Tíminn - 18.09.1920, Blaðsíða 1

Tíminn - 18.09.1920, Blaðsíða 1
TIMINN um seeetiu bléð á ári koslar tiu krónur df» gangurinn. AFGREIÐSLA blaðsins er hjá Gnð- geiri Jónssyni, Hverfis- götu 34. Simi 286. IY. ár. Reykjavík, 18. septomber 1920. 37. blað. Aðvörun til innflytjenda á vörum. Hérmeð auglýsist þeim til aðvörunar, sem hlut eiga að máli, að Viðskiftanefndin mun hér eftir án undantekningar kæra alla þá til sekta samkvæmt 8. gr. reglugjörðar um innflutning á vörum frá 12. marz þ. á., er flytja vörur hingað til landsins án þess að hafa áður fengið leyfi þar til frá nefndinni. Enn fremur eru allir ámintir um að tryggja sjer innflutningsleyfi áður en þeir panta vörur sínar, því að hér eftir mun netndin alls ekkert tillit taka til yfirlýsinga hlutaðeigenda um, að þeir hafi þegar, fyrir löngu eða skömmu, gjört ráðstafanir til að útvega vörurnar eða pantað þær. Reykjavík 13. september 1920. Viðskiftanefndin L. Kaaber. Oddur Hermannsson. Jes Zimsen. H. Kristinsson. Nýtt herveldi. Friðsamir menn, sem óskuðu Bandamönnum sigurs í heims- styrjöldinni trúðu því, að ef veldi júnkaranna þýsku væri brotið á bak aftur, myndi herbúnaðar- samkepninni linna og stríðshættan minka, uns hún að lokum hyrfi úr sögunni. En þessu er öðruvisi varið. Hernaðurinn lifir enn í góðu gengi. — Þjóð Wilsons, Bandaríkin, vill koma sér upp stærsta herskipa- flota í heimi. þá halda Bretar líka áfram með sína stórkostlegu her- skipagerð. Og Frakkar eru nú enn eiuu sinni orðin mesta herþjóð álfunnar. Sigurinn hefir endur- vakið hernaðarandann, sem var lamaður meðan uppgangur og ó- jöfnuður Rússa var sem mestur. Frakkar og Bretar hafa skift með sér nýlendum hinna sigruðu, þ. e. Þjóðverja og Tyrkja. Én það gengur ekki auðveldlega^ að hafa hemil á þessu herfangi. Sýrland gerir uppreist móti Frökkum, en Mesopotamía gegn Englendingum. Friðarfundurinn gerði þessi tvö stórveldi að »verndurum« fólksins í þessum fjarlægu, sögufrægu Asíu- löndum. En verndin er í fram- kvæmdinni sú, að landsfólkið er brytjað niður eins og hráviði, af sinum eigin »verndurum«. Bretar hafa um 109 þúsund hermenn í Mesapotamíu. Beir eiga í sífeldum bardögum við landsfólkið, og fara stundum halloka. En friðnum er haldið uppi méð byssustingjum og sprengikúlum. Þar sem morðvopn- in ná ekki til, neita landsbúar að viðurkenna veldi Brela. Sama er sagan í Indlandi. Bar er hin megn- asta óánægja með yfirráð Breta og liggur við stór-uppreist. Eink- um kunna Indverjar því illa, að Bretar safna liði þar í landi til að halda niðri öðrum undirokuð- um þjóðum. Þykir þeim nóg að vera kúgaðir sjálfir, þótt eigi verði sjálfir meðsekir um ranglæti gagu- vart öðrum þjóðum, í þágu sinna eigin kúgara. Briðja hörmungar- þjóðin eru írar. Þeir krefjast að fá fult frelsi og eiga vitanlega engu minni rétt til þess heldur en t. d. Pólverjar eða Bæheimsbúar. En í stað þess að unna írum hins sama réttlætis, sem Bretar krefjast til handa undirokuðum þjóðum 1 Mið- Evrópu, þá svara þeir frelsiskröf- um íra með því, að flytja þangað mikinn her, og beita takmarka- lausri hörku við íbúana, sem ekki hafa unnið annað til saka, en að krefjast hinna einföldustu mann- réttinda, sem Bandamenn töldu sig berjast fyrir. Að vlsu myndu Þjóðverjar hafa farið