Tíminn - 29.05.1920, Qupperneq 3
T4 MIN N
83
Reglur
um
flokkun og merking á ull til útflutnings.
1. gr.
Ull, sera hæf er tíl útílutnings, flokkast þannig:
I. flokknr. Öll hvít vorull, sem er fætlingalaus, blæfalleg, greið
og vel þvegin. Ull með gulleitu togi sje eigi útilokuð, ef þelið er vel
hvítt og hún að öðru leyti fullnægir ofansögðu.
II. flokkur. Öll önnur hvít vorull, vel þvegin; svo og vel þveg-
in hvít hauslull.
III. flokkur. Öll svört eða að öðru leyti mislit vorull, sem um
alt nema lit fullnægir sömu skilyrðum og I. flokks vorull.
IV. flokkur. öll vel þvegin ull, sem að öðru leyti eigi fullnægir
skilyrðum I. lil III. flokks.
V. flokkur. Öll hvít haustull óþvegin, en laus við skarnklepra,
blóðskorpur og skinnsnepla.
VI. flokkur. Öll mislit haustull, sem að öðru en lit fullnægir
sömu skilyrðum og V. flokkur.
2. gr.
Sú ull, sem eigi er vel þur, er ekki hæf til útflutnings; sömu-
leiðis ull, sem eigi fullnægir skilyrðum neins af framangreindum
flokkum, eða ull, sem talin verður svikin verslunarvara. Er það á
ábyrgð lögskipaðra ullarmatsmanna, að þeir merki enga slíka ull
til útflutnings.
3. gr.
Merkja skal hvern ullarsekk þannig: Efst á hliðinni sje stimp-
ilmerkið »ÍSLAND«. I línu neðar sje rómversk tala, er sýni hverj-
um flokki ullin tilheyri, í linu þar fyrir neðan sje skammstafað, þó
ekki með færri en tveim bókstöfum, nafn ullarseljanda. í neðstu
línu skal vera áframhaldandi töluröð, svo að sjáist sekkjatala sú,
sem hver einstök verslun eða kaupljelag sendir eða selur til út-
flutnings.
Reglur þessar koma í staðinn fyrir reglur 10. júlí 1916.
Átriaaa- «g ssnngöngmuáUdeilð stjórnarráðsins, 26. maí 1920.
c&jefur *3éng$on.
Oddur Hermannsson.
þá samninga eða áætluu, og verð-
ur þeim samningum líklega eigi
riftað, svo óhagfeldir sem þeir eru,
og virðist því sá einn nú fyrir
hendi, ef nokkur sanngjarnleg skip-
un á að vera á þessu máli, að
ákveða með viðbólaráætlun fyrir
Slerling viðkomur á nokkrum
helstu höfnum eystra og vestra,
þar sem skipinu er nú ætlað að
hlaupa fram hjá í 6 hringferðum,
t. d. á Norðfirði, Eskiíirði, Fá-
skrúðsfirði og Djúpavogi í 8., 5.
og 9. ferð, en Dýrafirði, Bíldudal,
Patreksfirði og Stykkishólmi í 4.,
6. og 8. ferð, hvortveggja á leið
til Rvíkur. Mundi með því að
nokkru bætt úr þeim hornreku-
hælti, sem Austfirðir og Vestfirðir
ella verða fyrir, þólt eigi falli ferð-
ir þessar vel við aðrar áætlanir.
Auðvitað mundu þessar 24 við-
komur kosta nokkurt fé og þó
eigi valda mikifli töf, ef farnar
væru að eins vegna pósts og far-
þega, með því að hafnirnar eru
allar öruggar og góðar og skipið
á leið fram hjá þeim. En það fé,
— þólt næmi 10—20 þúsundum
— er allsendis réltmætt að noia
þeirra vegna, sein á þessu svæði
búa. Peirra sanngirniskrafa, til að
njóta að einhverju þess skipsins,
sem boðlegt er, er vissulega jafn-
gild kröfu annara landsmanna, og
fjárveitingin til Suðurlands dregur
ekkert úr þeirri sanngirniskröfu,
því að henni er að milclu leyli
eins og í sjóinn snarað og mörg-
um þeim að þakkalausu, sem skip-
ið eiga að nota.
