Tíminn - 21.02.1920, Side 4
28
TÍMINN
Ræktunarsjóður Islands.
Hérmeð er skorað á þá, sem enn hafa eigi greifct afborganir og
vexti af lánum úr sjóðnum, sem féllu í gjalddaga á síðastliðnu ári, að
greiða það sem þannig er i vanskilum þegar í stað, þar eð annars
verður að krefjast fullnaðargreiðslu á lánunum nú þegar. Gjalddagi á
afborgunum og vöxtum af þjóðjarðasölusbnldabréfum er 11. júni ár
hvert.
Reykjavík, 20. febrúar 1920.
Vigfás Einarsson.
— Gjaldkeri sjóðsins. —
næst i lifvörð páfans. Hann var
fríður, gáfaður, mentaður, hafði
ánægju af samkvæmislífinu og var
hvarvetna í afhaldi. Það voru von-
brigði fyrir föðurinn, því að hann
æskti þess að hann yrði geistlegur
maður. Þeir urðu ósáttir og hinn
ungi maður dvaldist utanlands ár-
langt. Hann kom heim þá erfaðirinn
var látinn. Það kom öllum á óvart
ao hann sneri nú baki við veröld-
inni og varð prestur. Enginn veit
hversvegna hann gerði þetta . . .«
»Kæri barón! Mundi það ekki
hafa verið vegna einhvers ástar
æfintýris«, sagði fursta frúin.
»Nei, svo var ekki sagt og það
heyrðist ekki það minsta í þá átt,
að neitt hneiksli hafi átt sér stað.
Sumir sögðu að hann hefði kvænst
i Englandi og mist konu sína. En
enginn getur sagt um það með
vissu. Hann varði hinum geysi-
miklu auðæfum sínum til þess að
bæta fátækasta lýðinn í Róm og
fína fólkið sagði að hann væri orð-
inn jafnaðarmaður. Hann öðlaðist
takmarkalausa lýðhylli en sótti þó
um það að fá að fara lil Lund-
úna. Hann gerði þar hið sama sem
í Róm, gekk út á götur og gatna-
mót, til að hjálpa ekkjum og mun-
aðarleysingjum, og þeim sem lengst
eru leiddir — bæði á degi og nóttu
og árum saman. En heilsu hans
var ofboðið með þessu erfiði og
yfirboðarar hans kölluðu hann
heim. Hann var fertugur þá er
hann kom aftur til Róms, en hvít-
ur fyrir hærum. — Páfinn bauð
honum veglegar tignarstöður, eina
af annari. Hann féll á kné og
baðst undan því. Hann vildi halda
því áfram að vera prestur og starfa í
fátækrahverfinu í Campana Rómana.
Svartar fjaflrir. [Frh. af 1. siðu.]
Fyrir koss þinn vildi eg kasta
kórónu minni á bál.
Yfir ást mína rignir
Úrías hjartablóð ....
Drottinn má dæma mig sekan;
þau fyrirgefa mér,
faðmlög þín.
Batseba, Batseba mín«.
Petta er niðurlag kvæðisins. -
Davið Stefánsson dæmir ekki. —
Hann lætur sér nægja að lýsa leik
forlaganna með villugjörn manns-
hjörtu. Þar sem rök ólánsins eru
rakin til vissra undangenginna at-
hafna, eins og í sögunni af Tótu,
er hin réttláta hefnd, aukaatriði í
kvæðinu.
Af þessu leiðir það, að þar sem
Da víð gerist ádeiluskáld og t.d.í»Ekk-
illinn«, eða »Hjónabandið« missir
hann flugsins. Hann er þá kominn
mestum. Það megurn við og get-
um því að eins, að við getum
jafnframt séð skepnum okkar fyrir
nægu fóðri. Minki heyskapurinn,
sem helst er útlit fyrir, þá verð-
um við að fara að dæmi annara
þjóða og ala skepnur okkar á að-
keyptu fóðri.
