Tíminn - 23.04.1921, Qupperneq 1
V. ár.
Fjárlögin,
jnngið og stjórnin.
það ætti að vera á vitorði allra
manna, að íslenska ríkið á nú við
meiri fjárhagserfiðleika að stríða
en nokkru sinni áður.
pað ætti að vera á vitorði allra
manna, að efnahagur íslenskra
framleiðenda yfirleitt, er erfiðari
en nokkru sinni áðr, og horfurn-
ar um rekstur atvinnuveganna
versna enn, heldur en batna.
pað ætti að vera á vitorði allra
manna, að hvert af öðru og hvert
i öðru stærri spyrjast gjaldþrot
kaupsýslumannanna í Reykjavík.
pað ætti að vera á vitorði allra
manna, að samkvæmt upplýsing-
um Iiagstofunnar, minka tolltekj-
ur íslenska ríkisins stórkostlega
og óðtfluga.
Allra helst ætti þetta að vera á
vitorði hinna íslensku alþingis-
manna — og miklu fleira, sem
gefur alvarlegar áminningar um
gætni í fjármálunum.
En ef dæma á þingið eftir regl-
unni: af ávöxtunum skuluð þér
þekkja þá — þá skyldi maður
ætla að það lokaði eyrunum fyrir
öllum hinum alvarlegu röddum, en
opnaði þau til fulls fyrir nálega
öllum þeim óteljandi fjárbeiðnum,
sem til þess berast.
Fjáraukalögin, eins og neðri
deild alþingis gekk frá þeim, eru
hinn háværi vottur þessara um-
mæla. Ein miljón og nálega tvö
hundruð þúsund króna viðbótar-
fjárveitingar og mikið af þeim
slíkar, að sumpart eru alveg ó-
nauðsynlegar, sumpart eiga alveg
skilmálalaust að bíða, undir nú-
verandi kringumstæðum.
Um alt land munu menn standa
undrandi gagnvart þessum tíðind-
um og spyrja hvað valdi. —
pað veldur annarsvegar, að þótt
í þinginu séu allmargir menn,
sem hafa opin augu fyrir voðan-
um, þá vantar þá alveg samtök,
og þá vantar samkvæmni. Marg-
ir þeirra eru flæktir við sumar ó-
þörfu fjárveitingarnar og hlaupa
þannig í skörðin, einn hér, annar
þar, og eru þannig allir meðsekir.
Væri ábyrgðaitilfinningin nægi-
lega vakandi, ættu sparnaðar-
mennirnir á þinginu beinlínis að
bindast félagsskap um að skila nú
fjárlögum, sem hæfa þessum al-
vörutímum, að skera miskunnar-
laust niður alla þá mörgu liði á
fjárlögunum sem þola bið. peir
ættu að horfast alvarlega í augu
við þann sannleika, að fari fjár-
aukalögin og fjárlögin gegnum
þingið í nokkuð svipaðri mynd og
nú lítur út fyrir, þá eru lagðar á
herðar gjaldendum landsins miklu
þyngri byrðar, en nokkrar líkur
eru til að þeir geti borið. pá blas-
ir ekki annað við en annað
tveggja: að rikissjóðurinn verði
að hætta útborgunum á miðju ári,
eða hann verði að grípa til ráðs
hinna gjaldþrota landa, að láta
stimpla nýja og nýja pappírspen-
inga.
pessari áskorun um bein sam-
tök um að skera niður miskunnar-
laust þá liði fjárlaganna, sem þola
bið, vill Tíminn beina til sparnað-
armannanna á þingi. Við hina
þýðir ekki að tala. Og það mun
enginn efast um að þjóðin stend-
ur nálega óskift að baki þeirri
kröfu. —
pað veldur hinsvegar þessum
aðfönnn þingsins, að landsstjórn-
in virðist, a. m. k. í heild sinni,
litlu alvarlegar hugsandi um fjár-
hagsástandið.
Sumpart er stjórnin, og þá sér-
staklega forsætisráðherrann, al-
gerlega samsek mestu fjáreyðslu-
mönnunum.
En hitt er aðalatriðið, að stjórn-
in virðist alls ekki sjá, að það
hvílir á henni mikil skylda að
hafa vit fyrir þinginu, er það
stefnir út á þessa gálausu braut.
Einn hinna gætnustu þing-
manna sagði nýlega við ritstjóra
þessa blaðs eitthvað á þessa leið:
„pótt ekki væri annað, þá er það
ærin sök á hendur stjórninni, að
hún þolir þ'inginu það að afgreiða
slík fjáraukalög“.
