Tíminn - 06.08.1921, Side 4

Tíminn - 06.08.1921, Side 4
96 T í M I N N Áskorun. Samkvæmt lögum nr. 72, 27. júní 1921, er hér með skorað á alla þá, er telja sig eiga hlutbundin réttindi yflr fasteignum í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu, — þar á meðal réttindi yíir húsum, sem standa kunna á landi annars manns eða lóð, — svo og réttindi yflr skipum, sjálfvörsluveði í lausafé eða önnur réttindi, sem þinglýsa þarf og bók- uð eru í afsals- og veðmálabækur, að tilkynna þau innan 18 mánaða frá" útkomudegi þess eintaks Lögbirtingablaðsins, sem flytur áskorun þessa r f'yrsta skifti, hér á skrifstofunni og skila hingað skjölum þeim, sem heimila réttindin, enda hafi þau skjöl ekki verið afhent á skrif- stofu sýslunnar eftir 12. nóv. 1920. Sönnun fyrir eignarrétti skal færa með afsalsbréfi eða öðrum skjöl- um, sem í stað þess koma eða vottorði sýslumanns um það, að eignin sé vitanleg eign aðilja. Sé hvorugra þessara gagna kostur, er aðilja rétt að leita eignardóms að eigninni. Takmörkuð hlutbundin rjettindi yflr fasteign skal sanna með frum- riti skjals þess, sem réttindin eru skráð á, ef grundvallarreglur tilsk. 9. febr. 1798 og laga nr. 18, 4. nóv. 1887, 7. gr., taka til þess. Ef réttindin hafa verið skráð á skjal annars eðlis, má sanna þau með staðl'estu eftirriti, en sé skjalið glatað, er rétt að leita ógildingardóms. Jafnframt er skorað á alla þá, sem hafa í vörslum sínum gildandi skrár eða önnur gildandi gögn, þar sem ákveðin eru landamerki milli jarða í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu, að skila þeim á skrifstofu sýsl- unnar innan 18 mánaða írestsins, sem áður er nefndur. .Skrifstofu Mýra- og Borgarfjarðarsýslu, 16. júlí 1921. Q. Björnsson. ÉiÉrgsHr Skóverslun Halnarstræti 15 Selur landsins' bestu gúmmí- stígvél, fyrir fullorðna og börn — ásamt allskonar leðurskó- fatnaði, fyrir lægst verö. Greið og ábyggileg viðskifti. eru einhverjar hinar fullkomnustu og mest notuðu. — Snemma í júlí var því loks formlega lýst yfir að ófriðnum væri lókið milli Bandaríkjanna og Pýskalands. — Frönsk blöð segja frá ógur- legur grimdarverkum sem gríski herinn hafi framið í smábæ einum í Litlu-Asíu. Hermönnunum var leyft að ræna hæinn í þrjá sólar- hringa. í þeim hluta bæjarins þar sem Múhameðstrúarmenn og Gyð- ingar bjuggu kveiktu hermennirn- ir í mörgum húsum og brendu til ösku og drápu fjölda fólks, með verstu pyntingum. Líkin sem fund- ist hafa bera vott pyntinganna og svívirðinganna. Franskir foringj- ar, sem fylgdu gríska hernum, reyndu að koma í veg fyrir þetta,. en orð þeirra voru að engu höfð. — Miklir skógarbrunar voru í Noregi um miðjan júlí. Brann á sjö stöðum í einu. Mörg hundruð hermanna voru við að slökkva eld- ana. — Giolitti forsætisráðherra á Ítalíu var sýnt banatilræði stuttu fyrir miðjan júlí. Fáum dögum síðar var forsætisráðherra Pól- lands líka sýnt banatilræði. — Síðustu fregnir af ófriðnum í Litlu-Asíu eru þær að Tyrkir hafa farið stórum halloka fyrir Grikkjum og munu hartnær að því komnir að gefast upp. Tóku Grikk- ir 55 þús. fanga og þar á meðal foringja Tyrkja, Mustafa Kemal. — í Marokkó er hafin uppreist og hafa spönsk