Tíminn - 21.08.1920, Qupperneq 4

Tíminn - 21.08.1920, Qupperneq 4
132 TlMINN Skóverslun. Hafnarstræti 15. Selur landsins bestu gúmmí- stígvél, fyrir fullorna og börn, — ásamt alskonar leðurskó- fatnaði. Fyrir lægst verð. Greið og ábyggileg viðskifti. »Og var það þetta fólk, sem seldi yður eins og þræl«. »Já!« »Og þér létuð kyrt liggja?« »Annað var þýðingarlaust. Sök- in hvilir ekki mest á þeim«. »Nei, það er faðir yðar, sem á þyngri sökina. Kemur það ekki að yður stundum að hata hann vegna þeirra þjáninga, sem hann hefir yður valdið?« Davtð Rossí hristi höfuðið: »Hinn góði og göfugi maður, sem bjargaði lífi mínu, hefir og gætt sálar minnar gegn hatri og beiskju. »Reyndu ekki, Ðavíð, að komast fyrir um nafn föður þíns«, sagði hann, »og fari svo, að þér verði það kunnugt, þá mátt þú ekki gjalda ilt með illu. Menn munu læra að þekkja þig eins og þú ert, en ekki sem son föður þíns. Má vera, að faðir þinn hafi verið vondur maður, má vera, að hann sé góður maður. Láttu Guð um hann«. »Það er ógurlegt, ef barnið ber kala til fööur síns«, sagði Róma, en Rossí svaraði ekki. »Og hver veit nema það komi á daginn, að þrátt fyrir alt hefir hann verðskuldað bæði ást og samúð«. afað er ekki ómögulegt«. Þau fóru fram hjá kirkju og þar stóð yfir guðsþjónusta. Þau gengu upp i turninn og það var eins og þau væru komin burt úr heiminum og fullkomin þögn ríkti í kring um þau — kyrðin, sem býr yfir vígðum hlutum, hin upp- byggilega kyrð guðsþjónustunnar. JKóma studdist við vegginn og Davíð Rossi stóð bak við hana, og alt í einu fór hún að gráta og fékk sáran ekka. »Hvað er að?«, spurði hann, en fékk ekkert svar. Hún varð von bráðar rólegri og brosti gegnum tárin og hjartsláttur hennarheyrö- ist, þá er hún byrjaði að tala. »Það var litli vesalings dreng- urinn í veitingahúsinu! Sorglega andlitið hans minti mig á annaö, sem eg var nærri búinn að gleyma«. Og msö grátstaf í röddinni sagði hún honum loks alla söguna. »Það var í London. Faðir minn hafði fundið lítinn rómverskan dreng á götunni, sem var með í- korna og harmóniku. Hann var fáklæddur og helkaldur og það var liðið yfir hann er hann var borinn inn í húsið. Hann opnaði augun rétt á eftir og skimaði í kringum sig eins og hann værí að leita að einhverju. Fað var íkorn- inn lians, sem var dauður úr kulda. En hann þrýsti íkornanum að sér, stór tár runnu ofan kinn- arnar og hann reis upp eins og til þess að flýja. Hann var of máttvana og faðir minn gerði hann rólegan og hann lagðist aftur út af. Þannig var hann í fyrsta skiftið sem eg sá hann, og þegar eg virti áðan fyrir mér litla drenginn í veitingahúsinu, þá datt mér í hug , . . að hann væri litli vinur minn frá því í gamla daga«. »Róma!« kallaði hann. »Davíð!« þau horfðust í augu og tókust í hendur — leyndarmálið var loks opinbert orðið. »Hversu lengi hafið þér vitað það?« spurði hún. »Frá því um kvöldið er þér komuð í fyrsta sinn til Piazza Navana. En þér?« »Eg vissi það, þá er eg heyrði rödd yðar í fyrsta sinn«. Og hún brosti, en um leið fór um hana hrollur. — Þá er þau fóru ofan aftur hvíldi yfir þeim blessaður friður. Það roðaði af gullnum purpuraskýjum að baki borginni. Jörðin brosti í blómskrúði og himininn í purpura-ljóma. Það heyrðist ekkert annað hljóð en hófadynurinn. Þau litu hvort á annað við og við, brostu, en sögðu ekki orð. Þau heyrðu kirkjuklukk- uraar hringja til tíða. Þau námu staðar augnablik og héldu svo á- fram. Næturkuldinn kom yfir þau og þau hertu reiðina. Róma laut yfir makka hestsins og var hreykin og hamingjusöm að sjá. Það beið þeirra hestasveínn við borgarhliðið og þau stigu af hestunum og sett- ust í vagninn. Þá er þau komu á Trinita de’ Monti hvíslaði Röma og brosti um leið og roðnaði: »Komið ekki í kvöld — ekki í kvöld?