Tíminn - 25.08.1923, Blaðsíða 4

Tíminn - 25.08.1923, Blaðsíða 4
110 T 1 M 1 N N Auglýsing um iarkennarastöður. .Það kunngerist hérmeð, að farkennarar verða á komanda hausti hvergi skipaðir, nema í þeim fræðsluhéruðum, sem hafa fullnægjandi skólahús, heldur verða þeir enn settir. Fræðslunefndir skulu hafa sent tillögur um setningu í stbðurnar til fræðslumálastjóra fyrir 15. sept. næstkomandi. í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, 11. ágúst 1923. Síg. Eggerz. Big-f. M. Johnsen. Smásöluverð á tóbaki má ekki yera hærra en liér segir: "V" ixxdlsLr: Torpedo ...............50 stk. kassi á kr. 20,75 Naseo Princossas.......50 — — - — 20,75 Americana..............50 — — - — 13,80 Nasco..................50 — — - — 13,25 La Diosa...............50 — — - — 11,00 Utan Reykjavíkur má verðið vera því liærra, sem nemur flutn- ingskostnaði frá Reykjavík til sölustaðar, en þó ekki yfir 2%. Landsverslun. Ráðskonustaða við fyrirhugað mötuneyti 50—60 námsmanna í Reykjavík, er tekur til starfa um miðjan október, er laus til umsóknar. Umsóknir sendist, fyrir 10. september, til Ásgeirs Ásgeirssonar kennara í Laufási, sem veitir nánari upplýsingar. Til kaupfélaga! H.f. Smjörlikisgerðin í Reykjavík er stofriuð í þeim tilgangi, að koma hér á smjörlíkisframleiðslu, sem geti fyllilega jafnast á við samskonar iðn erlendis, bæði hvað gæði og verð snertir. Eflið íslenskan iðnað. Biðjið um, Smára‘- smj örlíkið. Leidavþing. Eg undirritaöur boða hér með til leiðarþings fyrir kjósendur í Árnes- yýslu að Ölfusárbrú sunnudaginn 9. sept. næstlcomandi. Annað fyrir kjósend- ur í Rangárvallasýslu sunnudaginn 16. sept., að Stórólfslivoli, og hið þriðja fyrir kjósendur í Vestur-Skaftafellssýslu sunnudaginn 23. sept., í Vík í Mýrdal. Fundirnir hefjast kl. 12 á hádegi. Á þessa fundi leyfi eg mér að bjóða sér i lagi fyrverandi þingmönnum j>essara kjördæma. Ennfremur nokkrum öðrum mönnum, sem í blöðunum eða öðruvísi hafa verið taldir liklegir sem frambjóðendur í þessum kjördæm- um við kosningarnar nú i haust. Að Ölfusá: sr. Gísli Skúlason á Hrauni, sr. lngimar .Tónsson á Mosfelli, Jörundur Brynjólfsson bóndi í Skálholti, Magnús Torfason sýslumaður og Sigurður Sigurðsson ráðunautur. Að Stórólfshvoli: sr. Eggert Pálsson á Breiðabólsstað, Einar Jónsson bóndi á Geldingalæk, Guðbrandur Magnússon kaupfélagsstjóra i Hallgeirsey, Guðmundur bóndi Er- lendsson á Núpi, Guðmundur bóndi porbjarnarson á Hofi og Skúli Tlioraren- sen bóndi á Móeiðarhvoli. Á fundinn i Vík: Jón Kjartansson málfærslumaður í Reykjavík. Reykjavík 25. ágúst 1923. Jónas Jónsson, frá Hrifiu, 5. landskjörinn þingmaður. Frh. af 1. «ÍOu. vér komumst að raun um að þeir hafi gott af þeim, verði drengir að betri og ekki eins gjamir á að pretta Indíána þá skulum vér aftur taka upp þessi mál. Bróðir! þú hefir nú heyrt svar vort við ræðu þinni. Fleira höfum vér ekki að segja að sinni. Vér munum nú rétta þér höndina að skilnaði og vonum að hinn mikli andi haldi vernd sinni yfir þér á leiðinni, svo þú náir heill á húfi heim til vina þinna. Á. Á. þýddi. ;---C--- Stórbruni í Birtingaholti. Aðfaranótt hins 18. þessa mán- aðar varð stórbruni í Birtingaholti í Árnessýslu. Brunnu á stuttum tíma fjögur hús sambygð: hlaða, fjós, haughús og skemma. Voru í fjósinu 14 nautgripir, brunnu 8 inni, en 6 björguðust út um haug- húsið. Er vafalaust að reykur en ekki bruni hefir orðið kúnum að bana sem inni brunnu, því að þess sáust merki að þær höfðu legið óhreyfðar á básum sínum. Og tveir af sex nautgripunum sem út kom- ust lifandi, höfðu fengið lungun svo eyðilögð af reyk, að þeim var slátrað. I hlöðunni voru um 500 hestar af heyi. Tókst að bjarga mestu af