Tíminn - 24.01.1920, Side 1

Tíminn - 24.01.1920, Side 1
TIMINN um sextíu blöd á ári kostar tiu krónur ár- gangurinn. AFGREIÐSU i Reykjavilc Laugaveg 17, simi 286, út um land i Laufási, simi 91. IY. ár. Reykjavík, 24. janúar 1920. 3. blað. Búnaðarfél. íslands verður haldinn í Iðnaðarmannahúsinu í Reykjavík þriðju- daginn 23. mars þ. á. og byrjar kl. 4. síðdegis. Par verður skýrt frá fjárhag félagsins, framkvæmdum þess og fyrirætlunum, rædd búnaðarmáleíni og bornar upp tillögur, er fundurinn óskar að búnaðarþingið taki til greina. Reykjavík 20. janúar 1920. S. Sig'urðsson. Hröpuð stjarna. Fvrir héiumbil ári siðan var Wil'On forséti Bandaríkjanna fræg- astur maður og sá sem flestir litu vonaraugum til Nú heyrist varla minst á hann nema í sambandi við brostnar vonir og strandaðar hugsjónir. Heilsa hans er biluð, svo að fyrirsjáanlegt er að hann muni ekki starfa í fararbroddi þjóðanna meir en búið er. Wilson var í ófriðarlokiu átrúnaðargoð þjóðar sinnar, sam- lierjanna, og margra bestu manna meðal á Þýsklalandi og Austurriki. Hann bafði haldið uppi sæmd þjóðar sinnar, og skakkað hinn mikla hildarleik með þeim hætti að eigi varð um vilst hverja þýð- ingu Bandaríkin höíðu í ófriðnum. Bretar, Frakkar og ítalir voru hon- um þakklátir fyrir að hafa hjálp- að þeir úr greipurn óvinar, sem stundum virfist vera þeim ofurefli. Og Þjóðverjar vonuðu, að úr því þeir höfðu tapað leiknum, mundi Wilson sá einn af andstæðingum þeirra er yfir þjóðum átti að ráða, sem hafði hæði drergskap og mátt til að unna þeim skaplegra friðar- kosta. »Fjórtán boðorð« Wilsons voru sá grundvöllur, sem hinir sigruðu og hugsjónamenn' annara landa vonuðu að fiiðarsáttmálinn yrði bygður á. Og allsherjarbanda- lag allra þjóða, útrýma styrjöldum og ranglæti í skiftum þjóðanna. En þetta fór á annan veg. Frið- urinn varð alt annað en mildur. Sigurvegararnir hugsuðu meir um hefnd, heldur enn að undirbúa ei- lifan frið. Wilson kom til Parisar sigri hrósandi. En hann fór þaðan aftur sigraður, og með aðdáun múgsins breytta í einhliða áfellis- dóma. Og nú þykist hver óvalinn meðalmaður hafa rétt til að hlaða grjóti að höfði hans. En þeir sem feldu hina þungu dóma, hafa sennilega ekki gert sér eins mikið far um að skilja ástæð- urnar til þess, að hinn vitrasti og göfuglyndasti stjórnmálamaður hefir í raun og veru beðið gífurlegan ósigur í baráttunni fyrir réttlátum hugsjónum. Fyistra hindrunin á vegi Wilsons var það, að sáttafundurinn var i Frakklandi. Engin þjóð hafði orð- ið jafn illa fyrir barðinu á hinu þýska júnkaravaldi. Rosknir menn mundu enn alt of vel harðýðgi Þjóðverja 1870—’71. Og yngri kyn- slóðin hafði vaxið upp við beiska reynslu um sifeldar móðganir þýska keisaravaldsins. Og öll þjóðin hafði tekið þátt i hinu ægilega nýafstaðna stríði. Frakkar vissu, að ef þeir hefðu beðið ósigur, þá myndi sá friður, sem þeirn var boðinn hafa verið sama og þjóðardauði. Þeir höfðu heyrt og séð, að frönsku þjóðinni átti »að blæða til ólífis«. Sigurinn einn og ekkert annað hafði bjargað þjóðinni frá tortímingu. Slík þjóð verðu varla áfeld, frá mannlegu sjónarmiði, þó að fyrir- gefning og mannúðlegir framtíðar- draumar séu ekki eftir í hugum hennar, mcðan verið er að gera upp reikninginn við hinn fallna óvin. Og stjórnmálaforingi