« Hún vildi fá að vera ein. XI. Felice kom á móti henni og sagði, að greifinnuna gömlu lang- aði til að tala við hana, og Róma fór þegar inn til hennar. Natalía var þar að snúast í kring um gömlu konuna. Hún sat þar á mörgum koddum. Augu hennar leiftruðu og hún beit vörunum fast saman. Hún helti ásökunun- um yfir Rómu þegar í »tað. »Hvað«er það sem eghefigert?« sagði Róma, og lyftingin sem var yfir henni æsti gömlu konuna enn meir. »Hvað þú hefir gerl? — Æ! Natalía, ilmsaltiö mitt«........ »Natalía«, sagði Róma rólega, »viljið þér gera svo vel og ná í vinnufötin mín, og sjá um aö ljós logi og kveikt veröi á arninum á vinnu»tofunni«. Gamla konan hélt áfram: »Eg hélt að þú ætlaðir að fara að sjá að þér. En hvað hefir þú gert. Þú hefir enn verið hjá þess- um manni. Það er satt. Það tjóar ekki að neita þvf. Eg veit að það er satt«. »Eg ætla alls eklu að neita því«. »Heilög guðsmóöir veri oss misk- unnsöm. Þú ert orðin honum svona nákunnug. Þú hefir verið ein með honum!« »Já við vorum alveg ein«. »Guð sé oss næstur. Og það með þessum voðalega manni, sem ekki einu sinni telst með góðu fólki. Þessi hræsnari og svikari, sem þykist vera heilagleikinn sjálfur«. Róma varð að sitja á sér: »Betsy frænka«, sagði hún, »mér þykir fyrir hafi eg einhverntíma talað hart í garð þinn, ekki vegna þess, að eg iðrist oröa minna, heldur vegna þess, að þú ert gömul og lasburða. En gættu þín að eggja mig ekki. Eg hefi verið bjá hr. Rossi, og hafi eg breytt ranglega, þá er það mín sök«. »Einmitt það! Hún blygöast sín ekki. Veistu hvað fólk muni segja um þetta. Það mun kalla þig létt- úðuga drós«. Aukin vínnautn á Englandi. Síðari stríðsárin voru stórkost- legar ráðstafanir gerðar á Englandi um að takmarka vínnautn og vín- framleiðslu. Afleiðingarnar komu óðar í ljós, ekki síst í mikilli minkun þeirra glæpa, sem unnir voru í ölæði, eða undir áhrifum víns. Fjórum mánuðum eftir vopna- hléð, í mars 1919, var aftur farið að slaka á klónni. Það var leyft að hafa drykkjukrárnar opnar leng- ur á kvöldin o. s. frv.; undir haust í fyrra voru flestar eða allar ráð- stafanirnar um takmörlcun vín- nautnar úr sögunni og vinnautnin óx aftur gífurlega, og fór að hinu sama og áður. Afleiðingarnar af því hafa og komið greinilega í ljós. Ávirðingar og glæpif' unnir undir áhrifum víns voru árið 1919 nálega 58 þúsund eða með öðrum orðum: nálega helmingi fleiri en árið Í9ÍS, meðan takmarkanirnar voru í gildi. Þó er tala glæpa og ávirðinga undir áhrifum vins enn ekki orðin eins há og hún var árið næsta fyrir stríðið. Þessar tölur hagskýrslanna ensku hafa, eins og vænta mátti, vakið geysilega eftirtekt á Englandi og vakið marga til alvarlegrar íhug- unar um vínmálið. Þær eiga og erindi til okkar þessar tölur, til þeirra manna fyrst og fremst, sem hálf-volgir eru um að halda áfram siðbótarbaráttunni sem hér er háð um að halda uppi bannlögunum. Knattspyrna. Knattspyrna er nú að verða sú íþrótt, sem unglingar höfuðstaðar- ins leggja mesta stund á. Fjöldi kappleika hefir verið háður i sum- ar, og því nær i hvert skifti hafa bæjarbúar fjölment á iþróttavöll- inn. Það má því nærri geta, að það vakti heldur umtal í bænum, þegar það fréttist að Vestmanna- eyingar hefðu boðið »Víking«, sem sigurinn hlaut á íslandsmótinu í vor, heim, til þess að keppa við knattspyrnufélagið í Vestmanna- eyjum. »Víkingarnir« tóku boðinu, en þar eð sumir af þeirra bestu mönnum voru farnir úr bænum, urðu þeir að fá að láni 4 menn úr »Fram«. Fóru þeir til Eyjanna með »Gullfoss« síðast. Er þessi för góðs viti, því hún sýnir að í- þróttamenn