Tíminn - 15.10.1921, Síða 3
T 1 M I N N
121
eitt þeirra skipa sem Englendingar
fengu eftir ófriðinn. J>að er með
öllu ókunnugt af hverpu spreng-
ingin hefir stafað
----o------
'porgin etfífa
•ftit
|baCC ^aittf
„í hættu! Misskildu mig ekki. peir
sitja um líf þitt og þú verður að flýja,
meðan tími er til“.
„það er of seint“, svaraði hann.
„Nei! En annað kvöld um þetta leyti
verður það ekki hægt, þvi að allar
lestir verða stöðvaðar og öllum hlið-
um lokað. pú verður að fara í kvöld.
þú mátt ekki bíða til morguns".
„Elskan mín!“ svaraði hann. „þótt
eg hefði ekki annað um að hugsa, þá
getur þú því nærri að mér myndi ekki
koma til hugar að fara og skilja þig
eftir! það er einmitt það sem einn viss
maður ætlaðist til að eg gerði. Til þess
lét hann þig sjá það sem þú sást. En
honum skjátlast. Eg hvorki vil né get
farið frá þér“.
það sló alt i einu dimmum roða út
á andlit hennar. Hún tók báðum hönd-
um um háls honum.
„Gott og vel“, sagði hún, „þá fer eg
með þér“.
„það er óhugsandi. Við getum ekki
gifst fyr en eftir 10 daga".
„það.gerir ekkert til. Eg fer með þér
engu að síður".
„An þess að vera orðin konan mín?“
„Hversvegna ekki?“
„þú verður að minnast þess hvað af
því hlytist".
„Eg læt mig það engu skifta. Og
haldi h a n n það, að eg sé hrædd við
hvað fólk segir, þá skjátlast honum í
annað sinn“.
„þú veist ekki hvað þú segir; þú ert
alt of góð og hrein .....“
„Giftingin kemur okkur einum við.
Ef við komum okkur saman um að
ferðast áður .....“
„Eg veit hvað þú átt við, en það má
ekki koma fyrir“.
„Eg er reiðubúin til að fara nú þegar
i stað. Takir þú mig ekki með nú þeg-
ar i stað, þá er það af því að það er
eitthvað annað sem þér þykir vænna
um en mig“.
„Freistaðu mín ekki, elskan mín!
Ef þú vissir það, hvað mér er þetta
erfitt — en eg vildi heldur deyja ..“
„Eg v i 1 eklii að þú deyir. það er
einmitt líf þitt sem eg vil frelsa. Eg
vil að þú lifir og eg er reiðubúin til
hvers sem er!“
„Nei, nei, nei!“ hrópaði hann.
„Minstu þess að faðir þinn bað mig
um að frelsa þig úr þeirri hættu sem
yfir þér vofði, og svo ætti eg nú ....
hamingjan forði því. Eg vil það ekki
og get það ekki. — þú ert svo góð og
hrein og göfug að þú getur ekki hugs-
að þér hvað illar tungur mundu segja!
En eg verð að minnast móður minn-
ar — og eigi faðir þinn að fá frið i
gröf sinni .....“
Geðshræringin var rödd hans ofur-
liði. Hún átti hágt með að anda og
hallaðist að honum.
„Sjáðu hversu heitt eg ann þér“,
hvíslaði hann. „Eg vil heldur missa
þig en sjá að þú lækkir í eigin aug-
um......Og hugsaðu um fólkið mitt,
vesalings fólkið mitt sem reiðir sig á
mig og litur upp til mín mikið meir
en eg á skilið. Eg hefi kallað á það
og það hefir hlýtt mér. Nú er það
komið hingað í þúsundatali. það mun
verða liér á morgun, hvar sem eg
verð. Á eg að svíkja það þegar að
sverfur? Á eg að hugsa um öryggi
mitt og eigin farsæld undir slíkum
kringumstæðum? Nei, þú ætlast ekki
til þess. þú vonar það ekki? Eg þekki
þig of vel, Róma. Róma mín!“
Hún lyfti höfði frá barmi hans.
„þú hefir á réttu að standa", sagði
hún. „þú verður að vera kyr“.
„þetta var betra“.