því, en giskað á að um 100 hestar hafi skemst og brunn- ið. Grjót og torfveggur hlífði þvi að íbúðarhúsið brann ekki líka. Engin slys eða meiðsli urðu á fólki við brunavömina. Líklegast er tal- ið að upptök eldsins stafi af því að neisti hafi falist í ösku sem borin var í flórinn. Húsin voru vátrygð í vátrygging- arfélagi sveitarinnar. En þau voru lágt vátrygð, enda gömul virðing á þeim. Er áætlað að beina tjónið nemi um 10 þús. kr. Víða að af landinu munu hinu rr erka Birtingaholtsheimili berast hluttekningarkveðjur vegna þessa sorglega atburðar. o- Frh. VoriS 1921. Vorið 1921 er eitthvert merkilegasta og um leið sorglegasta tímabil, sem liðið hefir yfir þetta land. Nýafstaðið var síðasta þingið sem þeir sátu J. M. og M. G. Hafði afgreitt ein gálausustu fjárlögin sem afgreidd hafa verið frá alþingi íslendinga. Hafði kastað innflutningshöftunum fyrir bcrð. í augum útlendra þjóða var ís- land álitið gjaldþrota, eða við það, því að fjárkreppa íslandsbanka stóð þá sem allra hæst og getuleysið að yfir- færa peninga til útlanda. J. M. fór þá ti: Danmerkur til þess að taka lán. Iiann kom heim aftur með bogið bak. Hann hafði fengið hryggbrot eða svo harða kosti, að ekki var við lítandi. Og loks bættist Spánarmálið ofan á alt annað. Ekki annað fyrirsjáanlegt en að aðalframleiðsluvara landsins yrði óseljanleg. Aldrei hefir útlitið verið svo svart um afkomu íslands í þeirra manna minnum, sem nú lifa. — En J. M. og M. G. voru ekki að hugsa um hið alvarlega ástand þjóðarinnar. Athafnir þeirra benda a. m. k. i alt aðra átt. þessa sömu daga voru þeir að stofna til iburðarmikils veislufagnaðar, sem þjóðinni var langt um efni fram að láta í té slíkan. Enda var sá viðbún- aður allur þvert á móti vilja hins tigna gests sem hingað ætlaði að koma — konungsins þessa fátækasta konungs- ríkis Norðurálfunnar. Honum var það ljósara en stjórnendum landsins hversu illa fór á þessu, samtímis því sem þjóðin stóð á öndinni og beið úr- slitanna hvort hún myndi fá fé til að kaupa fyrir brýnustu lifsnauðsynjar og hvort hún gæti selt helstu afurðirn- ar. J. M. og M. G. voru samtaka um þetta, en þriðji ráðherrann, Pétur heitinn Jónsson á Gautlöfidum, hafði ekki skap til að vera viðstaddur. Hann fór í sína síðustu kynnisför til átthag- anna norður í þingeyjarsýslu og dvaldist þar meðan þeir skemtu sér J. M. og M. G. „Meue tekel“. Vitanlega lá fyrir heimild þingsins fyrir fjárveitingu til konungskomunnar. Og M. G. afsakar sig vitanlega með því. En er það gild afsökun fyrir framferði hans og J. M. á þessu minnisverða ári? Er nokkur afsökun til fyrir þeirri gengdarlausu eyðslu, krossaregni og prjáli, sem þá var tiðkaö af hálfu landsins? það var ekki eitt heldur alt, sem hvatti til að v'ðtökumar yrðu fyrst og fremst hlý- legar og virðulegar, en ekki iburðar- miklar og af yfirlæti gerðar. það er alkunnugt um öll lönd konungs vors, að hann og drotning hans eru með af- brigðum frásneydd eyðslu og íburði. Við mörg tækifæri hefir hann látið slíkt beinlínis koma fram opinberlega. Hvernig átti lika ísland, strjálbygð- asta land álfunnar, með 100 þús. íbúa, að ætla sér að fagna erlendum þjóð- höfðingja með veislum og íburði? — Hinsvegar hið alvarlega ástand lands- ins, sem um er rætt hér að framan. Undir slíkum kringumstæðum skal manninn reyna. þeir urðu þá endan- lega vegnir og léttvægir fundnir J. M. og M. G. Hver einasti alvarlega hugs- andi maður i landinu hlaut að for- dæma framferði þeirra, og var það þó mest á móti slcapi þess manns, er tilefnið var látinn gefa. — „Mene tekel" var skráð yfir veisluborðum þeirra, þetta síðasta vor sem þeim var trúað fyrir fjármálum íslendinga. þeir hafa verið margir, sem