Tíminn - 27.11.1920, Side 3
T t M I N N
181
Samvinnuskólinn 1921-1922.
Inntökuskilyrði s
Nemendur, sem hafa í hyggju að vera í Samvinnuskólanum
veíurinn 1921—’22 verða að uppfylla eftirfarandi skilyrði við inn-
tökupróf:
1. Skrita læsilega rithönd. Geta gert nokkurn veginn skipulega rit-
gerð um fengið efni. Hafa numið málfræði Halldórs Briem, síð-
ustu útgáfuna.
2. Hafa lesið Kenslubók í íslandssögu, eftir Jón J. Aðils, en i mann-
kynssögu lienslubók eftir Pál Melsteð eða eftir Þorleif H.
Bjarnason.
3. Hafa numið Landafræði Karls F'innbogasonar.
4. Hafa lesið, undir handleiðslu kennara, bæði heftin af Kenslubók
í dönsku, eftir Jón Ófeigsson, og Enskunámsbók Geirs Zoéga.
Hafa gert skriflegu æfingarnar í þessum kenslubókum.
5. Vera leiknir i að reikna brot og tugabrot.
6. Hver nemandi verður að hafa fjárhaldsmann, búseltan í Reykja-
vík eða þar í grend, sem sljórn skólans tekur gildan.
Aths. Það er mjög óráðlegt, að hugsa til að sækja skólann,
nema fyrir þá, sem eru vissir um að uppfylla þessi skilyrði. Reykja-
vík er nú orðin of dýr staður til að stunda þar það, sem nema má
hvar sem er annarsstaðar á landinu. Inntöku í skólanu fá konur
jafnt sem karlar. Þeir, sem ekki kæra sig um að taka verslunarpróf,
fá kenslu í bókmenlasögu og félagsfræði, í stað þess sem þeir fella
niður i námsgreinum sem lúta að verslun. — Kenslugjald er nú
100 kr.-fyrir hvern nemanda.
Reykjavík. 20. nóv. 1920.
Jónas Jónsson.
segja, um hvað sem hann var að
yrkja.
Eg ætla að leyfa mér að lúka
þessum minningarorðum með
nokkrum línum, sem eg ritaði í
Norðurland, þegar 1. bindið af
Ijóðasafni hans kom út — áður
en hann fluttist úr hinu hrörlega
kothýsi, sem fram að þeim tíma
hafði verið heimili lians öll árin
á Akureyri. Eg veit það vel, að
margt hefir um sira Matthías verið
sagt, miklu betra og snjallara. En
eg tek þessar línur hér upp af því
að mér er kunnugt um, að síra
Matthias gladdist afþeim. Og eg held,
að þær séu sannar. Þær eru þessar:
»Benda má á ýmislegt, sem sum-
um öðrum skáldum lætur betur
en Malth. Jochumssyni. Enginn er
öllum fremri í öllu. Tit eru þau
skáld, til dæmis að taka, sem læt-
ur miklu betur en honum að yrkja
um náttúrufegurð þessa lands. Til
eru þau skáld, sem leggja meiri
stund en hann á það að láta orðin
svara sem nákvæmast til hugsan-
anna. Til eru þau skáld, sem hafa
meira Iag á því en hann að gera
grein fyrir hugsunum sínum í fá-
um, kjarnmiklum orðum. M. J. er
eins farið og auðmanni, sem ekki
veit aura sinna tal, á svo mikið af
gimsteinum, að liann hirðir ekki
um að slípa þá alla. Það er hægð-
arleikur að finna hrufurnar fyrir
þá, sein gera sér í hugarlund, að
eftir þeim cigi skáldin að meta —
fyrir þá, með öðrum orðum, sem
eiga álika inikið erindi inn i heim
skáldskaparins eins og hundar í
kirkju.
»Yfirlcitt má segja, að þar sem
stra Matthias nýtur sín best, sé
yrkisefni hans hin mestu og vanda-
sömustu vafamál mannsandans.
Hvernig er stöðu mannkynsins
hátlað í þessari veröld? Hvað er
það, sem gefur manninmn og
mannlífinu gildi? Hvernig er sam-
baud mannsins við guð? Ekkert
slcáld vort hefir haft háleitara
hugsunarlíf á boðstólum við oss.