„Eg hlygðast mín! það eru ekki
nema tveir dagar liðnir síðan eg tal-
aði um að konan ætti að vera vinur
manns sins til hins ítrasta. Getur þú
fyrirgefið mér það að eg lét fyrstu
hættuna hræða mig og bað þig að
flýja?"
„Eg mun altaf elska þig fyrir það“.
„Og þú ætlar ekki að hugsa ilt um
mig þótt eg vildi fara með þér?“
„Eg ætla líka að elska þig fyrir það“.
„Eg verð að vera hugrökk", sagði
hún í hálfum hljóðum. Hún rétti úr
sér hreystilega, en varir hennar titr-
uðu og röddin skalf og tárin voru í
augunum. „Hugrökk verður sú kona
að vera sem á þann mann sem er mik-
ilmenni“.
„Hugrakka Róma mín!“
„Eg get ekki vitað hvort þú ákveður
nú rétt eða rangt, en þú átt að fram-
kvæma eins og samviskan býður þér
og eg skal altaf vera reiðubúin að
hlýða skipun þinni".
„Hugdjarfa stúlkan mín!“
„Eg skal vera dóttir föður míns.
Hann átti alt á hættu og eg ætla að
feta í fótspor hans, — ef þeir koma á
morgun og segja mér að — að þú —
að þú sért — —“
„þey, þey, elskan mín“.
Hún hafði aftur hnigið að barmi
hans. En hún leit upp aftur brosandi.
„þetta er rétt! þú ert þúsund sinn-
um fegurri þegar þú brosir þannig!
Róma! Veistu hvað eg ætla að gera
þegar þetta er alt liðið hjá? þá ætla eg
Ný skilvinda.
Universalskilvindan, er sterk, einföld og ódýr.
Nægilega afkastamikil fyrir hvert meðalheimili, skilur 50 lítra á
klukkutíma.
Hverri vél fylgja öll nauðsynleg áhöld og leiðarvísir um notkun og
hirðingu.
Vélin verður send, hverjum sem óskar, gegn eftirkröfu, svo fljótt, sem
við verður komið, beint frá verksmiðjunni, eða aðalumboðsmanni hennar
fyrir ísland:
Birni Guðmnndssyni,
Reykjavík, Sími 866.
Jöröin Neðri-Háls í Kjós, 29,6 hundr. að nýju mati fæst
til ábúðar frá næstkomandi fardögmn um 3—5 ára tímabil. Jörðinni
fylgja 3 kúgildi og 2 ásauðakúgildi. Veiðiréttur fyrir landi jarðarinnar
fylgir ekki í leigumálanum.
Tilboð um eftirgjald og leigu sendist fyrir 30. okt. til hr. lögfræð-
ings li. P. Kalrnau, hús Nathans & Olsens, Reykjavík.
að verja öllum stundum til þess að
láta þig brosa allan daginn".
Hún kysti hann með ákefð og sleit
sig svo úr faðmi hans.
„Nú verð eg að fara. Eg er búin að
vera of lengi. Getur verið að eg fái
ekki að sjá þig fyr en eftir fundinn.
En eg kveð þig ekki“.
„Hrausta, hrausta, stúlkan mín!“
„Nei, alls ekki. Mér datt nokkuð í
hug og nú liefi eg ákveðið að fram-
kvæma það“.
„Hvað ætlarðu að gera?“
„þú mátt ekki spyrja mig“.
„I-Ivað er það?“ spurði hann og tók
i hendur hennar.
„þú þarft ekki að vera hræddur við
neitt. Vertu alveg rólegur. En leyfðu
mér nú að komast af stað“.
Hún opnaði dyrnar.
„líondu annað kvöld. Eg býst við
þér heim til mín“, hvislaði hún og svo
veifaði hún hvitum hanskanum.
Hann stóð kyr augnablilc og hugsaði
um hvað hún mýndi hafa i hyggju.
Svo gekk hann aftur inn að skrifborði
sínu. Eftirmaður lians stóð þar
gremjulegur á svipinn.
„Herra Rossi", sagði hann. „Eg
heyrði það í dag, að yfirvöldin sitji um
íæri til að gera blaðið upptækt. Og
vegna sambands þess sem er milli for-
sætisráðherrans og þessarar konu —-
ótta við njósnara — -----“
„Hlýðið á livað eg hefi að segja“,
sagði Ifossí og tók fram í fyrir honum.
