Tíminn - 09.06.1923, Blaðsíða 1

Tíminn - 09.06.1923, Blaðsíða 1
Reykjavík 9. jiíní 1923 %ears ELEPHANT CIGARETTES Gjúffengar og. kaldar að reykja Smásöluverð 50 aur, pk. cfást alstaðar. THOMAS BEAR & SONS, LTD., LONDON. 4 ♦ 4 ♦ 4 4 4 4 4 4 4 4 Gengið. (S)aíbferx o$ afgrei6slur'aóur Ctmans er Stgurgeir 5ri&riísíon/ 5ambanbsl)ústnu, Seyíjapif. VII. ár. Utan úr heimi. Bændapólitik í Ameríku. í>að sem hefir hvatt ameríska bændur einna mest til að stofna sérstakan stjórnmálaflokk, er gæti borið áhugamál þeirra fram á þingi, var stefna sú, er þar ríkti í járnbrautarmálum. Bandaríki Norður-Ameríku eru afarstór, á stærð við alt megin- land Evrópu, og liggja frjósöm- ustu héruðin inni í miðju landi. Samt eru ein 54 ár síðan fyrsta jámbrautin var lögð yfir megin- land Ameríku. Síðan hafa verið lagðar margar línur, og nú hafa Bandaríkin meira en þriðjung allra jámbrauta í heiminum, og j árnbrautarfélögin hafa gefið gíf- urlega háa vexti af hlutabréfum sínum. það kann því að virðast mótsögn að segja, að samt hafa jámbrautirnar altaf verið reknar með halla, en svo er það. Er fyrstu jámbrautimar vom lagðar, lágu þær gegnum svo lít- ið bygt land, að hver maður sá, að þær gætu ekki borið sig. Jám- brautarfélögin keyptu því stór- kostleg landflæmi, þar sem þau höfðu ætlað að leggja járnbrauú imar. Vom þau ódýr og jafnvel gefins, því meðan engar jám. brautir voru, svaraði tæplega kostnaði að rækta annað en gripi og það sem hægt var að flytja á fæti. Vegna jámbrautarlagning- arinnar hækkaði alt land stór- kostlega í verði, en jámbrautar- félögin seldu fyrir fimtugfalt verð. Græddu þau stórfé á þessu og gekk nokkuð af gróðanum til að greiða hallann af sjálfum jám- brautarekstrinum, en hitt handa hluthöfunum. þó að vel væri selt, urðu marg- ir bændur stóiríkir, því jarðar- verðið óx á hverju ári og seldu þeir þá hluta af jörðum sínum, en bjuggu sjálfir á hinum hlutan- um. Við þessu sáu félögin þann- ig, að þau hættu að selja, en leigðu jörðina framvegis og hækk- uðu afgjaldið eftir vild. það sem fór einna verst með bændurna, var, að jámbrautim- ar féflettu þá á flutningsgjöldum. Er sérstaklega vel lét í ári, vom flutningsgjöld hækkuð, svo að bændur fengu jafnt hvort sem vel lét í ári eða illa. Sumstaðar urðu flutningsgjöld svo há, að ekki svaraði kostnaði að uppskera kornið, en þar sem uppskera var um garð gengin, var komið brent. Hefir sérstaklega borið á því eft- ir stríðið, og er átakanlegt að vita til, að á sama tíma verða miljón- ir manna í Kína og Rússlandi hungurmorða, og fæðuskomr dreg ur allan framkvæmdamátt úr þýsku þjóðinni, sem þúsundum smálesta af komi er brent. Meðan á stríðinu stóð, tók rík- ið að sér stjóm jámbrautanna. Varð auðvitað mikill tekjuhalli á þeim. þegar tölurnar eintómar voru sýndar, var auðvelt að sanna, að tekjuhalli hafði orðið, því nú vom ekki landakaupin reiknuð með. Hefði auðveldlega mátt bæta úr með því að hækka flutningsgjöldin, en það var ekki gert, því umfram alt þurfti að auka framleiðsluna. Afleiðingin sást í því, að Bandaríkin brauð- fæddu allan heiminn að telja má. þegar þetta er athugað, sést að það er engin tilviljun að íslensk- ir bændur hafa fyrst nú snúið sér að umbótum á verslunarsviðinu, en tekið samgöngumar næstar. H. B. ----o--- Sigurður Eriendsson frá Lambastöðum. 