Tíminn - 24.04.1920, Síða 3

Tíminn - 24.04.1920, Síða 3
TlMINN G3 hlýðni. Pað tókst fremur vel, og mega verkfallshótendur að ekki litlu leyti þakka það höfuðpaur- um langsara. Gísla, Einari og Magnúsi Strandamanni. Peir voru tvöfaldir í roðinu. Annarsvegar slarfsmenn landsins, sem undir- bjuggju verkfallið af mikilli alúð, og hvöttu þar til að spenna bog- ann sem hæst. Hins vegar voru þeir alþingismenn, trúnaðarmenn aiþjóðar og áttu þá »sem sé« að semja við verkfallsliðið, þ. e. við sjálfa sig. Þetta var sá leikur sem báðfuglarnir kölluðu vbaráltuna við holdiða. Freistingin var mikil og það verður að játa það, að enginn syndari i Decameron féll flatari fvrir tilhneigingum sínum, heldur en Gísli & Co. i þetta sinn. í stað þess að leiða málið hjá sér í þing- inu, eins og hver sæmilegur maður hefði gert, eins og þarna stóð á, þá börðust langsarar af öllum kröftum fyrir verkfallskröfum sin- um. Annars er helst að sjá svo sem Gísli hafi samviskubit af þessu. En í stað þess að iðrast tvöfeldni sinnar, og gera skaplega yflrbót býr hann til rakalausar ósanninda- sögur um að vissir andstæðingar sinir hafi efnt til verkfalla. Það sýnir sannleiksást hans, að þó að hann viti að tveir af fyrirrennur- um hann við Mbl. Finsen og E. A. hafi verið stimplaðir margfaldir ösannindamenn fyrir þá sögugerð, þá gefur Gfsli lýgina út til að fá slimpilinn lika. Ómögulégt er að skilja atferli Gísla i þessu máli öðruvísi en svo að hann skammist sín fyrir framkomuna í fyrra. Hann minnir dálílið á Lady Macheth, er liún gengur í svefni og reynir að ná blettunum af höndunum. En stikir blettir eru líklega nokkuð fastir. Gísla mun verða að þvf. Eftirmæli. Hákon Oddsson frá Kjarlaks- stöðum i Dalasýslu. Hann var fæddur á Kjarlaks- stöðum 2. sept.br. 1891. Foreldrar hans Oddur Hákonarson óðals- bóndi á Kjarlaksstöðum og kona hans Hólmfríður Brynjólfsdóttir, dáin 27. ág. 1915. Hákon ólst upp hjá foreldrum sínutn og átti alla tíð heimili í föðurhúsum til dauða- dags 17. febr. síðastliðinn. Hann var að mörgu leyti vel gefinn, vel greindur, námsmaður góður. Gekk hann á Akureyrarskólann 1910 og tók þaðan gott próf vorið 1913. Hann var stiltur vel, yfirlætislaus, sérlega háttprúður og vandaður, Það var aðdáanlegl að sjá hvað hann smaug vel úr brögðum. Hann var auk þess fjölhæfari á brögð en flestir hinna og undir- bjó úrslitabrögðin oft með af- brigðum vel. Auk þessa er fram- koma hans hin glímumannlegasta í besta skilningi. Hann er fullkom- lega rólegur, en situr um leið unt hvert tækifæri sem gefst, að koma bragði á og fylgir á eftir með fullu skapi og snerpu. Það kom mest list fram í glímum hans. En hann vanlar burði og þol og kom það sérstaklega í ljós vegna þess, að margar af glimum hans urðu lang- ar og um tvær varð hann að glíma tvisvar. Úr því á hann að geta bætt með Iíkamsæfingum. Og þar sem hann kann svo vel um fram flesta aðra það vandlærðasta, er ástæöa til að vonast til, að hann verði með timanum einn af bestu, skæðustu og glæsilegustu glímu- mönnum landsins. Valdimar Sveinbjarnarson bar af öðrum í léttari ílokknum. Hann er ættaður austan úr Vopnafirði og er nú leikfimiskennari við barna- skólann hér í bænum. Glíma hans var góð og framkoma sömuleiðis. Eftirtektavert er það, að nálega allir glimumennirnir, sem glimur sýna í Reykjavík, eru úr sveit. Má af þvi margar ályktanir draga. En ekki eí rétt að $eyma því þú Lifebuoy- hveitið er ein hin allra besta amerískra hveititegunda. Biðjið ávalt. um þá tegund ef þér viljið fá verulega gott hveiti. Hveitið Trumpeter er einnig góð tegund þótt það jafnist ekki að fullu við Lifebuoy. I3að er mjög ódýrt eftir gæðum. þar sem alt hveiti hefir nú hækkað i verði er enn brýnni þörf