Tíminn - 29.05.1920, Qupperneq 4

Tíminn - 29.05.1920, Qupperneq 4
84 TÍMINN leg viðurkenning, nð hann sé ekki reiður við dauðan hlut. En samt sem áður óskar hann, að bókin seljist sem fyrst upp, svo að sr. Magnús gæti bætt hana. Nú er meir en vafasamt, samkvæmt til- greindri skoðun Á. H. B., hvort höf. er líklegur til að geta gert verulega uppeldisfræði. Að m. k. myndu þeir, sem ekkert vita um sr. Magnús, nema af skrifum Á. H. B., draga það í efa. Sömuleiöis mun ílestum finnast, ef bygt er á lýsingu Á. H. B., all-mikill ábyrgð- arhluti að dreifa slíkri bók meðal almennings, þ. e. að eyðileggja hana með því, að gefa sem flest- um tækifæri til að lesa hana. — Samkvæmt grundvallarlögum hugs- unarfræðinnar lægi nær að álykta svo, að slíka bók ætti að brenna, og væri sanngjarnt, að Vísinda- félagið, sem Á. H. B. mun standa framarlega í, gengist fyrir þeirri framkvæmd, ef hinni ungu kyn- slóð er svo mjög þörf nýrrar út- gáfu. Reyndar má skilja þessa dirfsku Á. H. B. þannig, að hann vilji reyna í verki kenningu sína um varúðina. Pegar fólk er búið að þaullesa uppeldisfræði, sem er svo gerð, að í hana vantar það, sem helst af öllu ætti að standa þar, þá er áreiðanlega komið í ógöngur. Og þá er varúðar full þörf við sker og ásteytingarsteina uppeldis- málanna. III. Af því Á. H. B. virðist sökum yfirlætisleysis vilja gera lítið úr verðleikum sínum, þykir hlýða að rifja upp fyrir almenningi nokkrar af nýungum þeim i ýmsum fræði- greinum sem tengdar eru við nafn j hans. Upptalningin verður þó, því miður »a/ handahófi<.<. eins og bók sr. Magnúsar. Skulu þó nefnd fáein dæmi: í stjörnnfrœði: a. Að tunglið sé stundum á grúfu. b. Að það sé þá glottandi. í heimspeki: Að vísindin hafi nálega grafið fyrir rætur alls (nema ekki ó- beitarinnar). í rökfrœði: Aö enginn geti hugsað rétt nema hann hafi kynt sér grundvall- arlög hennar. 1 lifcðlisfrceði: a. Að menn jórtri alment. b. Að menn jórtri »að eins með vélinda og koki«. 1 lœlcnisfrœði: Að blómsturilm leggi af svila móðursjúkra manna. I sálarfrœði: Að hrygðin sé að hugsa um missi sinn. I Iagurfrœði: a. Að yrkja Ibsen upp og snúa til betra máls. b. Að listaverk geti dáið hung- urdauða. Þó að ekki sé tekin fleiri dæmi en þetta, nægja þau til að sanna þá kenningu, sem einhverstaðar var haldið fram í blaði nú í velur, að Á. H. B. væri einskonar dular- fult fyrirbrigði eða »viðundur« í íslenskum vísindum. x+y- »Sottui‘«. Morgunblaðið ver fjár- málaráðherrann eflir megni, sem að líkindum ræður og hneikslast á því sérstaklega að Tíminn fann að því að M. G. var settur forsætis- ráðherra en ekki P. J. Segir blað- ið að M. G. sé alls ekki settur forsætisráðherra heldur einungis dóms og kirkjumálaráðherra, J. M. sé áfram forsætisráðherra inn- anlands, þótt ytra sé. Lög ogtitlar hafa tog og er hér vitanlega ekki um annað en hártogun að ræða bjá blaðinu. Hver væri hér for- sætisráðherra nú, ef síminn t. d. slitnaði um tíma? Hver væri hér forsætisráðherra fatlaðist J. M. á einhvern hátt frá starfi í bili ? Vitanlega M. G. eins og frá er gengið. jQoxgin oilíjxa eftir all íMains. é sumar voréur Báéum BönRunutn íoRaé hann Jens Guðmundsson og var kaupmaður á Þingeyri. á lang* »Kora« kom frá Björgvin á miðvikudagskvöld. Helgi Valtýs- son kennari kom með skipinu. III. RÓMA. I. Torgið, Trinitá de Monti, ber nafn af kirkjunni og klaustrinu sem liggur hæst á Monte Pincio. Lítið hús liggur þar rétt hjá og er útsýn í allar áttir, en rósailm- urinn berst þangað úr klaustur- garðinum og söngurinn er nunn- urnar og börnin syngja á hverjum eftirmiðdegi. í þessu húsi álti Donna Róma heima og bjó á tveim hæðum. Vinnustofur hennar voru á neðstu hæð