Tíminn - 21.10.1922, Blaðsíða 1

Tíminn - 21.10.1922, Blaðsíða 1
(ðjaíbfett 09 afgtei&slurriaour Omans er Stgurgeir ^riorifsfon, Sarnbanosbústnu, Xevfjaoíf. ^fcjreifcsía Œímans er í Sambanbsbúsinu. (Dpin í>aakga 9—\2 f. b, Sími 496. VI. ár. Reykjavík 81. október 1922 44. blað Fyrir síðasta alþingi voru þing- málafundir háðir víðsvegar um land og á langflestum voru samd- ar eindregnar tillögur til alþingis um sparnað í húshaldi ríkisins. pað er engum vafa undirorpið, að tillögur þessar lýsa afaralmenn um vilja íslenskra kjósenda í þessu efni. Sá sannleikur er svo einfaldur og ótvíræður, að þjóð sem ekki telur nema tæpar 100 þús. sálir, verður að gæta hins mesta hófs um opinbert starfsmannahald. En, því miður, verður ekki um það deilt, að embættismannafjöldinn íslenski er langt úr hófi fram. "pinginu síðasta var það starf ætlað að stíga a. m. k. fyrstu spor- in til þess að koma á meiri sparn- aði á þjóðarbúinu. ¦ pinginu auðnaðist ekki að stíga þau spor. svo neitt gagn væri að. Ástæðan var ekki sú, að vilja til .þess vantaði hjá einstökum þingmönnum. En hitt skorti ger- samlega að nokkurt fast kerfi eða skipulag væri á hinum einstöku sparnaðartillögum og þessvegna tókst andstæðingum sparnaðar- stefnunnar að drepa alla sparnað- arviðleitni á þessu sviði. Tíminn hafði lagt til að skipuð yrði sparnaðarnefnd sem ynni kauplaust og bæri fram samstæð- ar tillögur um sparnað á þjóðar- búinu. peirri tillögu var ekki sint. þingið skipaði að vísu sparnaðar- nefnd innan þingsins, en hana skipuðu menn hlaðnir þingstörf- um, svo að engin von var til að sú nefnd gæti borið fram nægi- lega samstæðar og þrauthugsaðar sparnaðartillögur. þetta er ein aðalástæðan til þess að ekki hefir enn verið fullnægt hinni almennu kröfu þjóðarinnar um sparnað. þingið tók það ráð að vísa flest- um sparnaðartillögunum til stjórn- arinnar. Eins og málinu var kom- ið var þetta eina ráðið. Og stjórn- in marglýsti því yfir að hún myndi bera fram og leggja fyrir næsta þing róttækar tillögur um spam- að á þjóðarbúinu. Tíminn bar enn fram tillögur um ólaunaða sparnaðamefnd stjórninni til aðstoðar. Af hálfu Framsóknarflokksins bar mið- stjórn hans þesaa tillögu fram við stjórnina og lagði hina allra mestu áherslu á að verulega mikill og alvarleg vinna yrði í það lögð að bera fram róttækar og vel rök- studdar tillögur í þessu efni. því ráði var enn hafnað. Og af- leiðing þess er sú að ábyrgðin hvílir á landsstjórninni og á lands- stjórninni einni að bera fram rót- tækar og vel rökstuddar sparnað- artillögur fyrir næsta þing. Stærsti flokkur þingsins, Fram- sóknarflokkurinn, mun. krefjast þess alveg afdráttarlaust að slík- ar tillögur komi fram: samstæð- ar sparnaðartillögur um mjög verulegar niðurfærslur á kostnaði af embættismannahaldi landsins. Eitthvert smákrukk hingað og þangað, er alveg þýðingarlaust. Embættismannabáknið er orðið það farg á þjóðinni að það þarf að beita hnífnum fast og hlífðar- laust til að skera niður öll em- bætti sem ¦ ekki eru bráðnauð- synleg. Að svo stöddu skal það ekki dregið í efa að slíkar tillögar verði bornar fram. þó að ekki hafi neitt verulega um það heyrst enn að slíkar tillögur væru á leiðinni, þá er hins að minnast að enn eru nokkrir mánuðir til þings. En stórum viðkunnanlegra væri það, ekki síst um slíkt mál sem þetta, að núverandi landsstjórn hefði