Nú vill einmitt svo vel til, að
við lifum á sannkölluðu matar-
landi, ef við kynnum réttilega með
að fara. Eg þykist aigerlega sann-
færður um, að búfé okkar mundi
hagnýta sér rniklu betur bæði land
og fjörubeit, heyfóður, þang og
sæþara, fengi það með því að
staðaldri síldarmjöl og lýsi, stund-
um líka kalk og önnur steinefni í
réttum hlutföllum.
ógrynni öll fara aftur í sióinn
af fiskiúrgangi og sjávargróðri. í
fisldúrganginum fáum við einmitt
þau efni, sem við þurfum hvað
helst, til þess að draga úr hey-
fóðrinu, en jafnframt fullkomna
það að næringargildi og efnasam-
setning: Eggjahvítu, fitu og stein-
efni, en kolvetnin eru vafalaust
venjulega yfirgnæfandi, einkum í
lélegra heyi og beit.
Enn sú gullkista viða við sjávar-
síðuna! Þang og þari í flæðar-
málinu og í veiðistöðvunum hefir
oft mátt fá sild og annan fiski-
úrgang fyrir lítið, hefðu menn búið
sig undir að grípa tækit'ærin. —
„MORGUN“.
2. hefti kemur út 1. maí og
verður að eins sent þeim er þá
hafa greitt andvirði 1. árgangs.
Með því að afgreiðslan hefir
orðið þess vör, að eitthvað af
sendingu 1. heftis hafi misfarist,
eru þeir, sem pantað hafa ritið,
en ekki fengið 1. hefti, beðnir að
gera afgreiðslunni aðvart sem fyrst.
Alt sem snertir afgreiðslu og
innheimtu ritsins á að sendast til
undirritaðs, en ekki til ritstjórans.
Nýir kaupendur gefi sig fram.
Pór. 13. Porláksson.
út yfir þau landamerki, þar sein
skáldandi hans nýtur sín best. —
Sömuleiðis tekst honum miður
með stórfeldar sögulegar lýsingar,
eins og bruna bókasafnsins egypska,
eða blóðnóttina í París. Ekki af
því að hann sé ekki nógu mikill
sagnfræðingur (Sbr. Sikileyjarspeki
Mbl., sem minnir á andríki þess
Reykvíkings, sem fordæmdi Jóns-
messunótt Kjarvals af því að »ridd-
ararnir voru ekki í nútíðarreiðbux-
umil). Ástæðan til þess að Davíð
nýtur sín miður á því sviði er það, að
hann er fíngerður, veikbygður söng-
fugl, skapaður til að ala aldur
sinn með léttslígum ljósálfum, en
ekki á vígvelli innan um hauga af
mannabúkum, þar sem blóðið
»gnúði hrafni
á höfuðstafnk
eins og Egill kemst að orði.
Davíð Stefánsson virðist vera
giftubarn í list sinni. Hann hefir
orðið fyrir því mikla láni, að með-
fæddir eiginleikar hans njóta sín
afbragðsvel í þeirri umgerð, sem
hið andlega líf samtíðarinnar skapar
þeim. Hann er eins og fræ, sem
hefir fokið fram hjá grýttum, þyrn-
umvöxnum löndum og fallið í
djúpan, frjóvan jarðveg, sem hæfir
eðli þess, og gerir því unt að bera
hundraðfaldan ávöxt. Davíð Stef-
ánsson er ekki skapaður til að
endurheimta til handa þjóð sinni
stjórnmálafrelsi, bleika akra, græna
skóga eða gullið úr iðrum jarðar-
innar. Draumalöndin eru riki hans,
sem eigi verður af honuin tekið.
J. J.
Préttir.
___*
Gnðfræðisprófi við háskólann
hafa þessir lokið: Árni Sigurðsson
I. eink. 125 stig, Magnús Guð-
mundsson I. eink. 105 stig, Stan-
ley Guðmundsson II. eink. betri
Hvað fór ekki í sjóinn á Vest-
fjörðum í sumar í síldarhlaupinu
mikla og hvað hefði ekki mátt
veiða miklu meira, ef hægt hefði
verið að taka á móti því?