og þar vann Brúnó Roccó, vinur Davíðs Rossís, sem hjó marmarann fyrir liana. Á hæð- inni þar fyrir ofan var íbúð henn- ar 10—12 herbergi, mjög prýðilega búin. Dvaldist þar ekki annað fólk með Rómu en þjónustufólkið og frænka hennar gömul, sem venju- lega var kölluð Betsy greifinna. Róma gaf ekki gaum að neinu er hún kom heim um kvöldið. Hún sendi stúlkuna burt og lést ekki heyra boðin frá frænku sinni um að líta inn til hennar, Hún fór samt ekki að hátta, en sat og hugsaði og dundaði við eitt og annað og vissi ekki fyr en liðnir voru tveir tímar. Hún hafði verið í hreinsunareldi. Þá er hún fór út var hún stolt, lireykin og vildi bjóða öllum byrginn. En hún var auðmjúk og jafnvel fyrirvarð sig er hún kom heim. En allar aðrar lilíinningar urðu að lúta fyrir óumræðilegri gleði, sem altók hug hennar, og sem hún gat ekki brotið niður. Hún reyndi að sofna, en svaf illa. Hana dreymdi föður sinn, er vekti á himni yfir dóttur sinni og gæli séð allar hugsanir hennar og athafnir. Það var óttalegt og henni fanst hún vera syndug glæpakona. Stór og döpur augu litu á hana alla nóttina, henni fanst það fyrst vera augu föðursins, en síðan Daviðs Rossís. Henni fanst hún vera svo sek, við þetta augnaráð. En um morguninn, þá er hún vaknaði, þá er sólin skein inn um gluggann og hávaðinn barst neðan af torginum, gat hún hrundið af sér óþægindum næturinnar. Hún brosti þá að draumum sinum og hugsaði um þá eins og sjónleik sem hún hefði séð. Og eftir því sem lengur leið á morguninn, varð hún aftur hin sama og áður en hún hitti Davíð Rossí. Stúllcan færði benni te og bréf frá baróninum um leið. Hann efndi orð sín og sendi henni þjón- inn, Felice, og varaði hana við því um leið að lesa blöðin. Rétt á eftir kom blaðamaður, kvenmaður, send af blaðinu sem birt hafði greinilegasta söguna frá gærdeginum og bauð Rómu að svara. Róma tók henni með mestu stillingu og afþakkaði boðið. Svo komu gestirnir hver af öðr- um. Palomba borgarstjóri, smjað- ursfullur, til þess að láta í Ijósi viðbjóð sinn á blöðunum............ Vitanlega kaupir bæjar-stjórnin gosbrunninn engu að síður .... Kom því að um leið að hann hefði heyrt að stjórnin ætlaði að stofna nýja leynilögregludeild, og bað Rómu að mæla með Carli Minghellí frænda sfnum til þess starfa. . . . Frú Sella, sem hafði fínustu tískubúninga þurfti líka að láta í ljósi óbeit sína. . . . Hafði heyrt að Róma ætlaði að ferðast burt. . . . Það var gott að svo var ekki. . . . Það lægi ekkert á með reikninginn. . . . Hvað hún væri þakklát ef baróninn vildi koma í veislu sem hún ætlaði að halda í vikunni . . . þyrfti ekki nema eitt orð. . . . Mario greifi var næstur, hann átti húsið sem Róma bjó f og var ítalskur sendiherra i Péturs- borg. Hafði heyrt að baróninn ætl- aréögutn fil. 1 c. R. Reykjavík 27. mai 1020. cSslanésöanfii. JSanésöanfiinn. aði að segja af sér. . . . Það væri sannarlega gott að það væri ekki. Svívirðilegt að ráðast svona per- sónulega á menn i blöðunum. . . . Svona væri þetta frelsi. . . . Ef það væri ekki Donna Róma sem byggi í svona fallegu húsi, þá myndi hann vilja búa í því sjálf- ur. . . . En hann væri orðinn leið- ur á Pétursborg og langaði til Parisar og hefði sótt um það. . . . þó ekki væri sagt nema eitt orð fyrir sig. Róma var dauðþreytt á allri þessari hræsni. Hún var bitur í skapi í garð hans, sem því olli. Þá voru dyr opnaðar að næsta herbergi og hún heyrði geðvonsku- rödd frænku sinnar. Gamla konan var nýkomin á fætur, lá í hægindastól og var spegill öðrumegin við hana en skrautgripaskrín hinumegin. Það var eins og andlitið væri þúsund ára gamalt, minti helst á rómverska keisarainnu, og hárið var grátt. Margir