2. febr. síðastl. andaðist að heimili sínu Lambastöðum í Mýra- sýslu bóndinn þar, Sigurður Er- lendsson.eftir 8 daga legu í lungna- bólgu. Hann var fæddur að Álftár- ósi í sömu sýslu 21. jan. 1887, son- ur Erlendar sál. Sigurðssonar, er þar bjó samfleytt í 65 ár, og mörg- um var að góðu kunnur. Sigurður óist upp í föðurgarði þar til hann var 22 ára, fluttist hann þá að Straumfirði, var þar vinnumaður til vorsins 1914. þá keypti hann jörðina Lambastaði og byrjaði þegar búskap. Ári síðar giftist hann Kristínu þórðardóttur frá Hrafnkelsstöðum í Hraunhreppi, er hann lætur eftir sig ásamt 5 börnum og aldraðri móður. Sigurður sál. var einkar vel gef- inn maður; komu hæfileikar hans og mannkostir ljóslega fram í hverju er hann tók sér fyrir hend- ur, og hvort sem hann starfaði fyrir sjálfan sig eða aðra. Á Lambastöðum gat hann sér þeg- ar hinn besta orðstýr, kom þar greinilega í ljós atorka hans, fram- sýni, skyldurækni fyrst og fremst við skylda og vandalausa á heim- ilinu, og svo við aðra út í frá. Lét hann sér ávalt ant um þau mál, er gátu orðið heildinni að gagni. En því miður entist honum ekki ald- ur til að sýna starfskrafta sína að fullu út á við. Á sveitin þar á bak að sjá ágætum manni, sem var bæði sveitinni og stétt sinni til sóma. Enda vakti fráfall Sigurðar sál. mikinn söknuð í brjóstum allra þeirra, er kyntust honum, því hann var einkar vinsæll maður, en sárastur er þó söknuðurinn konu hans, börnum, aldaðri móður og systkinum, sem hafa orðið að sjá á bak ástríkum eiginmanni, föður, syni og bróður. — Jarðarförin fór fram að Álfta- nesi 17. febrúar að viðstöddu fjölmenni. Síra Einar á Borg flutti húskveðjuna á heimili hins látna, en í kirkjunni talaði prófast- urinn, síra Stefán á Staðarhrauni. Við gröfina flutti Guðmundur bóndi Sveinbjarnarson í Foma- seli stutta en einkar hlýja og fallega tölu, sem endaði á þess- um kveðjuorðum til Sigurðar heit- ins: „því miður er mannssálin ekki alment gædd þeirri bjartsýni, að við getum kvatt þig klökkva- laust. þökk fyrir samúð og sam- starf! Guð gefi þér góðan og gleði- ríkan dag! Nú er þér í sannleika upprunninn sólheiður morgunn hins eilífa ,dags, og innan lítils tíma munum vér aftur sjá þig!“ Að lokum flutti Jón bóndi Einars- son í Miðhúsum ágætt kvæði. G. S. -----o---- Ný kreppa. Útlit fyrir aö treglega gangi með sölu á saltfiski í Suðurlöndum, og að gjaldeyrisvandræði muni koma eins og fyrri daginn. Eyðslan er alt of mik- il. Bviðirnar hauga inn glingri. Alt of margir versla, og verða að ai;ka eyðsl- una til að geta lifað. Síðan koma skuldakröfur í hraðfara straumi frá útlöndum. Kreppa byrjar, lcrónan fell- ur, og baslið vex. 1. íslenska krónan er fallin í verði um alt að 25% gagnvart danskri mynt, alt að helmingi gagnvart mynt sumra annara landa. í fyrra var einn af háskóla- kennurum okkar að sigla. Hann hafði 4000 íslenskar krónur. Fyrir þær fékk hann 3000 danskar. Lága gengið íslenska svifti hann fjórða hluta farareyrisins. 2. fslenska þjóðin skaðast árlega svo miljóinum skiftir á verðfalli krónunnar. Embættislaun eru hærri. Dýrtíðin er meiri. Afborg- anir og vextir til útlanda þeim mun hærri, sem lággenginu nem- ur. Sökum óhagstæðs gengis er nærfelt ómögulegt að starfrækja Fasteignabanka og selja verðbréf erlendis. En af því stafar aftur, að ekki er fé handbært til jarðrækt- ar og húsabóta. 