en ella að ná í notadrýgstu teguntíirnar. vinfastur og trygglyndur. Yfirleitt var Hákon sál. sérlega mikill efn- ismaður, er án efa hefði orðið átt- högum sinum nýlur maður á marga lund. Hans er því mjög saknað af öllum þeim, er þektu hann. En sérstaklega er sár harmur kveð- inn að föður hans, er átti ekki annað barna, en þennan eina son, sem hann hefir án efa bygt á margar fagrar vonir. Um leið og sveitungar og vinir þeirra feðga sakna einlæglega þessa unga efnis- manns, samhryggjast þeir hinum sorgbitna föður, er á svo skömm- um tíma hefir átt á bak að sjá áslúðlegri eiginkonu og einkasyiii. Vinur. ólafur Guðmnndsson frá Lund- um. Hann lést að heimili sínu 30. jan. s.l. 22 ára gamall. Foreldrar hans voru bjónin: Guðmundur bóndi Ólafsson og Guðlaug Jónsdóttir á Lundum í Stafholtstungum. Ólafur dvaldi alla æfi í foreldra- húsum, að þvi undanskildu, að hann stundaði nám við Hvítár- bakkaskólann í tvo vetur. Hann var innilega elskur að heimiii sínu, — heimilisrækinn eftir besta skilu- ingi — enda hafði honum hlolnast það heimili, sem var fyrirmynd annara um marga hluti. Fregnin um andlát þessa mann- vænlega manns, flutti dapran sökn- uð út um nágrennið. Allir kunn- ugir fundu, að hér var horft á bak einum efnilegasta liðsmauninum úr flokki hinna yngri manna. — En heima, þar sem hann lifði og vann, er missirinn sáraslur — harmur- inn þyngstur. Nú drjúpir heimilið hans í sárum. Foreldrar og syst- ldni horfa tárvotum augum á auða rúmið. Eg kyntist Ólafi um tveggja velra skeið, — í skólanum á Hvítárbakka. Eg sá hann þar í fyrsta sinni, meðal anuara uugmenna — flestra ókunnugra — sem komin voru hvaðanæfa. Ósjálfrátt laðist eg meir að hon- um enn nokkrum hinna. Ekki vegua þess, að hann væri fljót- tekinn. Hann var mikið fremnr tregur að kynnast. Hilt réði meiru, að hann bar í svip sfnum og Lát- bragði svo mikið af þvi, sem best var og ríkast I fari hans. Hann var fríður sýnum og bjart- ur yfirlitum. Svipurinn hreinn og mildur og talandi vottur um dreng- lyndi og staðiestu. — Hvortveggja kom líka skýrt fram í kynningunni, Þar var ekkert, sem mint gat á óhreint hugarfar. Alt var heilt og einlægt. að þeir sem nú eiga mestan heið- urinn af glímaiðkununum eru Reykvíkingar, Guðm. Kr. Guð- mundsson, glímustjórinn á báðum sýningunum og Ágúst Jóhannesson bakari. Eru báðir gamlir og góðir félagar Ungmennafélags Reykja- víkur, en nú er svo komið, að sá góði félagsskapur þrífst ekki leng- ur í höfuðstaðnum. Hafi þeir allir þölck, íorgöngu- mennirnir og glímumennirnir. Þeir hafa allir komið fram með sóma. Mætti á eitt einstakt atriði minna enn um báðar þessar glímusýn- ingar í vetur, svo fjölmennar, að á hvorugri urðu nokkur teljandi meiðsli. Það er mikið hrósunar- efni, því að það ber bæði .vott um drengskap og kunnáttu. Loks mætti að því vikja í þessu sambandi hve lítið hefir selst af »Glímubókinni«, svo ágætri og bráð»nauðsynlegri bók fyrir alla glímumenn.Var upplagið eltki nenia 1000 og um helmingur óseldur. Er þetta ilt til afspurnar. Og hvað verður langl þangað til glíma verður kend í öllum skólum á íslandi? Eg veit að þeir, sem kyntust honum ásamt mér, minnast hins sama. Mér er enn minnisstætt hvernig það lá í loftinu, eins og skýlaust álit okkar allra, að Ólafur yrði gæfumaður. Mér finst nú, að sú sannfæring hafi orðið til af því, að við vorum viss um það, með sjálfum okkur, að hann bæri alt af hreint merki. Yrði alt af jafn góður og saklaus, hvað sem ann- ars kynni að mæta honum. Þegar eg hugsa til þessara horfnu stunda, þá er Ólafur æfinlega ein- hversstaðar nálægur, og eg finn þá og þakka, að þeir dagar voru fegri hans vegna. * * * Ólafur frá Lunduni fékk að deyja í blóma lífsins. Með flekklausa