hringir voru á mögrum höndunum og rósinkrarts um úln- liðinn. »Þarna ertu loksins. . . . Mér fanst þú hefðir getað boðið mér góða nótt í gærkvöld«. »Mér var ilt í höfði og fór því að hátta«. »Mér er altaf ilt í höfði og eng- inn skiftir sér af þvi. . . . Þú ert víst þrá eins og vant er og ætlar bjóða þessnm manni að koma, hvað sem eg segi«. »Hann ætlar að leyfa mér að móta sig og getur komið að vörmu spori«. »Vitanlega! Þú skiftir þér ekkert af þvi sem eg segi. Eg skil ykkur ekki þessar ungu stúlkur. Á mín- um ungu dögum, hefði slikum manni ekki verið leyft að stiga fæti í heiðarlegt hús. Honum hefði verið kastað í fangelsi«. »Betsy frænka«, sagði Róma, »mig langar til að spyrja þig: Var ósætti milli föður míns og fjöl- skyldu hans, þá er hann fór að heiman?« »Ósætt! Hver segir það? Faðir hans var alveg sturlaöur og móðir hans lokaði haliardyrunum og þær voru ekki opnaðar aftur meðan hún var á lifi. Páfinn reyndi að miðla málum, en faðir þinn var, eins og þú, svo ógurlega þrár«. »Já, en mönnum er lcyfilegt að lifa eins og þeim gott þykir, og hafi faðir minn álitið að hann hafi haft rétt til . . . .« »Rétt! Virðist þér menn hafi rétt til að koma nánustu ástvinum sín- um í gröfina, og ef menn eru einkaerfingar, að láta eignirnar fara í hundana . . .« »Eg hélt að þær hefðu lent hjá baróninum!« - »Róma! Að þú skulir ekki fyrir- verða þig fyrir að segja annað eins og þetta og láta það bitna á baróninum, sem er svo óuraræði- lega góður. Eg vil ekki tala um föður þinn. Hann kastaði frá sér eignum og tign og fórnaði öllu fyrir . . . já fyrir hvað?« »Fyrir föðurland sitt, býst eg við?« »Fyrir heimsku og vitleysu. Það var heimska alt. Og farðu nú! Höfuðið á mér er að rifna. Herra trúr! Natalía, kondu með ilmsaltið mitt!« — — Róma gekk út úr stofunni og niður í vinnustofuna. Litli svarti hundurinn hennar hljóp fagnandi á móti henni. Aftur á móti fékk hún ekki hina glaðlegu kveðju, eins og vant var. Brúnó grúfði sig yfir verk sitt og var þungbúinn. Hún var ekki hissa á þögn til- rauna lians, þá er hún leit á það, sem hún hafði gert daginn áður. Það stóð þar á bak við glervegg. Hún hafði mótað mynd af höfði Davíðs Rossís. Henni var það ekki ljóst hvaða postuli það væri sem hann ætli að sýna, en vildi gera tilraun. Myndin bar vott um þær tilfinningar sem í henni höfðu búið, er hún gerði myndina og sýndi að hún hafði skorið úr óafvitandi. Rossí átti að vera Júdas. Hún hafði brosað, kvöldið áður, þá er hún hugsaði um það, hversu Rómaborg myndi hlægia, ef hún gæti fengið hann sjálfan til að leyfa það, að hún mótaði þessa mynd. Nú fanst henni það vera grimmi- legt, óhugsandi og sviksamlegt að fara þannig að. Þetta var líka ekkert líkt Davíö Rossí, eins og hún nú leit til hans. Það var ekki að undra þótt Brúnó væri gramt í geði, ef hann hefði sér myndina, Hún ákvað að loka eftirleiðis þeim hluta vinnustofunnar, þar sem hún vann sjálf. Hún breytti nokkrum dráttuin í andlitinu og þar eð hún gat ekki unnið meira fyr en Rossí kæmi, settist hún niður og skrifaði bréf. »Kasri barón! Þakka fyrir Felice! Hann verður mér þarfur, geti hann lynt við Brúnó. Borgmeistarinn kom hingað áðan, mintist á gos- brunninn og bað mig að mæla með frænda sínum Carli Minghellí; hann væri ágætur yfirmaður yfir hinni nýju leynilögreglu. Eg tala seinna um annara erindi. Um D. R. stendur loftvogin á »góðu veðri«, en fellur líklega meir en eg bjóst við. Eg heimsótti hann i sjólfa Ijónagryfjuna í gærkveldi. En það brá undarlega við. Eg ætlaði að komast fyrir um alt um hann, en áður en liðnar voru tíu mínútur, var hann búinn að segja mér ótal- margt um mig, eða föður minn og líf hans í London. Eg