Frakka, Clemenccau sameinaði alla þessa þætli. Hann var ungur 1870. Eitur ósigursins og margenduitekið barð- ræði frá hendi Þjóðverja var runn- ið honum í merg og bein. Hann hafði staðið í eldinum, hin siðustu missiri stríðsins. Og öll aðstaða bans var þess eðiis, að honum hlaut að vera mjög örðugt að fallast á boðorð Wilsons. Nokkað sama máli var að gegna um England. Bróðurandinn til frændanna austan Norðursjávar var ekki ríkur þar í Iandi. Kosning- ar höfðu farið fram þar i landi rétt eftir að vopnahléð var samið. Það var i raun og veru við þær kosningar barist um hvort beita skyldi mildi eða hörku við Þjóð- verja. Auðmannaforkólfarnir og þeirra fylgifiskar heimluðu að Þjóð- verjar yrðu látnir borga allan her- koslnaðinn. »Láta þá greiða sinn síðasta eyri«, var einkunarorð hefndarflokksins. Og þjóðinni lík- aði þessi síefna, enda sigraði hún með afskaplegum meirihluta. Sá hluti frjálslynda flokksins og jafn- aðarmanna, sem vildu unna Þjóö- verjum skaplegra friðarkosta, fór herfilegar ófarir við kosningarnar. Lloyd George var falið að semja friðinn á harðræðisgrundvelli. Hon- um mun ekki hafa verið með öllu ljúft að fara þannig að. En þingið leiðbeindi honum svo að um mun- aði. Meðan stóö á friðarsamning- unum, kom sá kvillur upp i Lond- on, að Lloyd George væri farinn að hallast nokkuð mikið að fjórtán boðorðum Wilsons. Þá sendu um 200 breskir þingmenn úr stuðn- ingsflokki stjórnarinnar forkólfi sínum alvarlega áminningu, sem hafði tilætiuð áhrif. »Án er ills gengis.mema heiman hafi«. Svo mátti og segja um Wil- son. Skömmu áður en hann fór til Frakklands hafði hann beðið allmikinn kosningaósigur heima fyrir — einmilt í tilefni af friðar- stefnu sinni. Auðmenn Bandaríkj- anna vildu líka fá eigingjaruan hefndarfrið. Þegar Wilson kom til Parísar stendur hann í raun og veru einn á móti öllum, með sína eigin þjóð skifta að baki sér. Ósigur hans var fytirsjáanlegur. Samstarfsmenn hans voru, sökum eigin skapferlis og lífsreynslu, en þó einkum vegna aðhalds þjóða sinna, algerlega ó- sammála Wilson. Til að sigra þá hefði hann þurft að hafa alræðis- vald. En þess var honum varnað, vegna þess að boðorð hans stóðu grunt í stjórnmálajarðvegi Banda- ríkjanna. Heimurinn hefir fengið frið eins og hann verðskuldaði. Ekki frið bygðan. á hugsjónum og réttlætis- tilfinningu, heldur hefndarfrið, sem bersýnilega leiðir fyr en varir til • nýrra blóðsúthellÍDga og hörm- unga. Og svo áfellir hin hugsjóna- lausa og grimmlynda kynslóð, sein vildi hefnd, en ekki víðsýni og mannúð, þann eina valdamann stórþjóðanna, sem stefndi hærra, en var ofurliöi borinn af samhej- um sínum innanlands og utan. Það er ekki erfitt að skilja hvers- vegna Wilson er falliun í valinn. Hann er skipbrotsmaður. Hann hefir séð hið fyrirheitna land. Hann hefir nokkur augnablik haft áslæðu til að halda að hann gæti með einu heljartaki lyft mannkyninu á hærra stig friðsamlegrar og drengi- legrar menningar. En þegar á reyndi voru þetta að eins draum- sjónir. Fyr en varði stóð hann einn, svikinn og yfirgefmn af sainheij- uin sínum og stuðuingsmönnum, sem höfðu mátt til að gera fiiðinn grimman, hefndarþrunginn og ógiftusaman eins og þeir voru sjálfir. Síldveiðin. Hvað er sildveiðin? Hún er einhver farsældarminsti atvinnuvegur, sem rekinn