„þegar þér liafið sest í sæti mitt, getið
þér liugsað eins og yður líst. En það
er e g sem ræð í kvöld, og eg stýri
blaðinu eins og m é r þóknast".
„En mér leyfist þó að segja-------“
„Ekki eitt orð!“
„Eg mótmæli!"
„þér farið þegar í stað út úr skrif-
stofunni!"
þegar maðurinn var farinn út, skrif-
aði Rossí þriðja og síðasta ávarp sitt:
„Rómverjar! Óttist ekki! Látið ekki
hernaðarráðstafanir stjórnarinnar
hræða ykkur! Treystið þeim manni,
sem aldrei hefir dregið ykkur á tálar!
Trúið mér þá er eg segi ykkur að her-
mennirnir munu alls ekki skjóta á
fólkið. Fremjið engin ofbeldisverk!
Berið virðingu fyrir eignum annara!
Látið ekki freistast til að láta kenna
aflsmunar. Reyni einhver að æsa
ykkur, þá vitið það, að sá maður er
leigunautur l'jandmanna ykkar. Hlýð-
ið ekki á orð hans! Verið hraustir,
verið sterkir, verið þolinmóðir. þá
munuð þið geta liafið þá raustu á
morgun sem hljóma mun um víða ver-
öld. Rómverjar! Minnist frægðar for-
feðranna og fetið í fótspor þeirra!“
Rossi rétti handritið einum aðstöð-
armanni sínum. En þá varð alt í einu
svo undarlega kyrt í kringum hann,
eins og heimurinn hefði stöðvast. Vél-
arnar stöðvuðust og það varð kyrð um
alt húsið. Síðan heyrðist til liáværra
radda og fótatak kom nær. það var
barið að dyrum harkalega. Dyrnar
opnuðúst og fjórir menn komu inn.
það voru fjórir lögi’eglumenn.
„Blaðið hefir verið gert upptækt",
sagði einn þeirra og snéri sér að Rossí.
þvínæst snéri hann sér að hinum lög:
regluþjónunum og sagði: „Farið upp í
sctjarasalinn og gefið gætur að öllu.
það má enginn fara burt úr húsinu.
— Mínir lierrar!" bætti hann við. „Mér
er boðið að fremja hér húsrannsókn
og verð því að krefjast lykla að öllum
hirslum".
Nýi ritstjórinn kom nú æðandi inn.
„Eg vil fá að sjá skrána yfir það
sem gert verður upptækt'1.
„þér getið séð hana á lögreglustöð-
inni“.
„Eigið þér við það að við séum allir
handteknir?"
„Allir nema hr. Rossí. Hann fær að
vera frjáls, þvi að liann er þing-
maður".
„Mig grunaði það“, tautaði hann
hæðilega. Svo snéri hann sér að Rossí
og sagði:
„þér sjáið það nú að eg hafði á
réttu að standa".
Lögreglumaðurinn opnaði skrifborð-
in og leitaði í skjölunum en Rossi tók
hatt sinn og fór heim. Garibaldistinn
gamli beið lians við dyrnar og honum
var mikið niðri fyrir:
„Jóhann gamli kom hingað", sagði
hann. „Hann ætlaði að segja yður eitt-
hvað merkilegt. Hann vildi ekki segja
mér það, en Brúnó veiddi það upp úr
honum. Og það hlýtur að hafa verið
eitthvað alvarlegt, því að Brúnó fór
strax inn í drykkjukrána og þar hefir
hann siðan setið og drukkið. Hlustið
þér bara á hvernig hann æpir þar
inni. Eg ætla að sækja hann“.
Hálfum tíma síðar kom Brúnó rið-
andi inn í herbergi Rossís. það var
raunasvipur i votum augunum. það
var auðséð, að liann varð að sitja á
sér að taka ekki höndum um háls
Rossís og gráta yfir honum.
„Vitið þér það?“ sagði hann draf-
andi. „Bölvuð gamla blóðsugan! Hann
Jóhann gamli sagði mér það! Hann
heyrði sonarson sinn segja það, hann
sem er i lögreglunni — að of þér færuð
á fundinn annað kvöld-----------“
„Eg liefi heyrt það! Farðu að hátta!“
„Bíðið við“, sagði Brúnó raunalega.
