á nýrri braut. Eitt af því fyrsta sem gera þarf á Eiðum er að byggja þar nýtt skólahús og leikfimissal. Þar er að vísu eilt dágott hús, en það gerir varla betur en nægja til íbúðar handa kennurum skólans. í stuttu máli, það þarf að reisa skólann að nýju að langmestu leyti. En af því leiðir annað. Skólinn er ekki á heppilegum stað. Helsta uppeldisstofnun á Austurlandi ætti að vera á fegursta blettinum, sem til er í fjórðungnum, og það er Hallormsstaðir. Þar er flest það sameinað, sem prýðir íslenska sveit. Fögur fjallasýn, fjær og nær jörð- inni, vel í sveit komið. Lagarfljót, eins og stöðuvatn, rétt við túnið, og seinasl en ekki síst, lykur sfór- vaxnandi skógur á landinu kring um bæinn. Betra skólasetur er ekki til á þessu landi. Ög jörðin er þjóð- eign. Til að flytja skólann þangað þarf ekki annað en það, að meiri hlutinn af víðsýnum og skynsöm- um mönnum í landinu vilji unna stofnuninni þess aðstöðu-hagræðis, sem leiða myndi af flutningnum. Iiiða ælti að gera að læknis- bústað og skólaherbergin að sjúkra- skýli. Landið þarf þess með, og það fremur fyr en síðar. P. Ritstjóri: Xryggrvi ÞórhalisHon Laufási, Simi 91. Prentsmiöjan Gutenberg

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.