er á ís- landi. Hún er rekin eingöngu í c. tvo mánuði, einmitt um hábjargræðis- tírnann. Hún tekur þá vinnandi karla og konur hundruðum saman frá aðalatvinnuvegum landsins, land- búnaðinum og þorskveiðunum, þeim, sein afkoina þjóðarinnar er undir komin, þeim, sem veita at- vinnu alt árið. Hún @r hið glæfralegasta fjár- hættuspil. Hún setur úlgerðarinennina í tvöfalda hættu: því að veiðin bregst æ við og við og markaðurinn bregst algerlega á stundnm. Hún sendir stundum verkafólkið heim með tvær hendur tómar, eftir margra vikna iðjuleysi um mesta annatíma ársins. Hún hefir komið af stað óheil- brigðri og óeðlilegri kepni um að ráða verlcafólk, til stórtjóns fyrir aðra atvinnuvegi landsmanna. Hún skapar verkafólkseklu, án þess að veita verkafóikinu nægi- lega tryggingu, um að fá sæmilegl kaup. Hún ræður verðlagi á vinnu og þó getur enginn heilvita maður látið sér til liugar koma að byggja framtíð landsins að nokkru leyti á þessavi atvinnugrein. Hún getur verið, og hefir í mörg- um tilfellum verið, siðspillandi at- vinnuvegur, bæði fyrir útgerðar- menn og verkafólk og fyrir at- vinnulífið í heild sinrii. Hún setur mörgum útgerðarmanni þann kost, að eiga það á hæltu í hverl skifti, sem hann gerir út, að lapa aleigu sinni, eða meiru, etida getur enginn hygginn atvinnu- rekandi bygt atvinnurekslur sinn nema að litlu leyti á sfldveiði. Hún er sá atvinnuvegur, þar sem hyggindi og atorka mega sín óvenju lítils, en Iangmest er undir hepni komið. Hún venur verkafólkið á þann lifnaðarhátt, að lifa í iðjuleysi vik- um saman, en ofbjóða sér ineð vinnu á fáeinum dægrum, að afla einkis flesta daga sumars- ins, en vinna sér inn gríðarlega mikið á skömmum tima. Hún heldur þeirri freisting að hlutaðeigendum, að vera iðjulausir allan ársins hring, nema síldveiða- timann — e/ vel gengur. Hún hefir ekkert viðnám, ef iila gengur, og ef verulega illa gengui*, þá verða þeir að borga brúsann, sem ekki hafa tekið þátt í þessu fjárhættuspili. Hún veitir stundum mikinn gróða, en sá gróði fer alt of oft til lítilla þarfinda. Hún er sá atvinnuvegur, sem fyrst og fremst gerir hinum ábyggi- legu atvinnuvegum landsmanna stórkostlega erfitt fyrir og auk þess verða þeir að bera skellina, þegar verulega út af ber. Það getur hæg- lega svo farið, að síldartapið verði að greiðast af ágóða þeirra at- vinnuvega, sem hún vinnur mest ógagn. Hún er þess vegna sá atvinnu- vegur, sem er stórhættulegur þjóð- arbúinu, og vitanlega því hættu- legri, því fleiri sem taka þátt i þessu fjárhættuspili, og því Iengur sem leyft verður að reka það skipulagslaust. Hversn lengi? Stjórn og þing hefir hvorki hreyft legg né lið um að reyna að gera þennan atvinnuveg áhættuminni fyrir þjóðarbúið. Hversu lengi á að bíða? Það getur verið að forsjónin taki í taumana; á þann hátt, að síld- veiðin leggist niður fyrir norður- og vesturlandi og fyrir öllu landi, líkt og hún lagðist niður fyrir Austurlandi. Það getur verið. En megum við I treysta því, og fljóta sofandi að feigðarósi, halda að ökkur hönd- um, og biða? Er það ein alvarlegasta spurn- ing, sem nú mætti á dagskrá vera, hversu lengi þessu á að fara fram. Alvarlegust vegna þess sorglega ástands, sem virðist blasa við, sem er það, að ekki verður annað séð, en að hin mikla síldarframleiðsla