Slrandferðir Suðurlands eru
keyptar of dýru verði, svo ófull-
komnar sem ferðir þess eru. Allan
strandferðastyrkinn mátti nota
handa Sterling með góðum árangri
og dreifa ferðum þess meira um
landið, en styrkja þá fremur flóa-
bála til uppfyllingar ferðunum, —
úr því að Hjörnungarvogi var
hafnað, sem aftur stóð þó til boða
eftir að upp úr samningum slitn-
aði um hann í þinglok 1919. Ferð-
ir hans voru fortakslaust þær ódýr-
ustu og haldkvæmustu, sem boðist
hafa að þessu sinni.
Firöi 20. mar* 1920.
Sv. Ólaftson.
Frá útlöndum.
Stjórnarskifti eru enn orðin á
ítaliu og hefir Nitti aftur myndað
ráðuneyti.
— Bolche-wickar hafa viðurkent
Síberíu, sem sjálfstætt lýðveldi.
eg reynslan sé, þar sem nokkuö
er reynt til þess.
Af því sem nú hefir sagt verið
um þann grundvöll, er landleigan
byggist á, má ljóst vera, að hún
gæti alls eigi komið til greina sem
»liður i skattakerfi«, með þeirri
ummerkingu undirstöðunnar, sem
hr. H. V. færir fram, sem almenna
og ófrávikjanlega. Þess vegna cru
andmæli min gegn skattafræðslu
hans i fylsta rétti.
* *•
*
Aðal-ágreiningurinn er þá í stuttu
máli þetta, að landleigu stefnan
byggir á því, að skattsetja skilyrðin,
án tillits til þess, hvcrnig þau eru
noluð, en með ábyggilegri hliðsjón
af því, hvernig alment er álitið,
að hœgt vœri að nota þau, eða
lála þau gefa arð. — Stefna sú er
hr. H. V. fylgir, byggist aftur á
móti á þvi, að skattsetja meim,
eftir því hvernig fram kemur, að
þeirn hefir lánast, að gera eignir
sinar arðberandi. Hún leggur skatt-
inn með öðrum orðum á persón-
una; hin á aðstöðuna.
Til þess að færa þennan ágrein-
iugnær einhverjuáþreifanlegudæmi,
sem allur almenningur geti dæmt
um af heimafenginni reynslu og
þekkingu, þá vil eg liér með beina
þeim ákveðnu tilmælum til hr.
H. V., að hann gefi, fyr en síðar,
ótvirœða yfirlijsinga um það, hvort
Hafa Japanar herlið í öllum aust-
urhluta landsins, og verður við
þá að eiga um landmæri að aust-
anverðu. Gengur Bolchewickum
betur í viðureigninni við Pólverja.
— Carranza, forseti, sem var í
Mexíkó, hefir nú verið drepinn og
hafa byllingamenn náð öllum yfir-
ráðum í landinu.
— Fiiðarsamningarnir við Ung-
verja eru tilbúnir og veröa undir-
skrifaðir i Versölum.
— Danski herinn hélt innreið
sína á Suður-Jótland 5. þ. m. eins
og til stóð, en þýskir embættis-
menn starfa þar þó enn fyrst um
sinn. Viðtökurnar höfðu verið með
afbrigðum innilegar.
— Iíol hafa fundist á Færeyjum
betri en þar voru áður og er verið
að rannsaka staðinn.
— Hinn 16. þ. m. var þjóðhetj-
an franska Jeanne d’Arc, hátíðlega
tekinn í dýrðlingatölu. Fór sú at-
höfn fram í Féturskirkjunni í Róm.
— Mikill gustur hefir orðið út
af því á Rýskalandi, að stærstu
og ríkustu iðnrekendafélögin hafa
keypt mörg af útbreiddustu blöð-
unum, um alt Pý7skaland, til þess
að geta fremur haft áhrif á al-
menningsálitið.
— Stofnuð hafa verið félög á
Norðurlöndum með þvi markmiði
að nota lifandi myndir við ýmis-
konar kenslu i skólum. í dýra-
fræði eru t. d. sýndar hreyfingar
dýranna og lifnaðarhættir, í eðlis-
fræði iná nákvæmlega sýna vanda-
samar og dýrar tilraunir, í grasa-
fræði vöxt jurtanna, blómgun o. s.
frv., er það margra vikna verk,
að taka þær myndir, en má sýna
á fáum mínútum.