líkt hafa þeim veislufagnaði við hina fornfrægu veislu Belsasars í Babýlon, þá er óvígur óvinaherinn beið við borgar- hliðin. Margsinnis hefir Reykjavík verið kölluð Rabýlon íslands. Hún hefir aldrei verðskuldað nafnið eins og vorið 1921. þegar hin allra mesta alvara er á ferðum, fer verst á „glaðri iðju, gullinveig og dýrum mat“. Komi hann með „vottorð" fjármálaráðherr- ann sem lét borga þetta með alþjóðar- fé. Skjóti hann sér á bak við þingið og þvoi hendur sínar Pílatusarþvottin- um. það kemur fyrir ekki. þetta verð- ur aldrei . af honum þvegið. Eins og önnur Lady Macbeth verður hann að því til æfiloka að þvo hendurnar. „Myrk og þögul“ standa merkiri „Mene tekel" skráð á höfði þeirra fyrir þá vansæmd sem þeir gerðu íslensku þjóðinni vorið 1921. Frh. Tr. p. -----O----- B. Kr. lettar að gulli. ii. 3. B. Kr. segir að Tímarit kaupfélag- anna eigi að sjálfsögðu að halda sér utan við stjórnmál. Hvaðan kemur honum leyfi og myndugleiki til að segja fyrir hvað „sjálfsagt" sé viðvikj- andi Tímariti kaupfélaganna? Ekki á hann neitt i því, eða yfir þvi að segja. Og er ekki sjálfsagt fyrir samvinnu- menn að verja sig gegn árásurn and- st.æðinganna jafnt á landsmála sem verslunarsviðinu? Elstu samvinnufé- iög heimsins, þau í Bretlandi, hafa af sömu ástæðu farið að taka þátt í lands- inálabaráttunni. þau sáu, að annars notuðu kaupmennirnir þjóðfélagsvald- ið móti samvinnumönnunum. B. Kr. ætti líka að segja „Cooperative News“ hvaða viðfangsefni það ætti að fást við. 4. B. Kr. segir, að framan af árum hafi enginn amast við kaupfélögunum, ekki einu sinni kaupmenn. þetta er svo óskammfeilin staðhæfing, að varla yrði búist við jafnmiklum ósannindum frá B. Kr. Veit maðurinn ekkert um ofsókn þórðar kaupm. á Húsavík gegn Kaupfélagi þingeyinga, þar sem til- ætlunin var að brjóta félagið á bak aftur með hungurkúgun? Veit liann ekki, að ein af ástæðunum til þess, að Tímarit ísl. samvinnufélaga var stofn- að, var einmitt sú, að blöðin voru ná- lega öll, nema Fjalllconan, lokuð fyrir kaupfélagsmönnum? Kaupmenn kúg- uðu þau þannig með auglýsingavald- inu og öðru. Að síðustu ætti B. Kr. að minnast á alla þá úlfúð og ósannindi, sem beitt var gegn hinum alþekta og valinkunna ræðismanni Dana i New- ciistle, Zöllner, af því að liann var um- boðsmaður kaupfélaganna. B. Kr. tók töluverðan þátt í árásunum á þá, en þeir Pétur á Gautlöndum og Jón í Múla kváðu Björn þá í kútinn, svo að hann hreyfði sig ekki í möfg ár áeftir. Nei. Fjandskapurinn gegn kaupfélög- unurn hefir verið og er mikill frá liálfu kaupmanna. Má sanna þetta með dæmum úr verslunarsögu íslands, eða hverrar annarar þjóðar, þar sem sam- vinnunnar gætir verulega. Enda kem- ur það beriega fram i grein B. Kr., að hann álítur kaupmenn eiga neytend- urna, liklega eitthvað með svipuðum liætti og bóndinn á sauði, sem hann klippir einu sinni á ári til að fá reifið. 5. B. Kr. er reiður yfir því, að eg liefi eltki álitið heppilegt að taka gamla kaupmenn til að stýra félögunum. Hon um finst, að úr því að félögin svifti kaupmenn „löglegri" atvinnu, þá eigi að sjá fyrir þeim. B. Kr. hefir tekist að fá þingið til að trúa þessu, að því er hann sjálfan snertir. þess vegna fær liann sín „öreiga“iaun. Ef þessari kenningu væri beitt víðar, kæmi upp úr ltafinu, að Landsbankinn ætti nú að ala önn fyrir tveim nafnkendum gæðingum B. Kr„ kaupmönnum i Rvík, sem nú eru orðnir gjaldþrota. II. Kr. lánaði þessum mönnum fé landsins og landsmanna. þeir hafa ekki getað rekið atvinnu sína þrátt fyrir tiltrú B. Kr. og gengið frá skuld- unuin. Björn mun vilja, að Lands- bankinn sjái fyrir þessum mönnum nú, úr því að borgararnir þurfa áð sjá fyrir þeim kaupmanni, sem