Tíminn - 08.03.1924, Blaðsíða 4
40
T 1 M I N N
öllu hugleiknara að espa sem flesta
gegn porv. heldur en að þvo bletti
af sæmd þeirra manna, er hann
þykist vera að verja. þorv. gerir
það sjálfur betur. Hann segir, að
það hafi verið aldarháttur, að
heldri menn tækju sér neðan í því,
og hafi það því lítt rýrt virðingu
þeirra. þetta er satt, og það skilja
allir, og sýnir um leið, að þorv. er
ekki að leitast við að ófrægja
mennina. Blettir af öðru tægi, sem
höf. tínir til, eru ekki heldur allir
stórir. þorv. segir um einn maxm,
að hann hafi „skælt sig“ um leið
og hann kastaði fram ónotaspum-
ingu. Höf. tínir þetta orð í illyrða-
safnið, en hefir þó tæplega þótt
það nógu meiðandi, og breytir því
svo í verri útgáfunni og setur þar:
,afskræmdi andlitið*. Auðvitað eru
orð þorv. öll slitin úr sambandi og
höf. setur þau í umgjörð og leggur
þau út á versta veg. Með þeirri að-
ferð er hægt að gera græskulaus
gamanyrði að svörtu níði. það
mætti æra óstöðugan að eltast við
allan upptíning höfundarins. Ef
einhver vill hafa fyrir að bera
saman bók þorv. og grein höf., þá
getur hann sjálfur dæmt um
muninn. Hinum vil eg sýna eitt
dæmi. Frh.
---o--
Alþingí.
Efri deild.
Allsherjamefnd hefir klofnað
um stjórnarskrána. Minni hlutinn
(J. J.) vill aðeins eina breytingu,
þing annaðhvort ár. Telur einsætt,
að ef snúist sé að því einu, megi
koma breytingunni á. Enda sé það
hin eina breyting, sem sparar fé og
kjósendur óska eftir. Hætta sé á
að málið tefjist og strandi eins og
í fyrra, ef smáfleygum sé bætt inn
í, sem þingmenn og þjóðin deila
mjög um. Meiri hlutinn (J. M. og
E. P.) neita þessu samkomulagi,
halda fast við fleyga sína. Vilja
þeir auka embættisvaldið og
minka vald þjóðarinnar um fram-
kvæmd mála, með því að láta fasta
embættismenn í stjómarráðinu
hafa meðferð málanna á hendi und-
ir einni „toppfígúru“, sem kjós-
endur geta skift um. Jafnframt
vill nefndin velja landkjörna til 12
ára og kjördæmakosna til 6 ára.
Með þessu minkar enn vald og
áhrif alþjóðar yfir málum sínum.
Auðveldara fyrir spillingaröflin,
einkum erlent og innlent peninga-
vald, að kúga þjóðarviljann. Óhlut-
vandir menn, sem komist hafa á
Hingað til hefir ísl. krónan stað-
ið í föstu verðhlutfalli við danska
krónu og fallið með henni. Eg þyk-
ist hafa bent á ástæðurnar fyrir
fallinu nógu skýrt, til að allir skilji
að gerólíkar ástæður em fyrir
hendi. í Danmörku hefir stærsti
bankinn skapað mörg hundruð
miljón króna óréttmætan kaup-
kraft og dreift honum víða um
heim. þetta sást fyrir V/% ári síð-
an, en ennþá er ekki búið að af-
skrifa nándar nærri alt tapið, og
margar miljónir em enn ógreidd-
ar, sem standa í beinu sambandi
við þá peninga, sem seðlabankinn
þurfti beinlínis að prenta til að
geta greitt þær 100 miljónir kr.,
sem lentu í þeirri ógnarhít. 1 Nor-
egi hefir hver bankinn á fætur öðr-
um farið á höfuðið. ísland hefir
tapað nokkru, en á þeim góðu ár-
um, sem síðan hafa komið, er mik-
ið unnið inn, og að minsta kosti er
nú komið alt það versta í ljós.
Sumir hafa viljað kenna lággengi
norsku og dönsku krónunnar mark-
aðsleysi t. d. fyrir skip Norð-
manna. Slíkt er firra, því ef ekki
er eytt meiru en aflað er, hversu
lítið sem það kann að vera, getur
ekki myndast meiri eftirspurn en
framboð, og það ákveður gengið.
