Tíminn - 04.08.1923, Qupperneq 4

Tíminn - 04.08.1923, Qupperneq 4
Kjöttunnur, alt til beykisiðnar, smjörkvartél o. s. frv. frá stærstu beykissmiðju i Danmörku. L. Jacobsen, Köbenhavn Valby. Höfum í mörg ár selt tunnur til Sambandsins og margra kaup- manna. Þvottaefnið „Nix er best og ódýrast. Hefir alstaðar, þar sem það hefir verið notað, hlotið einróma lof. 44 Sambandið annast um pantanir. Brúnn hestur, fremur lítill, heflr tapast frá Brúsastöðum í Þingvallasveit, kringum 12. júlí, merktur á síðu HÁ, skilist gegn ómakslaunum til Haraldar Árnasonar, kaupm., Reykjavík. Til kaupfélaga! H.f. Smjörlikisgepðin í Reykjavík er stofnuð í þeim tilgangi, að koma hér á smjörlíkisframleiðslu, sem geti fyllilega jafnast á við samskonar iðn erlendis, bæði hvað gæði og verð snertir. Eflið íslenskan iðnað. Biðjið um íslenska smjörlíkið. Smásöluverð á tóbaki má ekki yera hærra en hér segir: N7~ indlar: Cervantes.................................50 stk. kassi á kr. 24,00 Portaga.................................. 50 — — - — 23,75 Amistad.................................. 50 — — - — 23,75 Phönix.................................. 50 — r----21,00 Crown.................................... 50 — — - — 20,75 Utan Reykjavíkur má verðið vera því hærra, sem nemur flutn- ingskostnaði frá Reykjavík til sölustaðar, en þó ekki yfir 2%. Landsverslun. Auk þess var tekið mikið af ólöglegu áfengi í Lagaríoss, að nokkru eign biytans. Síðan 22. þ. m. hafa nokkrir ver- ið kærðir, og verður síðar skýrt frá nöfnum þeirra og dómum, ásamt dómum í málum þessum. Síðastl. þriðjudag var gerð áfengisleit í tveim norskum sel- veiðaskipum og fundust í öðru skipinu 10 fl. Whisky, en í hinu 16 fl. af Genever og 92 fl. Whisky. Við rannsóknina í málum Sveins og Laugavegsapóteks kom það í ljós, að Sveinn hefir nú í nokkum tíma sent 5 potta brúsa til Ágúst- ar Ármanns, sem er afgreiðslu- maður lyfjabúðarinnar um alt áfengi, ásamt 116 krónum, en fékk hann aftur fyltan með spritti. Hef- ir hann á þennan hátt keypt af hon um að minsta kosti 90 lítra, eftir því sem sannast hefir, og er talið að hagnaður Sveins á verslun þess- ari nemi alls 1200 krónum. Sölu- verð lyfjabúðanna á spritti er 16 kr. lítrinn, og er það hæsta útsölu- verð, en Sveinn gaf 23 kr. frekar fyrir hvern lítra. Söluverð Ágústar á lítrum þessum er um 720 kr. fram yfir hæsta útsöluverð á lög- legu áfengi. Ekki hefir hann tapað á viðskiftunum. Lyfsalinn, Stefán Thorarensen, segist ekkert vita af þessu. — Ojæja, ekki er nú eftir- litið mikið. Jafnframt þessu hefir það kom- ið í ljós, að svo virðist sem tæplega 3000 lítrar af spritti hafa „lekið niður“ í lyfjabúðinni á Laugavegi síðan á nýári, eða lyfsalinn getur ekki gert grein fyrir, að hann hafi selt þá á löglegan hátt. Ef þeir hafa „lekið“ á samskonar hátt og Íítrarnir sem hann Sveinn fékk, þá hafa drykkjurútar b'æjarins greitt fyrir lekann um 40 þús. kr. fram yfir útsöluverð áfengisverslunar- innar til lyfsalanna. „Templar". 