held að hann hafi þekt mig þá og viljað vekja tilfinningar dótturinnar. Honum tókst það og mér fanst það alla nóttina, eins og eg hefði verið í jarðskjálfta og eg þyrfti að gráta og skrifla. Þá fyrst, er eg mintist þess, hvað faðir minn var — eða öllu heldur hvað hann var mér ekki — og að hann er mér ekkert annað en nafn, nafn sem minnir mig á hin hörðustu kjör sem nokkur stúlka hefir orðið að búa við, þá fyrst náði eg mér eftir til- ræði D. R. Hann lofaði að leyfa mér að móta sig og eg býst við lionum á hverri stundu. Eg er aft- ur orðin sú gainla Róma, og þér ættuð að halda j'ður í fjarska og láta mig um æðsta prestinD. Yðar Róma. »Hr. Rossí«, sagði Felice að baki henni og um leið gekk Davíð Rossí inn í vinnustofuna. fT'réttii*. Tíðin hefir verið ágæt þessa viku. Suðaustanátt en þótt oftast hægviðri og úrkoma nokkur. Tún eru hér að verða algræn. Látinn er hér í bænum, aðfara- nótt fimtudags, Torfi J. Tómasson verslunarmaður. Slys. Maður druknaði á Dýra- firði síðastliðinn miðvikudag, var | einn á bát að vitja um net. Hét Jónas Jónsson skólastjóri fór utan á Islandi, með konu sinni. Sparisjóður Vestmannaeyja er hættur störfum og lekur útibú ís- Iands banka við eignum og skuld- um sjóðsins. Slys vildi til á höfninni í Vest- mannaeyjum 14. þ. m. Voru þar tveir menn á mótorbát, kom vind- kviða og hvolfdi bátnum. Drukn- aði annar maðurinn, Engilbert Arngrímsson, tvítugur að aldri, en hinn komst á kjöl og var bjargað. Vatnslans varð bærinn á mið- vikudaginn var og fram á fimtu- dag. Hafði aðalvatnsleiðsluæðin sprungið og varð að loka vatns- leiðslunni meðan verið var að gera við. Skátafélagið hér í bænum ætlar að reisa sumarbústað við Lögberg, sem er við Hellisheiðarveginn. Er það gert að forgöngu Axels Tuli- níusar framkvæmdarsljóra. Veggir eiga að vera úr torfi og grjóti, én stafn úr timbri. Verður húsið svo stórt að 30 skátar geti legið þar við. Góðs viti er það óneitanlega sem fram kom í grein í Morgun- blaðinu nýlega, þar sem »læknir« er að reyna að þvo alla sekt af Magnúsi Péturssyni um lækna- brennivínið. Það er þá loks svo komið að allir eru farnir að skammast sín sem þátt áttu í því máli og taka nú að afsaka sig einum munni. Mundn þeir verða margir sem taka trúanlegan þann Pílatusarþvott? Mundi hann vera gerður í einhverjum sérstökum tilgangi. Iíaupfélag er nýstofnað á ísa- firði. Forstjóri félagsins er síra Guðmundur Guðmundsson frá Gufudal og meðstjórnendur Vil- mundur Jónsson læknir og Guð- jón Jónsson. Árbók Fornleifafélagsins er ný- komin út og minnir á þann þarfa félagsskap sem svo alt of fáir styrkja með þvi að ganga í hann. Ritið er stórfróðlegt eins og æ hefir verið, en stórum minna en oft áður vegna dýrtíðar og van- efna. Pétur Jónsson atvinnumálaráð- herra fer norður með »Kora« í kvöld. Vísa sem heimfærist upp á hinn síðasta harmagrát g. sv. í Morg- unblaðinu í gær. Ljótur kjaftur á ’honuin er um það flestum semur. En þó er verra, því er ver, það sem út úr kemur. Farnigjöld hækka frá 1. júní um 30% með strandferðaskipun- um Sterling og Suðurlandi. Hæstaréttardómur er fallinn í máli Jóhannesar Kr. Jóhannes- sonar trésmiös hér í bænum. Var hann sýknaður af kærunni um skjalafals en dæmdur í 5-f-5 daga fangelsi upp á vatn og brauð fyrir sviksamlegt athæfi, á auk þess að greiða Gunnari Sigurðssyni lögz manni 7000 kr. og bera allan kostnað við áfrýjun málsins. Samsæti var Frank Fredrick- son flugmanni haldið I Iðnó á miðvikudagskvöldið var, Fyrsta munnlega sókn og vörn í hæstarétti fór fram síðastliðinn miðvikudag. Ritsljóri: Tryggri 1‘órliallason Laufási. Simi 91, PrantsmidjaD &Ht««ber|.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.