út um land eru farnir að hugsa um að keppa við félögin í Reykjavik, og er vonandi að á næslu árum fái knattspyrnu- menn höfuðstaðarins að reyna sig við bestu iþróttafélögin i öllum landsfjórðungum. Leikslokin urðu þau, að i fyrri leiknum unnu Víkingar með sex mörkum móti þrem. í síðara sinn sem kept var varð leikurinn jafn, þrjú mörk móti þrem. Fréttir. Látinn er 14. þ. m. á heimili sínu á Miðhúsum í Reykhólasveit Oddur héraðslæknir Jónsson, einn af elstu læknum landsins. Var fæddur 17. jan. 1859 í Þórorms- tungu. Útskrifaður úr latinuskól- anum 1883 og af læknaskólanum 1887. Var fyrst læknir í Vestur- Isafjarðarsýslu, því næst í norðan- verðri Strandasýslu og siðast í Reykhólahéraði. Var hann hinn mesti fjör- og gáfumaður og prýði- lega vel látinn. Hettusótt er farin að ganga á Austfjörðum. Látin er hér í bænum í næst síðustu viku ekkjufrú Ingibjörg Johnson, ekkja Þorláks heitins Johnsons kaupmanns hér í bæn- um, móðir Ólafs Johnsons stór- kaupmanns og þeirra systkina. Var einhver mesta fríðleiks- og atorku- kona. Prestafélagsritið, annað ár, er nýlega komið út og kostar fimm krónur. Eru fjórar fyrstu greinarn- ar um Jón biskup Vídalín. Þá er prédikun eftir Harald Níelsson prófessor: En er birti af degi. Síra Þorsteinn Briem ritar um: Hvað er kærleikur og Magn- ús Jónsson dósent um Símon Pét- ur. Síra S. P. Sivertsen á tvær greinar: Norræni kirkjufundurinn á Vesterbygaard og Kirkja íslands og kröfur nútímans. Síra Guðm. Einarsson ritar um: Barnahæli og uppeldi barna. Síra Gísli Skúlason um prestssetrin. Frú Þórunn Rich- ardsdóttir: Hvað gera söfnuðirn- ir fyrir kristindóm og kirkjumál? Arnór kennari Sigurjónsson: Úng- kirkjuhreyfingin sænska og Sig- túnaskólinn, og síra Friðrik J. Rafnar: Kirkjulegur alheimsfundur. Mishermi var það fem frá var sagt í síðasta blaði að Bogi Th. Melsteð sagnfræðingur væri hér á ferð. Konungsglímuna, leikrit eftir Guðmund Kamban, á að sýna á konunglega leikhúsinu í Kaup-' mannahöfn í byrjun næsta mán- aðar. Kvikmyndina af Sögu Borgar- ættarinnar, eftir Gunnar Gunnars- son, sem tekin var hér á landi, á að sýna í Kaupmannahöfn í næsta mánuði. Yið burtför sína til Kaupmanna- hafnar leggur hr. Sveinn Björns- son niður sín víðtæku málfærslu- störf. Taka þeir við þeim lögfræð- ingarnir Guðmundur Ólafsson frí- kirkjuprests Ólafssonar, sem verið hefir aðstoðarmaður hans og Pét- ur Magnússon frá Gilsbakka. Reka þeir störfin á sama stað og Sveinn Björnsson, á Auslurslræti 7. Bjarni Sæmnndsson adjunkt er nýkominn úr fiskirannsóknaleið- angri um Austfirði. Samsætið, sem Finni prófessor Jónssyni var haldið síðastliðið Iaugardagskvöld, fór ágætlega fram. Sigurður Guðmundsson magister hélt aðalræðuna fyrir heiðursgest- inum, og svaraði hann með merki- legri ræðu um störf sín og hinar ágætu viðtökur hér heima. Tundurduflin eystra. Vilamála- stjórnin tilkynnir, eftir varðskip- inu »Beskytteren«, að til Bakka- fjarðar hafi komið færeysk skúta, sem segist hafa séð nokkur tund- urdufl við Langanes síðastliðinn sunnudag og áminnir sjófarendur við Austurland að fara varlega og tilkynna strax, sjái þeir tundur- dufl. Hrossaútflutningurinn. Norskt gufuskip, Magnhild, er á förum til Englands, með mörg hundruð hesta. Vout Peters, enski miðillinn, er nú kominn til bæjarins og hefir þegar haldið einn fyrirlestur á fundi Sálarrannsóknafélagsins. Pjófnaðnr. Óvenjulega mikið hefir borið á þjófnaði í bænum undanfarið og fóru þjófarnir oft mjög dirfskulega að. Hefir verið farið inn á skrifstofur í matmáls- tíma starfsfólksins og orðið mis- jafnlega fengsælt til fjár. Einna mestur mun fengurinn hafa orðið á skrifstofu prentsmiðjunnar Gu- tenberg. Var