ékki fær nóga „veltu" til að lifa af, sökum þess, að fólk vill heldur versla við kaupfélag í grendinni. B. Kr. ætti að nota umboð sitt fyrir Gullbringusýslu til að koma með frumvarp sem trygg- ir framtíð allra gjaldþrota, óvinsælla og ómögulegra kaupmanna. þessi elli- tryggingarhugmynd B. Kr. er líkleg til VETURVIST. Tveir (eða 3) piltar, lielst menta- skólamenn, geta fengið (í félagi) vet- urvist á góðu heimili hér i miðbæn- um. Stofa gegn suðri, 4X4 metrar, með svefnherbergi 3,5X2,5 m„ fataklefa og sérstöku fordyri, með rafljósi, hita, hirðingu og húsbúnaði, nema rúmföt- um. Verð 80—90 kr. á mánuði. Fæði hjá húsráðendum, gott og óbreytt, með því verði, sem i bænum gerist. Nánari fyr- irspurnum má beina til ritstj. Tímans. að halda minningu hans lengur á lofti heldur en þótt gert væri af honum líkneski úr „Svinhólakoparnum", eins og Mbl. stakk upp á. Viðvílcjandi því, hve heppilegt sé fyrir kaupfélög að fá gainla kaupmenn til forstöðu, hefi eg fært rök, sem elcki hafa verið hrakin. Til skilningsauka má geta sér til, hve skemtilegur kaupfélagsstjóri B. Kr. myndi hafa verið, eftir að hann með skinriaversluninni var búinn að þroska hjá sér þá „einlægni“ í garð þess versl- unarfyrirkomulags, sem skrif hans eru vottur um. ----o----- Eftirtektavert bandalag. Magn- ús Gíslason sýslumaður Sunn- Mýlinga var hér á ferð nýlega og mun ráðinn til framboðs þar í sýslu. Telur Alþýðublaðið hann hik laust socialista og ekki er því mót- mælt af Morgunblaðinu. Nú er það alkunnugt, að þeir munu berjast hlið við hlið við kosningarnar Magnús sýslumaður og Sigurður Kvaran, móti frambjóðendum Framsóknarflokksins: Sveini Ól- afssyni frá Firði og Ingvari Pálma- syni frá Nesstekk í Norðfirði. Mun mörgum þykja þetta bandalag Morg-unblaðsins og Alþýðublaðsins næsta einkennilegt. — það fer ekki rétt vel á því hjá Morgunblaðinu að vera að reyna að sverta Framsókn- arflokkinn fyrir „óleyfilega sam- búð“ við socialistana, en stofna svo sjálft til beinharðs bandalags við þá móti frambjóðendum Fram- sóknarflokksins. Eru þau af þessu auðsén heilindin hjá blaði þessu. Ullartollur. Ritdeila er háð um þessar mundir um steinolíueinka- söluna milli Lárusar Jóhannesson- ar skrifstofustjóra Kaupmanna- ráðsins og Héðins Valdimarssonar skrifstofustj óra landsverslunar. Inn í þá deilu blandast umræður um ástæðuna til þess að tollur á ís- lenskri ull er hærri nú en var í fyrra í Bandaríkjunum. Gefur Lár- us 1 skyn, að ástæðan geti verið steinolíueinkasalan, því að stjórn Bandaríkjanna styðji Standard Oil, sem nú hefir mist viðskifti hér á landi. Héðinn neitar því, að þetta geti verið ástæðan. Segir að ís- lenska ullin hafi lent í öðrum toll- flokki vegna þess að það hafi kom- ið í ljós að hún hafi verið notuð til annars en búist var við í fyrstu. — Tíminn getur ekki skorið úr þess- ari deilu. En hann vill beina þeirri eindregnu áskoiun til landsstjórn- arinnar, að rannsakað sé til fulls hvernig standi á þessari tollhækk- un eða breytingu á tollflokkun ull- arinnar. þar sem mikið af ullinni hefir undanfarið farið til Banda- ríkjanna, hlýtur þetta að lækka verðið. Og jafnframt þarf að at- huga, hvort nokkuð væri hægt að gera af íslands hálfu til að kippa þessu í lag. Larsen Ledet hinn alkunni for- ystumaður Dana í bann- og bind- indismálinu er væntanlegur hing- að til bæjarins von bráðar. Mun hann flytja hér fyrirlestra um það mál. Er gleðilegt að eiga hingað von á slíkum gesti. Manntjón. Síðastliðinn mánudag fórst bátur frá Skálum á Langa- nesi. Voru 4 menn á bátnum og druknuðu allir. Ritatjóri: Tryggvi þórhaílseoo. Laufási. Sími 91. Prentamiðja Á«ta h/f.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.