herskip verið send þangað. — Stórþingið norska hefir sam- þykt að veita 700 þús. kr. til pjóðabandalagsins. —- Utanríkisráðherra Suður- Slafa í Belgrad hefh- verið skot- inn. Tilræðismaðurinn er Bolche- wicki frá Bosníu. — Ógurleg hungursneyð er sögð yfirvofandi í Rússlandi. Vegna langvarandi þurka hafi uppskeran algerlega brugðist á geysilega stóru svæði á Rússlandi. Er talið að um 85 miljónir manna séu þeg- ar famar að svelta og fara stór- hópamir flakkandi um landið ræn- andi. Er mælt að Hoover, verslun- arráðherra Bandaríkj anna haf i sent fulltrúa til Riga til þess að semja við Rússa um matvælasölu. — Álendingar hafa harðlega mótmælt ákvörðun þjóðabanda- lagsins að eyjarnar skuli lúta Finnlandi. — Caruso, frægasti söngmaður heimsins, er látinn úr krabbameini í maga. ----o---- Slys. Bátur fórst af Bolungar- vík síðastliðinn þriðjudag. Voru fjórir menn á bátnum og drukn- uðu þeir allir. Formaðurinn hét Einar Hálfdánarson og lætur hann eftir sig konu og fimm börn. Há- setar voru: Jón Friðriksson frá Heggsstöðum, Erlendur þorkels- son og sonur hans á fermingar- aldri. Lætur Jón eftir sig þrjú börn og Erlendur konu og bam. Islendingur drepinn í Kaup- mannahöfn. Um síðustu helgi bar svo við að íslenskur veitingaþjónn sem dvaldist í Kaupmannahöfn, þorgeir Halldórsson að nafni, lenti þar í ryskingum. Var annar Is- lendingur í för með þorgeiri og réðust tveir druknir danskir her- menn á þá. Lauk svo þeim skift- um að annár hermaðurinn lagði þorgeir í kviðinn með vopni. Beið hann bana af eftir stutta stund. ----o----- s ' ; Miskunn sem lieitir skálkaskjól. þegar Guðmundur Eggerz hvarf frá sýslumannsembættinu í Árnes- sýslu voru sýslumannsstörfin fal- in manni nokkrum að nafni Gestur. Er Gestur sá frægur orðinn af ráðsmensku sinni. Sýslumönnum er meðal annars trúað fyrir því starfi að úthluta þeim iðnaðarmönnum ómengað á- fengi, sem þess þurfa til iðnar sinnar. Er það gert á þann hátt að iðngðarmaðurinn fær áfengis- bók, sem heimilar honum að fá vissan lítrafjölda af áfengi úr lyfjabúðunum. Gilda strangar reglur um þessa áfengisúthlutun. það fóru fljótt að ganga sögur um það hvernig Gestur þessi not- aði sér þessa heimild. það var sagt að hann gengi jafnvel svo langt að gefa út áfengisbækur út á nöfn manna sem alls ekki hefðu um það beðið. Síðan gerði hann annað- hvort: að selja áfengisbækurnar, eða að taka áfengið sjálfur og selja það. þessi „lagavörður“ væri hvorki meira nje minna en áf-mg- issali í stórum stýl. Engum kom það á óvart þótt landsstjórnin léti sem sér kæmi þetta alls ekki við — lengi fram eftir. En kröfurnar um rannsókn urðu þó loks svo háværar að lands- stjórnin gat ekki annað en sint þeim. þá var valdatíma Gests lokið og Steindór Gunnlaugsson frá Kiðja- bergi orðinn settur sýslumaður í Árnessýslu. það var lagt fyrir Steindór að rannsaka málið og hann mun hafa framkvæmt þá rannsókn sam- viskusamlega. Steindór sendi síð- an skýrslu um rannsóknina til landsstjórnarinnar. það mun hafa verið í febrúar eða marsmánuði. Síðan eru liðnir margir mánuðir og landsstjórnin hefir ekkert látið gjöra í málinu, a. m. k. var ekkert farið að gjöra í því í byrjun þess- arar