Alþýðublaðið - 14.05.1927, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 14.05.1927, Blaðsíða 2
2 ALÞYÐúBLAíJIÐ ALÞÝBUBLA©!© kemur út á hverjum virkum degi. Aígreiðsla í Alpýðuhúsinu við Hveriisgötu 8 opin frá kl. 9 árd. til kl. 7 síðd. jj Skrifstofa á sama stað opin kl. ( 9Va— 10‘/a árd. og kl. 8—9 síðd. < Sirnar: 988 (afgreiðslan) og 1294 J (skrifstofan). < Verðlag: Áskriftarverð kr. 1,50 á < mánuði. Auglýsingaverð kr. 0,15 < hver mm. eindálka. < Prentsmiðja: Alpýðuprentsmiðjan < (i sama húsi, sömu simar). „Gjafir eru yður gefnar.“ „Gjafir eru yður gefnar feðg- um, og verðið pér litlir drengir af, ef þér launið engu,“ sagði Bergþóra forðum, kona Njáls. „Þér synir mínir eigið allir eina gjöf saman. Þér eruð kallaðir tað- skeggjingar, en bóndi minn karl hinn skegglausi.“ — Það er'u þvi- líkar gjafir, sem Jón Ólafsson framkvæmdastjóri hefir gefið ykk- ur sjómönnum. Hann og íhalds- félagar hans á alþingi hafa troð- ið á kröfum ykkar um réttinn til þess að fá lögtryggða þá minstu hvild, sem heilsa ykkar krefur. Og á það ofan hefir hann, í Krafti þess fjár, sem erfiði ykkar hefir aflað honum, kastað svívirðuorð- um á ykkur og félag ykkar á sjálfu alþingi, brigzlað ykkur öll- um, sem ekki viljið láta hann og aðra útgerðarmenn þrælka ykkur takmarkalaust, um ómensku og forsvarsmönnum ykkar um illar hvatir. Bergþóra myndi hafa látið svo um mælt, að sá væri lítill drengur, er launaði slíkar gjafir engu. Launin, sem Jón Ólafsson fyrst og fremst og þar næst þeir, er guldu samþykki við svívirðingum hans með því að greiða sam- kvæmt vilja hans atkvæði gegn kröfum ykkar og óskum, eiga að fá fyrir athæfið, eru þau, að þið og öll alþýða með ykkur gangi öflugt fram í því að hreinsa al- þingi af ,slíkum lýð. Þau ein svör sæmir að gefa Jóni að gera hon- um állsendis ókleift áð komast nokkru sinni aftur á alþingí. Sví- virðingarraus sitt getur hann þá þulið í skrifstofu sinni. Þingið á að vera til annars. Og því færri hans likar, sem á alþingi sitja, því betur veröur þar tekið áhuga- málum ykkar. Samlnað plwsg hélt 10. fund sinn í gærmorgun og samþykti með samhljóða at- kvæðum þingsál.-till. um að taka upp samninga við hin. Norður- landarikin um ^sáttadómstól, sem áður hefir verið skýrt nánar frá. Síðan hóf umræður um þingsál,- till. Jónasar frá Hriflu um bygg- ingar- qg landnáms-sjóð, sem fík- ið fái tekjur, éinkúni raeð gróða- skatti. Leggur hann nu til, að; mMIiþinganefr,dinni í landbúnað- armálum sé falið að undirbúa frv. um sjóðinn til næsta þings. Átt- ust Jónas og ráðherrarnir í bráða- birgðastjórninni einkum við um tillöguna, því að þeir töluðu gegn henni, einkum J. Þorl. Jafnframt vitti Jónas, að þvert ofan í á- lyktun, er e. d. gerði í hitt ið •íyrra, lætur Jón Þorláksson tek.ju- og eigna-skattsskrána hér í Rvík vera fagða fram í samruglingi, í stað þess, að tekjuskattur sé færður sér í dálk og eignaskatt- !ur í öðru lagi; en með „samsull- inu“ er alt loðnara og hægara að dylja útkomuna fyrir almenn- ingi. Kvað hann víða erlendis beitt fangelsunum við skattsvik- ara, en að hérfendis þurfi ekki að eins að endurbæta skattalögin sjálf,. heldur einnig framkvæmd þeirra. Sú væri sögn kunnugra manna, sagði hann, að- ejtt árið hafi Krossanessverksmiðjan, — sem Magnús Guðmundsson kann- ast við —, t. d. haft eina milljón króna í hreinar tekjur. —sUm- ræðunum lauk ekki á þeim fundi. Meðri deild. Þar var|§þingsái.