Ekkert skáld vort hefir verið jafn-
gagntekið af hinum sönnu stór-
málum mannsandans. Hann býður
oss venjulega í kirkju — ekki
þrönga sveitakirkju, heldur himin-
háa dómkirkju mannlífsins, þar
sem svo hátt er undir loftið, að
vér eygjum það naumast og menn-
irnir verða að dvergum í hinum
endanum. Stórkostlegri mun er ekki
auðvelt að hugsa sér en þann, sem
er á því stórhýsi hugsjónanna, er
Matth. Joehumsson býður þjóð
sinni inn í, og kumbalda þeim, er
hann hefir sjálfur orðið að hafast
við í með fjölskyldu sinni«.
Einar H. Kvaran.
Kunni hann mér frá mörgu að
segja, en gerði það sjaldan ótil-
kvaddur.
Fyrir striðið var fjöldi Þjóðverja
í Belgíu. Var Belgum fremur vel
til þeirra og þýsku þjóðarinnar.
Áttu þeir sé einskis ilis von úr
þeirri átt, jafnvel þólt til styrjaldar
drægi milli Þjóðverja og Frakka,
sem búist var við. Og ef Þjóðverj-
ar hefðu ekki ráðist inn i Belgíu
er sennilegt að þeir hefðu haft
samhygð meiri hluta belgisku þjóð-
arinnar. Stríðið er ekki annað en
strið, og úr því það var hafið,
tjáir ekkiv að fást um það, sem
gert er með hernaðartakmark fyrir
augum. En mörg spellvirki voru
framin að þarflausu, og þau svíða
sárast. Þarf engann að furða þótt
Belgir kviðu komu Þjóðverja og
óttuðust þá. En það gátu Þjóð-
verjar ekki skilið. Undruðust þeir
það og gramdist, er þeir urðu þess
vísir. Fylgdu þeim þá jafnan rán,
brennur og morð. Mest kvað að
þvi í smáþorpum.
Þjóðverjar voru mjög fýknir í
vín og var leitað að því í ölluin
smugum sem hugsanlegt var að
það væri falið. Ef þeim var fengið
þaö, guldu þeir fyrir eftir eigin
geðþótta og var það lítið betra en
ekkert, en mestu var þó stolið.
Þegar þeir höfðu náð þorpum og
borgum á sitt vald tóku þeir að
Frá útlöndum.
Atkvæðamunur við forsetakosn-
inguna í Bandaríkjunum varð geisi-
mikill. Voru 344 kjörmenn kosnir
sem fylgja Harding, enn ekki nema
149 sem fylgdu Cox. Bryan utan-
ríkisráðherra fyrverandi skorar á
Wilson að leggja niður völd þegar.
— Við alkvæðagreiðslu kola-
námumannanna ensku, um það
hvort taka bæri miðlunartillögu
stjórnarinnar voru 338045 með, en
346000 á móti, en til þess að
verkfallinu væri haldið áfram
þurftu tveir þriðju hlular atkvæð-
anna að vera á móli miðluninni.
— Japanir hafa mótmælt samn-
ingum þeim sem rússneska stjórnin
liefir gert við auðmenn í Banda-
ríkjunum um sérrétiindi i Síberíu.
— Frakkar og Englendingar lelj-
ast nú orðnir ásáttir um hernaðar-
skaðabæturnar.
— Langflestir námaeigendur og
rafurmagnsverksmiðja á Þýskalandi
hafa rnyndað með sér öflugan
hring, bæði í fjárhagslegu og pólit-
isku augnamiði. Eru samningarnir
um þetta gerðir til 80 ára. Hugo
Stinnes, einn af mestu auðmönn-
um Þýskalands og aðsópsmikill á
politiska sviðinu, er aðalforkólfur
þessarar hringmyndunar.
