Tíminn - 15.11.1919, Page 3

Tíminn - 15.11.1919, Page 3
TIMINN 347 „Tíminn” stækkar. Um áramótin stækkar brotið á Tímanum að miklum mun, verður sömu stærðar og Lögrétta. Tölublaðafjöldi verður a. mUk. 60 á ári. Jafnframt verður lögð miklu meiri áhersla á það en áður að flytja merkilegar innlendar og útlendar fréttir og gera efnið fjölbreyttara yfirleitt. Lá fer að birtast í blaðinu einhver frægasta saga eftir stórskáldið Hall Caine og heitir: Borgin eilífa. Prátt fyrir þessa miklu stækkun, þrátt fyrir siaukinn prentunarkostnað og hækkandi verð á pappír, verður árgangurinn ekki hækkaður nema upp í kr. 7,50. UtHÖlumenn og' kaupendur! Vekið athygli á þessum kostakjörum sem Tíminn býður. Nýir kaupendur gefi sig fram sem fyrst við afgreiðsl- una í Laufási, sími 91. um og öllum þeim sem áhuga hafa á uppeldismálum. Bókin skiftist í tvo aöalkafla. Fyrri hlutinn er al- menn sálarfræði, en hinn síðari um fyrirkomulag skóla og algeng- ustu námsgreinar. Höf. talar um alla þessa hluti eins og sæmir manni sem í einu er vitur, fróður og góðhjartaður. Og þetta efni og andi er klætt í ljósan og yfirlætis- lausan málbúning. Óskir þeirra manna sem vildu að síra Magnús Helgason ritaði fyrstn bókina um islensk uppeldis- mál hafa nú orðið að veruleika. Uppeldismál hans er góður grund- ▼öllur að byggja ofan á, styður jafnt foreldrana, sem halda enn í horf- inu með hina fornu heimilisment- un, og kennara, sem eru að feta sig áfram eftir -hinum grýtta vegi vanræktrar skólakenslu. Jónas Jónsson. Sigurjón Jónsson: Öræfagróður. Útgef- andi: Porsteinn Gislason. Sigurjón Jónsson er hæði 1 senn einkennilegt skáld og frumlegt. Honum er gjarnast, að fara sinna ferða og hirðir ekki um að reika að jafnaði á almannaleiðum. Hann hefir fundið eins konar furðulönd. I*au eru lítt numin, að minsta kosti kosti af íslendingum; en vonandi á Sigurjón eftir að fara þau víðar eldi en hann hefir gert hingað til. hótt undarlegt megi sýnast, hafa islensku skáldin fæst verið nokkur æfintýraskáld; en Sigurjón er fyrst og fremst æfintýraskáld. Þó hefir hann ort einnig allmikið af Ijóð- um og það fögrum ljóðum. Hinar heimspekilegu lifsskoðanir skáldsins speglast mjög greinilega í mörgum þessum æfintýrum og eru þau auðvitað ekki verri fyrir það. t*að sýnir það, að Sigurjón skrifar ekki af löngun til þess að verða skáld, heldur af því að honum finst, að hann hafi eitthvað að segja lesendum sínum. Og meðal þessara æfintýra mætti sérstaklega nefna: Bletturinn, Fóstbrœdurnir, Barnið, Jeg er þú — og þú ert jeg. Þá mætti og nefna Ódáinsveigar. Það æfintýri ættu helst allir kenni- menn að lesa og sjá hvort það gæti ekki orðið til þess, að losa þá við hinar litlu leifar, sem eftir eru af tvíeðliskenninganni. Brúin er og einkar þörf hugvekja. Bárð- ur nærsýni og Björn fjarsýni voru frændur og nágrannar. A rann á milli bæjanna. Brú var á ánni. Vættur ein átti heima i ánni og henni var meinilla við »þetta ný- virki mannanna. Hún gat ekki að þvi gert«. Og hún fór að bisa viö að koma jökum upp á brúna til þess að brjóta hana niður og henni tókst það. Því að eina manneskj- an, sem sá, að hætta var á ferðum, var kona ein gömul, sem gat ekki rutt jökunum ofan af brúnni. Hún fór auðvitað til bændanna og sagði þeim, að áin væri að ryðja sig og það þyrfti að bjarga brúnni. En Björn var orðinn svo fjarsýnn af þvi, að hann hafði allan hugann á því, sem var að gerast út í lönd- um, að hann sá ekki það, sem gerðist í grend við hann. Hins vegar var Bárður orðinn svo nær- sýnn við að telja peningana í skjóðunni sinni, að hann sá ekki út fyrir túngarðinn. En brúin var fyrir utan hann. Þar að auki var honum ekkert sárt um brúna, þvf að gestagangurinn var alt annað en skemtilegur. Og »ólukkans« brúin var auðvitað sök í honum. Æfintýralandið er og yndislegt æfintýri. Það ættu öll börn að lesa, og læra þulurnar í því. Seinni hluti bókarinnar eru ljóð. Kvæðið, Vetur i viking er mjög fallegt og þróttmikið það byrjar svona: Býr sig nú Vetur karl frá Klakaskauti, kylfuna livitu þrífur báðum höndum, upp í skýjareiðina sest með töfra tauti til þess að aka suður eftir löndum. Drynjandi er hörpunar hreimur hrynjandi er bálviðra geimur; straumaföllin reyrast í sterkum klakaböndum. Líklega er kvæðið Sól og vegir eitthvert hugnæmasta kvæðið í allri bókinni. Það er um trúarbrögðin. Skáldið skoðar öll trúarbrögð sem vegi, sem liggja allir að sama tak- markinu. »Að austan og vestan og alstaðar frá til alföðurs vegirnir liggja«. Og trúarbrögðin eru líka, segir skáldið, þegar að er gáð »andlegir sólarþræðir«. Og sérhver maður finnur og þekkir þann Ariadne-hnoða, sem höfundur lifs- ins hefir ætlað honum að hafa til þess að »þreifa sig eftir um myrkur- láð, uns finnur hann helgar hæðir.