Stjórninni hlýtur að vera það
kunnara en þinginu, hver vá er
fyrir dyrum.
pessvegna er það tvímælalaus
skylda stjórnarinnar — hvort sem
það verður nú endanlega þessi
stjórn sem nú situr, eða önnur —
að setja þinginu beinlínis stólinn
fyrir dymar, að krefjast þess af
þinginu, að afgreiða ekki fjárlög
og fjáraukalög nema með ein-
hverjum hámarks-tekjuhalla, og
meir að segja með heimild fyrir
stjómina til þess að borga ekki út
ýmislegt sem veitt verður, ef enn
syrtir í lofti.
----o---
Þingstörfin.
pingið hefir nú setið óslitið í ná-
lega tíu vikur. Hvaðnæfa koma
spurningarnar: Hvað hefir þing-
ið gert, En það verður fátt um
svör.
pað er óhætt að flytjá þeim
háttvirtu þau tíðindi, að um alt
land ríkir hin megnasta óánægja
yfir því, hversu lengi þingið er
búið að sitja og hversu lítið það
hefir enn gert.
pegar þingið var búið að sitja
í níu vikur, þá fyrst komu breyt-
ingartillögumar yið fjárlögin frá
íjárveitinganefnd neðri deildar.
Og þó hefir nefndin nú ekki nema
eitt ár til meðferðar, síðan þing er
háð á hverju ári.
petta dæmalausa seinlæti fjár-
veitnganefndarinnar er ein ástæð-
an þess, hversu slælega þingstörf-
in hafa gengið. Aðrir hafa beðið
eftir fjárveitinganefndinni. pví
að allir vita, að þingi verður ekki
slitið fyr en fjárlögin verða af-
greidd.
Vilja margir benda á þá ástæðu
fyrir þessu slælega starfi nefnd-
arinnar, að 5 — fimm — nefndar-
mannanna eru Reykvíkingar —
því að sannarlega má ^ fara að
telja Magnús Pétursson Reykvík-
ing úr þessu. — -
Landsstjórnina verður að krefja
til reikninsgskapar um aðra á-
stæðuna fyrir því, að þingstörfin
hafa gengið svo slælega.
Bankamálin og fjárhagsvand-
ræðin, eru þau málin, sem þinginu
ber fyrst og fremst að fjalla um.
Ein æðsta skylda stjórnarinnar
var að undirbúa þau mál fyrir
þingið. pá skyldu rækti stjórnin
ekki. pað hefir tafið þingið óum-
ræðilega mikið og gert því stór-
um erfiðara fyrir um afgreiðslu
málsins. Peningamálanefndin hef-
ir orðið að verja æmum tíma í
það að afla sér þeirra skilríkja,
sem stjórnin átti að leggja upp í
Reykjavík, 23. april 1921
hendur þingsins. Og enn er ekkert
komið frá þeirri nefnd. —
En það verður að leita dýpra til
þess að finna aðalástæðuna fyrir
hinum slælega unnu þingstörfum.
pjóðin er óánægð yfir þinginu.
En þjóðin hittir þar sjálfa sig
fyrir. pjóðin kaus þingið — sem
reynist svo illstarfhætt. Hið ill-
starfhæfa þing hefir skipað ill-
starfhæfa stjóm.
Óánægja þjóðarinnar yfir þing-
inu er í rauninni ekkert annað en
óánægja hennar yfir sjálfri sér.
pjóðin er sinnar eigin ógæfu
smiður.
Ilt þing og ill stjórn er árangur-
inn af því, að þjóðin lét villa sér
sýn við kosningarnar síðustu.
Hún glaptist á flokksleysingj-
um Morgunblaðsmannanna og
kaus margsundurlynda menn á
þing sitt — menn sem ekki geta
unnið saman — menn sem ekki
geta skipað stjórn eða stutt —
menn sem ekki geta hrist af sér
stjórn sem þeir í raun og veru em
allir óánægðir með — menn sem
virðast ekki vilja leggja það í söl-
urnar fyrir ættjörðina að láta öll
aukaatriði fyrir því víkja, að
bjargast úr yfirvofandi hættu.
----o-----
Ferðapístlar
og hugleiðingar
eftir
Jón Á. Guðmundsson.
L
í Englandi leitaði eg fyrir méi-
með markað fyrir gráðaostinn ís-
lenska. Hafði nokkur sýnishorn
þangað. En þar er hann tiltölu-
lega lítið notaður og markaðsverð
auk þess ekki hátt. Að vísu sæmi-
legt meðan pundið stóð sem allra
hæst, en annars lægra en á Norð-
urlöndum.