Benda mætti á hvort sveitafélög
gætu ekki sent mann eða menn
með tunnur sínar og salt á veiði-
stöðvarnar, til þess að grípa þessi
tækifæri og hirða úrgangssíld,
sem alt af er talsvert af. En hér
er verkefni fyrir stærstu samvinnu
fyrirtækin okkar, Sambandið eða
Sláturfélagið, að slofna sem allra
fjrrst síldar- og fiskimjölsverksmiðj-
ur, þaðan sem bændur um land
alt gætu fengið síldarmjöl og lýsi
handa skepnum sínum.
Jafnframt ætti að gera tilraun
með sjávargróður, hvort ekki
svaraði kostnaði að hirða, þurka,
mala og senda hann sem verslun-
arvöru út um landið. Væri eitt-
hvað af síldarmjöli t. d. látið
saman við, mundi það verða á-
gætt fóður.
Mig hryllir við að hugsa um
sinu-þúfnakollana okkar, þegar
kaupamaðurinn er kominn upp í
100 kr. og þarf ef til vill oft að
brýna.
Ef eitthvað er komið í Bjarg-
ráðasjóð, ætti að nota hann til
þess, að koma upp innlendri fóður-
verksmiðju.
104 stig, Pétur Magnússon II. eink.
betri 96 stig, Halldór Kolbeins II.
eink. betri 89 stig og Sveinn Ög-
mundsson II. eink. betri 68 stig.
Sterling varð að snúa aftur á
austurleið, vegna kolaskorts; var
kominn austur undir Dyrhólaey,
en fékk þá svo þungan vind á
móti, að óvíst þótti að kolin dygðu
á höfn eystra.
Bátstapi. Vélbátur hefir nýlega
farist í Vestmannaeyjum og voru
á honum 4 menn.
Hveiti hækkar nú mjög í verði,
enda er það keypt frá Bandaríkj-
unum, og gengið á dollaranum
svo óhagstætt, sem öllum er kunn-
ugt. Hafa bakarar því neyðst til
að hækka verð á hveitibrauðum
og kökum.
Hæstiréttur var settur I hinum
nýviðgerðu húsakynnum á mánu-
daginn var. Voru fáir viðstaddir,
því að húsakynnin eru svo lítil.
Er sá siður hafinn, að dómarar
og málfærslumenn eru klæddir í
síða kufla, dómararnir í dökkbláa
með hvítum börmum, en mál-
færslumennirnir í svarta með blá-
um börmum. Kristján Jónsson
dómstjóri hæstaréttar ílutti ræðu
við setningu rétlarins. Einn dóm-
aranna, Páll Einarsson, er enn ó-
kominn til bæjarins.
Læknaprófi hefir Óskar Einars-
son lokið við háskólann og fékk
háa I. eink. 1752/s stig. — Friðrik
Björnsson hefir lokið fyrri hluta
læknaprófs.
Heim8peki8prófl hafa lokið við
háskólann: Gústav A. Jónsson,
Dýrleif Árnadóttir og Hinrik S.
Oltósson.
Islands Falk kom nýlega hing-
að frá Færeyjum og hafði með
sér franskan botnvörpung, sem
hann hafði tekið fyrir veiðar í
landhelgi.
Kæru samherjar!
Að endingu vil eg ráðleggja ykk-
ur að nota síld, þó frekar síldar-
mjöl og ögn af lýsi, handa öllum
skepnum sem beitt er, hvort held-
ur er á land eða í fjöru. Beri samt
á »skjögri« í lömbum, þá bæta við
fóðrið beinamjöli, þorskhausamjöli.
Enn fremur handa öllum skepn-
um sem fá sinuhey, hrakið hey
eða á annan hátt lélegt heyfóður.
(Lesið grein Björns Gíslasonar í
Freyr.) Það þarf ekki að gefa mik-
ið hverri skepnu, en svona notað
borgar það sig best. Pað nefnilega
margfaldar sjálft sig. Aliskepnur
þurfa þess síst og borga venjulega
lakast. Lágmjólka kýr fá oft tóma
töðu. Það er mesti óþarfi og versta
fóðureyðsla, svo framarlega sem
nokkuð er til af útheyi, sem geng-
ið getur í þær. Reynið að blanda
stararheyi saman við hána, setja
alt í vothey. Dugi það ekki, þá
er að strá síldarmjöli út á, meðan
þær eru að komast á bragðið.