— Matvælaráðherrann enski hélt
nýlega ræðu í enska þinginu um
horfurnar með matarbirgðir og
vöruverð á þessu ári. Gat þess, að
þær vonir hefðu allar brugðist, sem
menn hefðu gert sér um að batna
mundi í því efni. Engin von væri um
að auka framleiðslu né um verð-
lækkun á sykri; hveitiframleiðsla
heimsins tæri tvimælalaust tölu-
vert minkandi. Færu löndin ekki
sparlega með þessar vörur væri
mikil verðhækkun fyrirsjáanleg og
enginn gæti sagt um hvenær um
hægðist um vöruskortinn.
— Kolaverö hækkar enn á Eng-
landi, og meiri takmarkanir settar
um útflutninginn.
— Prjátiu og sjö nýir þingmenn
eru i hinu nýkosna danska þingi.
ATI Haflð þér gerst kaupandi
að Eimreiðinni?
hann myndi geta mælt með því,
að skattur væri settur á óbygðar
lóðir eða ónotuð lönd, sem engan
raunverulegan arð hefði gefið, þó
nothæf væri, en sem eigendur gæfi
öðrum þó eigi kost á að nota.
Það er eilt af aðalatriðnm land-
leigustefnunnar, að slíkar »inni-
lokunar«-eignir falli eigi undan
því að greiða skatt, eftir þvi, sem
eftirspurnarverð þeirra gæti sagt til,
og jafnframt það atriðið sem mest
er af vænst um þjóðhagsleg áhrif
á landsafnot. En um leið er það
einn helsti ástéitingarsteinn and-
stæðingastefnunnar, og þess vegna
munu allir þeir hér á landi, er
skilning hafa á erindi hennar og
einkunn, bíða þess með eftirvænt-
ingu að sjá, hvaða svar hr. H. V.
gefur við ofannefndri spurningu.
En — svari hann játandi, þá
kollvarpar hann með því þeirri
kenningu siuni, að skattarnir þurfi
ætíð að byggjast á, eða miðast við
gjaldþolið, og verði ætíð að »láta
þjóðareignina ósnerta«, því skattur
á ónotuð náttúrugæði hefir hvor-
ugt það að mælikvarða.
Svari hann aftur á móti neiiandi,
þá fellur hann um leið frá þeirri
staðhæfingu sinni, að landleiga geti
komið til greina, sem »liöur í skatta-
kerfi« því, sem hann er að leitast
við að byggja upp, því engura,
sem til þekkir, kemur til hugar
að fella frá henni þá stefnu, sem
yfirlýsingin á að fjalla um.
Pá er nú um að velja.
,Sr |CagBfts Ijdgaso*
og sálarjfzði*1.
Á. H. B. hefir skrifað í Timann
töluvert einkenuilega grein í sömu
átt og hinn nafntogaða Iðunnar-
ritdóm um Uppeldismál sr. Magn-
úsar Helgasonar. Segist Á. H. B.
bera hið mesta lof á sr. Magnús.
Hann segist engum treysta betur
til að skrifa uppeldisfræði er tali lil
hjartnanná og hafi siðbætandi og
göfgandi áhrif á hina uppvaxandi
kynslóð. Og hann fulíyrðir, að
umrædd útgáfa af »UppcldistnáI-
um« muni hafa þessi áhrif á
unglinga.
Eitthvað svipaða skoðun h'afa
flestallir skynsamir menn og sinékk-
vísir um bók þá, sem hér ræðir
um. Ritstjóri Eimreiðarinnar leit
þannig á, og komst svo að orði
um bókina, að henni ætti að koma
inn á hvert einasta heiinili á land-
inu, til þess að láta hana hafa
mannbætandi og göfgandi áhrlf.
En af einhverjum torskildum á-
stæðum gleymir Á. H. B. þessum
almenna dómi sínum, þegar hann
fer að athuga einstöku kafla bók-
arinnar. Hættir hann þá að verða
í fullkomnu samræmi við áður-
nefndar niðurstöður. Skulu tilfærð
nokkur dæmi um það úr báðum
greinum hans um þetta efni.