ekki þann sið fyrri stjórna, að halda frumvörpum sínum og tillögum leyndum þangað til á þing kemur. — Fari svo, að tillögur stjórnar- innar reynist - ekki nægilega rót- tækar í þessu efni mun Fram- sóknarflokkurinn á þingi telja það skyldu sína að bera fram róttæk- ar sparnaðartillögur. því að undir öllum kringumstæðum verður að knýja þingið til að taka skýra af- stöðu til róttækrar sparnaðar- stefnu. Kosningarnar standa svo fyrir dyrum þegar að þinginu loknu og náist ekki samþykki næsta þings á hinum róttæku sparnaðartillög- um þá skulu kosningarnar snúast um það og þá skal það koma í ljós hvort þjóðarviljinn er ekki nógu sterkur til að þvinga vilja sinn í gegn, með kosningu nægi- lega margra samstæðra þing- manna til að lögfesta spamaðar tillögumar. Héraðsskóli Suðurlauds. Stærsta samfelda gróðurlendi landsins liggur milli Hellisheiðar og Seljalandsmúla. Á því svæði gætu allir Islendingar lifað góðu lífi af ræktuðu landi. Menn búast við að þangað verði lögð eina jámbrautin, sem núlifandi kynslóð getur búist við að sjá reista hér á landi. þar er verið að gera tvö hin mestu áveitufyrirtæki, sem framkvæmd hafa verið á íslandi. þar má bjarga geysimiklu landi undan jökulám og sandfoki, ef þjóðin vill. Að öllu sjálfráðu ætti fólki að fjölga stórkostlega á Suð- urláglendinu á næsta mannsaldri og þar að hefjast margskonar framfarir í ræktun og framleiðslu. Annað atriði, sem kemur til greina, eru sívaxandi áhrif hinn- ar erlendu menningar eða menn- ingarleysis, sem leiðir af nábýli við Reykjavík. Hinni fomu sveita- menningu er mest hætta búin í ná- býli við Reykjavík. Nú þegar er stöðugur fólksstraumur með bif- reiðunum austur yfir fjall, og myndi fara stórum vaxandi, ef farkostur yrði greiðari og ódýr- ari með járnbraut. þetta inn- streymi úr bænum hefir vitaskuld marga kosti. 1 svo stórum hóp verða jafnan margir, sem hverju héraði er fremur bót en skaði að fá fyrir gesti. En hinir koma líka, og öllu fremur, sem aðeins flytja með sér óhófseyðslu, og menning- arleysi hinna nýríku. Suðurláglendið hefir enga mentastofnun fyrir sig. Haukadal- ur, Skálholt og Oddi eru nú fyrir löngu hætt að vera andlegar gróðrarstöðvar. Og engar nýjar hafa komið í staðinn. Á því svæði þar sem fyrst koma miklar verk- legar framfarir í sveit, verður að leggja sérstaka alúð við ræktun fólksins. Og þar sem hin dansk- reykvíska millibilsmenning leitar mest á, er skylda þjóðfélagsins að U^ %>ear? NAVY CUT CIGARETTES Kaldar og ijúffengar. Smásöluverð 65 aura pakkinn, 10 stykki. THOMAS BEAR & SONS, LTD., LONDON. styrkja sveitamenninguna alveg sérstaklega. það þarf sem fyrst að hefjast handa með skólastofnun austan- fjalls, helst í vor sem kemur, því að vel má byrja í litlum stíl. Land- ið getur vel lagt til jörð. Sam- skotafé nokkurt er nú þegar til eystra, sem safnað var í þessu skyni. Hugsanlegt er að ung- mennafélagar vildu gefa ofurlítið af vinnu. Hvernig landssjóður getur, sér að meinfangalausu, lagt fram nokkuð til byggingar hér- aðsskóla austanfjalls og víðar á landinu, mun síðar sýnt fram á með grein hér í blaðinu. Aðalat- riðið er það að fá fljótt stóran o'g góðan skóla á Suðurlandi. Hann á að vera óaðskiljanlegur þáttur í þeim framföram, sem þar er verið að hefja. J. J. -------o—*- Aukinn drykkjuskapur Engum getur dulist það að drykkjuskaparóregla hefir stór- kostlega