— Dregur æ til meiri fjandskap-
ar milli hins gamla alþjóðasam-
bands jafnaðarmanna — sem kallað
er 2. alþjóðabandalagið — og al-
þjóðabandalags þess sem Bolche-
wickar hafa stofnað og kallað er
3. alþjóðabandalagið. Hafa Bolche-
wickar kallað 2. alþjóðasambandið
hinn versla óvin verkalýðsins og
öðrum verri nöfnum. Nú hefir
framkvæmdaráð 2. alþjóðasam-
bandsins gefið út ávarp til jafnaðar-
manna í öllum löndum og kemst
meðal annars svo að orði: »Vér
sökum foringja Bolchewicka um
það, að kenningar þeirra hafi sið-
spillandi áhrif á verkamennina, að
þeir fótum troði óskir og vilja
rússnesku þjóðarinnar og setji ein-
ræðisstjórn i stað frjálsrar lýð-
stjórnar og beiti hervaldi til þess.
Kenningar Bolchewicka bj'ggjast á
ofbeldi og ófriði. Ilin sanna jafn-
aðarstefna sigri«.
— Wrangel hershöfðiugi virðist
hafa beðið úrslitaósigur fyrir
Bolchewickum.
— Má svo að orði kveða að
borgarastyrjöld sé hafin á írlandi.
Sinn Feinar fremja launmorð á
lögregluþjónum en lögreglan lætur
brenna hús til hefnda og hefir
brent tvær borgir til kaldra kola.
Sinn Feinar i Ameríku krefjast
þess af írlandsráðherrauum, Sir
brenna og eyddu þannig fjölda
húsa.
í litlum þorpum voru fáir her-
menn lálnir eftir til gæslu. Bar þá
oft við að safnað var saman öll-
karlmönnum sem náðist til — þólt
ekki væru hermenn — á aldrinum
frá 16—60 ára. Voru þeir látnir
haldast í hendur utan um einhverja
af stærri byggingum, oftast kirkj-
una. Siðan var þriöji hver maður
skolinn.
í einu þorpi voru allir íbúarnir
drepnir, sem ekki hepnaðist að
komast undan á flótla. Fárra daga
gamall hvítvoðungur og örvasa
gamalmenni, alt myrt.
Oftast lauk kunningi minn máli
sínu á þessa leið: Það er þýðing-
arlaust að eg segi yður frá stríðinu.
Þér liafið samt sem á&ur enga
hugmynd um það, hvað stríð er.
Það veit aðeins sá, sem reynir. Og
sælir eruð þér og aðrir, sem ekki
hafið fengið þá reynslu.
Merkileeau fyrirleslur hélt
Einar H. Kvaran, í Sálarrannsókn-
arfélaginu, á fimtudagskvöldið (18.
þ. m.) og var um dönsku kirkjuua
og spíritismann. Kemur hann að
sjálfsögðu út í »Morgni«.
Hamar Greenwood, að hann láti
manndrápin hætta á írlandi, ella
segjast þeir munu dtepa þrjá Eng-
lendinga í Bandaríkjunum fyrir
hvern íra sem drepinn er. Green-
wood hefir í hótunum um að leggja
hafubann á írland. Sinn Feinar
stöðva allar járnbraularlestir sem
flytja enska hermenn.
— Fundur berklaveikislækna
verður háður í Stokkhólmi í sumar.
— Austurríki, Búlgaría, Perú og
Bolivíazhafa sótl um inngöngu í
þjóðbandalagið.
— Kolaverðið enska fyrir næsta
ár liefir verið ákveðið á kauphöil-
inni í Cardiff 90 —100 shillings á
smálest.
— Á stórum svæðurn Finnlands
talar mikill meiri hluti fólksins
sænsku. Ilefir þjóðþing þessara
sænsku héraða samþykt grund-
vallarlagafrumvarp um sérstakt
bandalag sænsku héraðanna og
hafi þau víðtæka sjálfstjórn.
— Á tveggja ára afmæli vopna-
hlésins var óþektur enskur her-
maður grafinn upp og jarðsettur í
Westminster Abbey. Frakkar jarð-
settu óþektan franskan hermann
undir sigurboganum í París.
Samtímis var hjarta Gambetta —
þjóðhetjunnar frá 1871 — flutt til
Pantheon, til minningar um 50
6ra afmæli franska lýðveldisins.
