Tíminn - 12.05.1923, Blaðsíða 4
50
T í M I N N
Riiisiigar og firnesiioar!
í vor þurfið þið ekki að fara lengra en til mín eftir
nauðsynjum ykkar. Um miðjan júní fæ eg skip til Eyrar-
bakka með allar venjulegar matvörutegundir. Sömuleiðis
fæ eg um það leyti flestar tegundir af smávöru, þakjárn,
gaddavír, norsk vagnhjól og fjölbreytt úrval af vefnaðar-
vöru.
Verðið verður það besta sem völ verður á.
Egill Gr. Thorarensen
Sigíúnum.
MT Reiðtýgi, hnakkar (frá 40 kr.), söðlar, aktýgi (og alt tilh.),
hnakk- og söðulvirki (járnuð og ójárnuð), beislisstengur (járn, stál og
nýsilfur), taumalásar, hringjur allskonar, til söðla- og aktýgjasmíðis.
Allskonar ólar svo sem: ístaðsólar, töskuólar, svipuólar, burðarólar,
fótólar, beislistaumar, höfuðleður, hesthúsmúlar, gjarðir, reiðar, axla-
bönd (úr leðri), glímubelti o. fi. Þverbakstöskur, liandtöskur, hnakk-
töskur, skólatöskur, verkfæratöskur. Seðlaveski fleiri teg. mjög ódýr,
merkjageymar. Leður fi. teg. svo sem: gult söðlaleðux', svart aktýgja-
leður, sólaleður (danskir kjarnar), vatnsleður (danskt), sauðskinn fleiri
teg., svínaskinn, fordekkleður, þunt leður (með svínleðursgerð), litskinn
(Saffian), leðurlíking (bíladúkur) mjög góð tegund, bókbandsskinn fi.
teg. Plyds: grænt, rautt, brúnt, mislitt, miklu úr að velja og mjög
ódýrt, bindigarn 2 teg. (sóffafjaðrir og möbluborði væntanlegt mjög
bráðlega), stopp (Blaar) og „Krölhaar“, Hessian fi. teg., dýnustrigi,
tjaldastrigi, óbleyjað ljereft, íborinn dúkur mjög sterkur, einnig dúka-
áburður (Bonevax), vélreimar (drifreimar), vélreimaleður (maskínuteygt).
Ennfremur: Keyri, mikið úrval og ódýr, silfui-búnar svipur fleiri teg.
rósettur á beisli. Naglamaskinur o. fl.
Aðgerðir fljótt og vel af hendl leystar.
Sérlega vandaðir erfiðisvagnar ásamt aktýgjum eeljast mjög
ódýrt.
NB. Vagnarnir eru til sýnis hjá hr. kaupmanni Ámunda Árnasyni.
Pantanir afgreiddar fljótt og nákvæmlega urn land alt.
Sími 646. Söðlasmíöabúðin
Frh. af 1. síðu.
fyrir „dótið“ að reyna að fela sig
bak við neitun um að greiða at-
kvæði. Hversvegna greiddu þeir
ekki atkvæði með E. E., ef þeir
voru á móti S. E., eða með dagskrá
þ. J., ef þeir voni hlutlausir? Auð-
vitað þögðu þeir af því þeir vildu
lýsa trausti, ef þeir hefðu þorað.
þessvegna afneituðu þeir S. E. og
Bjai’na á þennan hátt, eftir alla
samvinnuna í vetur. þeir halda S.
E. í í’aun og veru eins og stór-
bændur í fornöld höfðu stundum
útlaga og seka menn. þeir halda
hann á laun, en halda hann þó. Við
atkvæðagreiðsluna voru Morgun-
blaðsmenn ærið daufir í dálkinn og
vesaldarlegir í röddinni, enda
hiógu áheyrendur á pöllunum dátt
að úrræðaleysi þeirra. Jón Magn-
ússon þoldi ekki spott þeirra, með
því að hann mun hafa fundið, að
það var helst til verðskuldað, og
bað forseta að hasta á pallgesti.