-till. um rann- sókn á Hafnarbótuin í Hnífsdal og vörnum gegn snjóflóöum þar vís- að til síðari umræðu með viðbót frá allsh.nd. um rannsókn hafnar- bóta í Vopnafirði. Einnig gerði deildin fullnaðarsamþykt (við eina ymr.) um uppmælingu siglinga- leiða á nokkrum stöðuin á Húna- flóa og um rannsókn á lending- ar- og hafnai-bótum við Hvamms- tanga, og var við upphaflegu til- löguna bætt þremur stöðum öðr- um í Strandasýslu (till. Tr. Þ.) og rannsókn á lendingarbótum við Salthólma á Gilsfirði (till. J. Guðn.). Kvað atv.m.rh, að byrjað muni verða á uppmælingum þess- um að sumri og jafnframt gerð sjókort yfir þau svæði, og taldi réttast, að þær verði hafnar á svo befndri „Giamnleið" inn á Mið- fjörð, því að eftir henni sé skipa- 'leið . miklu styttri heldur en sú, er nú verður að fara. Landsbíinkafrumvarpið kom þá til 2. umræðu, en atkv.- gr. var frestað þangað til í dag. Hafði fjárhagsnefndin brætt sig saman um nokkrar tillögur. Þrír nefndarmanna voru þó ekki á- nægðir með þá afgreiðslu, en skrifuðu undir álitið með fyrir- vara. Meðal tillagna hennar er sú, að burt sé felt ákvæðið um, að alþingismenn megi ekki vera bankastjórar. Sama gildi um bankaráðsmennina, að ekki sé á- kveðið, að þeir skuli vera utan- þingsmenn. f frv., eins og e. d. gekk frá þvj, ,er ákveðið, að rík isstjórnin skipi formann banka- ráðsins til 5 ára í sgnn, en hvor deild þingsins um sig kjósi tvo bankáráðsmenn 'til fjögurra ára.' Nefndin ‘Vöi tóta sameinað þing kjósa bankaráðsmennina f jóra, aðra en formannima. Ásgeir, H. Stef. og Jakob Ieggja til, að rík- isstjórnin skipi formanninn að eins til þriggja ára í senn, svo að skipun til þess starfs fari fram á hverju kjörtímabili. Héðinn Valdimarsson leggur til, að neðri deild alþingis kjósi bankaráðsmennina alla 5 og vara- menn þeirra til þriggja ára í senn, og velji ráðið sjálft for- manninn. Einnig kjósi neðri deild endurskoðendurna, í stað þess að ráðherra skipi þá eftir tillögum bankaráðsins. Kosning í banka- ráð fari fyrst frani á næsta þingi, og öðlist lögin ekki gildi fyrri en 1. marz 1928. — Slíka skip- un eigi ekki að gera í þinglok fyrir kosnnigar, heldur eftir þær, þó að bráðabirgðastjórninni og þingflokki, sem er að missa völd- in, svíði að fá ekki að ráða tögi- um og högldum við skipun banka- ráðsins. Sé og líklegt, að þing- ræðisstjórn taki við völdum af bráðabirgðastjórninni innan nokk- urra mánaða. Afgreiðsla banka- málsins alls eigi þó fyrst og fremst að bíða fram yfir kosn- ingar, svo að þjóðin sjálf fái að skera úr því á kjördegi, hvort hún kæri sig um stefnu bráða- birgðafjármálaráðherrans, sem vill að eins takmarkaða ábyrgð rík- isins á bankanum, er stefnir að því að veikja hann í samkeppni við einstaklingabanka. ■— J. A. J. gerði sig drjúgan í máli og spáði því, að flestir þingmann- anna myndu verða endurkosnir. Þetta yrðu því að mestu sömu menn á nlfesta þingi. — „Svo mæla börn, sem vilja.