Já, kýr eru kenjóttar, en það má
líka stundum kenna þeim betri
siði, ef »fjósameistarinn«, ekki
fjósakarlinn, vill ganga á undan
með góðu eftirdæmi: Vinna verk
sitt trúlega, gera skyldu sína. —
Það er fyrst, þegar kýrin fer að
mjólka 12—14 merkur í mál, að
hún þarf tóma töðu eða hennar
ígildi, Mjólki kýrin enn meira,
Loftskeytaatöðin í Flatey á
Breiðafirði hefir nýlega bilað og er
óvíst hvenær úr því verður bælt.
Haíði stöngin brotnað í ofviðri.
Danir, búsettir í Reykjavík,
stofna til hátíðahalds í tilefni af
sameiningu Suður-Jótlands við
Danmörku.
Húsbruni. Aðfaranótt mánudags
síðastl. kom upp eldur í húsi
Tómasar Möllers póstafgreiðslu-
manns og símastjóra í Stykkis-
hólmi; brann liúsið til kaldra kola,
og varð litlu bjargað öðru en
símaborðinu, bókum og skjölum
símans og póstafgreiðslunnar. Er
mælt, að eigandinn verði fyrir miklu
tapi, þar eð vátrygging hafi verið
lág.
Sýning. Heimilisiðnaðarfélag ís-
lands hefir ákveðið, að gangast
fyrir sýningu á heimilisiðnaði fyrir
land alt sumarið 1921, og skorar
á menn um almenna hluttöku.
Verður síðar getið hvar og hvenær
munum verður veitt viðtaka.
Látinn er 31. f. m., austur á
Hæli í Biskupstungum, Einar Gests-
son, áður bóndi á Hæli, faðir Ei-
ríks alþm. Einarssonar. Var einn
af mestu merkisbændum á Suður-
landi á sinni tíð.
Úr Yostmannaeyjum fréttist um
aflaleysi, en mikið veiðarfæratap
upp á síðkastið. Þar er og svo
kolalaust, að það hefir fyrir nokkru
orðið að loka skólanum.
Landsspítalinn. Árni Eggertsson
rilaði grein fyrir jólin í Lögberg
og hvatti landa vestra til þess að
gefa landsspítalasjóðnum arðmiða
sína af Eimskipafélagshlutabréfum.
Hafa orðið ágætar undirtektir undir
þá málaleitun. — Frú Guðný Bjarna-
dóttir í Bolungarvík hefir sent
sjóðnum 1000 kr. — Hjónin Stein-
unn Vilhjálmsdóttir og Einar Ei-
ríksson á Eiríksstöðum á Jökuldal
hafa sent sjóðnum 200 kr. að gjöf.
hrekkur ekki taðan jafn vel, nema
gefin sé í mesta óhófi, enda ætti
þá ekki að bæta við töðu eða heyi.
28—30 merkur í mál er jafnvel
of mikið þuríóður, væri því betra
úr þessu að ;bæta við síldarmjöli
og maís (eða mysu) eftir þörfum
og í ákveðnum hlutföllum.
Lifeðlisfræði og fóðurfræði verð-
ur ekki rituð eða lærð í stuttri
blaðagrein. Lærðustu vísindamenn
segja oft sitt hvað og margt er
vafasamt og óráðið enn. En eitt
er víst, að um leið og fóðurteg-
undum fjölgar, verður meiri vandi
að blanda fóðrið réttilega og/,hag-
nýta það sem best.
Leitið því upplýsinga og ráða
hjá þeim, sem þið berið traust til
og þetta mál^hafa kynt sér. Ráðu-
nautar búnaðarfélagsins, kennarar
bændaskólanna og fleiri eru vafa-
laust ávalt s reiðubúnir til þess
að Ieiðbeina, ,enda þeirra verka-
hringur.