En þeir höfðu sína ákveðnu skoð-
un um S. E., Jón og alt hans fylgd-
arlið, og við það sat. X.
Alþingi.
þegar bankamálið kom loks á
dagskrá, hafði Einar á Eyrarlandi
i’ækilega fi-amsögu. Skýrði hann
málið alt, hversu vandræði íslands-
banka á umliðnum 3 árum hefðu
lamað viðskiftalíf landsins, valdið
miklu um fall krónunnar, og enn
væri bankinn ekki fær um að
starfa, svo sem vera þyrfti, fyrir
atvinnuvegina. þjóðin ætti nú stór-
niikið lánsfé inni í bankanum. Hún
vildi sem lánardrottinn vita glögg-
lega um aðaldrætti 1 fjármálum
bankans, og einkum um trygging-
una fyrir enska láninu, sem sagt
var að væri Rvíkurvíxlar mest-
megnis. þá kom Kvaran með vörn
fyrir hluthafana, grófyrta, vesald-
arlega ræðu. Sagði maður, sem
- þekt hefir vel til í þinginu síðustu
25 árin, að það væri óþinglegasta
ræða, sem haldin hefði verið á
þingi allan þann tíma. Einar á
Eyrarlandi las upp úr ræðunni
Sleipnir. Símnefni: „Sleipnir"
heila runu af illyrðum eftir á, og
þótti sem lítið mundi um rök, þar
sem grípa þyrfti til þvílíks létt-
metis. Útvatnaður útdráttur úr
ræðunni hefir komið í Mogga.
Auðséð vai’, að Kvaran var ösku-
reiður.
Einar á Eyi’arlandi mælti um
ræðu Kvarans: „Eg er undrandi
yfir því, að svo gamall þm. sem
hv. 2. þm. S.-M. (S. H. K.) er,
skuli leyfa sér að viðhafa slík
ókvæðisorð og þau, er hann kom
með í ræðu sinni, eða vilja vera
þektur fyrir slíkt. Eg skal lesa
upp fáein af þeim, er eg skrifaði
hjá mér. (S. H. K.: þau koma í
þingtíðindunum! J. J.: þau koma
þar þá bara tvisvar til prýðis!
S. H. K.: Ættu þau ekki að koma
þar þrisvar? J. J.: þau koma í
þriðja sinn í sögunni!). Hér eru
þá fáein málblóm, sem hann
beindi að okkur tillögumönnum:
„Árásir, flónska, ofsóknir, ill-
kvitni, rógur, níðingsverk, glæpir,
svívirðingar. En þó að hann kalli
okkur flm. flón og heimskingja,
þá eru það engin rök. (S. H. K.:
Ætlaði ekki að gera það!). Ef það
hefir ekki verið meining þm. að
koma með rök í málinu, þá er
ræða hans líka skiljanlegri“.
þessi stutti kafli sýnir muninn
á aðferð þeirra þm., sem vildu að
þjóðin fengi vitneskju um hag
síns stóra skuldunautar, bankans,
og hinna, sem vildu fá peninga og
ábyrgðir til handa þessari láns-
stofnun, en ekki leyfa trúnaðar-
mönnum þjóðarinnar að kynna
sér hag fyrirtækisins.
I. H. B. hafði flutt tillögu um
að þingnefndin skyldi rannsaka
veðin fyrir enska láninu, en ekki
aðstöðu bankans til landssjóðs.
Mælti hún nokkur orð fyrir tillög-
unni, en tók hana síðan aftur. J. J.
hélt þá ræðu samtals 1 3 klukku-
tíma, á tveim fundum. Rakti hann
þar sögu bankans frá því Gyðing-
arnir komu fyrst með sín fögru
boð til þingsins 1899, og fram á
þetta þing. Sannaði með því,
hversu hluthafamir hefðu altaf
haft býsna marga íslendinga, og
þá ekki altaf hina umkomuminstu,
dansandi í ósýnilegu töfrabandi.