liðins sumars verði óseljanleg, eða elmmgis seljanleg með siórkostlegu tjóni. Það er hryggileg tilhugsun, að það getur legið við borð, að lands- menn tapi mörgum hundruðum þúsunda króna á þessum alvinnu- vegi í ár. Pað er alvarlegt ihugunarefni að afkoma fjölda manna, og afkoma þjóð/elagsins að töluverðu tegti, skuli vera komin undir sliku fjárhœttu- spili og slikum atvinnuvegi, sem vinnur stórtjön hinum ábyggitegu alvinnuvegum landsmanna. Og hafa hann við sér blasandi, þann möguleika, að þeir verði æ fleiri, sem þessi atvinnuvegur tekur frá öðrum atvinnuvegum, og þær upphæðir æ stærri, sem eru komn- ar undir slíku teningskasti hepn- innar. En ekkert er gert af þingi og stjórn til þess að reyna að koma skipulagi á, ekki einu sinni til þess að íhuga hvort nokkur leið muni vera fær til þess, að koma skipulagi á og gera þennan at- vinnuveg áhættuminni og tekju- vissari fyrir einstaklingana, og að góðri tekjugrein fyrir marg-þurfandi ríkissjóðinn. Þingið, sem saman kemur í næsta mánuði, svarar þvi fyrir sitt leyti, hversu lengi á að bíða. Shuiy iiiii vimíil. ii. Sumir kaupstaðarbúar leggja ó- verðskuldaða fæð á samvinnufé- lögin fyrir það, að þau séu ósann- gjörn við bæjarbúa um verðlag á islenskum vörum. Að miklu leyti er þessi ásökun tómur heilaspuni. Samvinnufélögin hafa með vöru- vöndun og hyggilegri aðferð á sölu erlendis hækkað ýmsar vörur í verði. En við því getur enginn sagt neitt. Hvortveggja tramkvæmdin er lofsverð. En það sem ekki er rétt eða Iofsvert, er að selja löndum sínum isl. framleiðslu dýrari, held- ur en hún gengur á erlendum markaði. Reykvíkingar bera sig einkum upp undan þessu og kenna heildsölu samvinnufélaganna um, þ. e. Sambandinu. En Sambandið er hér haft fyrir rangri sök. Það miðar sölu á isl. afurðum iunanlands við erlenda verðið á samskonar vöru. Og það er óaðfinnanlegur mælikvarði. Kaupfélag Eyfirðinga selur mikið af kjöti í bæinn, í sláturtíöinni. Þá veit enginn hvað kjötið muni seljast erlendis. Kaupfél. selur þá áœtlunarverð á kjötið, og bókfærir hvað hver einstaklingur tekur og borgar. Um veturinn, þegar salan erlendis er ura garð gengin, borg- ar kaupfélagið til baka, ef áætlun- arverðið reynist bærra hinu erl. markaðsverði. Eu ef hið gagnstæða á sér stað, borgar kaupandi upp- bót. Þessi aðferð er heilbrigð og rétt- lát. Henni hefir fastlega verið haldið fram sem sjálfsagðri reglu um slík viðskifti, í Tímariti samvinnufé- laganna. Hún ein getur trygt frið á viðskiftasviðinu milli lands og sjávar. Reykvikingar gruna Sláturfélagið um, að selja þeim kjötið óþarflega dýrt. Og i haust mun verðmunur- inn hafa verið talsverður. Síðan skella fáfróðir menn í höfuðstaðn- um skuld á félög, sem fylgja al- gerlega réttmætri aðferð. Þetta ólag á kjötsölunni í Rvík er eins mikið að kenna höfuð- staðarbúum eins og Sláturfélaginu. Bærinn gæti kevpl kjötið af félag- inu og sell það »skilyrðis-bundið« eins og kaupfél. Eyf. Eða borgar- arnir haft 'kaupfél., sem annaðist þessi innkaup. En hvorugt þetta hafa Reykvikingar gert. Og Slátur- félagið hefir ekki lagt sig í fram- króka til að bæta úr þessum ágalla. En hann er skaðlegur báðum hlut- aðeigendum — og jafnvel orðspori samvinnunnar yfirleitt. Samvinnumaður,

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.