Svíþjóð hefir einnig mist báða að-
almarkaði sína, Rússland og
þýskaland, þó steig krónan upp í
gullverð fyrir ári síðan, en er nú
milli 98—100 gullaura, enda hafa
þing með slíkum meðölum, geta
lengi og í næði framið sína góðu
gerninga. Dugandi þingmenn, sem
starfa í samræmi við heill og hags-
muni landsins, þurfa ekki að ótt-
ast dóm þroskaðra kjósenda.
Breyting íhaldsins miðar þess-
vegna öll að því, að auka skrif-
stofuvaldið, minka aðhald kjósenda
á þingmenn, og deyfa stjómmála-
áhugann. þessum gæðum ætlar
embættis- og eftirlaunavaldið að
læða inn í stjórnarskrárbreytingu,
með hinni gömlu tillögu Tímans
um þing annaðhvort ár.
Hörð snerra varð í Ed. milli
Framsóknar og íhaldsins um em-
bætti Bjama frá Vogi. Töluðu í því
máli annarsvegar: Einar á Eyrar-
landi, Ingvar Pálmason og Jónas
Jónsson, en á móti: J. M., Jóh. Jóh.
og sr. Eggert. Tillaga frá Fram-
sknarmönnum var að leggja niður
embætti Bjarna við háskólann, en
flytja hann að mentaskólanum, en
rýma þar burtu einhverjum kenn-
ara, sem stjórn J. M. hefir sett á
full embættislaun, án samþykkis
þingsins. Með þessu hefðu sparast
alveg eins manns laun. Tillagan
var studd með því, að Bjarni hafi
verið sviftur starfi við mentaskól-
ann af pólitiskum ástæðum. þess-
vegna hafi þingið 1914 búið til
handa honum embætti við háskól-
ann, þó að þess væri ekki þörf, til
að bæta fyrir gamalt misrétti. Frá
byrjun hafi almannarómurinn haft
óbeit á þessu starfi. Frv. leysti
hnútinn. Lagði niður embættið við
háskólann, sem aldreí hefði átt að
stofna, en færði Bjarna að menta-
skólanum, þar sem hann hefði átt
að vera kennari. J. M. hét á íhaldið
að drepa þetta frv. strax. Fylgdi
honum öll hjörðin: Ingibjörg, B.
Kr., Jóh. Jóh., H. St., sr. Eggert
og Vestmannaeyingurinn. Sig.
Egg. og Hjörtur veittu Bjarna
sama vígsgengi. Stuðningsmenn
Bjama eru glaðir yfir þessu og sjá
nú trygt, að ekki verði starf hans
lagt niður á þessu þingi.
Allur íhaldsflokkur Ed. flytur
frv. um að prenta ekki þingræður.
Telja með því sparast 20 þús. kr.
Bent hefir verið á, að ef tveir af
flutningsmönnunum, B. Kr. og J.
M. gæfu efltirlaun sín til hina fá-
tæka fósturlanda, myndi það lang-
drægt hrökka fyrir þessum út-
gjöldum. Ennfremur mundu miss-
irislaun E. Claessens, sem J. M.
samdi um við þennan bankastjóra,
hrökkva fyrir ársútgáfu. „Full-
valda“ ríkið, sem svo mjög hefir
glamrað um sjálfstæði sitt, ætlar
að leggja niður að birta skýrslu um
lánveitingar verið í hófi þar.
Alveg er rangt að blanda sam-
an þessu óréttmæta kaupmagni,
sem kemur af verðbreytingu og
verðhruni, við það, sem sumir
héldu fram fyrir nokkrum árum,
að kaupgeta almennings þyrfti að
minka. Slíkt er fjarstæða. Eu
óréttmætt kaupmagn verður að
hverfa, til að kaupgeta almennings
geti aukist. Eg hefi séð of mikið af
áhrifum lággengisins í þýskalandi
og Austurríki, þar sem verkamenn-
irnir voru orðnir svo magnlausir af
illri fæðu, að vinnuafl þeirra varð
dýrara en hollenskra og danskra,
þó þeir fengju aðeins fjórðung
kaups við þá, að eg kann fyllilega
að meta hvílíkur fjársjóður er í
duglegum starfsmönnum. Einnig
hefi eg séð í þeim löndum of mörg
börn, sem höfðu mist sjónina eða
höfðu kengbognar’fætur og stökk-
ar tennur, af of fábreyttri lífefna-
lausn. 1 samanburði við slíkt hörm-
ungarástand er heilbrigði íslensku
þjóðarinnar ómetanlegur fjársjóð-
ur. 1 lággenginu er falin dauða-
hætta fyrir menn og þjóðir.