— Knut Hamsum hefir fengið
bókmentaverðlaun Nóbels fyrir
árið 1920, en Svisslendiugur, Carl
Sgitteler fyrir árið 1919. Eðlisfræðis-
verðlaunin hefir fengið Bretenil,
forstöðumaður alþjóða rr..áls og
vogarskrifstofunnar.
— Einn af helstu þingmönnum
Norðmanna, Castberg, lét þau orð
falla i ræðu í norska þinginu, að
asenski konungurinn hafi um tíma
verið því mjög fylgjandi að Svíar
gengu í ófriðinn með Þjóðverjum.
Hafa þessi ummæli, sem vera
munu fullkomlega sönn, vakið
feiknn mikið umtal í Noregi og
Sviþjóð. Taka flest norsku blöðin
í þann slrenginn að harma það
að slík ummæli skuli hafa fallið.
Er Castberg einn þeirra manna
sem mótfallinn er mjög nánu sam-
bandi Norðurlanda og í sambandi
við það mál rnuuu orðin hafa
fallið.
— Vopnahlé er samið milli
Armeniumanna og Tyrkja. Er talið
að tyrkneski uppreistarflokkurinn
hafi haft styrk frá Rússum.
— Því hefir verið við brugðið
hversu grimm afturhaldsstjórn
rikir á Ungverjalandi. Nú hefir
almenningsálitið knúð stjórnina til
að láta handtaka 700 manns, úr
herforingjaflokknum, sem harðast
hefir gengið fram i ofbeldisverk-
unum.
— Iðnaðarvörur falla i verði i
Canada. Hveitibirgðirnar eru sagðar
þrisvar sinnum meiri en í fyrra
og hljóti verðlækkun að standa
fyrir dyrum.
— Foch marskálkur, ætlar að
fara í ferðalag um Bandarlkin. Er
búist við að það verði hin mesta
siguríör.
Á striðsárunum tóku Rússar um
24 milljónir sterlingpunda í gulli
frá Rúmeniu og fluttu til Rússlands.
Er rnælt að rússneska stjórnin
bjóðist nú til að skila þessu fé
aftur.
— Tiu byltingarmenu hafa verið
handteknir i Vinarborg og sakfeldir
um að hafa ætlað að sprengja í
loft upp eiua stærstu brúna yfir
Dóná.
— Steinlagðar götur og gang-
stéttir í Nev York eru 11007 enskar
mílur á lengd.
— Cleinenceau gamli er á ferða-
lagi sér til hressingar suður á Java.
Er mælt að hann meöal annars
stundi þar tígrisdýraveiðar, en eins
og kunnugt er, hefir hann sjálfur
verið kallaður lígrisdýrið. — For-
setisráðherrann i Áslraliu hefir
boðið Clemenceau að koma suður
þangað, en hann hefir hafnað því
boði.
— Japanar hafa ákveðið að frá
árinu 1922 skuli skólaskyldualdur-
inn verða 8 ár, í slað 6 ára sem
nú er.
— Lálinn er nýlega austurriskur
prófessor að nafni Max Margules,
einhver frægasti • veðurfræðingur
heimsins. Hann dó af mutarskorti.
Hafði sáralítil eftirlaun, en vildi
ekki kvarta.
— Verð á smjöri i Danmörku
er orðið kr. 8,02 fyrir kg.
— Neergaard forsætisráðherra
Dr.na flytur lagafrumvarp um að
konur fái öll sömu réttindi og
karlar til embælta, bæði í þjónustu
ríkisins og bæjarfélaga.
— Konungshjónin dönsku ætla
í ferðalag til Englands, Frakklands
og Belgíu, um næstu mánaðarmót.
Mun eiga að færa Bandamönnum
þakkir fyrir Suður Jótland.
— Ákveðið er að járnbraular-
verkfall hefjist í Noregi hinn fyrsta
næsta mánaöar, út af ágreining
um launakröfur.
— Bolchewickar hafa lekið borg-
ina Sebastopol á Krímskaga og
lýst þar yfir stofnun ráðstjórnar.
Er Wrangel hershöfðingi þar meö
alveg úr sögunni og er hann sagður
flúinn til Miklagarðs.