enn ver að ráði sínu, ef þeir hefðu sigrað. En það sem skiftir máli nú er það, að leiðandi menn Bandaþjóðanna eru miklu nær júnkurunum þýsku, heldur en þá sjálfa mun hafa grunað, meðan fögru orðin um »sjálfsákvörðunar- rétt þjóöanna« voru mest á vörum þeirra. Undirrótin er æ hin sama. Ágirndin til fjár og valda. Harkan gagnvart þeim, seir eru minni máttar, tilfinningarleysið og skiln- ingsleysið fyrir þörfum og rétti annara. Sést glögglega hvar undir- rótin er, þegar þessum tveim þjóð- um, Frökkum og Bretum, ber á milli eins o^ í vor út af steinolíu- lindunum í Mesapotamíu. Bretar höfðu orðið þar drjúgari í hinum upphaflegu samningum, en auð- menn Frakka urðu æfir við sina fornu samherja út af því, að þeir fengju of lítið af herfanginu. Lá um stund við fullum vinslitum, þvi að blöð Frakka drógu ekki af um aðfinslurnar, né útskýringar á þvi, að ágirnd og eiginhagsmuna- dýrkun Englendinga væri orsök til þess ranglætis, sem franska þjóðin yrði fyrir. Jafnvel hin mikla þjóðhetja Clemeneeau var dregin inn í þessar deilur. Honum kent um að hafa sýnt of mikla undan- Iátssemi við Lloyd George í stein- olíusamningunum. Litlu sfðar varð önnur rimman milli Bretaog Frakka út af Rússlandsmálunum. Vegna skuldamálanna vildu Frakkar stríð, en engan frið við Rússa. Bretar áttu aftur á móti vonina mestu í verslun við Rússa. Pess vegna vildu þeir frið. Pelta varð svo mikið deiluefni milli Frakka og Breta, að nokkra daga í sumar, áður en Rússar biðu ósigur hjá Varsjá, var talað fullum fetum um það í ensk- um blöðum, að bandalagið milli Breta og Frakka væri í raun og veru sprungið. Hernaðarandinn lifir enn. Pjóð- verjar eru afvopnaðir í bili. En sigurvegararnir koma að miklu leyti í þeirra stað. Þeir leggja undir sig hinar máttarminni þjóðir og reyna af alefli að auðgast með-þvi, að nota auðsuppsprettur þessara landa og ódýran vinnumátt þjóð- anna. Blóðfórn stríðsins virðist ekki líkleg til að þoka mannkyn- inu nema lítið skref áfram eftir vegum siðlegrar framþróunar. Pað er auðvelt að sjá miklar misfellur á ráði stórþjóða þeirra, sem nú fara með heimsveldi. En síst af öllu skyldu menn halda, að smáþjóðirnar væru betri eða göfuglyndari. Danir þeir, sem vildu innlima þýska landshluta nú í vor sem leið, voru búnir að gleyma, að þeir höfðu áratugum [saman áfelt júnkarana fyrir alveg sams- lconar ranglæti. Þyrfti jafnvel ekki að sækja dæmi jlil fjarlægra þjóða til að sýna hversu veikar höndur siðmenningin hefir Iagt á brota- gjörn hjörtu mannanna. Ameríkuferðir, i. Við vildum mega tala um Ame- rfkuferðir eins og liðna sögu — Ameríkuferðir í þeim stýl, sem tíðk- uðust fyrir aldamótin. Við höfum á undanförnum árum talað um þær sem liðna sögu, Við erum búnir að sætta okkur við þá miklu blóðtöku sem land okkar leið, er stór-hóparnir fóru vestur um haf. Enda hafa þeir og, landar vestra, sýnt það, að þeir urðu landi sínu ekki að öllu glat- aðir, þótt farnir væru aflandiburt. Þeir bafa gert veg íslands meiri. Þeir hafa verið útherjar íslenskrar menningar. Peir hafa haldið hátt merki íslendinga, því að þeir hafa í hvívetna ataðið öðrum þjóðum a. m. k. jafnfætis, ekki sist á þcim sviðum, sem mest *r um vert. Þeir hafa lagt drjúgan skerf til bókmenta okkar. Þeir hafa og margsinnis