„þér vitið ekki. þeir ætla að skjóta yð-
ur. — Jóhann gamli — þér munið eftir
honum ---------“
lega, að því leyti sem það var ekki
á dulmáli. Um efni bréfsins mun
eg ekki fjölyrða. Læt mér nægja
að láta í ljós þá skoðun, að vegna
allra aðstandenda, og ekki síst
vegna þeirra, sem bendlaðir hafa
verið við makk við þýsku stjórn-
ina, álít eg sjálfsagt að lands-
stjórnin eigi að láta birta þetta
plagg tafarlaust, og öll önnur
gögn í málinu.
Jón Magnússon lofaði hinsvegar
að leggja skýrslu Jóns Dúasonar,
með fylgiskjölum, fyrir þingið. Og
það gerði hann. þriggja manna
nefnd átti að rannsaka málið í
þinglokin: Jóhannes Jóhannesson,
Sveinn Björnsson og Hjörtur
Snorrason. Ýmsir fleiri þingmenn
lásu plöggin, og vitneskja um mál-
ið varð hljóðbær um Reykjavíkur-
bæ, líklega til þvínær allra, sem á
annað borð fylgjast með í því sem
gerist í þinginu. ÍJt um land vita
fjölmargir menn um „landráðamál-
ið“ síðan þá. „Þjóð veit er þrír
vita“. Og hið dularfulla við með-
ferð málsins hjálpaði til að gefa
sögunni vængi.
III.
Aldrei hefir spurst neitt til
skjala þessara síðan þau komu í
hendur Sveini og Jóhannesar. það
skal látið ósagt, hvernig þeir hafa
hagað „rannsókn“ sinni. En svo
mikið er víst, að ef þeir hafa yfir-
heyrt Einar Arnórsson, þá hafa
þeir ekki „confrontérað“ hann
með hinum tveimur aðalvitnunum,
Jóni Dúasyni og Guðbrandi Jóns-
syni. Og án þess að yfirheyra þá,
mun býsna erfitt að gera rannsókn
sem er nokkui’s virði.
þegar hér var komið sögunni,
var auðsætt, að Jóni Dúasyni gengi
erfitt að knýja fram rannsókn
með því að leita til stjórnarvald-
anna. Hann hafði tjáð Krabbe
skrifstofustjóra í Khöfn alla mála-
vöxtu, líklega seint á árinu 1916.
Snemma á árinu 1917 sendir hann
Jóni Magnússyni plöggin. þar
liggja þau óhreyfð þar til Jón
Dúason er kominn til Reykjavík-
ur og ýtir við forsætisráðherra um
haustið eða fyrir nýár 1919. Síðan
kemur þessi skrítna „rannsókn“
1920. pinginu öllu hefir aldrei ver-
ið sagt frá málinu, og aldrei frá
málalokum. þegar svona var kom-
ið, var að tilhlutun höf. skýrslunn-
ar leitast fyrir hjá einni prent-
smiðju hér í bænum hvort hún
vildi prenta skýrsluna ef til kæmi.
Kvaðst hún fús að prenta, ef höf.
væri hér í bænum til að svara til
saka, þar sem við heljarmenni
væri að etja. Jón Dúason hefir
ekki verið hér á landi síðan, svo
að skilyrðið hefir ekki orðið upp-
fylt. Litlu eftir þetta sendi eg höf.
afrit það af skýrslunni, sem hann
hafði lánað mér meðan eg samdi
þáttinn um Einar Arnórsson. Eg
hafði enga þörf fyrir handritið
lengur. Málið féll fyrir mér meir
og meir í gleymsku, að því er snerti
Guðbrand Jónsson og Einar Arn-
órsson. Hið eina, sem mér þótti þó
máli skifta, var meðferð málsins
hjá þeim félögum Jóni Magnús-
syni og Jóhannesi Jóhannessyni.