viku. þó er fullyrt að við rannsókn Steindórs hafi sannast mjög þung- ar sakir á Gest þennan. þetta er: miskunn sem heilir skálkaskjól. þetta er ófyrirgefan- legt hirðuleysi af hálfu lands- stjórnarinnar um að gæta laga og' réttar í landi. Eitt einstakt dæmi skal nefnt um ráðsmensku Gests í þessu efni. Ágúst bóndi Helgason í Birt- ingaholti hefir oft starfað að bók- bandi á vetrum. Gestur veit um þetta. Hann gefur út áfengisbók út á nafn Ágústs sem iðnaðannanns, upp á nokkra tugi potta af spíritus. Ágúst hefir aldrei beðið um einn dropa af spíritus. Vitanlega fær hann heldur ekki þessa áfeng- isbók. Engar getur þarf að því að leiða hvað Gestur hefir gert við þessa tugi potta af spíritus. En, eftir að rannsókn hefir far- ið fram, lætur landsstjórnin líða marga mánuði, án þess að byrjað sé á því að hefja mál gegn slíkum manni, sem, auk annars, leyfir sér á þennan hátt að svívirða nöfn hinna bestu og merkustu bænda þess héraðs, sem er svo ó- gæfusamt að hafa hann að yfir- valdi. Og það liggur nærri að ætla að manninum eigi alls ekki að refsa fyrir þessi lagabrot. Vantar ekki annað en það að landsstjóminni þóknist að skipa Gest þennan yfir einhverja aðra sýslu. Hver veit? Væri þess sannarlega þörf að einhver meistari Jón léti sína þrumuraust gjalla yfir lands- stjórninni sem nú situr. því að orð hans eiga hér sannarlega við: „þegar menn brjóta réttinn, kalla menn það að byggja hann. þegar me'nn sleppa skálkum og ill- ræðismönnum óhegndum, þá nefna menn það kærleika og miskunn- semi. Hirðuleysi og tómlæti í sínu kalli og embætti heitir spekt og friðsemi.“ ^ðorgin eififa cftlc $>aCt @aine „Já, vissulega er liann það! þeir menn sem taka það að sér að koma glæpum upp, liafa oft glæpatilhneig- ingu sjálfir. En menningin þarf á slikum mönnum að halda, og það var vel til fallið af yður að mæla með honum. Alt sem við vitum nú er skarp- íeik yðar að þakka! Og þegar þessi vinur okkar lendir i klóm réttvisinn- ar, þá verður það fremur öllu öðru yð- ar verk!“ Mótþróinn hvarf nú úr andliti henn- ar. Hún stóð upp og það var ótti og sársauki í röddinni. „Hversvegna kveljið þér mig svona?“ sagði hún. ,*Þér hljótið þó að vita það nú að eg er vinur hans — ekki fjand- maður.“ „Má vera,“ svaraði baróninn. Andlit hans stirðnaði eins og hönd dauðans hefði leikið um það. „Fáið yður sæti, og hlýðið á það sem eg ætla að segja.“ Ilún settist aftur og hann gekk aft- ur að aminum. „Jeg endurtek það, að það voruð þér sem bentuð okkur á hina réttu leið. í fyrsta lagi sögðuð þér okkur það, að Davíð Rossí hefði þekt sögu Rossellís læknis í Lundúnum. í öðru lagi að hann hefði þekt Itómu, dótt- ur Rossellís læknis. í þriðja lagi að hann hefði um tíma verið þjónn í stóru gistihúsi í Róm. Við fengum aðr- ar merkar upplýsingar annarsstaðar að: að Davíð Rossí hefði verið hesta- drengur í New York, að móðir hans hefði drekt. sér í Tíber og að hann hefði verið alinn upp sem munaðar- laust barn. þessar upplýsingar hjálp- uðu yfirvöldunum til að sannprófa átta staðreyndir! Leyfið mér að segja yður þær í réttri röð: Fyrsta staðeynd: Fyrir rúmum 30 árum kom kona, með ungbarn, á vissa skrifstofu í Róm, til