reynst ættjörð sinni haukar í horni, þá er um það hefir verið að ræða að hrinda þjóð- nýtum málum í framkvæmd. Við höfum á seinni árum talað um aðrar Ameríkuferðir. Margar ferðir hafa verið farnar umað auka kynninguna þjóðarbrotanna á milli, samúðina og bróðurþelið. Við höf- um bollalagt um mannaskifti. Konur og karlar íæru heiman á unga aldri og dveldust nokkur ár meðal landa vestra, til þess eink“ um að læra af þeim vinnubrögð, vélanotkun o. s. frv. og til þess yfirleitt að víkka sjóndeildarhring sinn og vera þó sem heima — hjá íslensku fólki. Jafnframt ætt- um við að fagna góðum gestum vestan um haf, hinum íádri, sem rifja vildu upp gamlar minningar, vitja frænda og vina og æsku- stöðva, hinum yngri til náms, einkanlega andlegs náms. Til þess- ara Ameríkuferða hugsum við með sérstakri gleði. II. Ameríkuferðirnar gömlu hófust í algleymingi upp úr harðinda- árunum kringum 1880. Nú hefir enn harðindakafli gengið yfir ís- land um nokkur ár og nú steðja vandræði aö landi á ýmsa vegu, sem óþarfi er upp að tetja. Og nú heyrist það, úr all-mörgum átlum, að kominn sé töluverður Ameríkuhugur í fólkið. Það er ekki að undra, þótt mörg- um virðist nú þrengjast fyrir dyr- um um afkomu og séu kvíðandi um framtíðina. En það er skylda allra þeirra, sem betur þekkja um ástandið í heiminum, að láta hina vita, sem miður þekkja, að það er ekki glæsilegt, að leita nú af lahdi burt í von um betri afkomu. Pui að sannleikurinn er áreiðanlega sá að þótl við eigum hér við mikla erfiðleika að striða, þá munu þau þó vera ]á löndin i heiminum nú, sem betra er að bjjggja en Ísland. Hann er annar nú en var, þá er Ameríkuferðir voru mestar, samanburðurinn á íslandi og Ame- ríku. Það næj engri átt nú að miða við það hvernig þeir hafa komist af nýbyggjarnir sem veslur fóru 1880—1890. íslenskir bændur vestra munu eklci síður eiga við erfiðleika að stríða nú, en stéltar- bræður þeirra hér. Það mun ekki vera minni vandkvæðum bundið, að koma sér þar upp búi og nauð- synlegum áhöldum. Erfiðleikar dýrtíðar og styrjaldar hafa orðið þar hlutfallslega enn meiri en hér. Bestu löndin standa þeim ekki lengur opin innflytjendunum. Það er setið á þeim fast. Bæði Banda- ríkin og Canada tóku beinan þátt í stríðinu. Það geta fáir gert sér í hugarlund hvaða fjárhagsbyrðar, í sköttum, sú þátttaka leggur á hvern einasta borgara. Bæði löndin halda áfram vígbúnaði og krefjast áfram- haldandi framlaga úr vasa hvers einasta til þeirra hluta, og kunna að krefjast þeirra fórna af íbú- um sínum sem nær ganga. í báð- um löndunum er næsta ófriðvæn- legt innan sjálfra landamæranna. Hvergi um víða veröld er meiri misskifting auðs. Verkföll og verk- bönn eru daglegt brauð. Baráttan er háð upp á líf og dauða milli vinnuveitenda og verkamanna. Það þarf ekki að spyrja um afleiðing- arnar, um afkomu og öruggi ein- staklingsins, undir slíkum kring- umstæðum. Það þyrftu að vera einhverjar alveg einstakar kringumstæður fyr- ir hendi, ætti það að vera ráðlegt fyrir menn að taka sig upp héðan og flytja vestur, í því skyni að fá betri afkomu. Harðindakaflarnir. koma æ við og við yfir land okkar. Einum slíkum er nú að halla — vonum við. Utanaðkomandi orsakir, sem þjá allan heiminn, gera okkur, sem öðrum, og þó ekki eins mikið