Reynsla þýskalands og Austur-
ríkis ætti að verða okkur til við-
vörunar. Enn er hægt að bjarga
þjóðinni, ef karlmannlega er tek-
ið í strenginn.
Berlín, í desember 1923.
Helgi P. Briem.
----o-----
gerðir fulltrúa sinna. En ráðgef-
andi þing frá 1845—74, og þing
sem var háð dönsku neitunarvaldi
í önnur 30 ár, gat gefið út sín þing-
tíðindi, og óttaðist ekki að láta
kjósendur sjá, hverju fram fór í
þinginu.
Framsóknarmenn báru enn fram
tvær þingsályktunartillögur. Aðra
um að skipa spamaðarnefnd. Hina
um að flytja skrifstofur landsins í
Landsbankahúsið. Fyrir sparnað-
amefnd var mælt á þá leið, að al-
menn óánægja væri með, hve mik-
ið eyddist af landsfé, einkum til
starfsmanna í Rvík. Sparnaðar-
nefnd gæti gert tillögur um ýmis-
legt því viðkomandi, sem hægt
væri að framkvæma nú í vetur.
þar að auki gæti hún gert tillög-
ur um starf nefnda milli þinga.
Myndi þar heppilegast að hugsa
sér 4—5 nefndir, og að flokkarnir
legðu til ólaunaða menn í nefndir
þessar. Gæti ein nefndin haft til
meðferðar heilbrigðismál, önnur
kenslumál, þriðja um skipun dóm-
ara og umboðsvalds, fjórða um
kirkjumál, og fimta um póst- og
símamál. J. M. þótti ískyggilegt að
samþykkja tillöguna undir eins.
Vildi láta rannsaka í nefnd þennan
ískyggilega sparnað, og verður það
gert.
Enn meiri mótstöðu mætti tillag
an um að flytja skrifstoíur lands-
ins í hús, sem landið á. Með því
mæltu: Guðm. Ól. og J. J., en á
móti: J. M., Jóh. Jóh. og B. Kr.
Landið hefir nú til umráða feikna-
mikið húsrúm á 3. og 4. hæð í
Landsbankahúsinu. Sömuleiðis á
efstu hæð í Pósthúsinu, og eitt
timburhús í miðbænum, sem lands-
sjóður hefir fengið upp í skuld. Til-
lagan gekk út á flytja skrifstofur
bæjarfógeta, lögreglustjóra, skatt-
stjóra, vegamálastjóra, vitamála-
stjóra, húsameistara og veðurfræð-
ings. Flestar þessar skrifstofur
búa við erfiðan leigumála, í einka-
húsum forstöðumannanna. Jón
Hermannsson, mágur sr. Eggerts,
hefir t. d. í mörg ár fengið 6 þús.
kr. ársleigu fyrir neðrihæð í timb-
urhúsi, sem varla hefir kostað
meira en 12 þús. kr. upprunalega.
Jóh. Jóh. játaði, að hann vildi
ógjarnan fara. það væri svo erfitt
að ganga upp á 3. loft í bankan-
um og engin lyftivél. Sagði órann-
sakað mál, hvort húsrúmið væri
hæíilegt fyrir þá skrifstofu. Af
hálfu Framsóknar var þá stungið
upp á að vísa málinu til nefndar,
sem Jóh. Jóh. er formaður í, og að
hún skyldi framkvæma rannsókn-
ina. En H. St. forseti sá, að þetta
gæti verið hættulegt fyrir hinn
góða málstað þeirra, sem leigja
landinu skrifstofur. Bar því fyrst
upp tillögu frá J. M. um að eyða
málinu. Var hún samþykt með öll-
um atkvæðum Mbl.manna móti 5
Framsóknarmönnum. Væntanlega
njóta forstöðumenn skrifstofanna
enn þeirra hlunninda út þetta kjör-
tímabil, sem þeir hafa haft hing-
að til. Og ef Ingibjörg og Jón geta
framlengt umboð sitt, svo að það
verði 12 ár, má gera ráð fyrir, að
þau haldi „sparnaðinum" við um
mörg ár enn.
Neðri deild.
þingmenn Reykvíkinga flytja
frv. um brunatryggingar í Reykja-
vík, um ný kosningalög við bæjar-
stjórnar- og borgarstjórakosningar
í Reykjavík og um bæjargjöld í
Reykjavík. Hefir síðasttalda frv.
orðið mikið deilumál innan bæjar-
ins. — Jakob Möller og Ásgeir Ás-
geirsson flytja þingsályktunar-
tillögu um að skora á landsstjórn-
ina að reyna með samningum að fá
Sigurð Nordal prófessor til að
halda embætti sínu við háskólann.