æsku að baki — æsku, sem átti svo fagurt fyrirheit, svo margar og göfugar vonspár. En þær fengu ekki að rætast — ekki hér; og nú ber hann gnótt fagurra vona inn yfir landamæri betra heims. Umhverfis hann var alt af heið- ríkt og sólbjart, og í samræmi við það eru minningarnar, sem hann lætur eftir meðal vina sinna og samfylgdarmanna. í febr. 1920. Sig. Snorrason. Verkfærasýning. Stjórn Búnaðarfélags íslands hef- ir ákveðið að vorið 1921 verði haldin sýning á allskonar verkfær- um og vinnutækjum, sem hafa verið og liklegt er að séu nothæf hér, við búnaðarstörf. Hefir slík sýning tvöfalt verkefni. Annað víkur að sögu landbún- aðarins, þar eð gömul verkfæri eiga og að vera á sýningunni. Væri það næsla girnilegt efni til rann- sóknar, hvaða verkfæri hafi verið notuð hér á landi til sveita, og ritgerð um slíkt efni myndi gefa góða mynd af lifnaðarkáttum þjóð- arinnar. Verður vonandi einhver til að leysa það verk af hendi áður en laugt líður. í sambandi við þennan lið sýn- ingarinnar væri næsta æskilegt að lagður væri grundvöllur að safni á landbúnaðar og búsáhöldum, sem ælti að vera ein deild í Þjóð- menjasafninu. /Elti að mega vænta þess, að á sýninguna bærust ýmsir gripir sem þar væru best geymdir. Aðal markmið sýningarinnar er þó vitanlega hitt, að reyna að finna ný verkfæri og fá menn til að nota þau. Til þess að það tvöfalda mark- mið náist, þarf bæði að viða miklu að sýningunni af nýjum verkfær- um, bæði innanlands og utan, og bændur utan af landi verða að koma sem fjölmennastir á sýning- una, jafnframt því sem Búnaðar- félagið og blöðin munu telja það skyldu sina að skýra almenningi frá því sem þarft er og nylsamlegt á sýningunni. Að nú er í fyrsta sinni siofnað til slíkrar sýningar ber augljósan volt um það, hve það hefir nú fengið almenna viðurkenning, að aukin nolkun verkfœra er eitt aj Ufsskilyrðunum fyrir hinn íslenska landbúnað. Er það yel farið að stjórn Bón« aðarfélagsins sýnir slikt uú í verk- inu og er ekki ástæða til annars en að bera fylsta traust til fram- kvæmda hennar í þessu efni, enda á hún að eiga visan stuðning bændastéltarinnar. ^orgin eilífa eftir all @ainc. Davið Rossí talaði rólega, en með innleik: »Manninn, sem gengur beint framan að kúgara þjóðarinnar, drepur hann, augliti til auglitis, bíðnr rólegur, uns hann er hand- tekinn og segir: »Eg hefi ekki myrt Bónelli barón, heldur for- sætisráðherrann, ekki manninn heldur enibættismanninn, dæinið mig, hengið mig, skjótið mig, graf- ið mig lifandi, látið mig í fanga- klefa, þröngan eins og líkkistu og látið mig aldrei sjá nokkurn lif- andi mann, eg tek þessu með jafn- aðargeði og bíð byltingarinnar« — þennan mann gelur heimurinn kallað brjálaðan, ofsamann eða heimskingja, en það verður að kalla hann öðru nafni en nafni morðingjans«. Ókunni maðurinn var eldrauður af æsingi. Hann laut yfir borðið og tók ritinginn. »Gefið mér þennan. Hann væri hæfilegur. Eg fel liann i blónivendi, sem gefa á hinum mikla niauni. Svarið mér! Má eg taka ríting- inn?« »Sá maður, sem tekst slíkt á hendur«, sagði Davíð Rossí, »verð- ur að vera viss um það, að hugs- unin um persónulega hefnd, komi hvergi nærri«. Rítingurinn titraði í liendi ó- kunna mannsins. »Hann verður ennfremur að láta sér það skiljast að verkið er gagns- laust: hepnist það, verður það ein- göngu hlutverkaskifting, en breytir ekki innihaldi leilcsins — mis- hepnist það, verður harðsljórnin alveg vægðarlaus og herðir á hlekkj- unum. Meir að segja mun hann fá þau orð í eyru, frá öllum sönn- um vinum frelsisins, að sá sem beitir ofbeldi, sé ekki frelsinu vax- inn. Andlegu vopnin séu þau einu sera mönnunum séu sainboðin. Mennirnir eigi að nota heilann í baráttunni, en ekki klær og tenn- ur. Það séu sigrar hjartans og skinseminnar, sem séu hinir einu gildu, hinir séu dýrslegir, hversu miklum ljóma sem menn vilji um þá varpa«. Minghellí kastaði rítingnum á borðið og sagði napurt. »Eg vissi það, að þér töluðið við fólkið á þessa leið — en okkar f milli . . .