3. Lága gengið stafar af fjár- hruni í kaupstöðum af basli og ólagi fslandsbanka síðan 1920, af Ræða Chr. Michelsen. Á fundi hluthafanna í Andrea- sens & Bergens Kreditbank, sem tapað hefir mörgum tugum mil- jóna, og ríkið orðið að hjálpa, sagði hinn mikli foringi Norð- manna skoðun sína um bankamál og fjármál landsins: „Kreppan, sem við glímum nú við, er ekki bein afleiðing stríðs- ins, né hins nýfengna friðar. Menn vita, að á styrjaldartímum hækkar alt í verði. Og í þessu stríði,sem var stórfeldara en nokk- ur styrjöld fyr á öldum, var verð- hækkunin alveg dæmalaus. Allir skynsamir menn gátu vitað, að lækkunin yrði stórfeld. En þegar til kom, varð lækkunin ennþá gíf- urlegri en nokkurn hafði grunað. jjjorska þjóðin hefir ekki staðist vel eldraunina, allra síst á versl- unarsviðinu. Við höfum sýnt öll- um heiminum, að heilsusamlegt jafnvægi vantar í viðskiftalíf landsins. Við vorum hlutlausir. Við græddum manna mest á stríðs- árunum. Svo kom friðurinn. Búast mátti við, að þá gengi okkur líka vel. En það er öðru nær. Varla hef- ir nokkur þjóð lent í slíku fjár- málaöngþveiti, eins og við. Orsök- in liggur þó ekki í því, að við höf- um „spekúlerað". Við höfum gert það sem verra er. Við höfum spil- •að áhættuspil. Segjum að almenningur hafi liinum miklu skuldum landsmanna erlendis, af hinu mikla óorði, sem skuldir og vanskil sumra sam- kepnismanna hafa komið á landið. 4. Sambandsfélögin eiga engan þátt í gengishruninu. þau hafa staðið í skilum inn á við og út á við. þau hafa haldið nauðsynja- vöruverslun sinna félagsmanna í réttu horfi. þau hafa unnið á móti óhófi og glysvöruinnflutningi. 5. Samt verða samvinnumenn og fjöldamargir aðrir íslendingar, sem ekki hafa tekið þátt í brask- inu, að líða stórkostlega árum sarnan fyrir eyðslu, óhóf og stjórn- leysi nokkurs hluta samkepnis- manna. þetta er samábyrgð þjóð- félagsins. Meiri hluti íslendinga lætur fjórða hluta af starfsafli sínu og striti í iðgjöld fyrir stór- skuldunauta íslandsbanka og aðra vanskilamenn, sem hafa skapað hinn mikla sjúkdóm, lággengi ís- lenskrar krónu. ** verið á villigötum.Bankarnir hefðu átt að bera vit fyrir okkur í pen- ingamálunum. En því miður verð- ur að játa, að bankamir eiga mikla sök á, hvernig komið er.það má líklega svo að orði kveða, að fáar greinar atvinnulífsins í land- inu hafi verið reknar með jafnlít- illi fyrirhyggju, eins og lánsstarf- semi bankanna. þegar ölvíma stríðsgróðans ærði fólk, svo að það gætti sín ekki, kom það til bankanna og bað um lán í spila- borgir sínar, þá hefðu þurft að vera þar menn, sem sögðu: „þið megið spila fjárhættuspil ef þið viljið, en hér fáið þið enga pen- inga“. Á þessari gullöld hækkuðu inni- eignir. það var freisting að lána þetta fé út. En þá hefðu fjármála- foringjar landsins átt að láta sem mest af fénu í tryggar eignir og trygg verðbréf innlend eða útlend. En féð var sett í skip og iðnaðar- fyrirtæki, sem voru bygð á styrj- aldaraðstöðunni og verðhækkun- inni. Svo hlaut hrunið að koma. Og það er ekki hægt að neita því, að heill hópur af bönkum landsins ber ábyrgðina. Svo kom röðin að þessum banka. Hrun hans var mikið. þjóðbankinn vildi hjálpa og fól mér umsjá fyrir sína hönd. 50 miljónir voru lagðar fram til bjargar. Samt var eg alt af vondaufur um, að það myndi nægja. En þegar stórbanki tapar traustinu, þá er ekki auðvelt að vinna það aftur. Eftir fyrsta áfall- ið gekk alt af ver og ver. Menn 2^fc$t£ÍÍ>53Ía C i m a n 5 cr í Samban&sþúsinu. ©ptn baijlega 9—\2 f. þ Stmi 496. 