— þórarinn Jónsson flytur frv. um
ákvörðun vinnutíma á skrifstofum
ríkisins, að hann skuli vera minst
8 klukkutímar á dag. Mætti af
þessu frv. verða mikið gagn ef það
yrði að lögum. Mun Framsóknar-
flokkurinn styðja frv. þetta í einu
hljóði. — þórarinn Jónsson, Jör-
undur Brynjólfsson o. fl. flytja frv.
um afnám heimakosningalaganna
sem samþykt voru á síðasta þingi.
— Jón þorláksson flytur frv. um
breyting á háskólalögunum. Eru
teknar upp í frv. þetta þær tillög-
ur, sem Framsóknarflokksmenn
hafa borið fram um háskólann: að
biskup taki að sér kenslu fyrir
annan prófessor guðfræðideildar-
innar og að leggja niður grísku-
dósentinn og prófessorinn í hag-
nýtri sálarfræði. Auk þess eru ýms
önnur ákvæði í frv.: t. d. að sam-
eina lögfræðideild og heimspekis-
deild og fækka prófessorum í laga-
deild um einn. En síðast í frv. koma
fram ákvæði, sem virðast benda til
að J. þ. sé á undanhaldi í embætta-
íækkunarmálinu, og er ekki fjarri
til getið að Ihaldsflokkurinn hans
muni sigla þar í kjölfarið. J. þ.
hélt því fram á þingi 1922, að rík-
ið hefði skilyrðislausan rétt til að
losna við embættismenn þegar, þá
er það þyrfti ekki að nota lengur.
Hefir það komið fram hjá Fram-
sóknarmönnum að þeir vildu láta
framkvæma þegar niðurlagning
vinnuvísindanna og grískukensl-
unnar. En nú segir J. þ. í þessu
frv. sínu, að þessi fækkun embætt-
anna eigi að koma í framkvæmd
og beita „eftir því sem fært þyk-
ir“ ákvæði stjómarskrárinnar um
að flytja menn til í embættum. Er
þetta undanhald mjög eftirtekta-
vert. — Guðmundur Ólafsson flyt-
ur frv. um friðun rjúpna. Skulu
þær vera alfriðaðar til 1. okt. 1927
og úr því sj öunda hvert ár. — Alls-
herjarnefnd í neðri deild hefir lagt
fram álit sitt um frv. frá Tr. þ.
um afnám laganna um sendiherr-
ann í Kaupmannahöfn. öll nefndin
er á einu máli um að misráðið hafi
verið að lögfesta embættið. Vill
láta samþykkja frv. með dálítilli
breytingu, en aðalatriðinu er hald-
ið að þingið ákveði í hvert sinn í
f járlögum hvort fé sé veitt til sendi
herrans. Er því besta >von um að
málið nái fram að ganga í neðri
deild.
----o----
Bjöm Líndal og sendiherrann.
Einn hinna nýju íhaldsþing-
manna flutti sína fyrstu og einu
ræðu, enn sem komið er, um sendi-
herraembættið. það var Björn Lín-
dal. Nú er það eina atriðið á stefnu-
skrá íhaldsflokksins að fækka em-
bættum og spara. En Björn Líndal
afmeyjaði sigAil þess að reyna að
halda sendiherraembættinu. Hann
talaði um fullveldisvímu, sem því
hefði valdið, að æðsti dómstóllinn
hefði verið fluttur inn í landið o.
fl. En nú væri það hneisa fyrir
landið að afnema sendiherrann. Og
þetta er talið alt að því meðalmað-
ur í íhaldsflokknum sem svona tal-
ar. — Flokksforinginn, Jón þor-
láksson, setti laglega ofan í við
Björn. Hann hefði fengið yfir sig
fullveldisvímuna á hennar seinni
sviðum. Er leitt til þess að vita að
foringinn skuli þurfa að hirta þá
óbreyttu liðsmenn opinberlega í
þingsalnum.
----o——
Raunir Jóns Auðunns.
Jón Auðunn hefir verið mæðumaður
í pólitiskum skilningi hin síðustu ár.