Nú í nærfelt ár minnist eg ekki að
hafa heyrt nokkurn minnast á
landráðamálið, eða að hafa sjálfur
minst á það við nokkurn, nema í
lauslegu umtali við Guðbrand Jóns-
son í vor sem leið, eftir að hann
hafði flutt fyrirlestur sinn, um
efni, sem kom býsna nærri skift-
um hans við Jón Dúason, fyr en
eg sá Parísarblöðin taka þetta til
meðferðar síðastliðinn mánuð.
IV.
Ef eitthvað hefði verið athuga-
vert við embættisfærslu Einars
Arnórssonar í ráðherratíð hans, þá
hefði skuggi fallið á þann þing-
meirihluta, sem hafði stutt hann
til valdanna. það voru tveir flokk-
ar. Brot af sjálfstæðisflokknum,
hið svokallaða „langsum“. Helsti
maður í því flokksbroti var Sveinn
Bj örnsson. Annarsvegar Heima-
stjórnarflokkurinn, sem þá var
allstór. þar munu þeir hafa talið
sig fremsta í flokki Jón Magnús-
son og Jóhannes Jóhannesson.
þessir þrír menn, Sveinn, Jón og
Jóhannes, eru þess vegna aðal-
ábyrgðarmenn Einars Arnórsson-
ar að því er snerti gerðir hans í
ráðherrasætinu.
þessi staðreynd gerir alveg óhjá-
kvæmilegt að málið sé nú rannsak-
að til hlýtar. það eru nefnilega
engar líkur til, að einmitt þessir
menn, sem um málið hafa fjallað,
verði taldir fullkomlega óhlutdræg-
ir eins og á stendur. Einar g e t u r
verið hreinn eins og engill í þessu
máli, og allir íslendingar munu
g e r a r á ð f y r i r að svo sé, þar
til hið gagnstæða sannast. Jón,
Sveinn og Jóhannes g e t a verið
fullir af besta vilja til að fram-
kvæma rannsókn. En hvað stoðar
það þjóðina, ef almenningsálitið
segir: Til þess að rannsókn sé full-
treyst, verða dómaraniir að vera
lausir við öll kunningsskapar og
samherja bönd.
Meðferð málsins frá hálfu Jóns
Magnússonar er harla ósköruleg.
Hann liggur á skjölum þessum ein
þrjú ár. Mikill vafi leikur á, að
hann hafi látið alla samverka-
menn sína í stjórninni, á þessu
tímabili, fá að sjá þau. óvíst enn-
fremur, þó að það geti verið, að
hann hafi látið leysa upp dulrún-
imar. Og' hvað merkja þær þá?
Hann neitar Jóni Dúasyni um afrit
af skjali, sem J. D. hefir fengið
honum. Látum vera, að hræðsla
við Bandamenn hafi knúið Jón
Magnússon til að liggja á skjalinu
meðan stríðið stóð. En sú ástæða
var ekki fullgild 1919—1920. Og
þegar hann verður loks að afhenda
þinginu skjölin, þá er hann sá frá-
munalegur klaufi, að láta þau
einmitt detta ofan í litla nefnd,
þar sem tveir af aðalstuðnings-
mönnum Einars Arnórssonar eiga
sæti. þannig hefir öll meðferð
Jóns Magnússonar verið afar-
óheppileg fyrir þá tvo menn, sem
mest áttu hlut að máli. það er ná-
lega víst, að það hefir ekki verið
af slæmum vilja hjá Jóni. Áreið-
anlega hefir hann ekki ætlað að
skaða Einar og Guðbrand. En það
er eins og oftar um Jón. Kjark-
leysið og skammsýnin eru þær
tvær hálu hellur, sem hann er sí-
felt að hrasa um.
Aftur á móti verður ekki sagt
hið sama um framkomu Einars og
einkum Guðbrands. Ekkert hefir
komið fram í málinu, sem sýni, að
Einar hafi reynt að hindra óhlut-
dræga rannsókn. Og eftir atvikum
verður að telja það benda í æski-
lega átt, þ. e. að sakleysi hans
myndi fullsannast við fullkomna
rannsókn. Og um Guðbrand er enn
betra að segja. Fyrirlestur hans í
vor snerti þetta mál svo mikið, þ.
e. gat ýtt umræðum af stað, að ó-
hætt má telja þá framkomu benda
á, að Guðbrandur sé ekki hræddur
við rannsókn. Og eftir skeytum frá