þar stolið 1450 krón- um, meðan gjaldkerinrv gekk út úr skrifstofunni og var fjarverandi í fáeinar mínútur. Alls er talið að þjófnaðirnir skifti tugum, en allir munu ekki hafa gert lögreglunni viðvart. Lögreglan hefir lagt hald á nokkra pilta, sem hafa játað á sig marga þjófnaði. Eru allir pilt- arnir innan við tvítugt. Liggur grunur á að félagsskapur muni hafa verið milli þeirra um þjófn- aðina. Próf standa yfir i málinu. Utanfararstyrk kennara í ár, 2500 kr., hefir fengið Viktoría Guð- mundsdóttir kennari frá Gýgjar- hóli í Árnessýslu. Alþýðleg veðnrfræði. Sigurður Þórólfsson, áður skólastjóri á Hvít- árbakka, er höfundur þessarar bók- ar, en Þorsteinn Gíslason gefur út. Er rúmlega 100 blaðsíður í átta blaða broti. Kveðst höfundur hafa haft bókina í smíðum um 20 ár, enda sé hún bygð á fornum veð- urfarslýsingum annála og annara fornrita sumpart og sumpart á eigin athugunum um veðurfarið. Meginhluti bókarinnar er almenn- ar athugasemdir um veðurfar og þau öfl, sem því valda. Þá mið- kafli um veðurspár og veðuráttu- merki. Og loks er siðast hið frum- lega í bókinni, sem er kenning höfundar um »að samsvörun sé Hey-hitamæla selur Búnaðarfél. Islands, Kaupi notuð íslensk írímerLti gömul og ný. Hefi skifti við safnendur. Bestu meðmæli. Os@ia.ia Lagerquist 17 Jakobsgatan. 3. tr. Stockholm C. Sverige. milli sólblettanna og harðindanna á »íslandi«. Rökstyður hann þá skoðun fastlega og leiðir Tíminn hest sinn frá því að dæma um það mál. En mörgum mun þykja bókin fróðleg og skemtileg aflestr- ar. Rafmagn8stöð Reykjavíknr. Tal- ið er að þvi verki miði vel áfram og gera menn sér vonir um að verði langt komið seinni part vetr- ar. Mest af efninu, sem fá verður frá útlöndum, er þó enn ókomið og veltur á mestu að það komi í tæka tíð. Rafmagnsstöðin við Andakílsár- foss. Tveir verkfræðingar hafa verið við rannsókn og mælingar þar undanfarið, Steingrímur raf- verkfræðingur Jónsson og dansk- ur verkfræðingur. Er Steingrímur kominn aftur til bæjarins og leist honum prýðilega vel á aðstöðuna. Aðalspurningin er hin, hvort leiðsl- urnar verði ekki ofdýrar út um sveitirnar. Meðal-vegalengdin á bæ er talin um tveir kílómetrar. Verður nú að því snúið að gera áætlanirnar. Prjá þingmeun á Reykjavikur- bær að kjósa fyrir næsta þing, tvo í viðbót samkvæmt lögunum frá síðasta þingi og hinn þriðja í stað Sveins Björnssonar sendiherra. Eimskipafélagshúsið nýja við Pósthússtræti, niður við Hafnar- uppfyllingu, verður gríðarlega stórt og myndarlegt hús. Er nú langt komið að sleypa efstu hæðina. Kalið í túnum hér syðra hefir mjög víða reynst að mun verra en í hitt eð fyrra. Talið er að skipaferöir til lands- ins muni nú heldur fara að strjál- ast. Er eftirspurn eftir skiprúmi til vöruílutninga orðin svo miklu minni þar eð hvorttveggja ber til, að innllutningshöftin draga úr og í annan stað er nálega ókleyft fyr- ir innflytjendur að geta borgað þær vörur, sem þeir vildu flytja inn. Mo3?gunblaðiö gleðst yfir fossamáls-vinsældum Vog-Bjarna í nærliggjandi héruð- um og dregur það af ræðuhöldum hans á íþróttamótum Ungmenna- félaga. Smá gerast nú gleðiefni Mogga um vatnsránið! Sannleikurinn er sá, a. m. k. hér í Borgarfiröi, að elgi var beðið um Bjarna, heldur leitað til Stú- dentafél,, að það sendi Árna Páls- son, en Bjarni, formaður félagsins, þá eigi lengi að bjóða sig, er tregða var hjá Árna! Eru þessi tildrögin til komu Bjarna hingað upp eftir, bæði til að halda ræður fyrir minni ann- ara og sjálfs sín! Borgaríirði 10. ágúst 1920. Björn Guðmundsson. Ritstjóri: Trygrgri Þérhallggon Laufási. Sími 91. Prentsmiðjan Gutenbcrg.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.