þess að láta inn- rita barnið í fæðingarbókina. Hún kvaðst heita Leónóra Leóne og óskaði að nafn barnsins væri bókað: Davíð Leóne. En menn hafa komist að því að nafn konunnar var Leónóra Rossí, að hjónaband hennar var aðeins kirkjulegt og að hún hafði ekki hirt um að fá það staðfest borgaralega. Rarnið var því innritað undir nafninu Davíð Rossí, sonur Leónóru Rossi og ókunns föður. Önnur staðreynd: Nolckru síðar, að næturlagi, fanst lík druknaðrar konu í Tíberfljótinu. það þektist að það var hin áðurnefnda I.eónóra Rossí. Hún var grafin í fátækrakirkjugarðinum í Campó Veranó. Á hinni sömu nóttu kom óþekt persóna með piltbarn á munaðarleysingjaspitalann San Spiri- tó. Pappírsblað var bundið um hönd svcinsins. Á blaðinu stóð nafnið: Davíð Leóne. þriðja staðreynd: Fjórtán árum síð- ar, dvaldi fjórtán ára gamall drengur, að nafni Davíð Leóne, hjá ítölskum flóttamanni í London. Maður sá var rómverskur fursti en gekk í Englandi undir nafninu Rossellí læknir. Fjöl- skylda lians var kona hans og dóttir; dóttirin hét Róma og var fjögra ára gömul. Rossellí læknir hafði fóstrað Davíð Leóne. Hann hafði fundið pilt- inn á götunni." Róma huldi andlitið í höndum sér. „Fjórða staðreynd: Fjórum árum síðar komust menn á snoðir um sam- særi i Mílanó. það átti að ráða Ítalíu- konung af dögum. það vildi svo illa til að það sannaðist að aðalmaðurinn var flóttamaðurinn sem gekk undir nafninu Rossellí læknir. Einn af frændum hans, sem vildi vernda nafn hans, sá um að málið kom ekki fyrir dómstólana. í kyrþey var séð fyrir glæpamanninum, með einni þeirri að- ferð sem stjórnirnar beita, er þær eru i hættu staddar. En öðrum þátttak- endum samsærisins var ekki sýnd hin sama vægð. Einn þeirra, sem þá var staddur á Englandi, var dæmdur af herréttinum. það átti að skjóta liann fyrir drottinssvik. þessi félagi og samverkamaður Rossellís læknis hét Davið Leóne." Róma stappaði i gólfið með fætin- um, en baróninn lét sem ekkert væri og hélt áfram. „Fimta staðreynd: Samningurinn að láta ákærða menn af hendi nær ekki til þeirra sem ákærðir eru fyrir stjórnmálaskoðanir. En samkvæmt beiðni itölsku stjórnarinnar noyddist Davíð Leóne til að fara frá Englandi til Ameríku. Hann varð fyrst hesta- sveinn í Ncw York, en því næst blaða- maður. Hann vakti fljótt cftirtekt á sér fyrir stjórnmála og trúmálastefnu sína. Jesús Kristur ætti að vera lög- gjafi þjóðanna eigi síður en einstakl- inganna. Endurreisn lieimsins ætti að hefjast með stjórnskipun sem reist væri á bæninni: Faðir vor. þessi kenning fékk mikið fylgi vestra, en hún har í skauti sínu kollvörpun á föðurlandsást, cignarrétti og öllu skipulagi og hlaut því að leiða af sér uppreist. -— Einn góðan veðurdag hvarf Davíð Leóne úr New York og hefir enginn séð hann né heyrt síðan. Hann hvarf gjörsamlega, eins og hann væri ekki lengur til. Davíð Leóne var dáinn!" Róma lét hendur falla í skaut sér og í hugsunarieysi lék hún sér að hnöppunum með skjálfandi fingrum. „Sjötta staðreynd: 25 eða 26 árum eftir það að nafnið Davíð Rossí var innritað í hækur í Róm, kom maður til Englands frá Ameriku. Hann var 25 eða 26 ára gamall. Hann kvaðst heita Davið Rossí. Hjá hakara sem bjó í Sóhó spurðist hann fyrir um dóttur Rossellís læknis. Var honum sagt að Róma Rossellí væri dáin og grafin.