Hlutverk þjóðarinnar væri að
Smásöluverð á íóbaki
má ekki yera hærra en liér segir:
"V" ixxd.lin.ga.ir:
Capstan 10 stk. pakkinn kr. 0,75
Elephant 10 — — — 0,50
Lucana 10 — — _ 0,65
Westminster A. A ÍO — — — 1,00
ChiefWhip 10 — — — 0,65
Utan Reykjavíkur má verðið vera því hærra, senx nemur flutn-
ingskostnaði frá Reykjavík til sölustaðar, en þó ekki yfir 2%.
Xja.xxd.s'vei'slxxxx.
Til kaupfélaga!
H.f. Smjörlikisgerðin i Reykjavik er stofnuð í
þeim tilgangi, að koma hér á smjörlíkisframleiðslu, sem geti fyllilega
jafnast á við samskonar iðn erlendis, bæði hvað gæði og verð snertir.
Eflið íslenskan iðnað.
Biðjið um íslenska smjörlíkið.
breyta þessu. Láta þjóðarhags-
munina ráða öllu um stjórn bank-
ans, en ekki dutlunga hluthaf-
anna. Ræðan mun vera ein hin
lengsta, sem haldin hefir verið á
Alþingi. En áheyrendur voru þó
minna þreyttir en að hlusta á 10
mínútna efnislausar ræður hjá
Halldóri Snæfellingalækni. Áheyr-
endur fylgdu með mikilli athygli
þessum einkennilegu skuggamynd
um á tjaldinu, sem ræðumaður brá
fyrir sjónir þeirra úr sögu bank-
ans og þjóðai'innar. Ræðan var að
vísu löng, en þar hafa þeir menn
mestu um valdið, sem á aldarfjórð-
ungi hafa hrúgað saman jafn-
miklum axarsköftum eins og hinir
íslensku vinir hluthafanna. Ræða
J. J. mun birtast hér í blaðinu, og
verður því ekki sagt nánar hér
frá efni hennar, nema það eitt, að
Kvaran hafði í sinni fyrri ræðu
farið hinum hörðustu orðum urn
alla þá, sem vildu rannsaka banka.
þótti a)lir slíkir menn liinir mestu
\ii)sjc!sgripir. þá minti J. J. karl-
ii.: á það, a! hann hefði staðið
mjög framarlega í þeim þing-
flokki, sem rak Tryggva Gunnars-
son og gæslustjórana úr Lands-
bankanum 1909. Kvaran ætlaði að
skrökva sig út úr klípunni, og
telja sér þá rannsókn óviðkom-
andi. En þá las J. J. upp klausu úr
blaði Kvarans, Norðurlandi, frá
des. 1909, þar sem karlhróið fór
hinum loflegustu orðum um brott-
reksturinn og bankarannsóknina.
Ennfremur las hann upp úr þing-
ræðum Kvarans frá 1911, þar sem
talað var um „hátíðisdaga“ og
„tyllidaga“, þegar bankarannsókn-
in var sett 1909, og Tryggvi
rekinn. 1 fyrstu var auðséð,
að Kvaran ætlaði að þræta, en er
hann sá, að skrifuð gögn voru
fyrir hendi viðvíkjandi fortíð
hans, sem hann sjálfur hafði
stimplað með ókvæðisorðum, seig
hann niður í stólinn. Feginn myndi
hann hafa viljað fela sögu þriggja
sinna skástu ára undir stólnum.