farið í vöxt hér í bæn- um síðan „spönsku vínin" tóku að flytjast. En hitt er jafnvíst að það er ekki nema nokkur hluti drykkjuskaparins sem stafar af spönsku vínunum. Kunnugir segja að lyfseðlagjafir lækna á áfengi hafi alls ekki minkað. Og hitt er á allra vitorði, að síðan farið var að flytja inn „spönsku vínin" hef- ir smyglun sterkaii drykkjanna farið stórkostlega í vöxt. Andbanningar fullyrtu það hvað eftir annað fyr á árum að smygl- un myndi hætta ef leyfð væru „léttu vínin". Sú fullyrðing hefir reynst argasta tál eins og alt ann- að úr þeirri átt. Reynslan hefir þegar sýnt það gagnstæða. I skjóli „léttu vínanna" verður það miklu hægara að smygla sterk- ustu drykkjunum. Og læknarnir sýna sama örlætið og áður. Yfirvöldin virðast hafa kastað frá sér þeirri litlu viðleitni um eftirlit sem áður var knúð fram af bannmönnum. Sofa þau nú fast- ari svefni en nokkra sinni áður. Enda er ekki hægt að mæla á móti því að nú er miklu erfiðara en áður að framkvæma eftirlitið. Drykkjuskapurinn vex óðfluga og enn á hann vafalaust eftir að vaxa mikið. Afleiðingar hans koma jafnáreiðanlega og nótt fylg ir degi. Á næsta þingi mun það standa til að löggjafarnir -lýsi blessun sinni yfir öllu saman og lögfesti um leið rétt útlendra þjóða, meiri máttar, til að segja okkur fyrir um það, íslendingum, hvernig við eigum að stjórna landi okkar og benda okkra inn á nýjar leiðir til að keppa eftir meiri mannúð og siðferði með Bakkus konung í stafni þjóðarskútunnar íslensku. Hugsunarólag B. Kr. Frh. 8. (bls. 9). B. Kr. segir: „pað er kunnugt, að maðurinn getur ekki svo að verulegt lið sé að gefið sig við margskonar störfum". Hvað mikið lið hefir þá verið að B. Kr. sem skóara, leðursala, „kramara" (sbr. dóm Lögr.), námumanni, bankastjóra, símafræðingi, vega- og járnbrautar- fræðingi, tónsmið, kaupfélagsætu o. s. frv.? því þegir ekki karlanginn um drcifing krafta, úr þvi að hann sjálf- ur hefir leyft sér að gutla í óskyld- um störfum? — En að því leyti sem þessi sjálfssnoppungur B. Kr. á líka að ná til kaupfélagsmanna, verður úr ásökuninni hláleg vitleysa. Félags- menn í kaupfélagi eyða 1—2 dag- pörtum arlega i deildarfundi, full- trúar lítið eitt meira. Starfsfólk kaup- félaga or „sérfrótt" betur en flestir kramarar, og gefur sig venjulega við þvi einu starfi æfilangt. 9. (bls. 10). Til áréttingar bætir höf. við: „pessvegna skiftist iðnaðarstétt- in í ótal greinar, einn er trésmiður, annar skósmiður, þriðji úrsmiður o. s. frv." — Hvað vill B. Kr. sanna með þessum almennu setningum, nema það, sem margir vita, að hann hefir lært eina þessa iðn, og af hé- gómaskap yfirgefið hana til að fást við verk, sem hann ekki kunni neitt til. 10. (bls. 10 og 11). Um gróða kaup- manna segir höf.: „það þykir svo sjálfsagt að hann Jifi á hinum stétt- unum". Ennfremur að ef stétt eða einstaklingur vill ekki láta lifa á sér, þá kemur að því, að „sá hugs- unarháttur ríður í beran bága við eðli hinnar nauðsynlegu verkaskift- ingar — og kærleikslögmálið. — Sam- skifti stéttanna verður að byggjast á kœrleika". — B. Kr. finnur hér að „kærleikslögmálið" sem hann ekki skilgrcinir nánar, sé í þvi fólgið, að einn lifi á öðrum. Tígrisdýr og há- karlar uppfylla fyllilega þetta sið- ferðisboðorð höf. Skifti þeirra við máttarminni dýr byggjast á þeim kærleika, að lifa á þeim veikari og máttarminni. Skrítið er það, að þeg- ar B. Kr. talar um að efnast, minn- ist hann ekki á, að það verði gert með heiðarlegri vinnu í sveita síns andlitis, sem er hin gamla hugsun heiðarlegra manna, sem breyta gæð- um náttúrunnar í auð með vinnu sinni. Nei. Gróðamöguleikar hans eru bygðir á því „að lifa á öðrum". í þessu kemur fram tvennskonar hugs- unarháttur. 