« Og það er vissulega engin á- stæða til þess að ala á kala og úlfúð, þótt geislarnir, sem koma frá sólu sannleikans og brotna í »prísmum« hinna sundurleita sið- menninga verði sinn með hverjum lit. Því: Pótt litknippi blá falli Austurlönd á og ísland fái hið ljósa, um alheiminn má þessa sólgeisla sjá, er saman þeir renna hæðunum frá, við himinsins efstu ósa. Sumar stökurnar eftir Sigurjón er táknandi fyrir síðari atburði í lifi hans. Hvert það þrep, sem slit- ur hæfileikanna toga hann upp á við, hrapar hann óðara niður aftur vegna annara máttugri eðlisþátta. Orð skáldsins »þyrnikrýndur og hæddur« munu eiga við í þessu tilfærða erindi á ólíkt bókstaflegri hátt, heldur en í öðrum þektari samböndum. Því að silfurpeningar þeir sem singirnisklíka landsins geldur Einari að launum, eru ólíklegir til að verða viðtakanda mýkri viðkomu en þyrnikrans. Á kandidatsárunum fékk Einar annað tækifæri til að reyna á hæfi- leika sína. Hann var nokkrar vik- ur ritstjóri »Fjallkonunnar« og var sú ritstjórn einkum fræg fyrir þrent: 1. Að ritstjórinn hafði sýnilega ekki áhuga á neinu gagnlegu þjóðmáli. 2. Að hann var með afbrigðum ókurteis og ósvífinn i riti. 3. Að hann réðist á síra Matthías með botnlausum hrakyrðum og sleggjudómum. Var það mál töluvert merkilegt. Matlhías var þá orðinn gamall maður, og vitanlega óhugsandi að jafnvel rökstuddar aðfinslur myndu hafa »uppeldisleg« áhrif á hann. í öðru lagi stóð þjóðin í óbættri þakklætisskuld við Matthías fyrir afrek hans í þágu íslenskrar menn- ingar. Aðstaða allra skynbærra og sæmilega siðmentaðra manna til Matthíasar var þá fyrir löngu orðin sú, að minnast rneð þakklæti og aðdáun snildarafreka hans á sviði bókmentanna, en láta vera að blanda galli síðustu æfiár hans með því að láta hann svara til sektar fyrir þau af ljóðum sínum, sem ekki hafa sérstakt bókmenta- gildi, eða snúa má út úr eða færa til verri vegar. Einar skeytti þessu ekki og skrifaði ósvífnar árásir í blað sitt um skáldskap Matlhíasar. Þjóðskáldið lét illindi Einars ekki á sig fá, enda mun hann hafa séð, eigi síður en sumir aðrir, sem minna skyn báru á faguríræði, að Einar var á þessu sviði hinn mesti óviti. Verður síðar í grein þessari vikið að þeirri vöntun í hæfileika hans. Þriggja daga vera Einars í stjórn- arráðinu og stráksséapur hans í garö hins rnesta listamanns, sem þá var uppi í landinu, urðu til að opna augu almennings fyrir þeim ágöllum í lundarfari mannsins, sem síðar hefir borið meira á, við erfiðari viðfangsefni. Það má oft marka manninn á litlu. Litlu síðar vildi Einari það til láns, að starf myndaðist við laga- kenslu í Rej'kjavík. Hvarf hann þá að því og hefir verið lagakennari síðan, þar til nú í haust, að hann gekk í þjónustu miljónarfjórðungs- ins. Þetta starf og lögfræðisbóka- gerð Einars frá þeim árum, er lik- legt til að verða talið manninum helst til gildis, þegar reynt verður að réttlæta æfiferil hans síðar meir. Bókfræðisþekking Einars kom hon- um að góðu haldi við kensluna, en lítil eða engin bætandi áhrif mun hann hafa haft á lærisveina sina. Hann var því viðunanlegur kennari að eins að þvi leyti, sem hann miðlaði þekkingu. Eitthvað litilsháttar fékkst Einar við mál- færslustörf um þetta leyti. En þar þótti sárlitið að honum kveða og er það skiljanlegt þeim sem hafa athugað og skilið, hve viljaþróttur mannsins er veikur, kjarkurinn litill, en ístööuleysið á frámunalega há® stigi. Ef stjórnendur miljónarfjórð- ungsins hefðu borið skyn á þennan þátt í eðli þións þeirra, myndi þeim sennilega hafa þólt lítill feng- ur að fá hann til að verja garð- inn. (Frh.). Samrinnuskólinn var seltur 8. þ. m. Starfar fyrst um sinn í Iðn- skólanum, en flytur í hús sam- bandsins á Arnarhóli þegar það er fullgert, gera menn sér vonir um að það verði upp úr nýárinu. Nemendum fjölgar mjög við skól- ann, munu orðnir um eða yfir 60. Ýmsir af nemendunum sem voru í fyrra sækja hann nú aflur og á hann eftirleiðis að starfa a. m. k. í tveim deildum auk þess sem nú verður að tviskifta neðri deildinni vegna nemendafjölda. é Forsætisráðherra fór utan á konungsfund með Gullfossi.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.