“ Það er þó ekki víst, að þjóðin sé svo ginkeypt fyrir íhaldsstefnunni, að hún telji sig nú ekki hafa fengiö meira en nóg af henni. Enn flytur Héðinn tvær tillög- ur um starfssvið seðlabankans, í viðbót við þau ákvæði, sem fyrir eru í frv. Önnur er sú, að hon- um skuli heimilt að veita lán gegn ábyrgð bæja-, sýslu- og sveitar- félaga. Hin fer fram á að auka starfssvið hans þannig, að auk þess, sem sérstaklega er tekið fram í frv., sé honum heimilt að annast öll nauðsynleg bankastörf, sem ekki binda fé hans sem seðla- banka um of. Það var svo sem ekki að sök- um að spyrja, að Jón Þorl. og Magnús dósent andmæltu báðir tillögum Héðins. Ekki fluttu þeir I þó fram rök g-egn þeim, heldur að eins einkunnarorð Jóns Þor- lákssonar, sem Magnús Torfason benti á um daginn þegar stjóm- arskrárdeilan stóð jfir í n. d.: „Ég ér á móti honurn." Þá flytja þ ir Ásgeir og H. Stef. tillögur um, að ákvæðið um, að ábyrgð ríkisins á skuldbindingum bankans sé takmörkuð, verði felt úr frv., að opinbert fé skuli geymt í bankanum og. að, eftirlitsmaður banka og sparisjóða framkvæmi úttekt bankans í hendur banltar ráðsins, líkt og Jón Baldy. lagði til í e. d. — Þess mun ekki þurfa að geta, að um allar þessar tillögur notaði Jóh Þorl. einnig? Kjörorð sitt: „Ég er á móti hon- um.“ Efpa deild. Fiv. um skemtanaskatt og þjóð- leikhús var til 3. umr. og var endursent n. d. Frv. um leyfi til veðmálastarfsemi í sambandi við kappreiðar (,,Fákur“) og frv. um landamerki fóru bæði óbreytt tif 3. umr. Frv. um gjald.af innlend- urn tollvörum fór og til 3. umr. Haföi fjárhagsn. lagt til, að toll- urinn væri ekki hafður jafnlágur og n. d. hafði samþykt, og ekki heldur, að hann hækkaði 3. hvert ár, en í stað þess skyldi að eins greiddur einn sjötti aðflutnings- gjalds fram til 1935 af framleiðslu fyrirtækja, er starfa samsvarandi og 1926. Það fylgdi og,*aö efni í innlendar tollvörur skyldi und- anþegið verðtolli. Voru þessar breytingar sþ. Svo var frv. um heimavistir við hinn alm. menta- skóla til 2. umr, og var fundi slitið þar í miðjum klíðum. ©FöseEsdlisff ocf svaiv Til ritstj. Alþbl. Hr. ritstjóri! Af því að ég veit, að þér ætiist til, að blað yðar sé tekið alvar-* lega, og sömuleiðis, að þér ber- ið ábyrgð á nafnlausum greinum í því, þá krefst ég þess, að þér gerið — eða látið gera — grein fyrir því, hvaða listamenn ég stæli í myndum þeim, sem nú eru á sýningu Listvinafélags Islands, sömuleiðie, í hvaða myndum það er gert, — í öðru lagi, að hvaða leytl ég taki mér þýzkan „Ju- gend“-stíl til fyrirmyndar (saman- ber Alþbl. 12. þ. m., grein um. listsýninguna). Gudm. Einarsson. Svar. Það hefir ekki verið sagt í Al- þýðubl., að Guðmundur „stæli“ neinn ákveðinn listamann eða listamenn. Það orö var hvergi við- haft, en hitt var sagt, að tnynd- irnar væru „bergmál annara". Það var auðvitað átt við, að hann væri ófrumlegur, — að hann ó- sjálfrátt og óafvitandi yrði "fyrir áhrifum héðan og handan, sem síöan gætti hjá honum. í orðinu „stæli“ liggur það, að gerð sé ákveðin eftirlíking af ásetíu ráði,. en það hefir Alþhl. aldrei sagt að Guðm. gerði. Þegar menn .hafa eftir, verða menn að gera það . orðrétt, og auk þess verða menn að bera sig að skilja mælt mál. Hvað ,,Jugend“-stílnum þýzka við,- víkur, hefir Guðmundur greinilega tekið hann sér ti.l fyrirmyndar í myndinni „Tistram og Isolde“, — sem á íslenzku ætti að heita Tís- trám og ísodd. Annars hsfir Guð- prundur einskis að krefjast. Það væri til of mikils mælst, ef blöð- in ættu að íara að skrifa langar

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.