« Davíð Rossí stóð upp og sagði hátignarlega: »Hr. Minghellí — viðtali okkar er lokið!« »Þér viljið þá ekki veita inér j aðstoð, ekki hafa neitt saman við j mig að sælda«. Davíð Rossí hucigði sig án þess j að mæla orð. Ókunni maðurinn leit á hann reiðilega: »Þar sem þér nú vitið hver eg or, munduð þér strika yfir undir- skrifi rnínq undir trúaqátning Bóka og pappirsverslnnia á Seyðisfírði er vel birg af þeim ritföngum öllum, sem mest eru notuð almeut, — og mun, þrátt fyrir yfirvofandi verðhækkun á papp- ír, geta boðið viðskiftamönnum sínum tiltölulega eins góð kjör og fyr og að engu lakari en nokkur önnur pappirsverslun, :: hér Austanlands. :: Gamlir viðskiftavinir, athuglð sjálfir! Virðingarfylst Pétur Jóliannsson. ykkar og biðja félagið í London um að reka mig«. »Þér hafið gert það sjálfur. Þér hafið engan rétt til að dveljast vor á meðal«. Minghellí stóð í dyrunum og var æilegur á að líta. »Það eru menn eins og þér, sem stöðva framfarir heimsins. Ykkar vegna geta valdhafarnir borið það á okkur að við stofnum til djöf- ullegra athafna og brjótum Guðs lög og manna. Auk þess er hér ekki einungis um það að ræða, að þér séuð á rangri leið í pólitiskum efnum, því að þér hafið um leið ætlað að gera upp ' persónulegan reikning«. »Það má vel vera að það sé satt, að mér sé í nöp við forsætis- ráðherrann. Þér töluðuð í dag um ástmey hans og áttuð við þá konu sem gengur hér undir nafninu Donna Róma Volouna. Hvað segö- uð þér, ef eg segði yður að hún sé alls ekki af Volonna-ætt, heldu stúlka sem ráðherra hirti af götu í London, sem hann hefir flutt til Róms og talið ríkrar ætlar, vegna þess að hanu er lygari og svikari«. Davíð Rossí hrökk við, eins og ósýnileg hönd hefði lostið hann. »Hún heitir að vísu Róma, og það var eimnitl nafn hennar sem benti mér ó ráðninguna. Eg var starfstnaður sendiherrans i Loudon fyrir 10 árum. Lögreglan leilaði þá fregna hjá okkur uin ítalska slúlku sem liafði fundist á Leicester Square um nótt. Móðir hennar var dáin og faðirinn í Ítalíu. Faðir Iieunar hafði komið henni fyrir hjá fjölskyldu þá er hann fór, Hún hafði flúið þaðan. Eg fór á lög- reglustöðina með sendiherranum og sá stúlkuna. Hún afsakaði sig með því, að það hefði verið farið illa með sig. Við trúðum henni ekki og komura henni aftur fyrir. Mán- uði síðar heyrðum við að hún hefði strokið aftur og þá hvarf hún alveg«. Davíð Rossi beygðist í baki, eins og þung byrði hvíldi á honutn. »Eg sá hana ekki aftur fyr en rétt nýlega og hvar, haldið þér?« Davíð Rossí bognaði enn meir og spurði: »Hvar?« »Hér í Róm! Eg lenti í óþæg- induin hjá sendiherranuin og kom hingað til þess að bera mál mitl undir forsætisráðherranu. Mér var sagt að það yrði að vera fyrir milligöngu Donnu Rómu, að unt væri að hafa tal af honum. Einn af ættingjum mínum kom mér á fund hennar. Eg þekti hana þegar. Donna Róma Volonna er cngin önnur en Róma Rosselli, sem hvarf af götum Lundúnaborgar«. Það var eins og Davfð Rossí hækkaði alt í einu um nokkra þumlunga. »Þorpari«, hrópaði liann meö hásri rödd. »Hversvegna . . . !« »Eg þekki hana!« »Þér þektuð . . .« »Við vorum ávalt samau, þang- að lil hún var sjö ára — hún var eins og systir mín, og faðir hennar gekk mér í föðurstað . . . og ef þér dirfist að segja að hún sé ástmey barónsins — svlvirðilegi legi rógberi og þorpari! Eg gætí með einti orði srannað að þt?r

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.