Eg tók því aðalsýnishomin til
Danmerkur og Noregs. í Kaup-
mannahöfn sýndi eg nokkmm
ostakaupmönnum ostinn og leist
þeim hann eins góður og hinar al-
gengustu tegundir af egta Roque-
fort-osti, sem seldar em á Norð-
urlöndum.
Um miðjan desember var
franski osturinn í mjög háu-verði
þar, en síðan hefir hann fallið
nokkuð, eins og aðrar ostategund-
ir. En þó hlutfallslega minna.
Að vísu voru sýnishorn þessi úr-
val af ostum mínum frá síðast-
liðnu sumri, en vonandi er, að
hægt verði eftirleiðis að fá megn-
ið af ostinum álíka gott. Og þegar
íslenski gráðaosturinn kynnist á
erlendum markaði, getum við
vænst sama verðs og fæst fyrir
þann franska á Norðurlöndum.
En allra besta tegundin af Roque-
fort-ostinum er næstum eingöngu
seld í París, London og New York,
og kemur því ekki til samkeþni
hér.
Danskur blaðamaður, sem
fékk sýnishorn af gráðaostinum,
bauðst að skrifa lof um hann í
danskt blað, en sökum þess að
ekkert var fyrirliggjandi af ostin-
um til sölu, var það algerlega þýð-
ingarlaust nú, og því betra að
bíða með það þangað til að eitt-
hvað verður til að selja.
Danskir og norskir ostafræðing-
ar hældu ostinum einnig mikið.
par á meðal próf. Böggild við.bún-
aðarháskólann í Kaupmannahöfn
og próf. Stören við búnaðarháskól-
ann á Ási í Noregi. |
I „Tidskrift for Landbruks-
ökonomy" í mars þ. á. er fyrirlest-
ur eftir prófessor Dr. phil. Orla
Jensen. Hann segir þar frá, að
Danir hafi með góðum árangri bú-
ið til Roquefortosta úr kúamjólk,
og svo bætir hann við: „pað er
einnig vert athugunar, hvort vér
ættum ekki að leggja okkur frek-
ar eftir sauðamjólkur Roquefort-
osti. í þessu sambandi á eg þó
frekar við ísland en Danmörku.
par er fjöldi af sauðfénaði og lág-
ur meðalhiti, sem einmitt er heppi-
legt fyrír Roquefortostinn. Um-
hverfið kringum Roquefort var
einu sinni fátækasta héraðið á
Frakklandi, en nú er það af Roque-
fort-ostagerðinni eitt af ríkustu
héruðunum þar. Ef sú sama saga
gæti endurtekið sig á íslandi, væri
það sannarlega vert að leggja eitt-
hvað í sölurnar fyrir það málefni.
Eg vil þessvegna leggja til að það
verði tekið til alvarlegrar athug-
unar. ^
I sama hefti má og sjá umsögn
próf. Böggilds um ostatilraunir
mínar.
II.
Rétt fyrir stríðið og einkum á
stríðsárunum gerðu nokkur af
dönsku ostabúunum tilraunir
með að búa til Roquefortost úr
kúamjólk. Hjá mörgum mishepn-
aðist gerðin svo, að þau hættu aft-
ur. En seinna tóku önnur bú að
reyna á ný, þegar einstaka búum
hafði tekist sæmilega. Talið er að
rúmlega 30 ostabú hafi reynt að
búa til Roquefortost í Danmörku,
en sem stendur eru þau mikið
færri. Vandræði stríðsáranna
drógu mjög úr kröfum á gæðum
ostanna, svo að alt seldist. Og
fram undir síðustu áramót voru
jafnvel lökustu ostarnir seldir háu
vei’ði til pýskalands. En síðan hef-
ir eftirspurnin minkað svo stór-
kostlega, að einungis bestu ostarn-
ir eru seljanlegir með sæmilegu
verði. í janúar h'ættu því mörg af
þessum búum að búa til Roque-
fort-ost.
Öll þessi ostabú eru eign ein-
stakra manna eða fárra herra-
setra. Samvinnumjólkurbúin hafa
ekki hætt sér inn á þá braut.
pess vegna var það dálitlum erfið-
leikum bundið að komast inn á
ostabúin til að læra þar. En með
því skilyrði að lofa að kenna eng-
um í Danmörku þær aðferðir, sem
eg kynni að læra, fékk eg að dvelja
dálítið á flestum þeim búum, sem
eg óskaði eftir. Hver um sig þyk-
ist hafa fundið bestu aðferðina
og vilja þess vegna alls ekki að
keppinautarnir komist að leynd-
ardómum þeirra. Einstaka bú
hafa sölusamband og samvinnu
sín á milli.