1. Gefið mikið í skyn um fá-
fræði höf. (sbr. lélegu lesninguna).
2. Sagt að í Uppeldismálin vanti
tilfinnanlega fræðslu um myndun
lundarfarsins. En í uppeldisfræði
er það svipaður ágalli eins og ef
maginn væri hvergi nefndur i fræði-
bók um meltingarsjúkdóma.
3. Sagt fullum fetum, að sr.
Magnús hafi ekkert tillit tekið til
þeirra djúptæku sanninda, sem Á,
H. B. skrifaði um í Árbók Há-
skólans. Ef mikilvægi þessara upp-
götvana er eins og Á. H. B. segir,
þá er þetta þungur dómur um höf.
Uppeldismála, því að hér hlyti að
vera um vísvitandi vanrækslu að
ræða.
4. En þessi vanræksla hefnir sin
bráðlega. Fyrir bragöið, segir Á.
H. B., verður lýsing sr. Magnúsar
á tveim þýðingarmestu þáttum
sálarlífsins alveg »alveg af handa-
hófi«.
5. Síðan lætur Á. H. B. hverja
spurninguna reka aðra til að sýna
sem áþreifanlegast hversu bókinni
sé áfátt, eða suml tekið þveröfugt
við það sem vera ætti, eins og
þegar sr. Maguás nefnir sannleiks-
ástina á undan sómatilfinningunni.
Stundum ofbýður Á. H. B. svo
mjög fáfræði höf., að hann krydd-
ar endursögn sína með háðsmerki.
6. Til að sýna regluna með
undantekningunni, nefnir Á. H. B.
eina blaðsínu í bókinni (132) þar
sem röðin »sé nokkurnvegin rétt«.
En hann bætir við, til að gefa
ekki sr. Magnúsi ástæðu til of-
metnaðar, að svo byrji sama handa-
hófiö aftur undir eins. Mátti þó
vaiia tæpara standa en að »nokk-
urnveginn rétt« væri með farið.
7. Að lokum segir Á. H. B., að
sf. Magnús glegmi að minnast á
það »stig« í sálarfræðinni, sem
einna inest sé lcomið undir.
8. Enn fremur segir hann, að
höf. gleymi þvi, sem œtii að vera
liöfnð-alriði lwerrar uppeldisfrœði,
þ. e. hvernig eigi að gera breyska
menn góða og siðláta.
9. Að lokum tekur hann fram,
að bókin hefði getað orðið »veru-
leg uppeldisfræði« og miklu betri
en hún er nú, ef höf. hefði farið
meir eftir bendingum Á. H. B.
Niðurstöður Á. H. B. eru þess
vegna lilt samrýmanlegar. í aðra
röndina talar hann um sr. Magnús
sem hinn mesta uppeldisfræðing
og sérlega vel fallinn til að skrifa
um slík efni. En þegar hánn lætur
aðal-verk höf. tala, þá kemur í ljós,
að dómi Á. H. B,, mikil fáfrœði,
fádœma hirðuleysi nm ný sannindi,
sem óviðurkvœmilegt var að ganga
fram hjá. Par af leiðandi fjöl-
margar vantanir um mikilsverð
og nauösynleg alriði, eða að þver-
öfugt er tekið í strenginn við það
sem vera ætti. Og til að kóróna
alt saman, er svo sagt, að höf.
gleymi helsta stigi sálarjrœðinnar
og því sem cetti að vera aðal-atriði
i hverri bók um uppeldismál. —
Pað er þess vegna vel til fundið í
sambandi við dóm Á. H. B., sem
hann segir. sjálfur um verk sr.
Magnúsar: »Lengi getur gott
batnað«.