Jón Magnússon hélt alllanga en
mjög sundurlausa ræðu. Kvartaði
undan því, að hann hefði oi’ðið
fyrir hörðum dómum í einu blað-
inu, en játaði að sér hefði aukist
fylgi við það annarsstaðar (þ. e.
hjá óþörfu milliliðunum, andbann-
ingum etc). Ekki virtist hann
skilja það, að andstaðan gegn hon-
um er ekki gegn manninum, heldur
verkum hans í þjónustu þjóðfé-
lagsins. Hann játaði að hafa ráð-
ið Claessen með háu laununum, og
varði skýrslu Bjama. Öll var ræð-
an í þessum tón. B. Kr. vildi reyna
að þvo af sér minningar um að-
gerðir hans við stofnun Islands-
banka, en það reyndist með öllu
ókleift. Sig. Eggerz hélt langa
tölu í klökkum líkræðutón. Fór
hann lítt yfir sögu, er skýra
skyldi frá aðgerðaleysi hans við
yfirstjórn Islandsbanka. Um tvö
atriði játaði hann á sig að hafa
farið eftir ráðum eða bæn þess
bankastjórans, sem hluthafamir
hafa ráðið (E. Cl.). Fyrst að
hreyfa ekki við Tofte eða Hann-
esi meðan E. Cl. var í sinni löngu
leit eftir peningum erlendis. Og í
öðru lagi að skipa ekki fasta
bankastjóra meðan hann vai’ í
sinni seinni siglingu. Tofte hefði
orðið að fá sína miklu peninga til
að spilla ekki áliti íslandsbanka
hjá Prívatbankanum danska, sem
hefði mætur á Tofte. Hart þótti
S. E. að minst skyldi vera á 120
þús. kr. sjóðþurðina í íslands-
banka í vetur, sem aldrei var
rannsökuð. Vildi telja alt umtal af
því tægi árás á móður þess manns,
sem formlega ber ábyrgð á tap-
inu. J. J. skaut þá inn í: „Átti
Glúckstadt móður?“ Sá dómsmála-
ráðherrann að tilfinningarnar
voni að bera hann yfir í heim þess
„kómiska“, og lét þann þráð nið-
ur falla. J. J. hafði spurt hann um,
hvoi't nokkuð væri hæft í því, að
hann vanrækti þjóðinni til stór-
skaða, að skipa fasta menn í Is-
landsbanka, af því hann ætlaði að
geyma sér annað embættið. Hefði
góður borgari í bænum sagt, að
slíkt atferli landsstjórnarinnar
væri helst sambærilegt við það,
þegar forsetar í Mexíkó fara í
langt ferðalag með landssjóðinn í
vasanum. Eggerz þverneitaði að
svara, eða að fortaka, að þessi
væri tilgangurinn. Er hann í álíka
miklum vandræðum að svara þessu
atriði, eins og Bjarni, þegar minst
er á skýrsluna.
Seinni daginn, þegar Islands-
bankamálið var til umræðu, var
fundi ekki slitið fyr en kl. 3 um
nóttina. Er þingheimur kom út,
var veður milt og blítt, og dags-
rönd í austi'i. þótti sem líka væri
dögun að hefjast í fjármálunum.
B. Kr. hafði reynt að sanna, að
þingmálafundir bæru alls ekki með
sér, að þjóðin vildi vita um fjár-
hag Islandsbanka. Sigurður á Ysta
felli mótmælti þessu kröftuglega.
Rakti hann þingmálafundagerðir
hringinn í kring um land og sann-
aði, að þjóðin hefir einmitt með
ótvíræðum orðum krafist vitneskju
um hag bankans. J. M. hafði sagt,
að enginn í Framsókn hefði neitt
vit á bankamálum, og enginn í
fjárhagsnefndinni. Sig. Jónsson
benti Jóni á, að hvað sem Fram-
sókn liði, myndi honum hafa orð-
ið mismæli viðvíkjandi þeim Kvar-
an ogB. Kr., sem báðir eru í fjár-
hagsnefnd. Jóni þótti þetta slæmt
og reyndi að draga saman seglin.
Fjármark mitt er: Hangfjöður
fr. hægrá, sneitt fr. vinstra.
Guðmundur Eiríkssou,
Þvei’holtum, Álftaneshr.,Mýrasýslu.
Umboðsmenn
vantar oss í hvorjum hreppi og
kaupstaS landsins.