1. Allir vita það. það er öllum lands- lýð kunnugt hvað muni verða umtals- efnið undir þessari fyrirsögn. það eru ekki til nema ein fjáraukalög s'to geta fengið þetta viðurnefni. það eru fjáraukalögin sem sýna ráðsmensku ráðherranná Jóns Magnússonai' og Magnúsar Guðmundssonar á þjóðar- búinu síðustu tvö árin sem þeir sátu að völdum: árin 1920 og 1921. Snemma á árinu 1922 var þeim steypt af stóli. E.nda var það fyrst á því þingi sem al- þjóð fékk fulla vitneskju um ráðs- menskuna. þangað til hafði þess ver ið vandlega gætt að fela hana sem best. 2. Löng ritdeila. Fjáraukalögin miklu komu eins og þruma yfir þing- ið 1922. það væri rangt að segja: „eins og þruma úr heiðskíru lofti'1, því að sannarlega var stjórnmálaloftið hvorki hreint né hressandi í kringum J. M. og M. G. Fáir munu hafa búist við góðu, aðrir en þeir nauðafáu, sem trúa á íjármálahæfileika M. G. En fáir munu hafa búist við svo geysilega miklum reksturshalla á þjóðarbúinu, sem raun gaf vitni með fjáraukalög- unum, sem lesendum Tímans mun í fersku minni. Ritstjóri Tímans taldi sér slcylt að taka slíkt mál til opin- berrar athugunar. í fjórum blöðum Tímans (3.—6.) hirtust greinar um málið. Síðasta greinin kom út 17. mars. Meir en tveim mánuðum síðar (26. maí) hóf M. G. að svara greinum þessum opinberlega. Svarið kom út í fjórum blöðum, sem samtals í dálk- um eru að lengd 912 — níu hundruð og tólf — sentímetrar, eða eftir gömlu lengdarmáli um það hil fjórir og liálf- ur faðmur. Ef til vill er eg eini mað- urinn á íslandi sem hefi enst til að lesa allan þennan langa lestur — auk höfundarins og prentarans. Eg hlaut að telja það skyldu mina að gera það. — Svari sínu lauk M. G. 15. júní. það er það eina sem líkt verður um okk- ur M. G. í þessari löngu ritdeilu, að vegna ferðalaga minna og annara anna hefir dregist fyrir mér að liefja svarið, þó ekki sé i eins langan tíma og hann „gekk með“. 3. Svara vert eða eltki. M. G. segir í uppliafi greinar sinnar meðal annars: „Gæti eg látið vera að svara þessum árásum, ef þingtíðindin kæmust út til almennings mjög bráðlega". Slík hreystiyrði eru algeng og ekki síst i þeirra munni, sem eru í vanda staddir. M. G. gat beðið með svarið í meir en tvo mánuði. þingtíðindin eru sem óð- ast að koma út. þau eru því ekkert annað en fyrirsláttur þessi ummæli. það er beinlínis hlægilegt lijá M. G. að byrja með slíkum ummælum og rita svo á eftir einhverja allra lengstu varnargrein sem rituð hefir verið á ís- landi. — Eg ætla að byrja með því að lýsa yfir því gagnstæða. það gleður mig að fá tækifæri til að svara M. G. aftur hinum langa lestri hans. Eg get þá aftur komið að efni, sem þjóðinni er mjög nauðsynlegt að rætt sé ræki- lega: meðferð valdhafanna á fé þjóð- arinnar. Mér er kærkomið að fá enn tækifæri til að rökstyðja það álit mitt, að þó að M. G. sé ýmsum hæfileikum búinn, þá væri það mikið óráð að fela honum aftur yfirstjórn fjármálanna. 4. Kvartað sáran. Næsta atriði í inn- gangi M. G. er það, að hann kvartar sáran undan því að hafa ekki fengið rúm fyrir svargrein sína í Tímanum. Ilann segist aldrei hafa heyrt slíks getið fyr. Eg hefi fyr svarað M. G. með liinum alkunnu orðum: „þér hafið Móse og spámennina", þ. e.: M. G. verður að nota sín eigin málgögn fyr- ir langar svargreinar til Tímans. Tím- inn er ekki gefinn út fyrir M. G. það er blátt áfram frekja af M. G. að œtl- ast til þess, að Tíminn birti fyrir hann þessa ógurlega löngu svargrein. Venju- legur ofanmálsdálkur í Tímanum er um það bil 30 sentímetrar. Svargrein hans hefði orðið 30 ofanmálsdálkar í Tímanum. Sjálfur talar M. G. mjög mikið um hve pappir og prentun sé dýrt. M. G. verður að fyrirgefa, en Tím- inn álítur að hvorki sé M. G. svo mik- ill aumingi fjárhagslega eða pólitiskt, að hann geti ekki komið greinum sín- um á framfæri sjálfur, og enn síður einliver Jón Sigui'ðsson, sem allar dyr eigi að standa opnar. Tíminn sér ekk- ert eftir þvi, sérstaklega með fjárauka- lögin miklu í baksýn, þó að M. G. verði „að hlæða“ dálítið fyrir að koma þess- ari löngu svargrcin á prent. Fyrir M. G. lætur Tíminn sér ekki „blæða" í svo stórum stíl. Fyrir sparnaðar sakir prentar Tíminn þessa árétting mína með smæsta letri. 