Lesendur Tímans gela auðveld-
lega myndað sér skoðun um það,
af dæmum þeim, sem tilfærð hafa
verið hér í blaðinu, hversu hrap-
arlegt er, að sr. Magnús skyldi
ekki taka upp i bók sína kafla
úr Árbókinni 1918. Þá hefði hann
getað sýnt og sannað hversu lífs-
veran hristir og skekur höfuð,
hvernig á að afskræma andlitið,
geifla sig, fussa og sveia, um mýs
á fótleggjum kvenna, um að gleðin
sé andfællingur sorgarinnar, um.
tilgang hrygðarinnar, og hvernig
hún hefir allan hugann við að bæta
sjálfri sér missi sinn. (Á sama hátt
ætti verkur í fingurmeini, að geta
»spekúlerað« um tilveruna). Loks
hefði hann ekki orðið alls ófróður
um uppruna óbeitarinnar og tungu-
málin, og um það, hversu varúðin
er nauðsynleg, þegar út í ógöngur
er komið. Pessi dæmi nægja von-
andi til að sýna hversu mikils
hefir verið farið á mis.
Aftur á móti virðist það óþörf
umliyggja er Á. H. B. biður himna-
föðurinn að gæta sr. Magnúsar
fyrir x-j-j7. Tímagreinin gaf enga
ástæðu til að óttast um framtíðar-
gengi »Uppeldismáia«. Par var að
eins skýrt frá hinum afar-almennu
vinsældum bókarinnar, en aðal-
áherslan lögð á, að skilja og skýra
ritdóm Á. II. B. Manni finst næst-
um því, að höf. »TiIfinningaIífs-
ins« hefði staðið næst, að biðja
sjálfum sér hallkvæmra bæna«.
II.
Á. H. B. segir, að það sé raka-
laus uppspuni og andleg óráðvendni
að liann hafi sagt í rökfræði sinni,
að engin geti hugsað rétt, nema
hann hafi numið rökfræði.
En allra fyrsta málsgreinin í
Rökfræði Á. H. B. eftir að formál-
anum sleppir, hljóðar svona:
»Til þess að hugsa rétt, verða
menn fyrst að kynnast þeim grund-
vallarlögum liugsunarfrœðinnar, sem
gœta verður i allri hugsun hverju
nafni sem nefnist«.
Nú er enginn vafi á því, að sá
sem leggur stuDd á að kynna sér
lög hugsunarfræðinnar, er að læra
rökfræði, og ekkert annað. Sömu-
leiðis er fullkomlega víst, að menn
eins og Egill Skallagrímsson og
Njáll hafa alls ekki gengið í rök-
fræðisskóla. Samkvæmt ofangreindu
hafa þeiri þess vegna ekki getað
hugsað eins rétt og Á. H. B., sem
samið hefir bók um þessi efni. —
En það er mjög undarlegt, áð Á.
H. B. skuli ekki kannast við aðra
eins uppgötvun og hér ræðir um,
allra helst þar sem hún er svo
trúlega bókfest, svo að eigi leikur
vafi á um eignar-heimildina.
En Á. H. B. á Jilca aðra mikils-
verða uppgötvun í rökfræði sinni.
Hún er geymd i síðustu orðum
formálans og hljóðar þannig:
»Rökrétt hugsun hlýtur jafnan að
vera undirstaða raunréttrar þekking-
av«. Samkvæmt þessu hefir þekk-
ing skólaspekinganna á miðöldun-
um verið frábærlega staðgóð, því
að enginn vafi leikur á þvi, að
þeir hugsuðu yfirleitt mjög skarp-
lega út frá þeim forsendum, *em
þeir bygðu á.
Út af »uppeldis-maskínu« þeirri,
sem áður hefir verið minst á,
mætti ef til vill benda á sögu frá
Ameriku, um mjög merkilcgt á-
hald og hliðstætt því, sem Á. H. B.
þólli skorta lýsingu af í uppeldis-
málum. Ameríska vélin var notuð
í sláturhúsunum. Lifandi svínin
fóru inn i annan euda hennar, en
út um hinn komu reyktar, glóð-
volgar pylsur. En þar með var
ekki alt búið. Ef einhver galli þótti
á pylsunum, þá mátti stinga þeim
aftur inn í vélina og snúa heuni
aftur á bak. Eftir lilla slundhopp-
aði svinið lifandi aftur út um sömu
dyrnar, sem það fór inn um áður
en slátrunin byrjaði.
Á. H. B. segist engan kala bera
til »Uppeldismála«, og er það lof-