— Löven barón, sá er var á
ferð hér á landi í sumar, leggur
það til að Svíar sendi hingaö
ræðismann, að komið verði á
föstum skipaferðum milli landanna
og fiskiveiðar Svía auknar hér við
land.
— Þing þjóðbandalagsins liefir
verið selt í Genf á Svisslandi.
Voru staddir við þingsetninguna
fulltrúar frá 41 riki.
— Mikil og óvænt tíðindi berast
frá Grikklandi. Almennar kosn-
ingar hafa fariö þar fram, vegna
fráfalls konungs. Eru orðin kunn
úrslitin, nema af atkvæðagreiðslu
hersins og hefir Venizelos beðið
hinn mesta ósigur. Af fjdgismönn-
um hans hafa ekki nema 118 náð
lcosningu en 250 af fylgismönnum
Konstantíns, hins afsetta konungs.
Venizelos er flúinn úr landi, lil
Frakklands.
^OTgin @ilífa
eftir
ail iHainð.
(Jm mig, mundi eigingirnin vera
meiri en nokkurs annars. Ef eg
veitti viðtöku boði yðar mundi eg
álíta sjálfan mig hinn eigingjarn-
asta mann í gjörvöllum heiminum;
eg gæti ekki varið slíka breytni,
eg mundi telja hana glæp. Ástmey
mín er af tignum ættum, lifir við
skraut og dýrð — en eg er fátækur,
af frjálsum vilja, og verð því æ
fátækur, föðurlaus, móðurlaus, al-
inn upp sem munaðarleysingi, á
ekki einu sinnirfiafn, sem eg megi
kalla mitt eigið. Þetta er fingur
Guðs, bending um að ekkert jarð-
neskt band eigi að halda mér frá
því að lielga fjöldanum líf mitt.
Eg liefi líu ár rækt það starf sem
forsjónin hefir bent mér á. Afleið-
ingarnar? Eg er fátækur maður,
úrhrak, maður sem hvenær sem
er verður að vera reiðubúinn að
vinna það verk sem eg hefi tekist
á hendur — æltingja og vinalaus,
gleðivana og ástar, einmana.
Má slíkur maður dirfast að
biðja slíka konu, að bindast þessum
örlögum — skifta á ríkdómi sínum
og fátækt hans, gnægð sinni og
þjáningum hans? Nei! — Og, að
auki! Hver er sú kona sem megnaði
slíkt? Konurnar geta fórnað, verið
trj'ggar, sannar, en — neyðið mig
ekki til að segja það sem eg vil
láta ósagt — konurnar elska skraut
og velliðan, þeim hryllir við eymd
og fátækt og öllum slíkum óþæg-
indum. Og það er eðlilegt. Varð-
veiti forsjónin þær gegn þeim
þrengingum sem mennirnir einir
geta borið !
En þetta er þó óviðkomandi
þeirri aðalliindrun sem skilur mig
æ frá ástmey ininni. Eg bið yður
um að hlífa mér við fleiri skýr-
ingum. Trúið mér að ákvörðunin
er órjúfandi, einmilt hennar vegna.
Sé því svo varið — eins og þér
segið — að hún elski mig, þótt eg
hafi engan réll til að trúa því, þá
er mér enn sárara að hugsa um
þann sársauka sem skilnaðurinn
kann að valda benni.En hún er sterk
og djörf, hún er dóllir föður síns!
Eg reiði mig á hreisti hennar og
æsku, og eg ætla að vona að þau
tækifæri, sem lífið hefir þeim að
bjóða sem eru svo fagrir og gáf-
aðir, muni afmá þá skammvinnu
sorg sem af þessu stafar.
í Guðsfriði. Séuð þér æ í hendi
Guðs. D.
P. S. Eg ótlast ekki M. Það er
einungis ein í Rómaborg, sem
gæti borið vitni gegn mér í þessu
máli og henni treysti eg meðan
rennur blóð í æðum«.
X.
Þingsalurinu var orðin alskip-
aður þegar kl. tvö daginn eftir.
Hásælið hafði verið lekið burtu
og var sæti forseta komið í stað-
inn.
Flestir þingmanna voru komnir
í sæti sín. Þegar forsætirráðherra
kom var honum tekið með gleði-