og öðrum, erfitt um afkomu. En harðindaköflunum léttir af. Við höfum bygt landið í meir en þúsund ár og vitum það. í hlut- falli við önnur lönd hefir sennilega aldrei bjartari framtíð blasað við íslandi en nú — reynist þjóðin, sem áður, þrautseig og þrótt- mikil. Margt er það þegar komið fram sem skáldið »sá i anda« á alda- mótunum síðustu og kvað um hið þróttmikla kvæði. Margar hafa þær þegar ræst hugsjónirnar og aðrar eru að rætast. Hel og Hildi hefir öldin geymt, sem af er, og mun geyma, en það hefir miðað áfram og mun miða. Yfirstandandi erfiðleika munum við yfirstíga, enda munum við. hvernig sem stríðið er blandið, reynast boðorðinu tryggir: að elska' °g byggja' og tregsta' á landið. Sullaveikin. Umræðurnar sem orðið hafa hér í blaðinu undanfarið um hunda- hreinsun og sullaveiki < hafa það gott í för með sér að halda mönn- um vakandi um þetta mál. Þess er full þörf. í ágústblaði Læknablaðsins rit- ar Sæmundur prófessor Bjarnhéð- insson grein sem eí næsta eftir- tektaverð í þessu sambandi. Bregð- ur hann þar. ljósi yfir útbreiðslu sullaveikinnar, út frá krufningu á líkum á spítalanum. Segir hann að af 137 sjúklingum sem dáið hafi úr holdsveiki á spítalanum, hafi 112 verið krufnir og þrjátíu af þeiin liaft sulli, eða tæp 27°/o. Hann bendir á að það sé at- hugavert um þessa skýrslu, ef nota ætti hana til þess að leiða álykt- anir um útbreiðslu sullaveikinnar í landinu, að krufningarnar eru of fáar og að hér er einungis um einn flokk sjúklinga að ræða. Hann vill þó ekki samsinna því að sennilegt sé að á holdsveikra- heimilum, þar sem holdsveikar manneskjur sýkja aðrar, sé einnig hættara við sýkingu frá hundum, því að hann vill halda að of mik- ið sé gert úr þeirri gömlu kenn- ingu að holdsveikin sé aðallega sjúkdómur sóðanna og hinna fá- tækustu. Beinar ályktanir vill hann því ekki draga af þessu um útbreiðslu veik- innar nú á dögum. Skýrslur hér- aðslækna bendi á að veikin sé í rénun og rejmsla skurðlæknanna sömuleiðis. En hildaust má af þessu ráða að ráðstafanirnar gegn veikinni eru hvergi nærri eins vel fram- kvæmdar og vera ætti, því að með þeim ætti að vera hægt að út- rýma veikinni að fullu og öllu. í niðurlagi greinarinnar minnir höf. á ritgerð Guðm. próf. Magnús- sonar í Árbók Háskólans þar sem hann kraföist upplýsinga um árang- ur hundahreinsunarinnar og um fyrirmælin um eyðingu sulla úr sláturfé og bendir á hvað frekar þurfi að gera: að taka upp rann- sóknir Kabbes á sláturfé og hund- um. Veit hann ekki til að neitt hafi verið gert í þessa átt. Vill Tíminn mjög eindregið styðja þessa kröfu læknanna um öruggari framkvæmd þessa máls, því að það er fullkomlega satl að ekki má »þagna um þetta mál fyr en því er borgið á viðunanlegan hátt«. Er óhætt að fullyrða, með prófess- ornum, að óhugsandi sé að veru- leg fyrirstaða verði af hálfu fjár- veilingavaldsins um að veita það fé sein til slíkra ráðstafana þarf. Aðalatriðið er að einhverjum á- kveðnum séu fengnar framkvæmd- irnar í hendur og liggur beinast við að dýralæknunum sé falið að annast þær. Dr. Valtýr Guðmundsson hefir verið skipaður prófessor við Kaup- mannahafnarháskóla í íslenskri sögu og bókmentasögu. Er það embætti ný-stofnað.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.