Eg var alls tæpar 4 vikur í Dan-
mörku. Á þeim tíma dvaldi eg með-
al annars á 4 ostabúum: 1 á Sjá-
landi, 2 á Fjóni og 1 á Langalandi.
Á búum þessum var búinn til
Roquefort-ostur og Gouda-ostur.
Auk þess kom eg á mjólkurskól-
ana á Dalum á Fjóni og Ladelund
á Jótlandi.
Mjólkurbúin í Danmörku eru
rekin í svo stórum stýl, að óhugs-
andi er fyrir okkur að taka þau
beint til fyrirmyndar. Allar vélar
eru þaj knúnar með gufuafli og
gufa notuð til upphitunar á mjólk-
inni. í Roquefort-ostagerðinni
standa Danir ekki á háu stigi og
hafa talsvert mismunandi aðferð-
16. blað
ir. Allar eru þær þó mjög frá-
brugðnar því, sem eg hefi notað
við gráðaostagerðina hér. Og eiga
hér alls ekki við. Eg get því ekki
sagt, að eg hafi lært neitt á því
sviði, sem eg get beint notað und-
ir íslenskum skilyrðum. En aftur
á móti hefi eg auðgast af hug-
myndum, sem með tilraunum
geta leitt mig á heppilegri brautir.
prátt fyrir það, þó þessi kúamjólk-
ur Roquefort-ostur standi þeim ís-
lqnska að baki.
Gerlar og sveppir þeir, sem um-
breyta mjólkinni, eru svo næmir
fyrir að breyta eðli sínu, með
breyttum lífsskilyrðum, að ekki er
ábyggilegt að sömu aðferðir í
ostagerð dugi í tveimur löndum
með mismunandi loftslagi og ef til
vill mismunandi mjólk. pað verð-
ur því altaf að byrja með tilraun-
um að einhverju leyti. En því
vandasamari sem ostagerðin er,
því brýnni þörf er á ábyggilegum
og nákvæmum tilraunum.
III.
I Noregi var mér tekið tveim
höndum, og engin fyrirstaða að
komast þar inn á ostabúin og fá
þar allar þær upplýsingar, sem eg
óskaði. Umsjónarmaður mjólkur-
búanna og forstjóri ostatilraun-
anna, sem báðir eru búsettir í
Kristjaníu, sömdu handa mér
ferðaáætlun og gáfu mér allar þær
leiðbeiningar og meðmæli, sem eg
þurfti á að halda.
Eg fór þar fyrst upp á Heið-
mörkina og var þar um tíma á
mjólkurskóla. Lagði þar aðallega
stund á mysu- og Gouda-ostagerð.
Fyrir nokkrum árum byrjuðu
Norðmenn að sjóða mysuost í
þyntu andrúmslofti. pannig að
mysan sauð við 60—70° C. Að
vísu var þetta mikill sparnaður á
hita, en aftur svo mikil eyðsla í
krafti, að spamaðurinn varð lít-
ill. Og það sem verra var, að ost-
urinn varð mikið bragðminni og
verri. pessi aðferð er því alveg
lögð niður.
Á stærri búunum er alstaðar
notuð gufa til að sjóða niður ost-
inn, en sumstaðar er ennþá soðið
í gömlu mysupottunum.
Frá Heiðmörkinni ferðaðist eg
upp Guðbrandsdalinn til að kynna
mér Guðbrandsdals-ostinn eða
Geitmysuostinn, og jafnframt fyr-
h’komulag á nokkmm smábúum,
sem þar eru í dalnum. Alls dvaldi
eg þar á 7 ostabúum, bæði stórum
og smáum. Seinna ferðaðist eg
svo til Landbúnaðarháskólans í
Ási og var þar meðal annars á
mjólkurbúi skólans. Á suðurland-
inu dvaldi eg á þremur ostabúum
og lagði mig mest eftir Sveitser-
osti (Emmenthaler) og Gouda-
osti. Báðar þessar tegundir eru
viðurkendai’ að vera þar betri en
í Danmörku, enda hafa Norðmenn
heldur betri mjólk, einkum að
sumrinu. Loks var eg svo á einu
mjólkurbúi í Kristjaníu. Alls var
eg þannig á 13 ostabúum í Noregi.
pað minsta hafði mjólkurmagn
rúmlega 100,000 lítra yfir árið,
en það stærsta tæpar 19 miljónir
lítra.
----o----
pingið situr a. m. k. fram í
miðjan maímánuð. Hefir verið á-
kveðið að Sterling biði þingmann-
anna á. m. k. þangað til, enda
mun skipið hafa lítið að ffytja. —
Umræður um fjárlögin standa yf-
ir þá er þetta er ritað.
----o----