5. Ekkl í Morgunblaðinu. Áður en eg sný mér að sjálfu efninu, verð eg enn að geta eins eftirtektaverðs atriðis. M. G. birtir svargrein sína ekki í Morgun- blaðinu. Tveim mánuðum eftir að grein minni var lokið, byrjar hann að gefa út sérstakt kosningablað fyrir sjálfan sig og birtir hana þar. Nú er það alkunnugt, hver sambúðin var milli M. G. og Morgunblaðsins alla tið þangað til fjáraukalögin miklu voru lögð fyrir alþingi síðasta. Morgunblað- ið varði allar gerðir M. G., lofaði hann og studdi á allan hátt. Og M. G. hlúði að Morgunblaðsmönnunum eftir bestu getu. Hann gerðist t. d. aðalumboðs- maður fyrir lista Morgunblaðsins við landkjörið í fyrra. það getur ekki ver- ið nema um eitt af tvennu að ræða til þess að skilja þetta fyrirbrigði:Annað- hvort er það Morgunblaðið sem skammast sín fyrir M. G. og vildi ekki birta þessa svargrein hans, eða það er M. G. sem skammast sín fyrir Morgunblaðið og vildi ekki láta það flytja greinina. — Fyrri tilgátan gæti vel lcomið til greina. Morgunblaðið hafði að vísu stutt M. G. þangað til fjáraukalögin miklu urðu kunn. En þá hafi því þótt skörin færast svo upp 1 bekkinn, að ekki væri fært að verja manninn lengur. þessvegna hafi það færst undan að birta greinina. Vitan- lega væri það mest góðgirni i garð Morgunblaðsins að aðhyllast þessa tii- gátu. Og blaðið myndi fá samúð margra manna, væri þetta rétt til get- ið. En því miður verður Tíminn að ef- ast um að tilgátan sé rétt. Morgunblað- ið hefir bæði fyr og síðar barist fyrir a. m. k. nálega eins vondum málstað. — þá er síðari tilgátan, að M. G. hafi ekki viljað láta Morgunblaðið birta svargreinina. Sé hún rétt, þá ber þetta vott um mjög vanþakklátt geð hjá M. G. og sýnirdjóslega heimilisástandið á „kærleiksheimili" andstæðinga Tím- ans. því að það er alveg víst, að Morg- unbiaðið hafði árum saman gert fylli- lega það sem í þess valdi stóð til að verja M. G. og gerðir hans, og það stundum með meðölum sem menn ekki grípa til fyr en sérstaklega mik- ið er talið liggja við. Uún er því næsta ótrúleg þessi tilgáta líka. — En ein- hver er ástæðan. M. G. er talinn svo féfastur maður á eigið fé, að telja má víst að liann hafi ekki farið að ráðast í svo afarkostnaðarsamt fyrirtæki sem það er að gefa út kosningablað fyrir sjálfan sig, nema lionum hafi fundist til þess brýn þörf. Sá kostnaður mun velta á mörgum þúsundum króna. — þetta atriði er svo merkilegt, að ekki má ganga fram hjá þvi. það getur ekki verið nema um aðrahvora ástæðuna að ræða. En hvor þeirra sem tekin er, er mjög óþægileg fyrir báða aðila, fjár- málaráðherrann fyrverandi og blaðið sem studdi hann árum saman. Tim- inn veiður að leggja það á vald les- enda sinna að skera úr, hvor ástæð- una þeir telja sennilegri. Frh. Tr. p. -----o.... Von er að þeir séu hræddir. Eitt af kosningablöðum Morgun- blaðsins segir eftirfarandi sögu: 1 vikunni sem leið sendi Sambandið út mikið af hrossum. Meðan hross- in biðu útskipunar á hafnarbakk- anum kom að þeim fælni. Fengu gæslumennirnir ekki ráðið við. All- stór hrossahópur hljóp frá þeim. Maður nokkur varð á vegi þessara tryltu hrossa og lenti undir þeim. En þegar hrossahópurinn var kom- inn ofan af honum og þó að fjög- ur hófaför sæust á andliti hans, reis hann upp, dustaði af sér rykið