18. blað trúðu ekki bankanum lengur. Fólk tók út meir og meir af innieign- um sínum. Erfiðleikarnir fóru dag- vaxandi. Að lokum var ekki um annað að gera en að sigla í strand, setja bankann undir „administra- tion“. það er auðvelt að sjá, hversu tiltrúin minkar í þessum efnum. tír 118 bönkum og sjóðum hafa verið teknar út 625 miljónir króna. þar af 240 miljónir úr Andresens & Bergens Kreditbank. Hér er til- gangslaust að reyna að dylja og fela eða breiða yfir hið sanna. Öll bankastarfsemi verður að vera háð ströngu eftirliti og að- haldi ríkisvaldsins. Eg er ekki mikið fyrir að ætla ríkinu að blanda sér í stjóm venju- legra hlutafélaga, sem starfa að atvinnurekstri. En í huga mínum er ekki minsti vafi á, að ríkisvald- ið verður að hafa afarströng laga- fyrirmæli um starfsemi bankanna og eftirlit með rekstri þeirra. Banki er ekki venjulegt hlutafélag. Bankinn hefir sinn aðalfund, þar sem eigendurnir mæta fyrir hluta- bréf sín. En það em ekki hluthaf- arnir einir, sem eiga bankann. Miklu fremur eru það eigendur innlánspeninganna, sem eiga fyr- irtækið. Eign sparifjáreigenda er oft tífalt meira en alt hlutafé bankans. Og samt hafa þeir ekki minstu áhrif á stjóm bankans og rekstur hans. Á þessu sviði verð- ur löggjafarvaldið að grípa í taum- ana. 1 þeim banka, sem hér er um að ræða, vora dugandi menn í stjórn, sem gerðu mikið gagn með- an verksvið bankans var lítið. En eftir að bankinn óx, svo að áhrifa hans gætti hvarvetna í fjármála- lífi þjóðarinnar, þá höfðu þessir menn ekki nægilega útsýn yfir hin stóru viðfangsefni. Svo höfðum við bankaráð, til ör- yggis. En hvaða öryggi er í banka- ráði, sem ekki fær neitt að vita? það er ekki til annars en dreifa ábyrgðinni og strá sandi í augu almennings. Við Norðmenn höfum nú lært af reynslunni, að löggjöfin verður að grípa í strenginn. Fyrst og fremst verður að harðbanna með lögum að forráðamenn banka og lánsstofnana taki þátt í nokkru braski eða kaupsýslu. Og banka- stjórar verða að bera ábyrgð gerða sinna gagnvart þjóðinni, eins og ráðherrar í þingræðislandi. Ef ein- hver bankastjóri finnur að hann getur ekki varið gerðir sínar fyr- ir samvisku sinni, eðá að hann hefir brotið lög og reglur bankans, þá á hann ekki að komast af með þróttlitla afsökun, heldur afsala sér stöðu sinni. Slíkur bankastjóri getur ekki annað gert en taka hattinn sinn og fara. Og hér hjá okkur eru margir menn, sem bankarnir hafa tapað stórfé á, en bera þó höfuðið hátt. Gamla lagið, að þeir sem ekki gátu borgað skuldir sínar, yrðu gjaldþrota opinberlega, er nú að ganga úr móð. Nú er það svo, að litlu skuldunautamir, þeir sem skulda 10—20—30 þús., eru gerðir gjaldþrota, en þeir sem skulda margar miljónir, fá gefnar upp skuldir sínar. þetta er óholt fyrir þjóðlífið. þetta ástand þarf að breytast til betri vegar. Eitt af blöðunum hér í Bergen spurði nýlega, hvorf nafn mitt ætti að verða varnarskjöldur fyrir þá, sem ábyrgð bera á hruninu. Eg hefi ekkert slíkt vald, og eg óska Frh. á 4. síðu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.