Fyrst byrjaði það, er hann vonaðist
eftir að Mbl.liðið léti hann fá embætti
í stjórn Landsbankans, er Ben. Sv.
lét þar af starfi. þóttist Jón víst hafa
loforð frá sínum húsbændum. Fór
hnnn í góðri trú með skyndiferð vest-
ur, en frétti þá, að húið væri að veita
öðrum. Einhver hvirfilbylur hafði
geysað í stjórnarráðinu meðan Jón var
að sigla vestur og skoða sig í anda
sem aðalbankastjóra. Næsta raun kom
er útbú hans var búið að skaðast eitt-
hvað um miljón á föllnum síldarspekú-
löntum. þriðja báran, þegar Jón varð
að láta af stjórn útbúsins nú í sumar,
eftir langa þjónustu. Fjórða ólagið
liefir nú skollið yfir manninn. Hann
lagði mikið kapp á að verða eftirlits-
maður með bönkum og sparisjóðum.
Mbl.flokkurinn hafði lmúð þá em-
bættisstofnun fram í fyrra gegn mót-
mælum nálega allra Framsóknar-
manna. Með stjómarskiftunum átti
brautin að vera rudd að þessu em-
Enginn vinnufær Is-
lendingur má láta
hjá líða
að tryggja sig.
Tvímœlalaust best að
líftryggja sig í Thule.
Leitið upplýsinga um fé-
lagid bjá aðalumboði þess
á íslandi:
Reykjavík.
SYuntuspennur
Skúfhólkar,
Upphlutsmillur og
|og alt til upphluts.
Trúlofunarhringarnir
þjóðkunnu.JVIikið af steinhringum.
Sent meðjpóstkröfu út um land
efóskað^er.
Jón Sigmundsson gullsmiður.
Sími 383. — Laugaveg 8.
HAPPDRÆTTI STÚDENTJL
Um það var dregið þ. 16. febr. og
komu upp neðangreind númer:
A. 01948 (Riffill).
A. 02171 (Faust).
A. 02317 (þorst. Gíslason).
A. 04018 (1000 krónur).
A. 05065 (Indriði Einarsson).
B. 02353 (Rafmagnsofn).
B. 04623 (100 kr.).
B. 05285 (Málverk Ó. Túbals).
B. 08622 (G. Th. Eiriksjökull).
C. 00701 (Pappírshnífur).
C. 03749 (600 kr.).
C. 05662 (Loftvog).
C. 05677 (E. J. afsteypa nr. 4).
D. 00638 (Sjónauki).
D. 02668 (Kjarval).
D. 03087 (Saumavél).
D. 08439 (E. J. Nótt).
E. 02616 (íslendingasögur).
E. 04800 (Málverk J. St.).
E. 05661 (100 kr.).
E. 09007 (Sambýli).
F. 06111 (Málv. Kr. Jónsd.).
G. 07462 (G. Th. þórðarhöíði).
H. 00217 (E. J. Aldna Alda).
H. 01549 (Nýáll).
H. 04433 (Eyfells, þórsmörk).
H. 09540 (Árin og eilifðin).
I. 02083 (Farmiði til Kh.).
I. 02931 (E. J., Frummynd).
I. 03502 (200 kr.).
I. 06669 (Gullkvenúr).
I. 07133 (Afsteypa nr. 5).
J. 04770(Eyfells, Stykkish.).
J. 05636 (Júl. Svd., málverk).
J. 09376 (Ásgr. J., málverk).
Vinninganna ber að vitja til for-
manns Stúdentaráðsins, Thor Thors,
Frikirkjuveg 11. Séu þeir ekki sóttir
fyrir 1. desember þ. á., verða þeir seld-
ir, og rennur andvirði þeirra í Stú-
dentagarðssjóðinn. — Menn eru beðnir
að athuga vel bæði bókstafinn og tölu-
stafina á seðlunum.
bætti. En nú hefir það lent til annars
manns úr „borgaraflokknum". Jón
Auðunn nýtur alment hluttekningar í
raunum sínum. Menn vonast eftir að
liann vinni í lotteríinu i fimta skiftið.
_______ H<X!
Karl Einarsson sýslumaður í
Vestmannaeyjum hefir fengið
lausn frá embætti. Sigurður Sig-
urðsson lögfræðingur frá Vigur
er settur sýslumaður þar.
Guðmundur Hliðdal verkfræðing
ur hefir verið skipaður símaverk-
fræðingur landsins og forstjóri
bæjarsíma Reykjavíkur.
Ritstjóri: Tryggvi pórhallsaon.
Prentamiðjan Acta h/f.