og tók í nefið, eins og ekkert hefði í skorist. Blaðið segist hafa það eftir sér ákveðnum manni, að þessi maður, sem varð undir hrossunum hafi verið Tryggvi þórhallsson, ritstjóri Tímans. — Von er að þeir séu hræddir Morgunblaðsmennirn- ir. Svona eru þeir harðir í hom að taka, Tímamenn, að þó að riðið sé yfir þá, og þó að mörg hófaför sjá- ist á andlitinu, þá láta þeir sér hvergi bregða. það er ekki að undra þó að þeir séu rólegir þrátt fyrir naggið og nartið í Morgun- blaðinu og kosningaútgáfum þess. — Svona verður að leggja út af þessari kosningabrellu. Seinheppi- leg er hún þessi aðferð Morgun- blaðsmannanna að búa til hreysti- sögur um mótstöðumennina. því að vitanlega er því eins varið með þessa sögu og með flest annað sem kosningablöð Morgunblaðsins UnglíngaskóU Ásgríms Maguússonar Reykjavík. Eins og auglýst var í 19. tbl. Tímans starfar skóli þessi með sama fyrii’komulagi og áður. Sér- lega lientugur kenslutími og góðir kennarar. Leitið upplýsinga lijá undirrituðum forstöðumanni skól- ans. ísleifur Jónsson, Bergstaðastræti 3. — Reykjavík. Happadrætti Landsspítalasjóðs íslands 1923. Þessar tölur voru dregnar út 1. ágúst þ. á.: 1. Legubekkur með áklæði . 152 2. Saumavél..........1489 2. Armstjakar. . . . . . 5550 4. Farseðill með E.s. ,,Esja“ (hringferð).... 5997 5. Peningar 100 kr. . . . 4390 6. Kaffiáhöld...... 3886 Handhafar þessara talna vitji nfunanna til Hólmfríðar Þorláks- dóttur, Bergstaðastræti 3 Reykja- vík. segja, að hún er ósannindi frá upp- liafi til enda. Hún er venjuleg Marðarsaga. Af þessum útfluttu hrossum hafði ritstjóri Tímans ekkert annað en óblandna ánægju. Annarsvegar yfir því að það voru bændurnir sjálfir sem fluttu hross- in út, án nokkurrar aðstoðar kaup- manna, og hinsvegar yfir því, að bændumir fengu 35—40 kr. hærra fyrir þessi hross en kaupmennimir höfðu borgað fyrir hross stuttu áður. ----o---- Harding Bandaríkjaforseti er ný dáinn. Hefir Coolinge varaforseti tekið við stjórnarstörfum. Látinn er á Akureyri 1. þessa mánaðar Eggert Laxdal kaupmað- ur, einn af elstu borgurum Akur- eyrarbæjar. Hann var fæddur 8. febrúar 1846. Tíðarfarið. Tíðin leikur nú við okkur Sunnlendinga meir og betur en verið hefir í mörg ár. Gras- spretta alveg óvenjulega góð og alt þurkast eftir hendinni. En af Norð- urlandi eru aðrar fréttir. 1 gær átti ritstjóri Tímans símtal við merk- an bónda í Húnavatnssýslu. Hann hafði fengið eina 50 hesta í hlöðu. Öll hin heyin liggja undir skemd- um. Algengasta veðurfarið undan- farið, 4 gráðu hiti á morgnana, 6 gráður um miðjan daginn og súld- arveður allan sólarhringinn. Karl Finnbogason skólastjóri býður sig fram við kosningamar í haust á Seyðisfirði af hálfu sam- vinnumanna. Búist er við að Benedikt Sveins- son verði einn í kjöri í Norður- þingeyjarsýslu í haust. Hrossaútflutningur. Enn sendi Sambandið út töluvert af hrossum með íslandi um miðja vikuna. Einar H. Kvaran rithöfundur og stórtemplar sækir fjölmennan bannmannafund í Kaupmannahöfn af hálfu stórstúku íslands og flyt- ur þar erindi. Síra Bjarni Jónsson dómkirkju- prestur er nýkominn til bæjarins úr utanför. 25 ára afmæli átti Lauganes- spítali nýlega. Nýtt hefti af Tímariti lögfræð- inga og hagfræðinga er nýkomið út. Aðalgrein ritsins er eftir Sveinbjöm Jónsson lögfræðing og fjallar um frelsishegningar og að- búð fanga í ýmsum löndum. Ritstjóri: Trj'ggvi þórhalisson. Laufási. Sími 91. Prtmtsmiðja Acta h/f.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.