Mannalát. Látin er nýlega hér
i bænum Helga Árnadóttir, móðir
Bjarna Jónssonar frá Vogi og þeirra
bræðra. Hún var hátt á níræðis-
aldri. — Látinn er nýlega á Lund-
um í Borgarfirði Ólafur sonur
Guðmundar bónda þar, rúmlega
tvítugur.
Bækur og x'itföng’
kaupa m«‘im í
Bókaverslun
Sigfúsar Eymundssonar
Síðastliðið hanst var mér undir-
ritaðri dregið gulhyrnt gimbrar-
lamb með mínu marki: sýlt hægra
sýlt og gagnbitað vinstra. Réttur
eigandi gefi sig fram.
Kjörseyri í Strandasýslu,
í janúar 1920.
Valg. Kr. Gunnarsdóttir.
Skálda- og Ii8tanianna8tyrknum
hefir nú verið úthlutað á þessa
leið:
Skátd og rithöfundar:
Davíð Stefánss. f. Fagrask. kr. 800
Einar H. Kvaran ........ — 3000
Guðm. Friðjónsson...... — 1000
Guðm. Kamban............ — 1000
Jakob Tborarensen...... — 800
Stef. Sigurðss. f. Hvítadal — 800
Tryggvi Sveinbjörnsson... — 600
Málarar og myndasmiðir.
Arngr. Ólafsson, námsst. kr. 1000
Brynj. Þórðarson, námsst. — 1000
Einar Jónsson f. Galtafelli — 1500
Eyjólfur Jónsson ferðast.. — 1000
Hjálmar Lárusson .... — 500
Jóh. Kjarval, ferðast. ... — 2000
Jón Þorleifsson, námsst. . — 500
Kristín Jónsd., ferðast. . . — 1500
Nína Sæmundsson.ferðast. — 1500
Ríkarður Jónsson, ferðast. — 2000
Sönglistamenn.
Benedikt Árnason, námsst. kr. 1000
Eggert Stefánss., til fulln-
aðarnáms.................— 1200
Páll ísólfsson, til fullnað-
arnáms..................._ 1800
Þórarinn Guðmundsson,
til að koma á hljóðfæra-
sveit.................. — 500
Samtals kr. 25000
Sildin islenska, sem legið hefir
í Kaupmannahöfn mun nú hafa
að nokkru verið seld fyrir 45 kr.
tunnan. Er það síldarútgerðar-
mönnum mikið tjón.
Ungmennafélag Akureyrar hefir
gefið rúmlega 1600 kr. í Heilsu-
hælissjóð Norðurlands.
Ný bók. Nýlega er komin út
önnur útgáfa, nálega óbreytt af
reikningsbók handa alþýðuskólum
eftir þá Jörund Brynjólfsson og
Steingrim Arason kennara.
Kosning verður engin í Reykja-
vík. Þá er framboðsfrestur var
liðinn hafði Sveinbjörn Egilsson
ritstjóri Ægis einn boðið sig fram
á móti Jakob Möller. En hann
tók síðar aftur framboð sitt og er
Jakob því sjálfkjörinn.
Skipstjón. Færeyingar keyptu
fyrir nokkru »Sigurfarann«, eitt af
fiskiskipum Duusverslunar hér í
bænum. Var skipið hlaðið hér
vörum og fór af stað fyrir nálega
fjórum vikum, áleiðis til Færeyja.
Hefir síðan ekkert spurst til skips-
ins og verður því líklega að teljast
víst, að það hafi farist. Skipshöfn-
in var færeysk.
Húsbruni. Um miðjan mánuð-
inn brann á Norðfirði hús, sem
var eigD Vigfúsar Sigurðssonar.
Höfnin hefir nú um hríð verið
lögð innan hafnargarðsins. Hefir
Islands Fallc hjálpað til að halda
opinni leið inn að hafnargarðin-
um.
Konnngskoma. Það mun nú
fullráðið.^að konungur komi hing-
að til lands í lok júlímánaðar í
sumar. Verður drotning hans með
honumt_og®syniiv,.þeirra báðir.
AYI Hafið þér gerst kaupandi
að Eimreiðinni?
Ritstjóri:
Tryggvl ÞórhallBBOH
Laufási. Sími 91.
Prentsmifljan Gutenherg.