1. Milliliðsins, sem hrifs- ar til sín meira og minna af verði vörunnar um leið og hún er á leið frá framleiðanda til neytanda. 2. Snikjudýrið, sem lifir á náðarbrauði hjá fátækri þjóð. 11. (bls. 11). „Og vegna þekkingar- leysis almennings á atvinnuvegunum — — opnast möguleikinn fyrir fjár- brallara og lýðskrumara að gera at- vinnuvegina tortryggilega og vekja öf- undina". Hér hneigir höf. sig frammi fyrir stórum spegli, eins og í hinum 10 bréfum, þar sem hann vottar sjálf- um sér þakklæti og aðdáun. það eru einmitt „fjárbrallarar" og „lýðskrumarar" sem af þekkingar- leysi breiða út rógburð og lygasögur um kaupfélögin og Sambandið. peir reiðast því, að til skuli vera menn i landinu, sem ekki vilja vera æti „hákarlanna" eftir „kærleikslögmál- inu". Öfund þeirra vaknar af ímynd- uðu fjártapi. þekkingarleysið og öf- undin hleypir þeim út í sífelda róg- mælgis-starfsemi móti stofnunum.sem ekki leita á aðra, og aðeins verja sig móti ásælni og * yfirgangi „kærleiks- hákarlanna". - 12. (bls. 12). B. Kr. segir þar að sú verkaskifting sé æfagömul, „að viss- ir menn eða hlutafélög geri sér að atvinnu að fara með verslun lands- ins og gera sig færa um að geta Nú kastar karl af sér gærunni. Kaupmenn og hlutafélög geri sig færa um o. s. frv. Kaupmenn eru á eng- an hátt færari um verslunarrekstur- inn en sérmentaðir starfsmenn sam- vinnufélaga, sem vinna að starfinu æfilangt, eins og tíðkast bæði hér og erlendis. En að hlutafélög geri sig fær um! Hvað eru hlutafélögin nema framlagðar peningahrúgur.sem kaupa þekkinguna og starfsaflið sem þarf til að reka fyrirtækið? Tökum „Standard Oil" og fslandsbanka. Hvorttveggja eru hlutfélög sem hafa rekið hér atvinnu. Öðru þessu félagi, íslandsbanka, þjónaði B. K. opinber- lega með pésum og atkvæðum á þingi, fyrst eftir að hann braut „verkskiftingaiiögmálið" og yfirgaf þá einu iðn, sem hann hefir numið, og ætlaði að drepa Landsbankann og fela dönskum Gyðingum seðlaútgáf- una og alveldi í peningamalum í heila öld. Heldur B. Kr. að hluthaf- arnir í þessum félögum hafi gert sig færa til að versla með peninga og steinolíu á íslandi? Víst ekki. Gagn- vart íslandi hafa þeir vitanlega enga umhyggju aðra en þá að fá sem hæstan arð af fé sínu. Og íslending- ar vita hverjir borga. Innræti B. Kr. sést best á því að hann telur hlutafélög geta annast verslun en ekki kaupfélög. Munur^ inn er sá, að hlutafélög leitast eft- ir mætti við að græða á öðrum, vegna manna, sem leggja fé í fyrirtækin, en samvinnufélögin leitast við að láta ekki féfletta framleiðandann, heldur að hann fái vörur og verkakaup með sannvirði. það má áf þessu sja að B. Kr. er varla sjálfrétt. Öll þau form, þar sem eðli hákarls oq tigris- dýrs fá að njóta sín, virðast vera honum kær. Frh. J. J. Skipströnd. Tveir enskir togar- ar hafa strandað hér við land ný- lega: Annar við Rauðanúp á Mel- rakkasléttu, hinn við Kalmans- tjörn á Reykjanesi. Mannbjörg varð af báðum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.