Fyrir utan það, að vér bjóðum
óvenjulega góð kjör, getum vér full-
vissað hvern þann, er gerast vill um-
boðsmaður vor, um það, að hér getur
verið um verulegar aukatekjur að
ræða, því vér þorum að fullyrða, að
engar bækur hafa selst betur síðast-
liðið ár, en bækur vorar. þeir, sem
vilja sinna þessu, geri svo vel að
skrifa strax.
Virðingarfylst,
„SÖGUÚTGÁFAN“, Rvík.
Játaði, að fyrst og fremst væri lík-
lega einn Framsóknarmaður í Nd.
sem hefði vit á bankamálum. þar
að auki fór Jón mjög lofsamlegum
orðum um bankaþekkingu Bjöms.
Síðast í umræðunum hélt Guðm. í
Ási meinfyndna og fjöruga ræðu.
Dró þar saman í stuttu máli
verstu meinlokur Kvarans, B. Kr.
og Jóns Magnússonar, og dró dár
að klúryrðum þeirra og röksemda-
skorti. Halldór Steinsson fór eitt
sinn úr forsetastól til að verja
framkomu sína á lokaða fundin-
um, er hann stýrði flótta Mogga-
manna, og drátt þann, er bersýni-
lega hafði orðið á því að fá rann-
sóknarmálið á dagskrá. En öll var
sú frammistaða Pílatusarþvottur.
Einn Fi’amsóknaixnanna tók fram,
að geðæsing, illyrði og reiði þeirra,
sem vildu halda frá þjóðinni vitn-
eskju um hag bankans, bæri vott
um vonda samvisku. Út af fyrir
sig væri það gott, og betra en for-
herðing hjartans. Ef til vill gæti
hin innri rödd orðið svo sterk, að
áhrif yrðu sýnileg til bóta í breytn-
inni. Dagskrá Kvarans, um að
eyða málinu, var fyrst borin upp.
Sögðu 8 já við henni, þeir S. E.,
J. M., B. Kr., Halldór, Ingibjörg,
Hjörtur, Kvai'an og Jóh. Seyðfirð-
ingur. En nei sögðu: Guðm. í Ási,
Karl Einarsson, Guðm. Guðf., Ein-
ar á Eyi-arlandi, Sigurður í Ýsta-
felli og Jónas frá Hriflu. Mogga-
dótið hafði að vísu unnið sigur um
stund. En mikið myndu helstu
menn þess flokks hafa viljað gefa
til að þurfa ekki að opna hug og
hjarta fyrir þjóðinni, eins og þeir
voru neyddir til að gera við þess-
ar umræður. Kjósendur fá að at-
huga í haust,hve vel þeir hafa far-
ið með það pund, sem þjóðin hefir
falið þeim til ávöxtunar. *
Alþingi verður væntanlega slit-
ið á mánudaginn kemur. Margir
þingmenn, austan og norðan, fói’u
með Esjunni í gærkvöldi.
Prestskosningai’. Ingólfur þor-
valdsson cand. theol. hefir verið
kosinn prestur að Stað í Kinn með
107 af 120 atkv. Síra Jón N. Jó-
hannesson hefir verið kosinn prest
ux að Breiðabólsstað á Skógar-
strönd með 54 af 68 atkvæðum.
Gestir í bænum. Bjöm kaupfé-
lagsstjóri Kristjánsson á Kópa-
skeri,Guðmundur kaupfélagsstjóri
Vilhjálmsson á þórshöfn, Halldór
kaupfélagsstjóri Ásgrímsson í
Borgarfirði eystra og Sigurður
kaupfélagsstjóri Vilhjálmsson á
Seyðisfirði, komu austan með
Esju um daginn og fóru aftur í
gærkvöldi.
Slysfarir. Tveir menn druknuðu
nýlega á Breiðafirði. Annar var
sonur Ólafs bónda Bergsteinsson-
ar á Hvallátrum, en hinn var fóst-
ursonur hans.
Ritstjóri: Tryggvi þórhallsson.
Laufási. Síxni 91.
Prentsmiðja Aeta h/f.