“ Fréttír. Tíðin. Afbragðsgóð heyskapar- tíð hefir verið hér um slóðir. Sumsstaðar hefii’ þó norðanhvass- viðrið verið alt of mikið. Kuldi mikill nyrðra og þokusúld. Vaxtalækkun. Góð eru þau tíð- indi að Landsbankinn hefir lækk- að forvexti ofan í 7% frá 1. þ. m. En íslandsbanki heldur enn fast við 8 °/o vextina. Væntanlega sér landsstjórnin um það að slíkt á- stand standi ekki lengi. Látinn er á Vífilsstaðahælinu Eiríkur Hallmundsson frá Gjá- bakka í pingvallasveit. SOdveiðin gengur mjög tregt fyrir norðan. Eru aðeins 8000 tunnur komnar á land á Siglufirði. Norðangarðurinn hindrar veiðina. Síld. pyrfti að minna á það í hverju blaði að menn útveguðu sér síld til átu, svo ágæta innlenda fæðu. Hitt má og minna bændur á undir haustið, að enn er til hér í landi töluvert af fóðursíld síðan í fyrra. Iiefir t. d. verið auglýst lengi hér í blaðinu fóðursíld frá versluninni Liverpool, sem farið hefir verið ágætlega vel með, og mun enn vera mikið til af. Strand. Danskt seglskip strand- aði nýlega við Borgarfjörð eystra. Menn björguðust allir og skipið sagt lítið skemt, því að sandur var þar sem það rak upp. Flutti salt til Sameinuðu verslananna. Anton Christensen kennari við Landbúnaðarháskólann og Bille- strup aðstoðarmaður hans hurfu aftur heim með Gullfossi. Að for- göngu Búnaðarfélagsins var þeim haldið kveðjusamsæti kvöldið áð- ur en þeir fóru. Voru þeim afhent- ir að gjöf, til minningar, prýðis- fallegir askar, skornir úr íslensku birki. Stefán oddhagi hafði smíð- að askana. „Mökkurkálfi“. Morgunblaðið ætti að skifta um nafn og taka í staðinn nafnið „Mökkurkálfi“. Framkoman er svo átakanlega lík þeirri frægu per- sónu. Blaðið hefir að mestu látið Jónas Jónsson skólastjóra Sam- vinnuskólans í friði undanfarið, enda hefir Jónas verið í bænum. En undireins daginn eftir að Jón-* as er farinn, birtir blaðið langa. skammagrein um hann. Sama gerði blaðið í fyrra þegar Jónas, fór úr bænum. Sannarlega ætti blaðið að heita „Mökkurkálfi“. Veðui-athuganir. Stöðin hérna skýrir daglega frá veðri á nokkr- um stöðum hér á landi, sva fylgir spádómur um veðrið sem væntan- legt sé. Spádómar þessir eru mjög- lélegir oft, engu betri en hægt er að segja fyrir um veðurhoríur án þess að vera nokkur veðurfræðing- ur, og gagnið mun lítið. — 1 Vísi 21. júlí stendur þessi spádómur: kyrt veður fyrst um sinn, síðan suðlæg átt á Suðurlandi. pann dag norðanrok á Suðurlandi. Norðan- rok líka 22. júlí. 23. júlí stendur: horfur: norðlæg átt. Kyrra veðrið sem spáð var 21. kom ekki hér og því síðui' hin spáða sunnanátt. Norðanáttin hefir haldist þar til 27. að hann varð austlægnr. Hvergi var getið um það í Vísi 2Jo . þar stóð: 26. snörp norðlæg áLt. 28. var spáð hægri norðaustlæ.gri átt. þann dag rigndi hægt á suð- austan hér. Hvað skyldi mörgum. þúsundum króna vera varið af almennings fé til þess að fóðra þessa veðurspá- menn ? Egill Gíslason. ----o----- Ritstjóri: Tryggvi þórhallsson Laufási._____________Sími 91. Prentsmiðjan Acta.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.